Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Shemmuvegi 20 • Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiíla 24 Sími 36510 ■ „Pólitískir atburðir verða mér hclst að yrkisefni, enda hef ég mest gaman af því að mála og vinna með það sem er efst á baugi. Ég hafði þó einnig einstaklega gaman af að vinna tónlistar- seríuna mína, því með hverri mynd þurfti ég eiginlega að breyta um stfl þannig að í hvert skipti sem ég breytti um stfl var eiginlegu eins og að fara í frí.“ Svo mælist höfuðstolti okkar íslend- inga á myndlistarsviðinu, sjálfum ERRÓ, sem er hingað kominn m.a. til þess að halda sýningu á verkum sínum. Að þessu sinni mun ERRÓ sýna í sýningarsal Norræna hússins og stendur sýning hans frá laugardeginum 11. september til 26. septcmber næst- komandi. ERRÓ sýnir að þessu sinni tvær seríur: 1001 nótt og Geimfarar. „Ætla að vera á meðal indíána“ - Ertu búinn að vinna tónlistarseríuna þína, sem við sögðum lesendum Tímans frá í fyrra? „Ég er langt kominn. Á eftir svona fjórar til fimm myndir. Þessi sería varð í raun miklu lengri en ég ætlaði í upphafi - hún er um 90 myndir. Ég er búinn að selja megnið af þeim, en ætla að halda eftir eins og 30 myndum til þess að sýna saman næst þegar ég sýni í Part's." - ERRÓ hefur eins og kunnugt er búið undanfarin 24 ár í París og nú í vor var hann með sýningu þar, þannig að það verða sennilega ein tvö ár í það að hann sýni aftur þar. Blaðamaður spyr hann hvað taki við þegar hann fer héðan? „Ætla í réttir á Síðunni“ „Ja, ég er nú rétt kominn og ætla að njóta þess vel að vera hér f rúma viku. Ég ætla að fara Fjallabaksleið og fara í MIÐVIKUDAGUR 8. SEPT.1982. ■ ERRÓ við eitt verka sinna. Þessi mynd nefnist Herkúles frá Detroit og er hún úr myndaseríunni 1001 nótt. Tímamynd - G.E. ERRÓ opnar sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu á laugardag: „PÖUTfSKIR ATBURÐIR AÐ YRKISEFNI réttir á Síðunni áður en ég fer utan aftur. Ég fer héðan til Arizona í Bandaríkjun- um þar sem ég ætla að dveljast á mcðal indíána í einn mánuð, í fríi, því ég hef unnið svo mikið í sumar. Vann á Spáni í sumar og Thailandi í vetur. Ég ætla að reyna að verða mér úti um nýtt yrkisefni á meðal indíánanna. Annars ætla ég bráðlega að gera tvær stórar myndir - aðra um Falklandseyjar og hina um dropar Beirút. Það er mjög gaman að vinna þessi stóru verk. Ég gerði 200 fermetra vcggmynd í Suður-Frakklandi og þar var hæðin á einu andliti um 2 eða 3 metrar, svo ég ncfni eitt dæmi. Mér finnst mjög gaman að vinna með svona gcysistóra fleti. Þetta var auðvitað mjög mikið verk, enda hafði ég mér til aðstoðar leiktjaldamálara frá Ópcrunni í París.“ - Hefur þér ckki komið til hugar að sækja eins og eina hugmynd að verki hjá þér í íslenskt þjóðlíf? „Jú, ég hef aðeins hugleitt það og ég geri ef til vill eitt slíkt.“ - Gæti verðbólgan makalausa hér á landi orðið þér að yrkisefni? „Ætli verk um íslensku verðbólguna yrði ekki alltof stórt? Ég hef látið mér detta í hug að reyna að verða niér úti um gömul portrait hér á landi og vinna eitthvað með þau, en slík hugmynd er engan veginn full- mótuð." - ERRÓ aðdáendur eiga því góðar stundir framundan, þar sem sýning hans í Norræna húsinu er og skal þeim hér með bent á það að ætla sér góðan tíma í að skoða sýningu hans, því sem fyrr er hvert verka hans heil stúdía útaf fyrir sig. - AB fréttir Stórfellt atvinnuleysi ef fiskiskipaflotinn stöðvast ■ „Framkvæmdastjórn Verkamannasambands ís- lands vekur athygli á því alvarlega ástandi sem hlýt- ur að skapast ef hótun L.Í.Ú. um stöðvun fiski- skipaflotans kemur til framkvæmda. Slíkt myndi hafa í för með sér stórfeld- ara atvinnuleysi verka- fólks en hér hefur þekkst um árabil. Verkamannasamband íslands skorar því á alla þá aðila, sem málið snertir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkt ástand skap- ist.“ Segir í áiyktun frá Fram- kvæmdastjóm Verka- mannasambands íslands sem lögð var fram á fundi stjómarinnar í gær. Enn- fremur segir í ályktuninni: “Framkvæmdastjórn Verkamannasambands ís- lands mótmælir harðlega þeirri vísitöluskerðingu er ríkisstjómin fyrirhugar samkvæmt nýsettum bráðabirgðalögum. Afskipti ríkisvaldsins af gerðum kjarasamningum em ætíð vítaverð og era í raun stórhættuleg þvt' þau minnka traust almennings á heiðarlegum samskipta- reglum og gerð kjara- samninga. Bendir fundurinn á að laun verkafólks era ekki orsök þess efnahagsvanda, sem nú blasir við heldur óráðsía, röng fjárfesting og margra ára óstjórn. Kaupmáttur launa verkafólks hefur farið rým- andi á undanförnum áram og mun verkafólk ekki þola enn frekari skerð- ingu. Því telur fundurinn nauðsynlegt við lausn efna- hagsvandans að þeir betur settu verði sóttir til ábyrgð- ar í stað þess að ráðast á lífskjör láglaunafólks." Davíð hristir upp í íhalds- kerfinu ■ Á fundi borgarráðs í gær lagði Davíð borgarkeisari fram tillögur sínar um breyt- ingar á stjómsýslu borgar- innar. Tillögumar em merki- legar fyrir þá sök að fyrir nokkmm mánuðum, þ.e. fyr- ir kosningar, mátti hann ekki heyra á það minnst að gera neina uppstokkun á stjórn- sýslu borgarinnar. Nú er hann sem sagt tilbúinn að stokka gamla íhaldskerfið upp, og sjálf- sagt kemur það til af því að Gunnlaugur Pétursson, borgarritari, hefur sagt lausu starfi sínu frá og með 1. nóv. nk. Með skipulags- breytingunum rótar Davíð til helstu embættismönnum borgarinnar, stokkar upp verksvið þeirra og inn- byrðis skiptingu, og kemst þannig hjá því að ráða nokkurn starfsmann í stað Gunnlaugs. Helst af öllu vildi hann afgreiða tillögurnar síðar í þessari viku, en þar sem aðrir flokkar en Sjálfstæðis- flokkurinn eiga eftir að líta á þær, þá var samþykkt að bíða með afgreiðslu fram til loka næstu viku. Samkvæmt nýja skipu- ritinu verður Jón G. Tómas- son, borgarritari, Magnús Óskarsson, borgarlög- maður, Björn Friöflnnsson, framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar, Eggert Jónsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og hagsýsludeildar, Jón G. Kristjánsson, starfs- mannastjóri borgarinnar, og Hjörleifur B. Kvaran. skrif- stofustjóri borgarverkfræðings. Gulrót með þjóöernis- kennd ■ Vegir grænmetisins eru órannsakanlegir og ekki alltaf grænir. Allir hafa heyrt um ýmislega afbrigðilegar og stórar kartöflur, en þjóð- crniskcnnd meðal gulróta hef- ur hingað til verið óþekkt fyrirbrigði. Gulrótin á meðfylgjandi mynd virðist hafa verið þess óneitanlega meðvitandi hvar hún óx upp, því að cins og sjá má myndar hún Y, sem er einkcnnisstafur Kópavogsbúa. Gaman væri að sjá gulrætur í Hafnarfírði leika þennan stafaleik eftir, en það skal tekið fram að ekki er ætlast til þess að gulrætumar séu hengdar á bílana. Tímamynd G.E. Krummi ... KRUMMI... vill meina að lyfta ætti stafrófskennslunni á örlítið hærra plan í Kópavogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.