Tíminn - 12.09.1982, Blaðsíða 6
6
SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982.
mínum, karlinn, viljirðu ekki hafa verra
af! Þú skalt heldur spreyta þig á kórum
og söngfélögum og ef þú ert óðfús að
reyna að fást við óperu, þá spreyttu þig
á samsetningnum eftir Perfall...(Per-
fall var stjórnandi Múnchenaróperunn-
ar). En ekkert dugði og „Rínargullið"
var flutt. Sýningin var mjög lök og það
var „Valkyrjan“ líka, þegar sömu
flytjendur tóku hana upp ári síðar. En
Lúðvík konungur hafði keypt réttinn til
„Niflungahringsins" af Wesendonk, sem
Wagner seldi hann á sínum tíma, svo
hér var ekki létt við að gera.
Þessir atburðir gerðu Wagner enn
eindregnari í því að koma upp eigin
óperuhúsi og nú var farið að svipast um
eftir hentugum stað. Fyrir valinu var
lítill og friðsæll bær í Poberfranken, -
Bayreuth. Þar var landslagsfegurð
mikil og Wagner hafði heillast af
fegurðinni þar á unga aldri, þegar hann
fór um Þýskaland í erindum Magdeburg-
leikhússins eins og fyrr er minnst á.
Bæjarstjórnin í Bayreuth varð himin-
lifandi og lagði þegar fram lóð undir
óperuhús og bústað handa meistaran-
um. En ekki dugði til. Hér varð stórfé
að koma til, - um ein milljón marka! Um
þetta leyti fékk Cosima loks skilnað frá
Búlow og þau giftu sig í mótmælenda-
kirkjunni í Lúzern.
Enn var ekki hentugur tími til þess að
hefj söfnun fyrir söngleikahúsi árið
1870, þar sem nú skall á stríðið milli
Frakka og Þjóðverja. Wagner þótti
leggja gott til þeirra mála, þarsem hann
í lok sigurríkrar ferðar Prússanna til
Parísar samdi „Keisaramars“ fyrir stóra
hljómsveit og kór og hafði minnt á gloríu
hins „þýska anda“ í „Meistarasöngvur-
unum,“ svo ekki sé minnst á herhvötina
til hersins sem hann samdi og áður er
getið um hér. Hann hefur eflaust undir
niðri haft í hyggju að afla sér stuðnings
voldugra manna með þessu og heimsótti
Bismarck nokkru eftir að stríðinu lauk,
en áræddi þó ekki að fara fram á
stuðning hans við byggingaráformin, -
leist ekki á að þessi maður væri jafn
viðkvæmur fyrir háleitri tónlist hans og
Lúðvík konungur af Bayern.
Söfnunin var samt hafin og Wagner
og vinir hans efndu til tónleika víðsvegar
um landið til þess að afla sér fjár og upp
kom hugmynd um að hefja landssöfnun.
Hún fór þó að mestu í handaskolum. Á
afmælisdegi Wagners, þegar hann var 59
ára, árið 1872, var þó hægt að fagna því
að búið var að byggja grunninn. Wagner
áræddi loks að biðja Bismarck ásjár, en
fékk ekki einu sinni svar. Söfnun hjá
4000 bóksölum skilaði 20 mörkum!
Fyrirtækið virtist vonlaust. En auðvitað
skeði nú eitt kraftaverkið enn og það
kom úr kunnuglegum stað. Wagner
ritaði Lúðvík II um vandræði sín og sem
áður brást ekki hjálpin þaðan. Wagner
bárust 300 þúsund mörk úr hinni
konunglegu fjárhirslu. Hann gat nú reist
bústað sinn í Bayreuth, sem hann nefndi
„Wahnfried" árið 1874 og sumarið 1875
var söngleikahúsið mikla í Bayreuth
risið af grunni. Húsið var gert eftir
fyrirsögn Wagners sjálfs og átti að vera
sú rétta umgjörð sem hann vildi hafa við
flutning verka sinna. M.a. var þar í
fyrsta sinn sérstök hljómsveitargryfja,
en áður hafði hljómsveitin setið framan
við sviðið í óperuhúsum. Þetta var cin
uppfinning Wagners. í Bayreuth eru
haldnir hátíðarhljómleikar árlega enn
þann dag í dag og þangað koma menn
langar leiðir að til þess að sjá
uppsetningu verka hans með þeim bestu
listamönnum sem völ er á.
Sigur að leiðarlokum
Sagt hefur verið að ekkert tónskáld
hafi hlotið slíka viðurkenningu í lifanda
lífi sem Richard Wagner.
„Niflungahringurinn“ var frumsýndur
í hcilu lagi á fyrstu hátíðarhljómleikun-
um í Bayreuth sem haldnir voru dagana
13.-30. ágúst 1876. Síðasta hluta
stórvirkisins hafði verið lokið í nóvem-
ber 1874, en það var „Ragnarök"
(Götterdámmerung). Wagner stjórnaði
sjálfur undirbúningnum af feikna elju,
skipti sér af öllu og var óþreytandi að
leiðbeina söngfólkinu með því að raula
sjálfur heilu kaflana til þess að sýna því
hvernig hann vildi hafa þetta og skýrði
sjálfur út hreyfingar og svipbrigði.
Hljómsveitin æfði frá morgni til kvölds
undir stjórn Hans Richter og besta
söngfólk í landinu hafði verið fengið til
Bayreuth.
Þennan merkisviðburð heiðruðu þeir
með nærveru sinni Þýskalandskeisari,
peningar með í spilinu og það hefði
Wagner líkað vel, mætti hann líta upp
úr gröfinni! Já, gaman verður að sjá
árangurinn. Þótt í þessari grein hafi
aðeins verið stiklað á stóru er þó að
minnsta kosti ljóst að handritshöfundur-
inn hefur fengið nóg efni til þess að
moða úr.
Að syngja Wagner
Það hefur ekki þótt heiglum hent að
fara með hlutverk aðalhetjanna í
óperum Wagners og hver kannast ekki
við skopmyndirnar af digrum söngkon-
um með vængjaðan hjálm á höfði og
spjót í hendi og konuna sem er að basla
við að vekja mann sinn í stúkunni?
Mörgum hefur sjálfsagt runnið í
brjóst sem þurfa að sitja klukkustundum
saman undir hinum gríðarlöngu
Wagneróperum. En menn hafa nú þóst
þurfa að þrauka samt, því i tónlistar-
heiminum eru menn varla viðræðuhæfir,
sem ekki hafa kynnt sér Wagner og séð
einhver verka hans.
Fyrsti Wagnertenórinn sem gat sér
frægðarorð var Schnorr von Carolsfeld,
en hann var fyrsti hetjutenórinn í
Bayreuth. Síðar hafa margir komið frá
Norðurlöndunum, svo sem Daninn
Lauritz Melchior og Svíinn Set Svan-
holm. Þá hafa Norðurlöndin lagt
Wagner-óperunni til einhverjar mestu
prímadonnur hennar á þessari öld, svo
sem þær Kirsten Flagstad og Birgit
Nilson. Við íslendingar áttum líka einn
feikna mikinn hetjutenór, Pétur Á.
Jónsson, sem söng í Wagneróperum í
áratugi.
Miklir Wagnersöngvarar eru ekki á
hverju strái og menn þykjast hafa himin
höndum tekið þegar ný stjarna fæðist, -
og það gerist auðvitað alltaf að maður
kemur í manns stað, þótt sumir hafi
tilhneigingu til að segja að alltaf hafi þeir
gömlu verið betri.
Tæknin við uppsetningu Wagneróper-
anna tekur líka framförum eins og
annað, en áður er minnst á framtak
þeirra Wieland og Wolfgang Wagners.
Nú eru betri áhöld komin til sögunnar
en áður gerðist til þess að smíða dreka
sem þurfa að vera á stærð við vörubíl og
láta valkyrjurnar þeysa um loftin með
hvin og ljósagangi.
Líklega verður bið á því að óperan
okkar á íslandi taki Wagner til sýninga,
því hann gerði miklar kröfur til húsrýmis
og sviðs. í sumum þýskum óperuhúsum
var hægt að halda óperusýningar á
sviðinu einu saman í hálfhrundum
húsakynnum nokkru eftir stríðið, og
gefur það hugmynd um stærðina.
En hér látum við staðar numið og
vonum að einhverjir hafi haft gaman af
sögu Wagners og kannske einhvern
fróðleik.
AM - tók saman
■ Cosima lifði mann sinn í 47 ár. Hún dó 1930.
keisarinn af Brasilíu og flest hið mesta
fyrirfólk landsins. Flutningurinn tókst
frábærlega vel, en dýrt fyrirtæki varð
þetta. Hallinn varð um 100 þúsund mörk
og ekki voru tök á að cndurtaka þetta
árið eftir, eins og til stóð.
Wagner var tekinn til við að semja þá
óperu sem átti að verða hans síðasta, -
„Parsifal,“ sem sló á trúarlega stengi,
nokkurs konar tilbeiðsla til alls hins
æðsta og besta. Þessu verki lauk hann í
janúar 1882. Wagner mælti svo fyrir að
„Parsifal" mætti hvergi sýna nema í
Bayreuth, en þessu hefur ekki verið
framfylgt.
Ekki var hann dauður úr öllum æðum
enn og það átti ekki aðeins við um
tónsköpunina. Hann konst í tygi við
unga franska stúlku að nafni Judith
Gautier og í því sambandi var ekkert
hálft, fremur en í öðru hjá meistaranum.
f bréfi segir hann að kossar hennar séu
þannig að þeir geri sig „drukkinn og
leiftrandi af stolti og gleði.“ Hann lætur
hana kaupa alls kyns lúxusvarnig handa
sér í París, dýrindis inniskó og ilmvötn
og tjöld úr gulu atlaski prýdd rauðu
rósamynstri, sem hann skreytir með
híbýlin í „Wahnfried." Bréf hins
sjötuga manns til stúlku nær fimmtíu
árum yngri eru glóandi af ástarþorsta.
Lúðvík konungur sem átti réttinn til
verka Wagners gaf honum Parsifal eftir,
svo hann gæti staðið við þá ákvörðun að
sýna verkið aðeins í Bayreuth. Þessi
undarlegi maður á konungsstóli hafði
'sngi verið tæpur á geðsmunum og um
þetta leyti fór honum mjög hrakandi.
Hann drukknaði í grennd við sjúkra-
stofnun þar sem hann dvaldist á
nokkrum árum seinna. Auk sambands
hans við Richard Wagner, munu
skrauthallir þær sem hann lét byggja í
Bayern halda nafni hans lengst á lofti,
en þær þykja eins og út úr ævintýraheimi
og er höllin „Neuschwanstein" rækast
dæmi þar um. Lúðvík II gerði það ekki
endasleppt við Wagner. Hann sendi
honum nú hirðhljómsveit sína og kór og
1882 var „Parsifal" sýndur í Bayreuth
alls fimmtán sinnum við ódæma hrifn-
ingu. Wagner hefði innsiglað sigur sinn
og sess í tónlistarsögunni, þaðan sem
hann mun ekki hörfa úr þessu.
En nú var kvöldið komið og Wagner
átti skammt eftir ólifað. Haustið 1882
hélt hann til Feneyja með Cosimu og
ætluðu þau að dvelja þar um veturinn.
Hann tók af krafti þátt í kjötkveðju-
hátíðarhöldunum í byrjun febrúar, þótt
hann væri ekki vel hress um það leyti.
Fékk hann eitt hjartaáfallið á fætur öðru
og hið síðasta hinn 13. febrúar 1883.
Hann sat þá að vinnu við ritgcrð í
Palazzo Vendramin. Hann dó í örmum
Cosimu konu sinnar, - eða svo segir hún
sjálf frá. Lífseigar sögur hafa verið á
kreiki um að Wagner hafi ekki dáið á
alveg svo viðeigandi stað, en út í það
■ Haus Wahnfríed varð fyrir miklum
heimsstyrjöld.
verður ekki farið hér, enda skapast
gjarna gróusögur um fræga menn og það
þótt minna hefi þeir verið umdeildir en
Richard Wagner. En hvað um það, -
einhverri viðburðarríkustu og sérkenni-
legustu listamannsævi sem lifað hefur
verið var lokið.
Og tíminn leið...
„Wagner er upphafið og nú mun
langur tími liða án þess að meira
markvert gerist í tónlistinni," sagði
Johannes Brahms eitt sinn, en annars
greinir menn á um hvort Wagner var
fremur lokastig þcss sem á undan hafði
gerst eða ný byrjun. Ekki förum við að
velta vöngum yfir þeim hlutum hér..
Cosima varð forstjóri og fram-
kvæmdastjóri í Bayreuth og stjórnaði
þessu fjölskyldufyrirtæki sínu til dauða-
dags með miklum skörungsskap, en hún
varð háöldruð, lést árið 1930. Sonur
þeirra Wagners, Siegfried, var þó helsti
framkvæmdastjórinn hin síðari árin og
var sjálfur vel liðtækur stjórnandi. Hann
lést einnig 1930, fjórum mánuðum á eftir
móður sinni. Þá tók kona hans, sem var
ensk, Winifred Wagner við og reyndist
hún hinn mesti skörungur á erfið-
leikatímum, en um hennar daga gerðu
nasistar sér mjög títt um Bayreuth og
Hitler var þar tíður gestur, - kallaði
hann sig jafnan Wolf er hann kom í
heimsókn þangað, sjálfsagt til þess að
líkjast Óðni, en í Valkyrjunum nefnist
á einum stað Óðinn „Wolfe“, en honum
var gjarnt að ferðast undir dulnefnum
sem kunnugt er. Þá fór Bayreuth ekki
varhluta af stríðinu og „Wahnfried"
skemmdist mikið í sprengjuárásum.
Hátíðahljómleikarnir í Bayreuth lágu
nú niðri til 1951, en hófust þá aftur og
var stjórnandinn Wieland Wagner,
skakkaföllum í sprengjuárásum ( síðari
afabarn meistarans. Wieland og Wolf-
gang bróðir hans tóku nú að sér
framkvæmdastjórnina og hafa þeir gert
stórmerkar breytingar í teikningu sviðs-
mynda og búninga og fært þetta til
listræns nútímalegs horfs.
Wieland dó árið 1966 og var Wolfgang
ráðsmaður í Bayreuth eftir það. 1973 var
komið á sérstakri stofnun um húsið og
hljómleikana og er Bayreuth því ekki
lengur það fjölskyldufyrirtæki sem áður
var. Haus „Wahnfried" er nú orðið að
minjasafni.
í upphafi þessarar samantektar um
ævi Richard Wagners gátum við þess
sem raunar flestir munu vita að nú er
unnið að gerð kvikmyndar um Wagner
og er það Richard Burton sem fer með
hlutverk snillingsins. í öðrum hlut-
verkum eru engir aukvisar heldur, en
þar á meðal eru þau Vanessa Redgrave,
sem leikur Cosimu og í aukahlutverkum
eru menn eins og John Gielgud,
Laurence Olivier og Ralph Richardson.
Ensk leikkona, Gemma Craven, leikur
Minnu. Menn ætla að kvikmyndatakan
muni taka 7 mánuði og kostnaðurinn er
áætlaður 10 milljónir dollara. Öll atriðin
eru kvikmynduð á hinum raunverulega
vettvangi svo sem í Vín, Múnchen,
Feneyjum, Nrnberg og Bayreuth.
Hljómsveitarstjórinn er Georg Solti, en
hann ætti að kunna það, því hann er
gamalfrægur Wagnerstjórnandi og hefur
m.a. stjómað upptöku á Niflunga-
hringnum sem Decca gaf út á hljóm-
plötum og mun það hafa verið í fyrsta
sinn sem allt verkið var gefið út á
plötum, þótt eldri upptökur hafi verið
gefnar út síðar.
Kvikmyndagerðin er kostuð af trygg-
ingafyrirtæki í London og stjórnandi er
Tony Palmer.
Gaman verður að sjá hvernig til tekst,
en hér er ekkert til sparað og miklir