Fréttablaðið - 10.01.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 10.01.2009, Síða 6
6 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR Er rétt að gjörbylta starfsemi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði? JÁ 21% NEI 79% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að kosið verði til Alþingis á þessu ári? Segðu þína skoðun á vísir.is DÓMSMÁL „Fólki er auðvitað rosa- lega brugðið,“ segir Ragnar Sig- urðsson umsjónarmaður íþrótta- hússins í Þorlákshöfn, þar sem þrír fimmtán ára piltar neyddu tólf ára dreng í sameiningu til að gangast undir grófa kynferðis- lega áreitni. Tveir piltanna héldu drengnum föstum. Sá þriðji leysti niður um sig, beraði kyn- færi sín fyrir honum, otaði þeim að andliti hans og sló hann með þeim ítrekað í andlit og hendur. Piltarnir voru dæmdir í Hér- aðsdómi Suðurlands til að greiða fórnarlambinu 100 þúsund krón- ur í miskabætur. Þeim var ekki gerð refsing vegna ungs aldurs en eru á skilorði. Sá piltanna sem gekk lengst í athæfinu gegn drengnum sagði fyrir dómi að svona lagað gerð- ist margoft í fótbolta með yngri krökkum. Hann hefði séð bekkjarfélaga sína slá yngri nemendur á hans aldri eða ári eldri, í sturtunni eftir fótbolta- leiki. Hann nefndi jafnframt framhaldsskóla til sögunnar. „Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr og við höfum aldrei orðið vör við svona lagað í íþróttahúsinu, hvorki fyrr né síðar. “ segir Ragnar. „Ég spurðist víða fyrir eftir að þetta kom upp. Peyjar og ungir menn kannast jú við í íþróttunum að dangla utan í lærið hver á öðrum í sturtu eða eitthvað svoleiðis. Þetta er ein- hver fíflagangur og stríðni. En það kannast enginn við svona nokkuð. Þetta sem þarna átti sér stað var af allt öðrum toga, því þetta var gróf nauðung- araðgerð. Þetta er ekki eitthvað sem er daglegt brauð í íþrótta- húsinu hjá mér né annars staðar. Þetta er einstakt tilfelli, for- dæmalaus atburður sem á sér stað, en á ekki að gerast.“ Ragnar segir mikið eftirlit með því sem fram fer í íþrótta- húsinu. Hins vegar sé ekki hægt að vera alls staðar á sama tíma. „Enda dettur engum í hug að svona nokkuð geti átt sér stað,“ segir hann. „Maður er kjaft- stopp.“ - jss ÞORLÁKSHÖFN Þrír fimmtán ára piltar hafa nú hlotið dóm í Héraðsdómi Suð- urlands eftir að þeir réðust á tólf ára dreng í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Fimmtán ára piltar réðust að tólf ára dreng og áreittu kynferðislega: Fólki er rosalega brugðið VIÐSKIPTI „Síðasta ár var mjög gott hjá Iceland-keðjunni, sérstaklega um jólin,“ segir Gunnar Sigurðs- son, forstjóri Baugs. Iceland-keðjan selur frysta mat- vöru á lágu verði, sem þykir búbót í kreppunni sem þjakað hefur Breta upp á síðkastið. Velta matvörukeðjunnar er áætluð tveir milljarðar punda, jafnvirði 380 milljarða króna, á yfirstandandi rekstrarári sem lýkur í febrúar. Þetta er tuttugu prósenta aukning milli ára. Þá er áætlað að rekstrarhagnaður auk- ist um allt að þrjátíu prósent. Iceland-keðjan tilheyrði Big Food Group-samstæðunni sem Baugur keypti ásamt fleirum fyrir rétt um fimm árum. Eftir upp- stokkun á samstæðunni varð Baugur stærsti hluthafi Iceland ásamt íslensku bönkunum og stjórnendum verslunarinnar. Upp- stokkunin er skólabókardæmi um vel lukkaðan viðsnúning enda hafa helstu eigendur fengið margfalt kaupverð til baka í formi arð- greiðslna. Gunnar segir ekki liggja fyrir hvort arður verði greiddur út vegna afkomunnar í fyrra. Áhersla hafi verið lögð á niðurgreiðslu skulda og sé verslunin nú lítið skuldsett. Verslanir Iceland-keðjunnar eru 667 talsins auk 51 sem keypt var úr þrotabúi Woolworths fyrir jól. - jab MACOLM WALKER Forstjóri og stofnandi Iceland-keðjunnar brosir í kampinn, eflaust ánægður með bætta afkomu í skugga þrenginga. FRÉTTABLAÐIÐ/HAFLIÐI Reiknað með mjög góðri afkomu lágvöruverðsverslunar Íslendinga í Bretlandi: Iceland búbót í breskri kreppu STJÓRNSÝSLA „Maður er allt að því orðlaus. Viðskiptaráðherra leggur fram á Alþingi frumvarp þar sem gert er ráð fyrir því að fasteigna- salar þurfi ekki að fara eftir þeim siðareglum sem þeim ber skylda að fylgja í sínum störfum í dag,“ segir Grétar Jónasson, fram- kvæmdastjóri Félags fast- eignasala. Grétar vísar til frumvarps Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráð- herra sem ætlað er að tryggja neytendavernd og skýra réttar- stöðu við sölu fasteigna, fyrir- tækja og skipa. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fella niður núver- andi skylduaðild fasteignasala að Félagi fasteignasala. Í greinar- gerð með frumvarpinu kemur fram að vafi sé á því að gildandi ákvæði laga um skylduaðildina standist ákvæði stjórnarskrár um félagafrelsi. Til þess að svo væri þyrfti skylduaðildin að vera nauð- synleg til þess að félag geti sinnt lögmætu hlutverki vegna almanna- hagsmuna. Eftir sem áður munu fasteignasalar þurfa að fá löggild- ingu hjá sýslumanni. Grétar bendir á að með því að fella niður skylduaðildina geti fasteignasalar komið sér undan því að starfa eftir siðareglum Félags fasteignasala. Bæði Neyt- endasamtökin og Húseigendafé- lagið segi þetta mikið hættuspil. „Siðareglur eru alfa og omega allra fasteignaviðskipta. Ég held að viðskiptaráðherra sé á svo miklum yfirsnúningi á mörgu öðru að hann áttar sig varla á hvað hann er að gera og hvaða áhrif þetta kann að hafa. Maður hélt að það væri verið að byggja upp nýtt þjóðfélag, byggt á trausti og sið- ferðilegum gildum, og það er ótrú- legt að mönnum detti þá þetta í hug,“ segir Grétar sem gefur lítið fyrir þau rök að skylduaðildin standist ekki stjórnarskrána. „Á sama tíma eru ákveðnir aðil- ar sem fara með viðskipti fyrir almenning, eins og til dæmis lög- menn, algerlega bundnir af því að fara eftir siðareglum og það er sérstök eftirlitsnefnd sem fylgist með því. Núna um áramótin skyld- aði löggjafinn endurskoðendur að vera í Félagi endurskoðenda að því að það er talið nauðsynlegt að þeir fylgi samræmdum siðaregl- um. Ekki einn einasti þingmaður gerði athugasemd við þá skyldu- aðild, ekki einu sinni Björgvin G. Sigurðsson. Og nú á að fara þver- öfuga leið varðandi fasteignasala og lögleiða það ástand að fast- eignaviðskipti geti verið siðlaus þótt þau sé lögleg.“ gar@frettabladid.is Losar fasteignasala undan siðareglum Með frumvarpi viðskiptaráðherra sem felur í sér afnám skylduaðildar að Félagi fasteignasala verður mönnum í sjálfsvald sett hvort þeir fylgja siðareglum segir framkvæmdastjóri félagsins. Ráðherrann geri sér ekki grein fyrir afleiðingum. GRÉTAR JÓNASSON FERÐAÞJÓNUSTA Atkvæðagreiðsla fer fram á heimasíðunni new7wonders.com um sjö ný náttúruundur í heiminum og verður hægt að greiða atkvæði fram í júlí. Vatnajökull er á lista yfir tæplega 300 staði sem hægt er að kjósa sem eitt fallegasta náttúruundur í heiminum. Framkvæmdin fer þannig fram að greidd eru atkvæði fram til 7. júlí um fallegustu staði í heimin- um. Þá verða þeir 77 staðir sem flest atkvæði hafa fengið teknir úr og velur dómnefnd 21 stað og úr þeim hópi verða náttúruundrin sjö valin, þó ekki fyrr en árið 2011. - ghs Sjö undur heims: Vatnajökull í at- kvæðagreiðslu BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Félag fasteignasala er ósátt við nýtt frumvarp viðskipta- ráðherra. Framkvæmdastjóri félagsins telur að væntanleg lög muni leiða til þess að fasteignasalar þurfi ekki að fara eftir siðareglum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.