Tíminn - 12.09.1982, Qupperneq 4
4
SUNNUDAGUR S. SEPTEMBER 1982
ichard
agner
Tónskáldið réði lögum og lofum í
Bayern og menn héldu að hann ætlaði
að tæma ríkisfjárhirslur
Meistarinn á efri árum sínum.
SIÐARI HLUTI
*
I hylli konungs
■ Þar skildum við Richard Wagner eftir í síðasta blaði, þar sem hann hefur hrökklast
úr húsum þeirra Otto og Matthildar Wcscndonk, eftir að hafa átt í ástarsambandi
við frúna. Eiginmaður hennar reyndist honum þó ekki verr en svo að hann keypti
af honum útgáfuréttinn af „Niflungahringnum,“ sem varla var þó talinn arðvænleg
eign þá, og Wagner býst til að kanna nýja stigu. Hann hefur nú samið fyrstu óperur
sínar. „Riensi“ Hollendingarnir fljúgandi“, „Tannhauser," „Lohengrin“ og „Tristan
og Isolde,“ en auk þess tvo fyrstu hluta „Niflungahringsins,“ „Rínargullið" og
„Valkyrjuna:
Þegar sem ungur prins hafði Lúðvík
II heillast af Wagner og verkum hans.
Það var líka ein fyrsta stjórnarathöfn
hans að kalla Wagner til sín.
„Hann vill að ég dvelji hjá sér, hvíli
mig og vinni aðeins að verkum mínum,“
segir Wagner í bréfi. „Ég verð minn
eigin herra með engar hljómsveitar-
stjóraskyldur og allar áhyggjur á að losa
mig við.“
Wagner fékk bústað skammt frá
konungshöllinni og daglega fór hann að
hitta Lúðvík konung eða þá að
konungurinn heimsótti hann. Honum
ver fengið leikhús og hljómsveit til
umráða sem hann gat hagnýtt að vild til
þess að prófa sig áfram með verk sín og
hugmyndir. En Wagner tók samt sem
áður að þykja einmannalegt í allri
þessari velsæld og hann skrifaði gamla
vini sínum Hans von Búlow og bað hann
að flytjast til sín með fjölskyldu sína til
þess að lífga upp á tilveruna hjá sér.
Búlow Iét að vilja meistarans og flutti til
hans með börn sín og konu, Cosimu,
sem eins og áður segir var dóttir Franz
Liszt og hafði ung heillast af Wagner.
Búlow þurfti oft að fara að heiman og
það var á slíku ferðalagi sem hann fékk
bréf frá Wagner, þar sem stóð eftirfar-
andi: „Allt sem Cosimu snertir er svo
sérstakt og merkilegt og hún á heimtingu
á að hafa fullkomið frelsi í göfugasta
skilningi þess orðs. Hún er barnaleg, en
djúphugul um leið og leitar sífellt þess
háleita. Hún hrærist í sérstökum heimi
sem við hin verðum að læra að þekkja
me því að hlýða á hana með athygli “
Búlow mun skjótt hafa orðið þess
vísari hvað hér var í uppsiglingu, en svo
er að sjá sem hann hafi borið svo djúpa
lotningu fyrir Wagner að hann lét þetta
einnig yfir sig ganga. Hefur margur
brotið heilann yfir manninum von
Búlow og tilfinningum hans til meistara
síns. Cosima var 24 árum yngri en
Wagner en það breytti engu um
tilfinningar hennar, sem voru afar
heitar. Sumir hafa fullyrt að Wagner hafi
„mútað“ Búlow til þess að láta Cosimu
hávaðalaust eftir, með því að láta
konunginn gera hann að hirðhljómsveit-
arstjóra í Múnchen og fá honum stöðu
hirðpíanista, en ekki skal reynt að
fullyrða neitt um þetta.
Múnchenaróperan flutti „Hollending-
inn fljúgandi" þegar um haustið 1864 og
í febrúar 1865 var sýndur „Tannhauserí'
Allar skuldir Wagners höfðu verið
greiddar. Nú var tekið til að færa
„Tristan og Isolde" upp í óperunni.
Wagner stjórnaði undirbúningi sjálfur af
firna eldmóði og kröfuhörku, en von
Búlow stjórnaði. Daginn sem hljóm-
■ Wieland og Wolfgang Wagner
breyttu mörgu í Wagneróperunni til
nútúnalegra horfs.
enn aftur til Vínar, en þar var verið að
æfa „Tristan og Isolde“. Wagner vænti
sér alls góðs af Vínarbúum, en hér
brugðust þeir honum illa. Æfingar
hófust og Wagner ætlaði að þreyja
þorrann og Góuna efnahagslega með
því að halda konserta hér og þar. M.a.
fór hann til Rússlands. Þegar til Vínar
kom að nýju dundi reiðarslagið yfir.
Eftir sjötíu og sjö æfingar lýsti stjórn
óperunnar því yfir að „Tristan og
Isolde“ væri alls óflytjandi verk og
söngvurunum ofviða.
Wagner bjó að sjálfsögðu jafn
höfðinglega í Vínarborg sem í París og
skuldirnar hrúguðust upp með geigvæn-
legum hraða. Átti hann ekki annars
úrkosta en flýja burt úr borginni, til þess
að hann ekki yrði settur í skuldatugthús.
Leiðin lá nú til Búdapest, Prag,
Karlsruhe, Zúrich og Berlínar. Kjör
hans voru orðin óbærilega erfið og
konsertarnir sem hann hélt á öllum
þessum stöðum gáfu ekki mikið í aðra
hönd. Helst dreifði það hugarangri hans
að vinna að drögum nýrrar óperu, sem
hann hafði nú byrjað á, - „Meistara-
söngvurunum frá Núrnberg."
Vorið 1864 var þó svo komið að þctta
nægði honum ekki til þess að halda
einhverjum sálarfriði: „Ég er orðinn
þreyttur á lífinu og hef ekki löngun til
eins né neins lengur. Allt mitt andríki
er mér horfið, ég get ekki einbeitt mér
og drjúpur og stöðugur kvíði nagar
hjarta mitt. Ég á enga nútíð og sé enga
glætu í framtíðinni."
Ja, ljótt var það!
En nú gerðist óvæntur atburður, sem
meir minnir á lygilega skáldsögu en
raunveruleika, en ævi Wagners var
raunar öll eins og skáldsaga.
I’ann 2. maí 1864, þegar Wagner var
niðurkominn á hótelherbergi í Stutt-
gart, kom þjónninn til hans með
nafnspjald manns að nafni Pfistermeist-
er. Wagner var að láta 'niður í
ferðatöskur sínar. Hann hugðist halda
til einhvers kyrrláts staðar og ljúka þar
við fyrsta þáttinn af „Meistarasöngvur-
unum,“ - en fremja svo sjálfsmorð.
Pfistermeister var einslags ráðuneytis-
stjóri hjá hinum unga konungi af
Bayern, Lúðvík II, sem nýlega var
kominn til ríkis og var aðeins 18 ára að
aldri. Hafði Pfistermeister leitað Wagn-
ers í mörgum borgum í Austurríki og
Þýskalandi, og loks haft upp á honum
hér. Konungurinn vildi nefnilega bjóða
Wagner aðstöðu og uppihald í Múnchen
án endurgjalds, til þess að hann
áhyggjulaus gæti sinnt list sinni.
Wagner hné niður í stól og brast í grát.
■ Wagner með soninn Richard Siegfried.
Með peninga Wesendonks í vasanum
hélt Wagner nú til Parísar. Það var mjög
áberandi veikleiki í fari hans alla tíð að
hann hélt sig alltaf eins og konungur,
svo fremi að einhverjir peningar voru til,
og hugsaði aldrei um hvað hlutirnir
kostuöu. Hann leigði sér viðhafnarhí-
býli og besta hljóðfæri, keypti sér
vönduð húsgögn og gluggatjöld og lét
gjarna tjalda vinnustofu sína með silki.
í þessum stíl settist hann nú að í París.
Hann hafði nú komið sér upp talsverðri
klíku áhrifamikilla aðdáenda, sem hann
safnaði saman í heimkynnum sínum og
lét sitja undir Ijóma andríkis síns. Var
það þessum vinahópi einkum að þakka
að Frakklandskeisari mælti svo fyrir að
„Tannhauser" skyldi sýndur í óperunni.
Eftir ekki færri en 164 æfingar var verkið
frumsýnt og varð einn mesti skandall
sem sögur fara af á óperusviði. Wagner
hafði reynt að koma til móts við heldra
fólk borgarinnar sem ekki gat hugsað sér
óperu án balletts og hafði skeytt ballett
inn í fyrsta þátt verksins. En þar sem
heldra fólkið kom ekki til sýningarinnar
fyrr en í fyrsta lagi í öðrum þætti dugði
þetta ekki til og verkið kolféll.
Þegar hér var komið við sögu voru
fjármunir Wagners þrotnir og svart
framundan. Hann hélt til Vínarborgar
og þar vildi honum það til happs að verið
var að setja upp Lohengrín. Sá hann
verkið þar í fyrsta sinn. Sýningin var
ágæt og meistaranum var tekið með
kostum og kynjum. Enn gerðist það nú
að útlegðardómunum yfir honum var
aflétt,—eftír 12 ár. Hann brá sér því í
heimsókn til Lizt ( Weimar og hélt svo
Hann var að
undirbúasjálfs-
morðið, þegar
sendiboði kon-
ungsins barði
að dyrum....