Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.01.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 10.01.2009, Qupperneq 12
12 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 M argir þeirra sem nú eru á miðjum aldri lifa enn í þeim hugmyndaheimi að fjölmiðlar okkar tíma tali hver fyrir sig einni röddu. Þetta eru leifar sem hafa stein- gervst í hugum þeirra sem ólust upp við flokkslínur. Sannleikurinn megnar ekki að frelsa þá: fjölmiðlar okkar tíma eru margradda, opnari fyrir skoðanaskiptum flestir. Gáttir, heimasíður, tímarit, opnir útvarpsþættir, umræðusíður dag- blaðanna sem eftir tóra: samastaðir opinnar umræðu eru margir. Það eru helst sjónvarpsstöðvarnar sem eru reyrðar í klafa lokaðra dagskrárkerfa og eru fyrir bragðið að daga uppi í hefðbundnum fín- eríheitum. það er því rangt að tala um „fjölmiðlana“ sem eina rödd, einsleitt fyrirbæri og gera því skóna að þar sé smíðuð ein silfruð skoðun, háheilagur tilbúinn „sannleikur“, fabrikkeraðar skoðanir. Margradda samfélag í fjölmiðlun landsins þrífst ekki vel ef einstaklingarnir þora ekki að koma fram undir sínu rétta nafni. Nafnleysið var lengi vel viðurkennd aðferð í skoðanaskiptum: grímuklæddur mótmælandi, nafnleysingi á bloggi og Staksteinar Moggans eru allir af sama meiði, úr óttafullu launsátri vega nafn- leysingjarnir að hvaða skotspæni sem þeim sýnist. Til þess njóta menn skálkaskjóls ritstjórna, til dæmis á Eyjunni og í Mogganum. Skoðanir fjölmiðla eru ekki fabrikkeraðar lengur eins og iðnaðar- ráðherra heldur fram á bloggi sínu. Þær spretta úr önn dagsins, gæddar lífi og hugsun, knúðar siðlægum gildum. Færðar í orð eins og best hentar erindinu og ástæðunni. Sá vandláti má hneykslast á orðavali og ákafa, rétt eins hneykslast má á hinum settlegu sem klæða hugsun sína í hinn hefðbundna vaðal sem á endanum geymir klið hlutleysis eins og úr munninum hlaupi baðmullarhnoðrar sem á endanum fylla rúmið og kæfa alla viðstadda með mjúkri þöggun. Þá gjaldfalla orðin og verða máttlaus. Þögnin er um þessar mundir afar virk í íslensku samfélagi, einkum að hálfu þeirra sem búa við stjórnsýslulega ábyrgð. Hún er skipuleg og stefnir samfélaginu öllu í voða. Hún kallar fram ásakanir um getuleysi og vanhæfi þeirra sem með völdin hafa. Hjá þögninni sitja svo systur hennar ábyrgðarleysi og valdhrokinn. Tvær stærstu stjórnmálahreyfingar landsins treysta svo völdum sínum að þær halla sér frekar að þögninni, samskiptaleysinu við umbjóðendur sína, en hreinskiptu samtali. Það var því ámátlegt að skorið var á fyrstu og einu umræðu leiðtoga stjórnmálaflokkanna í beinni útsendingu á gamlársdag. En það er líka til marks um lítil- vægt hlutverk hinna sjónrænu fjölmiðla að bæði fyrir og eftir þann fund hefur ekki verið ráðist í að kalla þá í slíkan þátt aftur. Stjórnvöld sem starfa með þögnina sem meginstjórntæki sitt eru sjaldan langlíf í harðindaárum. Skoðanafabrikkur samfélagsins − almenningur − vilja eiga opinská skoðanaskipti við stjórnmálamenn um úrlausnir stórra mála jafnvel þótt tönnlast sé á orðunum „þið eruð ekki þjóðin“ eins og barnaskólakennari ávíti börn. Enda langt síðan stjórnmálamenn og opinberir ábyrgðarmenn hafa staðið við svo djúpa gjá. Og það ber vott um stjórnmálalega flónsku að álykta að sitjandi fulltrúar þjóðarinnar fái áfram umboð til þannig vinnu- bragða. Margar raddir heyrast. Skoðanafabrikkur samfélagsins PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Óveður ríkir í íslensku efnahags-lífi. Neyðarástand er að skapast á þúsundum heimila í landinu og gjaldþrot blasir við mörgum þeirra. Atvinnulausir eru orðnir yfir 10 þúsund og enn fleiri ráða ekki við greiðslubyrði sína. Fjöldi fyrir- tækja á í miklum greiðsluerfiðleik- um og spáir Creditinfo Ísland að á fjórða þúsund fyrirtækja verði gjaldþrota á næstunni. Viðbrögð ríkisins við þessu ástandi hafa verið að hækka skatta, auka álögur í formi þjónustugjalda, kjaraskerðing og nú síðast uppsagnir opinberra starfsmanna. Til þess að koma í veg fyrir þá flóðbylgju gjaldþrota sem blasir við og leggja mun líf þúsunda fjölskyldna í rúst verður að grípa til aðgerða strax og aðstoða fólk út úr öngstrætinu. Margt þarf að koma til, svo sem greiðsluaðlögun, félagsleg aðstoð og víðtækur stuðningur við fyrirtæki í landinu. Greiðsluaðlögun Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefur lögum um greiðsluaðlögun ítrekað verið lofað. Greiðsluaðlögun þýðir að skuldur- um er hjálpað að komast út úr mesta svartnættinu og lánskjörum breytt til að létta greiðslubyrðina. Það getur falið í sér að vöxtum og/ eða lánstíma sé breytt eða skuld lækkuð eða fryst um tíma á meðan fólk leitar lausna á tímabundnum erfiðleikum. Mikilvægt er að greiðsluaðlögun nái jafnt til skulda við ríki, innlánsstofnanir, lífeyris- sjóði, verkalýðsfélög sem og húsnæðisskulda. Þá er nauðsynlegt að bjóða einstaklingum, sem hafa tekið á sig miklar persónulegar skuldbinding- ar vegna reksturs fyrirtækja, upp á greiðsluaðlögun, að því gefnu að viðkomandi hafi ekki orðið uppvís að neinu ólöglegu í sínum rekstri. Það síðasta sem heyrðist frá ríkisstjórninni um þetta mál var viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra á Stöð 2 þar sem hún lýsti hversu gríðarlegum vandkvæðum væri bundið að afskrifa skuldir einstaklinga og engrar niðurstöðu væri að vænta á næstunni. Það er af sem áður var, því Jóhanna taldi þetta litlum vandkvæðum bundið þegar hún lagði fram frumvarp um greiðslu- aðlögun ár eftir ár á meðan hún var í stjórnarandstöðu. Þá hafa Vinstri grænir og framsóknarmenn einnig lagt fram frumvarp um greiðsluaðlögun og því má spyrja hvort Sjálfstæðis- flokknum, varðhundi auðvaldsins, hafi tekist að sannfæra félagsmála- ráðherra um hversu flókið og erfitt það væri að styðja við fólk sem er ófært um að greiða skuldir sínar. Henni verður hins vegar velkomið að styðja við frumvarp framsóknarmanna sem lagt verður fram þegar þing kemur saman. Félagsleg aðstoð Páll Pétursson, fyrrum félagsmála- ráðherra, setti á stofn ráðgjafar- stofu heimilanna til að aðstoða fólk í greiðsluerfiðleikum. Frá því stofan var stofnuð hefur hún aðstoðað mörg þúsund einstaklinga. Helstu ástæður greiðsluerfiðleika í gegnum tíðina hafa verið veikindi og vankunnátta í fjármálum, en nú bætist atvinnuleysi við. Stórauka þarf framlög til ráðgjafarstofunnar svo hún geti staðið undir auknum verkefnum og auka samstarf hennar við félagsþjónustu sveitar- félaganna. Einstaklingar sem eru í fyrirtækjarekstri hafa átt í fá hús að venda þegar þeir hafa lent í greiðsluerfiðleikum, auk þess sem ríkið hefur innheimt opinber gjöld af hörku. Setja þarf á stofn ráðgjafarstofu fyrirtækja sem gæti starfað með ráðgjafarstofu heimilanna, Nýsköpunarmiðstöð eða sem sjálfstæð stjórnsýsluein- ing. Hlutverk hennar yrði að aðstoða eigendur og stjórnendur fyrirtækja við að yfirfara rekstur- inn, semja við lánardrottna og ráðleggja um hvort halda skuli rekstri áfram eður ei. Stuðningur við fyrirtæki Sambærilegur stuðningur við starfandi fyrirtæki í landinu hefur verið enginn. Ekkert hefur heyrst af neinum tillögum þeim til handa á meðan útbúnir eru milljarða ívilnanapakkar fyrir stórfyrirtæki og fjárfestingarsjóði. Ýmislegt er hægt að gera auk laga um greiðsluaðlögun og ráðgjafarstofu fyrirtækja. Aðgangur að lánsfé og ábyrgðum er mjög takmarkaður. Ríkið getur sett á stofn endurreisnarsjóð til að kaupa hlutafé og lána til fyrir- tækja, ekki bara sprota heldur einnig starfandi fyrirtækja. Önnur leið til að auðvelda sjóðstreymi fyrirtækja er að leyfa þeim að skila virðisaukaskatti þriðja hvern mánuð í stað annars hvers og einfalda regluverk og eftirlit hins opinbera. Ef ekkert verður að gert mun fjöldi gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja margfaldast. Afleiðing- arnar verða aukinn kostnaður í velferðar- og dómskerfinu, en ekki síst örvænting einstaklinga og fjölskyldna og sár í þjóðfélaginu sem seint munu gróa. Það munu framsóknarmenn aldrei sætta sig við. Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins. Út úr öngstrætinu UMRÆÐAN Katrín Jakobsdóttir skrifar um aðgerðir Ísraelshers í Gasaborg Okkur berast nú á hverjum degi fréttir frá Gasaborg. Þar hafa Ísraelsmenn ráðist inn og drepa daglega óbreytta borgara, konur og börn. Þeir reyna að halda fjölmiðla- mönnum sem mest frá svæðinu því eðlilega vilja þeir ekki að heimsbyggðin sjái grimmdarverkin. Þeir þverbrjóta alla alþjóðlega samninga sem snúast um að hlífa óbreytt- um borgurum í stríði, skólar eru sprengdir upp, starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka eru drepnir. Óbreyttum borgurum, þ.á m. börnum, er smalað inn í hús sem eru svo sprengd í loft upp. Þessi árás er réttlætt með því að Ísraelar verji hendur sínar gagnvart Palestínumönnum og er þá gjarnan vísað til hryðjuverka Hamas-samtakanna. En ef horft er t.d. á eldflaugaárásir kemur fram í skýrslu Human Rights Watch-samtakanna að árið 2007 skaut Ísrael 14.617 eldflaugum yfir á Gasasvæðið. Á sama tíma var 2.700 flaugum skotið inn í Ísrael. Þessar tölur sýna auðvitað að svæðið er púðurtunna. En hlutföllin sýna líka að réttlæting Ísraels- manna stenst enga skoðun. Hér er um árásarstríð að ræða þar sem fórnarlömbin eru einkum óbreyttir borgarar. Ísraelsher hefur lengi virkað sem tilrauna- stofa alþjóðlegra vopnaframleiðenda. Palestínumenn hafa orðið fórnarlömb nýjustu tækni og vísinda í vopnageiranum í því áralanga ofbeldi sem þarna hefur fengið að viðgangast og má nefna sem dæmi að eyðileggingarmáttur eldflauga þeirra er gríð- arlegur. Helsta nýmæli Ísraelshers eru svokallaðar þrýstisprengjur sem nánast húðfletta fórnarlömbin. Ísraelsher hefur líka verið óhræddur við að beita vopnavélmennum sem skjóta á allt sem hreyfist, sama hvort það eru börn eða hermenn. Árásin á Gasa jólin 2008 er skelfileg aðgerð sem ekki á að líðast. Núna hafa nærri 770 óbreyttir borgarar verið drepnir á tveimur vikum, þar af 257 börn. Á sama tíma hafa sjö ísraelskir hermenn fallið. Alþjóðasamfélagið getur ekki horft upp á að börnum sé slátrað og óbreyttir borgarar séu stráfelldir. Ef framferði Ísraelsmanna gefur ekki tilefni til að slíta stjórnmálasambandi við ríkið þá er það tilefni vandfundið. Höfundur er alþingismaður. Börnum slátrað KATRÍN JAKOBSDÓTTIR EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Í DAG | Greiðsluerfiðleikar Fréttnæmt Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra tilkynnti um sameiningu heilbrigðisstofnana. Sú ráðstöfun hefur vakið mikla óánægju og ráðherrann fengið yfir sig holskeflu gagnrýni, ekki síst frá starfsfólki innan heilbrigðisgeirans. Þeim sjónarmiðum hafa ekki verið gerð skil á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins. Ekki eru þó allir óánægðir með skipu- lagsbreytingar heilbrigðis- ráðherra. Starfsfólk á heilsu- gæslustöðinni í Ólafsvík sendi frá sér ályktun þar sem það fagnar samein- ingu heilbrigðisstofn- ana á Vesturlandi og segir það skapa sóknarfæri til að þróa heilsugæsluna. Heilbrigðisráðu- neytið greinir frá þessu á vef sínum. Tímabundin aðgerð? Yfirvofandi niðurskurður í heilbrigðis- kerfinu nemur um það bil sjö millj- örðum króna. Guðlaugur Þór hefur sagt niðurskurðinn óhjákvæmilegan vegna fjármálakreppunnar; þetta sé illskásti kosturinn. Ráðamenn hafa aftur á móti verið duglegir að fullvissa þjóðina um að þótt það harðni á dalnum í ár komum við til með að rétta úr kútnum innan skamms og verða jafnvel sterkari eftir. Má þá búast við að þessum sjö milljörðum, eða jafnvel meira, verði veitt aftur til heilbrigðismála áður en langt um líður? Réttnefni? DV birtir í helgarblaði sínu mikla úttekt á risi og falli Finns Ingólfssonar fram- sóknarmanns og segir hann hafa farið í stjórnmál til að auðgast. Yfirskrift DV er „Kafbáturinn Finnur Ingólfsson“ og vísar til þess að hann lúri undir niðri, þar sem enginn sér hann, og véli um þar – sé nokkurs konar machiavelskur kolkrabbi. Margir þeir sem hafa lagt lag sitt við Finn hafa hins vegar ekki átt glæsta framtíð fyrir sér í flokknum. Því er spurning hvort kafbátur sé réttnefni; er Finnur ekki frekar tundurduflið sem engu eirir? bergsteinn@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is A IK ID O WWW.AIKIDO.IS BARNA- OG UNGLINGA- NÁMSKEIÐ Í AIKIDO Ný námskeið eru að hefjast fyrir börn og unglinga. Allar upplýsingar á www.aikido.is eða í símum: 840-4923 669-9374 Aikido er bardagalist fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að læra eitthvað nýtt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.