Tíminn - 12.09.1982, Blaðsíða 10
SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982.
ÍO Mtmum
Sumarleiksýningin mikla:
+10% + 2,9% + 10% + 2% =
■ Gftir að hafa allt frá sumarmálum og
fram undir sláturtíð fylgst með flestum
höfuðspekingum þjóðarinnar glíma við
sama dæmið án þess að komast - að því
er virðist - að nokkurri ákveðinni
niðurstöðu,hefur sú spurning vaknað í
huga mínum hvort við íslendingar
eigum ekki allt að því heimsmet í þeirri
list: „að gera einfalda hluti flókna.“
Sjálfri sýnist mér dæmið líta þannig út
í hnotskurn - með töluverðri einföldun
að vfsu: + 10% (kauphækkun ) +2,9%
(sem ASÍ bauðst til að skila aftur) +
10% (kauprán - sem Þjóðviljinn að vísu
enn segir 7,5%, en við sjáum hvað setur
1. des) + 2% (kauphækkun 1. jan.) =
+ 2% kauphækkun + 13% gengisfelling.
Með hækkandi sól í vor og fram eftir
sumri var vart um annað meira ritað og
rætt í fjölmiðlum jafnt sem manna á
milli, en „SAMNINGAVIÐRÆÐ-
URNAR“. Harðsnúnustu víkingar í
röðum verkalýðsrekenda sátu þá vikum
saman á maraþonfundum og allt upp í
72ja manna nefndir víðs vegar að af
landinu voru kallaðar saman til þinga í
Reykjavík. Allt snérist þá um blessaðan
„kaupmáttinn" að ógleymdu eilífðar-
málinu „kjarabótum til hinna lægst
launuðu".
Hinum megin samningaborðsins sátu
svo fulltrúar „atvinnuauðvaldsins", sem
samir við sig hömruðu á því af alkunnri
illmennsku, að „ekki væri ráðrúm til
neinna kauphækkana*1, nema síður væri.
Báðir aðilar ákölluðu síðan ríkisvaldið
sér til hjálpar, þótt þeir í hinu orðinu
lýstu yfir, að það ætti ekki sífellt að
blanda • sér í „frjálsa samninga
vinnumarkaðarins". Ráðherrunum rann
þó blóðið til skyldunnar. Steingrímur
tók að vísu undir það að „ekkert væri til
skiptanna“, en Svavar taldi ekki
áformsmál að „hækka bæri laun þeirra
lægst launuðu" sem þó alltaf þegar að er
leitað reynast vera allt upp undir 90%
af launþegum landsins, sem hafa skjal
(kjarasamning) upp á það að þeir lifi við
sultarlaun.
„Mikil Ieiksýning“
í verkalýðs - og menningarmálgagn-
inu Þjóðviljanum birtist fyrir skömmu
snilldar „leikdómur" eftir einn „aðalleik-
arann“ úr hópi byggingarmanna, sem
mikið koma við sögu í fyrrnefndu dæmi.
Leiknum lýsir hann með þessum orðum:
„Frá mínu sjónarhorni var þetta mikil
leiksýning. Eins og May Fair Lady, eða
Ofvitinn, en aldrei eins og Dans á
rósum. Þessi leiksýning heitir Samning-
arnir. Sýningin fer fram í Karphúsinu
frá morgni til kvölds og stundum
sólarhringum saman án hvíldar. Non
stop eins og það heitir í klámiðnaðin-
um“.
Að sögn þessa „aðalleikara“ höfðu
flestir gert sér grein fyrir því „að
samkomulag yrði um svokallaðan
núllsamning", sem hann kveður í
stórum dráttum hafa byggst á 4%
kauphækkun.
„Atvinnurekendaauðvald-
ið“ á móti „núllsamningi“
Um miðjan maí var markið sem sagt
ekki sett hærra. Enda þau undur og
stórmerki farin að gerast m.a.s. helstu
víkingamir í hópi „verkalýðsrekenda"
voru famir að viðurkenna þá gömlu
„lummu“ „atvinnurekendaauðvaldsins"
að fyrirtækin í landinu þyldu ekki
launahækkanir. Það sem samið væri um
yrði vísast allt tekið aftur. Ekki kom
þetta svo sem til af góðu, heldur hafði
nú „vanþakklát alþýðan" víðast um land
neitað að láta „verkalýðsrekendur"
teyma sig út í vonlaus verkföll, utan
hvað sumir voru til í að fá svo sem 1 -
2ja daga aukafrí þessa sólríku vordaga.
Já, „svo bregðast krossré sem önnur
tré“. „Atvinnurekendaauðvaldið" - líka
aldrei þessu vant - var hins vegar
grjóthart á móti því að skrifa undir
„núllsamning", (Hefur þeim kannski
þótt ríkisstjórnin sleppa of „billega"
með slíka lausn?)
Hinir hugprúðu riddarar
koma til hjálpar
En sjaldan er öll von úti. Geysast nú
ekki fram á orustuvöllinn - með
höfðinglegri aðstoð „strákanna í
Garðastrætinu“ - hinir hugprúðu
riddarar BYGGINGARMENN. Fóm
nú hjólin heldur betur að snúast, sem
endaði með margfrægum samningi
þeirra byggingarmanna um miðjan júní
og í kjölfar þeirra nýjum samningum
fyrir hina „vanþakklátu alþýðu", litlu
síðar.
Ekki var þetta þó sársaukalaust. „Ó
heilagur Frans ,skilur þú þetta“,
andvarpar „aðalleikarinn" í Þjóðvilja-
leikdómnum yfir því vanþakklæti að í
stað þess að þeim byggingarmönnum
væri þakkað liðsinnið, dundu á þeim
„sprengju" skammirnar.
Frá hans bæjardyram leit málið
þannig út: „Félagi minn einn sagði við
mig að þetta samkomulag (byggingar-
manna) kæmi ekki í veg fyrir neina
samninga. Það kemur aðeins í veg fyrir
að hægt sé að gera lélegra samkomulag.
Og sú varð raunin“.
Hver fékk mest?
Og áfram heldur „leikarinn": „Og þá
er það finale. Hver fékk mest?
Byggingarmenn auðvitað, þeir fengu
10% við undirskrift, segja vísir menn,
en ASÍ fengu 7-8%. Þó að þeir sömu
vísu menn segi að félagsmenn
Verkamannasambandsins hafi fengið
11,95% hækkun þá er það ekki haft í
hávegum, þá skemmast leiktjöldin".
Varla er „leikarinn“ að ýkja kauphækk-
unartölumar, sem sýnist um 10% ef við
förum milliveginn. Til viðbótar eiga
menn svo að fá 2% þann 1. janúar (nema
auðvitað byggingarmenn), aukdrjúgra
starfsaldurshækkana, og ýmissa „smá-
bita“ hér og þar.
Eftir „atvinnurekendaauðvaldinu" -
sem harðneitað hafi að fallast á
„núllsamning" - var nú haft í fjölmiðlum
að þetta „væra góðir samningar miðað
við aðstæður“.
Gerðust nú flestir glaðir. „Alþýðan“
flykkist til sólarstranda út á kauphækk-
unina, metsala varð í nýjum bílum,
frystikistum, litasjónvörpum, (jafnvel
eldavélum ef ■ annað var uppselt f bili),
að ógleymdum hljómflutningstækjum til
að spila undir hið mikla „kameval“. Yfir
blöðin rigndi fréttatilkynningum um
opnun nýrra veisluhúsa og tískubúða,
því skrautbúast vildi þjóðin á hátíðinni.
„Allir vora að gera það gott“, ja nema
vesalings krónan okkar sem hefur nú
orðið að minnka um 13%. (Já, 13%, er
það ekki einmitt svipuð prósenta og
fékkst með hinum nýju „góðu
samningum“).
„Afturgöngurnar“
En dokum nú aftur við. Koma þessar
tölur 10% og 2% mönnum ekki enn
kunnuglega fyrir sjónir, „afturgengnar"
á sfðum dagblaðanna nýlega, en nú í
formi umræðna um brýnar efnahagsað-
gerðir, sem: Þjóðhagsstofnun, Seðla-
banki, þingflokkar, ráðherranefnd,
efnahagsneftid, og ríkisstjóm auk hers
annarra „sérfræðinga" (að ógleymdu
verkalýðsráði Allaballa) hafa setið
vikum saman - rúmhelga daga sem
helga - við að reikna út, semja um
skýrslur, spár, áætlanir, tillögur og nú
síðast bráðabirgðalög.
Allur komst þessi her að þeirri
niðurstöðu tveim mánuðum eftir hina
„góðu samninga“ - að þjóðin stefndi
beinustu leið til glötunar vegna:
Atvinnuleysis, óðaverðbólgu, erlendrar
skuldasöfnunar, gífurlegs viðskiptahalla
og jafnvel gjaldþrota verði ekki þessum
2% (raunar 2,9%) + 10% skilað aftur
með „góðu“. Sýnu mestur hefur
sannfæringarkrafturinn þó verið hjá
Heiður Helgadóttir, €1
blaðamaður skrifar jáw \ i ■ fls
Svavari. Er raunar mikil spurning hvort
íhaldið á eftir að fyrirgefa honum í bráð
þá fádæma ósvífni að ætla sér að hrifsa
yfir til Allaballa hinu áratugalanga
baráttumáli íhaldsins - „kaupráninu".
Hver var tilgangurinn með
„sumarleiksýningunni“?
Er því nema von að áhorfendur
þessarar „sumarleiksýningar“ - + 10%
+ 2,9% - 10% + 2% = + 2% (+
gengisfelling) - spyrji: Var tilgangurinn
kannski allan tímann einungis sá að gera
einfalda hluti flókna? Ef ekki, hver var
hann þá?
Allir: „Verkalýðsrekendur",
„atvinnurekendaauðvaldið“, ríkis-
stjómin og sérfræðingaher margra
stofnana vora sammála um strax í maí
að ógerlegt væri að semja um nokkrar
kauphækkanir. Samt var þessi mikla
„sumarieiksýning“ sett á svið með
æmum tilkostnaði, löngum vökum,
ógrynni af skýrslugerðum, maraþon-
fundum, brotum á lögum um vinnu-
vemd, gífurlegum útreikningum að
ógleymdum stórorðum yfirlýsingum þar
sem bestu vinir kölluðu hverjir aðra -
opinberlega - svikara, loddara og þaðan
af verri nöfnum.
Ef byggingarmennirnir
hefðu bara byggt fleiri hús?
Gaman væri að fá því svarað hvar við
stæðum nú ef: Ásmundur hefði í staðinn
sólað sig við Svartahafið? Steingrímur
skroppið á skíði? Jakinn farið fyrr til
Luxemborgar? Björn bragðið sér í lax?
Þjóðhagsstofnun fundið auknu fram-
leiðnina fyrir Svavar? Gunnar fengið
frið til að semja n ýja stjómarskrá?
Þorsteinn og hinir strákamir í Garða-
strætinu notað tímann til að græða
svolítið meira og stofna ný atvinnufyr-
irtæki? Og að endingu ef byggingar-
menn hefðu bara hamast við að byggja
fleiri hús?
Svar við þessum spumingum væri vel
þegið, þ.e.a.s. ef einhver hefði stund
aflögu til að reikna þetta dæmi út.
- HEI