Tíminn - 12.09.1982, Page 9
SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982.
Ný stéttaskipting er að
skapast í þjóðfélaginu
■ „Það væri gaman að geta lánað
öllum húsbyggjendum 90% af andvirði
íbúðanna, en til þess eru ekki til
peningar“ sagði í athyglisverðri grein
sem Guðmundur G. Þórarinsson alþing-
ismaður skrifaði í Tímann um húsnæðis-
mál. Það eru aðeins þeir sem fá úthlutað
íbúðum í verkamannabústöðum sem fá
90 af hundraði byggingarkostnaðar að
láni úr Byggingarsjóði ríkisins. Sami
sjóður skammtar örðum 17% af kostn-
aði. Að öðru leyti verður hver að
bjargast eins og best hann getur. Sumir
hafa aðgang að láni úr lífeyrissjóði og
reyna að kreista skammtímalán út úr
bankakerfinu til viðbótar.
Lífeyrissjóðirnir keppast við að aug-
lýsa að það sé fráleitt að það borgi sig
að taka lán hjá þeim, það sé svo dýrt og
vextir, ásamt verðbótatilleggi, séu öllu
venjulegu launafólki ofviða.
Ekki er ástandið gott og til að gera illt
verra eru fjölmennustu árgangar Is-
landssögunnar farnir að setja saman bú
og fjölga þjóðinni.
í grein sinni sýndi Guðmundur G.
Þórarinsson fram á að færri íbúðir hafi
verið byggðar á síðustu árum, en áður
var. Hins vegar kom ekki fram, hvort
notuð hafi verið minni steinsteypa, en
líklegt má telja að þróunin hafi verið sú,
að færri íbúðir hafi verið byggðar en
samanlegt rúmtak ekki minnkað í
byggingariðnaðinum í heild. Það eru
byggðar færri íbúðir en stærri.
Satt best að segja hafa stjómvöld
aldrei mótað heillega og gagnlega stefnu
í húsnæðismálum. Að þessu leyti hafa
ríkisstjómir og sveitarstjórnir setið við
sama borð. Hér er ekki verið að halda
því fram að ekkert hafi verið gert í
þessum efnum. Byggingarsjóður ríkisins-
hefur létt vel undir með húsbyggjendum.
Verkamannabústaðir eru fyrirtak fyrir
þá sem njóta og á síðustu árum hafa
verið byggðar íbúðir fyrir aldraða, sem
leysa brýnan vanda.
Sjálfseignarstefnan úrelt
Sú sjálfseignarstefna, sem ríkt hefur í
húsnæðismálum, hefur gengið sér til
húðar. Hún var í góðu gildi meðan
verðbólgan eyddi skuldunum og því
meiri dýrtíð því betra fyrir þá sem komu
sér upp þaki yfir höfuðið. Með tilkomu
verðtryggingar lána hefur viðhorfið
gjörbreyst. Það er nóg að lesa hinar
hrollvekjandi auglýsingar lífeyrissjóð-
anna til að ganga úr skugga um það.
Hér er verið að skapa kynslóðabil
milli þeirra sem búnir vore að byggja
fyrir verðtryggingu og hinna sem ætlast
er til að borgi skuldir sínar að fullu.
Það er bersýnilegt að of miklu fé hefur
verið varið í of fáar íbúðir.
Þótt víða um land sé húsnæðisskortur
mun hann hvergi eins mikill og á
Stórreykjavíkursvæðinu. Þar er íbúðar-
verð hæst á landinu og leiga að sama
skapi há.
Bæjarstjómum í Reykjavík hefur oft
verið legið á hálsi fyrir það að ekki sé
nægilegt framboð á lóðum undir einbýl-
ishús og raðhús, því þeir sem efnin hafa
vilja búa svoleiðis. Nágrannabyggðimar
hafa hlaupið undir bagga og skipulagt
víðáttumikil hverfi fyrir einbýlishúsa-
fólkið. Sumir borgarbúar sjá eftir
sköttunum sem flytja út fyrir borgar-
mörkin. Til að halda í útsvörin hafa
borgaryfirvöld keppst við að koma upp
einbýlishúsahverfum með æmum kostn-
aði. Á sama tíma minnka fjölbýlishúsin
og íbúðir í þeim ere hafðar stærri en
tíðkaðist.
Það segir sína sögu, að á íbúðarmark-
aði, bæði sölu - og leigumarkaði, ere
litlar íbúðir hlutfallslega miklu dýrari en
hinar stærri. Þetta er einfalt markaðslög-
mál, eftirspurn eftir litlum íbúðum er
meiri.
■ Djúp gjá er að myndast milli verðbólgukynslóðarinnar og verðbótakynslóðar- innar. Þeir sem eignuðust íbúð fyrir verðbótatímabilið eru hólpnir. Hinir lifa
ótryggu heimilislífi og stökkva út í ófært skuldafen ef þeir leggja í þá ævintýramennsku og reyna að eignast íbúð.
Þetta virðast allir geta séð og skilio
nema skipuleggjendur húsnæðismála.
Hversu oft heyrir maður ekki þá, sem
vitið hafa og þekkinguna tilkynna, að
fslendingar vilja búa flott, þeir vilja hafa
íbúðir sínar stórar og vandaðar, þeir
vilja búa í einbýlishúsum, raðhúsum,
parhúsum og hvað þetta nú allt heitir.
Þessum óskum er síðan fullnægt.
Yið vitum hvað fólkið vill
Þetta minnir á bandarísku bílafram-
leiðendurna: sem fyrir örfáum árem
stóðu eins og nátttröll og litu yfir breiður
af óseldum bílum og urðu að fá gífurlega
ríkisaðstoð til að fyrirtæki þeirra yrðu
ekki gjaldþrota. Þeir ákváðu upp á sitt
eindæmi að Ameríkanar vildu stóra,
þunga eyðslufreka ogvandaða bíla. Þeir
hlógu að bílakrflunum sparúeytnu, sem
Evrópumenn og Japanir smíðuðu. Við
vitum hvernig bíla Ameríkanar vilja,
sögðu þeir.
Og þeir héldu áfram að smíða
óskabílana sína þar til Japanir og
Evrópumenn voru búnir að leggja undir
sig nær allan heimamarkað vitringanna,
auk þess sem þeir voru búnir að leggja
undir sig markað á þessu sviði um allan
heim. Þá fyrst skildu postular hins frjálsa
markaðskerfis að markaðurinn hafi ekki
sömu óskir og þarfir og þeir sjálfir.
Brýnasta verkefni í húsnæðismálum í
dag er að byggja litlar og ódýrar íbúðir
á viðráðanlegu verði fyrir verðbótakyn-
slóðina.
þurfa að leigja. Leigan er yfirleitt há og
fyrirframgreiðslur miklar. Þeir, sem á
annað borð fá húsnæði leigt, lenda í
vítahring. Hafi það fólk ekki meira en
meðaltekjur er hætt við að lítið verði
eftir til að leggja til hliðar til að láta þann
draum rætast að komast í eigin íbúð.
Auglýsingar í blöðum segja sína sögu
um ástandið. Þeir sem eiga húsnæði,
sem þeir þurfa ekki að nýta, auglýsa eftir
hæstbjóðanda og fyrirframgreiðslur eru
óheyrilegar. Fólk á hrakhólum, oft
með mörg börn, sendir út neyðaróp ef
það kynni að ná athygli einhverra.
Börn ere oft óvelkomin í leiguhús-
næði. Þau kunna að skemma þau
dýrmæti sem verðbólgugróðinn hefur
fært íbúðareigendum upp í hendurnar.
Þetta er það sem lesa má út úr
auglýsingum, sem daglega þekja marga
dálka dagblaða. En sem betur fer eru
einnig fjölmargir leigusalar, sem sýna
leigutökum sínum sanngirni og með-
borgurum kristilegt hugarfar.
Áður var vikið að því, að sjálfseignar-
stefnan í húsnæðismálum væri gengin
sér til húðar er verðtrygging hefur tekið
gildi. Það hefur hún gert eins og nú
horfir, en takist að koma á jafnvægi í
efnahagsmálum á verðtrygging ekki að
valda stórvandræðum. En lánakjörin
verður með einhverju móti að aðlaga
getu fólks og koma verður í veg fyrir
gífurlega stéttarskiptingu íbúðaeigenda
og hrakningsfólks, sem er upp á náð og
miskunn þeirra komið sem betur mega. |
skömmtuðu ríflega. Um svipað leyti
fundu íslenskir skipuleggjendur púðrið
í svefnbæjarbyggingum. Græna bylting-
ar og „útivistarsvæði" héldu innreið
sína í þéttbýlið en fólk flutt á brott.
Við tókum aðeins upp það sem Svíar
voru að hafna. Hitt gleymdist að athuga,
hvers konar eignarhald var á flestum
þeirra fbúða sem þannig voru byggðar.
Undirritaður átti fyrir nokkrum árum
viðtal við forstjóra fyrirtækis sem reisti
íbúðarhús og rak í Stokkhólmi. Skrif-
stofa hans var í háhýsi í einu hinna frægu
svefnhverfa, Vállingby.
Fyrirtæki þetta er rekið sem hlutafé-
lag en er eign Stokkhólmsborgar.
Starfssvið þess er að reisa og reka
íbúðarhús. Það á rúmlega átta þúsund
íbúðir víðs vegar í borginni og umhverfis
hana.
Leigjendur, sem fá inni í íbúðum
fyrirtækisins, ganga í sérstakt félag og
ere þar ævilangt ef þeir vilja
Leigan er seld á kostnaðarverði.
Fjármagns - og viðhaldskostnaður er
reiknaður út og einhverju er bætt við til
að fyrirtækið hafi fjárhagslegt bolmagn
til að halda áfram að byggja.
íbúðir fyrirtækisins ere af ýmsum
stærðum og víðs vegar um borgina eins
og komið er fram. Þeir sem einu sinni
hafa komist í íbúð hjá fyrirtækinu er
ekki sagt upp - nema fyrir gróf brot á
leigusamningi.
Opinberem húsnæðismálum verður
að beim í einn og sama farveg, til þeirra
sem byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn.
Þeir sem eiga íbúðir, sem verðbólgan
hefur hjálpað að greiða upp, verða að
bjarga sér sjálfir við að koma sér upp
stórem húsum eða íbúðum, ef þeir 1
hafa efni og nennu.
Hin gífurlega eftirspum eftir íbúðum
fyrir aldraða, sem góðu heilli hafa verið
byggðar á síðustu árem, sýnir að mikil
þörf er á litlum íbúðum, og að fólk vill
gjaman búa í þeim. Mjög margir þeirra,
sem sækja um þessar litlu íbúðir, eiga
fyrir margfalt stærra húsnæði. Þeir vilja
minnka við sig og lifa sem áhyggju-
minnstu lífi. f þessum tilvikum er það
að vísu fleira en íbúðarstærðin ein sem
skiptir máli. Fullorðna fólkið fær einnig
nauðsynlega umönnun á þessum eftir-
sóttu stöðum. En það segir sitt, að það
kýs að yfirgefa stórt húsnæði og flytja í
lítið, sem fellur betur að þörfum þess.
Neyðarástand
Eftirspurn eftir leiguhúsnæði á
Reykjavíkursvæðinu er slíkt að h'kja má
því við neyðarástand, það er fyrir þá sem
Ein leiðin
Það er mikill siður og vondur hér á
landi að hallmæla Svíum fyrir hvernig
þeir hafa staðið að félagslegri lausn mála
heima hjá sér. Sumir hafa séð hina einu
sönnu fyrirmynd í félagslegu vafstri Svía
og flutt anga af því hingað til lands og
stundum aðeins misskilninginn.
Svíar byggðu svefnbæi utan við borgir
sínar. Þar var öllum þörfum fólks
fundinn staður á teikniborði. Síðar sáu
borgarhönnuðirnir að þetta var á
misskilningi byggt og hættu að reisa
svefnhverfi með öllum þeim þjónustu-
miðstöðum, sem sérfræðingarnir
En leigutakar ere ekki bundnir við a
vera í sömu íbúðinni ævilangt. E
aðstæður breytast, fjölskylda stækka
eða minnkar er hægt að skipta um íbúi
og fá ýmist stærri eða minni efti:
þörfum. Á sama hátt er hægt að flytjas
á milli hverfa. Ef skipt er um vinnustac
og farið að starfa á fjarlægum stað i
borginni er hægur vandi að fá aðra fbúc
nærri nýja starfsvettvangnum, ef heppi-
leg íbúð er á Ieigu í nágrenninu.
Ekki má gleyma því að þrátt fyrir allí
félagshyggjuna eru Svíar praktískir. Þai
er ekki ódýrt að taka svona íbúðir í
leigu. Leigutakinn verður að greiða
kostnaðarverð fyrir hana. Ef fyrirtækið
Oddur Ólafsson,
ritstjórnarfulltrúi,
skrifar
í heild stendur ekki undir sér þýðir ekki
að hlaupa í borgarsjóð og láta hann
jafna hallann. Húsaleigan stendur undir
öllum kostnaði.
Hitt er annað mál, að í Svíþjóð fá
margir húsaleigustyrk og það ere
sveitarfélögin sem veita hann. Þeir, sem
þurfa á leigustyrk að halda og uppfylla
skilyrði, sækja um hann til borgarinnar.
En fyrirtækið sem byggir og rekur
leiguhúsin verður að standa undir scr
fjárhagslega.
Hér er ekki verið að benda á neitt
alfullkomið kerfi eða algilt. Aðeins að
sýna að það er hægt að móta stefnu í
húsnæðismálum á fleiri en einn veg.
Einnig er rétt að taka fram, að í Svíþjóð
eru húsnæðismálin leyst á margan veg
annan en þennan.
Reykjavíkurborg er umsvifamesti
íbúðaeigandi á fslandi. Rúmlega 700
íbúðir eru í eigu borgarinnar. Leigan er
lág, og er borgað með þessum eignum,
enda eingöngu ætlaðar fólki, sem vegna
lágra tekna eða af öðrum ástæðum hafa
ekki möguleika á að eignast íbúð eða að
keppa á almennum leigumarkaði. Ef
borgin eignast fleiri íbúðir verður að
greiða þær beint úr borgarsjóði.
Hvers er þörf?
Það vantar alls staðar peninga í þessu
þjóðfélagi. En það er þegar eytt
gífurlegum fjármunum f húsbyggingar
og þær þarf að skipuleggja betur. Það
verður að hugsa málin upp á nýjan leik.
Rétt er að gefa kerfiskörlunum frí sem
segja. „Við vitum hvað fólkið vill.
íslendingar vilja búa í stórum vönduð-
um húsum. íslendingar vilja stóran garð
og tvöfaldan bílskúr."
Vera má vel að íslendingar vilja þetta
allt. En spumingin er ekki sú, heldur
hvers þörfnumst við og hvað getum við?
Unga fólkið, sem lífeyrissjóðirnir segja
að eigi ekki að taka lán, er ekki að biðja
um einbýlishús eða tveggja hæða
raðhús. Það er ekki að biðja um að fá
neitt gefins. Það er ekki að biðja um
kastala sem arkitektar byggja sem
minnismerki um sjálfa sig, og stendur
óbiflegur næstu 1100 ár. Það biður ekki
einu sinni um að eignast íbúð, enda
óframkvæmanlegt eins og sakir standa.
Það þarf aðeins þak yfir höfuðið og
sæmilegt heimilisöryggi. Núna er því
aðeins vísað út á óstöðugan leigumarkað
þar sem farið er að leigja út íbúðir aðeins
í nokkra mánuði í senn.
Kannski var einfaldara að setja
frjálslega fóstureyðingalöggjöf en skyn-
samlega og nýtilega stefnu í húsnæðis-
málum?