Tíminn - 12.09.1982, Qupperneq 8

Tíminn - 12.09.1982, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982. WfaNÍWI$ Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdast]órl: Glsli Slgurðsson. Auglýslngastjórl: Steingrfmur Gfslason. Skritstotustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelislustjóri: Sigurður Brynjólfsson lltstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Krlstinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Elrfkur St. Elrfksson, Frlðrlk Indriðason, Helður Helgadóttlr, Slgurður Helgason (fþróttir), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Lelfsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlltsteiknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosl Krlstjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánuðl: kr. 130.00. Setnlng: Tæknidelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Ognarjaf nvægið er engin lausn ■ Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, flutti fróðlegt erindi um vígbúnaðarkapphlaupið og af- vopnunarmálin á þingi ungra framsóknarmanna um síðustu helgi. Þar fjallar hann m.a. um svonefnt ógnarjafnvægi, og þær efasemdir um gildi þess, sem gera nú vart við sig í vaxanda mæli. Guðmundur sagði þar m.a.: „Margir telja að friður á jörðinni byggist nú fyrst og fremst á ógnarjafnvægi, þ.e. að hvoru risaveldi standi slík ógn af vígbúnaði hins að því sé ljóst, að það geti ekki unnið styrjöld. Það að hefja stríð geti orsakað tortímingu þess sem stríðið hefur. Með öðrum orðum, að friðurinn byggist á sjálfsmorðsógn- un. Ekki er það glæsilegt. Sá sem hefur kjarnorkustyrjöld verður eiginlega að tryggja sér að geta strax í fyrstu árás tortímt öllum kjarnorkuvopnum hins aðilans, því þau vopn, sem eftir verða, geta hæglega tortímt þeim sem árásina hóf. Vopnin sjálf eru þannig skotmark. Vopnin lifa síðan sínu eigin lífi. Ný vopn eins aðila kalla á ný vopn frá hinum aðilanum til þess að „jafnvægi“ haldist, til þess að hann sé nógu ógnvekjandi. Þetta kallar á umræðuna um „stöðugleika ógnar jafnvægis- ins“. Stöðugleikinn er mestur ef andstæðingurinn getur ekki grandað kjarnorkuvopnum hins. Umræður hafa því aukist um að koma kjarnorkuvopnum í vaxandi mæli fyrir í kafbátum í hafinu, þar muni reynast erfitt að finna þau. Þar komum við að þætti, sem hlýtur að vera Islendinum mikið umhugsunarefni. Til þess að viðhalda ógnarjafnvæginu, auka stöðugleika þess, þurfa risaveldin bæði að halda uppi stöðugum tilraunum með ný vopn. Hvor aðili um sig heldur því fram að nú sé veruleg hætta á því að hinn sé að fara fram úr. í Bandaríkjunum er hlutur vopnaframleiðenda stór í þessari rökræðu. Þeir þurfa að sannfæra stjórnmálamenn um að Sovétríkin séu komin fram úr og því sé nauðsynlegt að hrinda í framkvæmd smíði nýrra helvopna, sem viðkomandi vopnaframleiðandi hefur á prjónunum. Peningarnir eru auðvitað þrýstikraftur þarna eins og annars staðar.“ Guðmundur benti síðan á, að margir væru nú farnir að efast um gildi ógnarjafnvægisins, og bentu m.a. á eftirfarandi röksemdir: „1. Ógnarjafnvægið gat staðist meðan kjarnorku- veldin voru aðeins tvö. Nú eru þau 8 og verða líklega um 25 um 1990. Þeim mun fleiri kjarnorkuveldi, þeim mun veikara jafnvægi. Hvað ef herforingjastjórnir, skæruliðar og hermdarverkamenn komast yfir kjarórkuvopn? 2. Ógnarjafnvægið mun leiða til ævintýralegs kapphlaups í framtíðinni. Kapphlaups um framleiðslu nýrra vopna, sem enginn sér fyrir endann á. Jafnvel kjarnorkuvopn út í geiminn. 3. í heimi fátæktar og örbirgðar munu ríkin vígbúast til efnahagshruns. Ógnarjafnvægið í þessari mynd er því ekki lausn. Það mun leiða til „brjálæðislegrar vitfirringar“, sem í reynd mun stöðugt auka á hættuna á því að mannkynið tortími sjálfu sér“. - ESJ. ■ Borís Pastemak ■ Olga Freidenberg Boris og Olga Sjaldan hefur skáldsaga vakið slíka at- HYGLI SEM SAGA BORIS PASTERNAKS UM DR. ZHI- VAGO. Handrítinu aö skáldsögunni var smyglað út úr Sovétríkjunum til Ítalíu og síðan gefin út við mikinn fögnuð vestrænna gagnrýncnda en ófögur ummæli í austri. Pasternak hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir vikið, en var meinað að taka við þeim. Ýmsir bókmenntagagnrýnendur á Vesturlöndum áttu vart nógu sterk orð til að lýsa ágæti Dr. Zhivago og líktu henni margirvið Strið og frið Tolstoys. Edmund Wilson, sá viðurkenndi bandaríski gagnrýnandi og sagnfræðingur, sagði um Dr. Zhivago að bókin yrði talin til meiriháttar atburða í bókmenntasögunni. En nokkrum árum eftir útkomu bókarinnar datt áhugi manna á Dr. Zhivago og Pastemak niður. Og það er fyrst núna hin allra síðustu ár að athygli manna hefur að nýju beinst að Boris Pasternak. Það má íyrst og fremst þakka þremur bókunt. í fyrsta Iagi endurminningum Olgu Ivinskayu, sem var hin mikla ást Pasternaks og fyrirmynd Löm í Dr. Zhivago. Þær birtust á Vesturlöndum árið 1978 undir heitinu „A Captivc of Time“. Á síðasta ári var fyrsta ævisagan um Pastemak gefin út eftir Guy de Mallac. Og nú er komið út í Bandaríkjunum safn af bréfum, sem Boris Pasternak og frænka hans, Olga Freidenberg, skrifuðu sín á milli í rúm fjörutíu ár, eða frá 1910 til 1952. Olga á heiðurinn af því að hafa haldið þessum bréfum saman, og auk þess ritaði hún á efri áram endurminningarþætti í dagbókarstíl sem vitnað er til í bókinni. Á MIÐJAN SJÖTTA ÁRATUGINN. í bréfum sínum reyndu þau að hjálpa hvort öðra og hvetja og styðja eftir megni. Á stíðsáranum fyrri var hins vegar ekkert samband á milli þeirra. Pasternak var ófær til herþjónustu af heilsufarsástæðum og var því í staðinn settur til skrifstofustarfa í verksmiðju í Úralfjöllum. Olga starfaði hins vegar sem hjúkranarkona á vegum Rauða krossins í St. Petersburg. Þau skrifuðust ekki á aftur fyrr en 1921, og þá höfðu miklir atburðir gerst í föðurlandi þeirra; byltingin og borgarastyrjöld sem lyktaði með sigri hins nýja siðar. Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófst nýtt tímabil í lífi Olgu Freidenberg. Hún hóf nám við háskólann í St. Petersburg og lagði fyrir sig nýtt ævistarf; vísindaiðkun á sviði málvísinda. Hún segir að það hafi verið henni „athvarf". Hún náði góðum árangri í þessu nýja starfi sínu og árið 1932 var henni falið að stjórna málvísindadeildinni við heimspeki - ,tungumála -, bókmennta og sagnfræðistofnunina í Leningrad. Hún tók doktorspróf, fékk mikla viðurkenningu fyrir ritgerð sína, og flutti síðan vísindaerindi á fjölmörgum ráðstefnum og málþingum. En Olga var vísindamaður sem fór eigin leiðir og slíkt féll ekki í kramið. Á meðan hún lifði var aðeins ein bók eftir hana gefin út. Það var árið 1936. Þremur vikum síðar var bókin fordæmd í Izvestia undir fyrirsögninni: „Skaðlegt ragl“ og fjarlægð úr bókaverslunum. „í öllu þessu máli hef ég aðeins áhyggjur af því, að þú ert ekki orðin nógu brynjuð; þetta er í fyrsta sinn sem þú lendir í svona löguðu", sktifaði Boris. Og þessar aðgerðir stjómvalda fengu mikið á hana. Hún skrifaði f dagbók sína að útgáfubannið væri eins og „blæðandi sár“. Pastemak reyndi að fá banninu aflétt, en þær tilraunir bára engan árangur. Næsta bókin eftir Olgu sem geftn var út í Sovétríkjunum, birtist árið 1978 - 33 áram eftir andlát hennar. Boris PASTERNAK og olga freidenberg voru NÁSKYLD. Feður þeirra, Leonid Pasternak og Mikhail Freiden- berg, höfðu þekkst síðan þeir voru litlir drengir í Odessa. Systir Leonids, Anna, giftist Mikhail. Síðar settust Freidenberg-hjónin að í St. Petersburg, sem nú heitir Leningrad, en Pasternak-fjölskyldan í Moskvu, en fjölskyldumar skiptust oft á heimsóknum og vora saman á sumrin. Börnin léku sér því oft saman; Olga og Boris, sem fæddust sama árið, urðu fljótlega mjög góðir vinir. Þau fóru að skrifast á vorið 1910, þá 20 ára að aldri. Þann vetur, segir í endurminningum Olgu, breyttist viðhorf Boris til hennar nokkuð. Hann hafði alltaf verið uppnuminn og látið í ljós aðdáun sína, en nú varð hann ástfanginn. Þótt henni þætti mjög vænt um Boris gerði hún sér glögga grein fyrir því, að uún var ekki ástfangin af honum, heldur leit á hann sem bróður. Hún heimsótti Pasternakfjölskylduna þetta vor í Moskvu, og í júlí dvaldi hún skamma hríð í sumarhúsi þeirra í Merrekhul, litríkri borg á strönd Eystrasaltsins. Þar varð hún fyrir djúpum áhrifum frá vini sínum, Boris, og skáldlegum orðaflaumi hans. Hann talaði klukkustundum saman; hún skildi lítið af því, sem hann var að segja, en var hriftn af „óskiljanlegum" orðum hans, sem lyftu henni „út fyrir veröld hversdagsleikans". Eftir skamma viðdvöl fylgdi Boris Olgu til St. Petersburg en hélt síðan sjálfur heim til Moskvu. GNARSTJÓRN STALÍNS NÁÐI TIL EINSTAKLINGA í FJÖLSKYLDUM ÞEIRRA BEGGJA. Olga segir frá örlögum bróður síns, Sasha Freidenberg. Hann var handtekinn dag nokkum árið 1937 án þess að hafa gefið neitt tilefni til slíks og fluttur í fangabúðir. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt, en kona hans, Musya, sem var handtekin skömmu áður, lifði af hörmungamar í Gulaginu. í endurminningarþáttum Olgu kemur hins vegar fram, að bróðir Boris, Alexander Pasternak, tengdist ógnarstjóminni með öðram hætti; hann varstarfsmaðurCheka, sovésku léynilögreglunnar. Hann var arkitekt að mennt og var meðal þeirra, sem stjórnuðu framkvæmdum við skipaskurð einn mikinn sem byggður var árið 1936 með fangavinnu. Olga segir frá því, að þegar Alexander hafi átt að fá orðu frá Mikhail Kalinin fyrir frammistöðu sína við framkvæmdir þessar, þá hafi frændi hans, Sasha Freidenberg beðið hann að reyna að bjarga Musyu konu sinni. „Sasha bað Alexander að láta Kalinin fá beiðni um að sleppa Musyu lausri um leið og hann tæki við orðunni úr hendi hans“, segir Olga. „Alexander neitaði þvi að sjálfsögðu, en eftir það neituðu Sasha og mamma að hafa nokkur samskipti við hann eða fjölskyldu hans.“ Olga hafði lofað Boris að koma aftur til Moskvu, en hún frestaði þeirri heimsókn hvað eftir annað og ákvað svo loks að hætta við ferðina þar sem henni var orðið fullljóst, að ást þeirra tveggja var ekki af sama tagi. Og til þess að losna við erfiðar útskýringar sleit hún sambandi þeirra formálalaust og að því er Boris fannst mjög hörkulega. Honum varð mikið um, og þetta sumar var honum lengi ofarlega í huga. Hann víkur að því aftur og aftur í bréfum sínum til Olgu síðar. Dæmi um þetta er bréf sem hann skrifaði til hennar árið 1924. Þar segir hann m.a.: „í þessari miklusögu, sem teygir sig djúpt niður í fortíðina en heldur samt enn áfram - þessari harðneskjulegu, óþolandi sögu, sem líf okkar er,ert þú besti.merkasti og hjartfólgnasti kaflinn. ...Manstu þegar við komum frá Merrekhul fyrir þrettán árum? Manstu hvernig nöfnin á jámbrautarstöðvunum hljóm- uðu...? Manstu? Manstu allt?... Ég halla höfði mínu til hliðar og stari til baka þessa ógnvænlegu fjarlægð. Það er eins og nýlegur gustur hafi sópað öllu burt. Hlauptu á-eftir því og náðu í það!“ Löngu síðar, eða stuttu fyrir andlát sitt, gerði Olga nokkra grein fyrir því í einu af síðustu bréfunum, sem hún skrifaði Boris, hvers vegna hún hætti við fyrirhuguðu ferðina til Moskvu: „Hef ég nokkra sinni sagt þér hversu mikils virði það er fyrir mann að upplifa þá sérstæðu gleði, sem því fylgir að átta sig á skyldleika manns (í bókstaflegri merkingu) við list? ÞaJ) er gleði sem varpar manni niður og til hliðar eins og skugga. Það er þetta sem ég er að segja þér frá. Ég er þá með í huga „yfirlýsingar" okkar frá æskuáranum, sem við kölluðum „erfðaskrá“ okkar, manstu? (jú, það gerir þú auðvitað - minni þitt geymir allt um alla eilífð). Jæja, í þessu felst svarið við því, hvers vegna ég forðaðist þig, dró mig í hlé frá þér, fann til fjarlægðar milli okkar, fannst ég alls ekki geta farið um borð í lestina og til Moskvu til þín né leyft fingrum mínum að snerta líf þitt - þig sem ég elskaði meira en allt annað í þessum heimi“. Boris og olga skrifuðust á aftur nokkru EFTIR LOK FYRRI HEIMSSTYRJALDARINNAR OG FRAM ✓ I BRÉFUM SÍNUM SKRIFAR BORIS OFT UM SKÁLDSÖG- UNA MIKLU SEM HANN SÉ AÐ SKRIFA. Um miðjan fimmta áratuginn skrifar hann: „Þetta er fyrsta raunveralega ritverkið mitt. 1 því vil ég gefa mynd af sögulegri þróun Rússlands síðustu 45 árin, en jafnframt vil ég láta koma fram í sögunni - dapurri, drangalegri sögu-skoðanir mínar á list, guðspjöllunum, sögu mannsins og mörgu fleiru, allt ítarlega unnið í smáatriðum eins og í skáldsögu eftir Dickens eða Dostojevsky". Tveimur áram síðar hafði Pastemak lokið fyrsta hluta sögunnar. Hann skrifaði Olgu árið 1948 að bókin væri „ekki ætluð til birtingar í bráð. Og ég skrifa hana ekki sem listaverk, þótt sagan sé bókmenntir í dýpri skilningi en nokkuð annað sem ég hef skrifað. En ég er bara ekki viss um það, hvort nokkur list sé lengur til í þessum heimi, eða hvað list er....Það er til fólk sem þykir mjög vænt um mig (fáeinir)... ég er að skrifa þessa skáldsögu fyrir þá eins og hún væri langt bréf til þeirra, í tveimur bindum.,, Éinn þessara vina hans var Olga Ivinskaya, sem hann varð yfir sig ástfanginn af 58 ára að aldri. En hún varð að gjalda samneytis síns við Pastemak; var handtekin og dæmd til fimm ára dvalar í vinnubúðum. En Pastemak gerði hana ódauðlega í Dr. Zhivago. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.