Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982. 7 erlent yfirlit erlendar fréttir Hætta er á að fram ' i ■ Hagvöxtur hefur nú stöðvast í þriðja heiminum og hætta er á minnkandi framförum og framleiðslu. farir f þriðja heim- inum verði að engu ■ Á ásrsfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem nú er haldinn í Toronto í Kanada, er eitt þeirra mála, sem ofarlega eru á baugi, hvort Bandaríkin séu að verða áhuga- laus um þróun þriðja heimsins. Petta skiptir miklu máli, því til þessa hafa Bandaríkin lagt allra þjóða mest al mörkum til þróunaraðstoðar og hafa látið mál þessi sig miklu skipta. Þæi hugleiðingar sem hér birtast eru byggðar á grein eftir J.E. Garten, en hann er áhrifamaður í fjármálalífi og fyrirlesari í pólitískri hagfræði í New York. Að sjálfsögðu skrifar hann frá sjónarhóli Bandaríkjamanns: Á síðustu þrem árum hefur hagvöxtur þeirra ríkja þriðja heimsins sem þurfa að kaupa olíu, minnkað um helming. Innflutningur þessara ríkja, sem undan- farið hefur aukist um 8 af hundraði á ári, er nú hættur að aukast. Skuldir þróunarríkjanna eru nú um 500 mill- jarðar dollara. Verðlag á útflutnings- vörum þeirra hefur ekki verið lægra í 30 ár. Framtíðin er dökk. Það eru engin sjáanleg merki um að efnahagur heims- ins muni batna að ráði á næstunni. Jafnvel þótt hagvöxturinn tæki stökk fram á við, sem ólíklegt verður að telja, leysir það ekki allan vanda þróunarríkj- anna. Á þessu ári munu rfki þriðja heimsins þurfa á að halda að minnsta kosti 100 milljarða dollara aðstoð til að greiða fyrir nauðsynlegasta innflutningi og greiða skuldir sínar - sömu upphæð á næsta ári. Leiðtogar þróaðra ríkja hugsa sig um tvisvar áður en þeir bæta við aðstoðina, en illa gengur að fá endurgreidd lánin, sem þriðji heimurinn hefur tekið. Framfarir í þriðja heim- inum hafa stöðvast, og það er erfitt að taka upp þráðinn að nýju við fram- kvæmdir sem stöðvast hafa og byrja á ný. Fólk sem býr yfir menntun og starfsþjálfun hefur flutt til þess hluta heimsins sem betur má sín og fýsir ekki að fara heim aftur. Það ætti ekki að koma á óvart, að Bandaríkin eru ekki reiðubúin að mæta þessu ástandi. í tvo áratugi hefur verið talað um mjög hraða þróun í þriðja heiminum. Allt framundir þetta hefur hagvöxturinn í þriðja heiminum verið óvéfengjanlegur. Menn veltu fremur fyrir sér hvernig ætti að dreifa ágóð- anum, en hvernig ætti að auka hann. Hin dapurlega staðreynd er sú, að þær efnahagsframfarir, sem orðið hafa í mörgum þróunarríkjum síðan um styrj- aldarlok, verða að engu. 1 flestum ríkjum Norðurálfu er félagslegt öryggi tryggt, atvinnuleysisbætur eru lögleidd- ar og ekki vá fyrir dyrum þótt efnahagurinn verði eitthvað lakari. í þriðja heiminum hefur fólk ekki áhyggj- ur af því þótt ekki verði hægt að fara í ferðalag í sumnarleyfinu eða endurnýja bílinn sinn, heldur að berjast við matarskort og ævilangt atvinnuleysi. t>að má búast við frekari óróleika og uppþotum í þriðja heiminum í kjölfar versnandi efnahags, en slíkt er ávallt vatn á myllu Sovétríkjanna, sem alls staðar eru tilbúin að notfæra sér slíkt ástand. Veigamesta spumingin, sem lögð verður fram á fundinum í Toronto er, hvort Bandaríkin muni draga úr aðstoð sinni við þær stofnanir sem rétta þriðja heiminum hjálparhönd. Áætlað er að framlag Bandaríkjanna minnki enn allt fram til 1958 og greiða þau þá til þróunarríkjanna lægsta hlutfall miðað við þjóðartekjur af öllum iðnríkjum, en hernaðaraðstoðin fer vaxandi. Megin- krafan, sem Bandaríkin gera til þeirra ríkja, sem aðstoðar þeirra njóta, er að þau lini á verslunarhöftum, efli einka- framtak og haldi fjárlögum í skefjum. Þessar uppskriftir eru í mótsögn við eigin stefnu, svo sem að setja hömlur á sykurinnflutning frá þriðja heiminum, óhæfni stjórnvalda til að létta undir með einkaframtakinu þegar á móti blæs og að afgreiða fjárlög með miklum halla. Auðvitað eru takmörk fyrir hve mikið Bandaríkin geta látið af höndum rakna til þriðja heimsins. Fyrir 20 árum var hlutur Bandaríkjanna í heimsviðskipt- um 40 af hundraði. Nú eru þau 20 af hundraði. Bandaríkin eru ekki fær um að veita aðra Marshall-aðstoð. Og þau þurfa ekki að afsaka það að þau veiti ekki ótakmarkað fé hvert sem er í veröldinni. Það er ekki hægt samtímis að aðstoða eyjaskeggja í Vestur-Indíum með ótakmörkuðum fjárframlögum á sama tíma og veitt er milljörðum dollara til að taka við flóttafólki og innflytj- endum frá sömu löndum. Samt sem áður munu áhrif Bandaríkj- anna í þriðja heiminum, pólitísk og efnahagsleg, ráðast af því hvort aðstoð- inni verður haldið áfram eða ekki. Stjórnin gæti enn eflt Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, og yrðu stofnanirnar færari um að leggja fram fé til stuðnings efnahagslífi þriðja heims- ins. Og það er hægt að efla verslunarvið- skipti við þau ríki, sem fús eru og hafa vilja og getu til að kaupa bandarískar vörur. Þá gætu stjórnvöld stuðlað að mun meiri efnahagslegum afskiptum á mörgum öðrum sviðum en hvað varðar vopnasölu. Greinarhöfundur stingur upp á að komið verði á fót embætti þar sem hátt settur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar hafi samband við leiðtoga ríkja þriðja heimsins og ræði við þá um á hvaða hátt þeir óski eftir að efnahagslegu sam- skiptin verði. Þetta mun ekki leiða til neinna kraftaverka, en gæti orðið til þess að Bandaríkin breyttu stefnu sinni og kæmu upp skynsamlegri stefnu í efna- hagslegum samskiptum við þau. Oddur Ólafsson JL; l|jj skrifar Aukin spenna milli ísrael og Sýrlendinga ■ PLO, Frelsissamtök Palestínu- manna greindu frá því í gær að þau hefðu á sínu valdi þá ísraelsku hermenn sem hurfu í Líbanon sl. laugardag. í yfirlýsingu frá samtök- unum sagði að ísraelsku hermennirn- ir væru á lífi og við góða heilsu, en þeim væri haldið sem stríðsföngum í fjöllum Líbanon. Var greint frá því að PLO væru reiðubúin til þess að hafa skipti á ísraelsku föngunum fyrir Palestínumenn sem væru í haldi í ísraelskum fangelsum. Var jafn- framt greint frá því að Alþjóða Rauði krossinn hefði verið látinn vita af handtöku ísraelsku hermannanna. Þessi þáttur yfirlýsingarinnar stang- ast á við orð talsmanna Rauða krossins í Beirút, því hann sagði í gær að honum hefðu engar fregnir borist af ísraelsku hermönnunum, þrátt fyrir eftirgrennslan. Varnarmálaráðherra Israel, Sharon hélt því fram í fyrradag að ísraelsku hermönnunum hefði verið rænt af sýrlenskum hermönnum og fordæmdi hann mannránin sem hann nefndi svo, sem hið alvarlegasta brot á friðarsamningnum. Telja fréttaskýrendur að þessi atburður hafi orðið til þess að auka spennuna í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs á nýjan leik, og þá einkum og sér í lagi á milli ísrael og Sýrlands. Weinberger bjart- sýnn á frið í Mið- Austurlöndum ■ Varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, Caspar Weinberger sagði á fundi með fréttamönnum í London í gær að hann væri þess fullviss að tillögur Reagai.s Bandarík!>aforseta varðandi málefni landanna fyrir botni Miðjarðó" hafs byðu upp á raunhæfar friðarvonir. Sagði hann að þrátt fyrir skiptar skoðanir í ísrael um tillögur Reagans, þá væru margir ísraelsmenn þeirrar skoðunar að tillögurnar væru ágætur umræðu- grundvöllur. Weinberger sagði einn- ig að undirtektir Egypta og Líbana við tillögunum væru mjög hvetjandi fyrir Bandaríkin. Hann sagðist einn- ig vera ánægður með fyrstu viðbrögð Hússeins, konungs Jórdaníu við tillögunum. Hann lýsti því yfir að stjórnvöld í Bandaríkjunum væru staðráðin í því að fylgja eftir þessum tillögum. NÍU GÍSLAR í HALDI í PÓLSKA SENDIRAÐINU I BERN í SVISS ■ Níu menn voru enn í gíslingu í sendiráði Póllands í Bern í gær, en það var hertekið af mönnum í fyrradag sem segjast vera andstæð- ingar kommúnismans í Póllandi. Upphaflega voru gíslarair 12, en fyrir milligöngu svissneskra stjórn- valda hafa þrír verið látnir lausir. Mennirnir sem hertóku sendiráðið segjast staðráðnir í því að sprengja sendiráðið og gísla sína í loft upp ef herlög verða ekki numin úr gildi í Póllandi og pólitískum föngum í fangelsum Póllands verður ekki sleppt. Svissnesk stjórnvöld greindu frá því í gær að þau væru staðráðin í því að frelsa gíslana. Óháðu verkalýðssamtökin í Pól- landi, Eining hafa fordæmt sendi- ráðstökuna en stjórnvöld í Póllandi hafa frá töku sendiráðsins haldið því fram að tengsl væru á milli mann- anna sem stóðu að tökunni og Einingar og hafa þau ekki breytt þeim áburði sínum eftir fordæmingu Einingar á tökunni. Páfinn frestar Spánar- heimsókn sinni um 2 vikur ■ Greint var frá því í Páfagarði í gær að páfinn hefði ákveðið að fresta heimsókn sinni til Spánar um tvær vikur, til þess að heimsókn hans stæði ekki yfir, þegar kosningabar- áttan á Spáni vegna kosninganna. þar í næsta mánuði stendur sem hæst. Hefst Spánarheimsókn páfa því ekki fyrr en í byrjun nóvember. Var þessi breyting ákveðin eftir að páfa hafði verið tilkynnt að fram hefði komið ótti ýmissa kirkjuleiðtoga á biskuparáðstefnu á Spáni þess efnis að ef upphaflega tímasetningin á heimsókn páfa yrði látin halda sér, gæti það leitt til þess að kirkjan á Spáni myndi blanda sér í stjómmál þar, og voru leiðtogarnir sam- mála um að slíkt væri óæskilegt. Höfðu kirkjuleiðtogarnir einkum í huga þá heitu umræðu sem nú fer fram á Spáni um fóstureyðingar, skilnaði og trúarlegt uppeldi. Indland: Talið er að a.m.k. 30 milljón manns hafi orðið fyrir einhverskonar tjóni í flóðunum miklu í austurhluta Indlands. Danmörk: Poul Schluter, formaður danska íhaldsflokksins verður forsætisráðherra í minnihlutastjóm í Danmörku og verða aðrir samstarfsaðil- ar miðdemókratar, Kristilegi þjóðarflokkurinn og vinstri. Zimbabwe: Stjórnvöld í Zimbabwe hafa greint frá því að frekari skilaboð hafi borist frá mannræningjum þeim sem rændu 6 ferðamönnum í suðurhluta Zimbabwe fyrir sex vikum . Var greint frá því í skilaboðunum að gíslarnir væru enn á lífi um leið og stjórnmálalegar kröfur á hendur forseta landsins, Nkomu voru ítrekaðar. Sovétríkin: Stjórnvöld í Sovétríkjunum hafa borið til baka orðróm þess efnis að forseti Sovétríkjanna, Brésnéf, sé um það bil að láta af störfum og setjast í helgan stein og segja þau ekkert hæft í þessum orðrómi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.