Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982. fréttir ■ Nýtt lcikár er að hefjast hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Verða í vetur sett upp 5 ný verk 2 íslensk og 3 erlend, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ný af nálinni, auk þess, sem aftur verða tekin til sýninga verk frá fyrra leikári. Leikhússtjóramir Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson kynntu blaða- mönnum starf leikhússins á komandi leikári. Fyrsta frumsýning þessa leikárs verð- ur á leikriti Kjartans Ragnarssonar, „Skilnaði", sem forsýningar voru á í vor á Listahátíð. Er það nýstárlegt að formi að því leyti, að sýningin fer fram í miðjum sal, en áhorfendur sitja í kring. Kjartan leikstýrir sjálfur, en leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson. í leikritinu er mikið um tónlist og hljóð -„effekta" og hefur Áskell Másson séð um þá hlið mála. Er þetta í fyrsta skipti hér á landi, sem flutt er í leikhúsi svonefnd „guadrofónisk" tónlist, sem merkir það, að hljóðin koma úr öllum 4 hornum hússins samtímis. Önnur frumsýning vetrarins verður um miðjan október. Verður þar á L/ JS ' ’A- he J' jÍM íé’v ♦ áSÍM jBl ^ * W ■> mk " y w ® * f/Mi 1 jjk 'f ffl*" T x, ■Nl K MV' i ! TV* ÍT I :. «11 f - ÆSt 1 --iSteÉgpcT » 1 ■f. W J v , < , ■ Starfsfólk Leikfélags Reykjavíkur kemur til starfa eftir sumarfrí. nútímafarsa, sem hlotið hefur nafnið „Forsetaheimsókn" á tslensku. Höfund- ar eru tveir, Brunau og Rego. Leikritið fjallar um verkamannafjölskyldu og er fjölskyldufaðirinn atvinnulaus og and- snúinn þjóðfélaginu. En nú standa fyrir dyrum forsetakosningar og býðst forsetaefnið til að koma í heimsókn til þeirra sem vilja. Fjölskylda verka- mannsins býður forsetaframbjóð- andanum í heimsókn, en án þess að húsbóndinn fái nokkuð um það að vita. Fyrsta frumsýningin eftir áramótin verður á leikriti sænska höfundarins Per Olof Enquist, sem á frummálinu heitir „Frán regnormarnas liv“, en hefur hlotið heitið „Úr lífi ánamaðkanna" á íslensku. Þýðandi er Stefán Baldursson, en leikstjóri er sænskur, Ernst Gúnther, sem setti þetta sarna leikrit upp á Dramaten í fyrra við góðan orðstír. Leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson. Leikritið fjallar um samskipti H.C. Andersen, dönsku leikkonunar Hanne Louise Heiberg og manns hennar og gerist allt á einni nóttu. FIMM NÝ VERK SETT UPP í VETUR þar af tvö íslensk, Skilnaður og Guðrún Argerð 1983 ER KOMIN Á GREIÐSLUKJÖRUM SEM EKKI HAFA ÞEKKST HÉR Á LANDI Verðið er lægra, en á nokkrum öðrum bíl ÞEIR SEM HUGSA KAUPA TRABANT TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ H Ingvar Helgason Sýningarsalurinn v/Rauöageröi Sími 33560 ferðinni verk eftir írskan höfund, Brian Friel, sem á frummálinu ber nafnið „Translations" og var í vor valið besta verk ársins af breskum gagnrýnendum. Á íslensku hefur leikritið hlotið nafnið „Ein var sú borg,“ en þýðinguna gerði Karl Guðmundsson. Leikritið á að gerast á síðustu öld og fjallar um samskipti írsks sveitafólks og breskra hermanna, sem koma til að kortleggja héraðið. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson, leikmynd hefur Steinþór Sigurðsson gert, en meðal leikara eru tveir nýútskrifaðir leikarar, Ása Svavars- dóttir, sem nýkomin er heim frá námi í London, og Pálmi Gestsson, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands í vor. Jólasýning LR verður af léttara taginu. Er þar um að ræða franskan Síðasta frumsýning þessa leikárs verður svo á íslensku leikriti eftir Þórunni Sigurðardóttur. Heitir það „Guðrún" og er byggt á Laxdælu. Höfundur leikstýrir sjálfur, en Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd og búninga. Auk þessara nýju verka, verða aftur teknar upp sýningar á ýmsum verkum frá því í fyrra. Má þar nefna „Hassið hennar mömmu“, sem nú verður flutt í Austurbæjarbíó, leikrit Kjartans Ragnarssonar, „Jóa“ sem sýnt var fýrir fullu húsi í allan fyrravetur og farið var með í leikför um landið í sumar. Sýningar á „Jóa“ nálgast nú hundraðið. Og sýningar á Sölku Völku verða teknar upp um áramót. Einn nýr leikari hefur verið fastráðinn < hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Er það Jóhann Sigurðarsson, sem mikla athygli hefur vakið, m.a. fyrir leik sinn í Jóa og sem Arnaldur í Sölku Völku. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyja fyrir þetta ár: Tekjur 2.7 milljönum hærri en áætlað var ■ „Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri bæjarsjóðs Vestmannaeyja kemur í Ijós að tekjur bæjarins af útsvörum og aðstöðugjöldum eru allt að 2,7 milljón- um króna hærri en fjárhagsáætlun. Eitthvað lækkar þessi tala að visu, en það er alveg Ijóst, að ef fjárhagsáætlun stenst - eins og hún á að gera - og stjórnin á bænum er eðlileg, þá eiga að vera þarna peningar aflögu, sem við viljum að verði notaðir til að greiða niður skuldir Fjarhitunar", sagði Andrés Sigmundsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, sem ásamt öðrum fulltrúum minnihluta bæjarstjórnar hafa lagt fram tillögu í bæjarráði Vestmanna- eyja um hvernig þessum umframtekjum bæjarsjóðs verði varið. Umframtekjur þessar kvað hann þannig til komnar að tekjur bæjarbúa hafi að meðaltali verið hærri en áætlað var við gerð síðustu fjárhagsáætlunar bæjarins, þannig að álagning varð hærri en gert var ráð fyrir. Skuldir Fjarhitunar Vestmannaeyja námu - með áföllnum verðbótum - um 84 millj. króna á verðlagi jan. 1982 (sem jafngildir líklega yfir 60 þús. kr. á hverja fjölskyldu í Eyjum til jafnaðar). Með því að lækka skuldirnar taldi Andrés það vinnast, að ekki þyrfti að hækka hitaveitutaxtana eins mikið og ella. En fyrrnefndar 2,7 millj. eru hátt í fimmta part af hitaveitugjöldum bæjarbúa yfir árið. - HEI Sex þúsund fleiri ferðamenn á síðasta ári en 1980: Gjaldeyristekjur af þeim 355 milljónir ■ Nær 6.000 fleiri erlendir ferðamenn lögðu leið sína hingað til lands á síðasta ári en árið 1980, eða samtals 78.117. Þar af komu 87% með flugvélum. Nær þrír af hverjum 10 þessara erlendu ferða- manna voru frá hinum Norðurlöndun- um en fjórðungur þeirra voru Banda- ríkjamenn. Samkvæmt upplýsingum Ferðamála- ráðs höfðu íslendingar 355 milljóna króna beinar og óbeinar gjaldeyristekj- ur af þessum ferðalöngum á síðasta ári (rösklega 4.500 krónur til jafnaðar af hverjum þeirra) og var það um 5,4 millj. króna hækkun frá árinu áður, (þ.e. umreiknað til gengis 1981). Bendir Ferðamálaráð á að ofangreindar gjald- eyristekjur af erlendum ferðamönnum á árinu 1981 hafi jafngilt 5,4% af vöruútflutningi landsmanna. Auk ofangreindra gjaldeyristekna hafði síðan ríkissjóður um 44,8 milljóna króna beinar tekjur af ferðamannaþjón- ustunni þetta ár, þó söluskattur og önnur opinber gjöld séu ekki meðtalin, að sögn Ferðamálaráðs. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.