Tíminn - 12.09.1982, Qupperneq 16

Tíminn - 12.09.1982, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982. SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982. 17 „Hugði ég um skeið ókleift framhald þessa fyrirtækis” „Getnaðar dagur er flestum lífverum áskapaður" Jakob Hálfdánarson vildi lengi miða stofndag K.Þ. við Grenjaðarstaðafundinn ■ Andrés Krístjánsson. ■ Vegna útgáfu sjálfsævisögu Jakobs Hálfdánarsonar vöknuðu að nýju upp spumingar um það hvort heldur xtti aö miða stofndag Kaupfélags Þingeyinga við Grenjaðarstaðarfundinn, þann 26. september 1881, eða Þverárfundinn, 20. febrúar 1882. Til þess að gefa lesendum sem gleggsta mynd af málinu birtum við hér það sem Jakob hefur um málið að segja í ævisögu sinni og einnig álit Andrésar Kristjánssonar rítstjóra, sem manna kunnastur er þessum hlutum. Jakob segir á þessa leið: „Þegar ég nú þannig rifja þetta allt upp, eftir því sem mér er Ijóst í minni, kemur mér svo fyrir sem Kaupfélag Þingeyinga væri öndverðlega á þessu ári getið og þó í rauninni jafnvel fyrri, svona „í pukri cins og allir“. Og þegar haust þetta var komið, gat eigi lengur dulist, að almenningur (margir menn réttara), var þungaður þessu fóstri, og að fylling tímans var komin. Ég réðst því að boða til almenns frjáls fundar að Grenjaðar- stað hinn 26. september þetta áminnsta haust 1881. Þangað sóttu nokkuð margir úr þessum næstu sveitum. Eins og ég hafði hugsað mér á undan þessum fundi, bar ég upp beinagrind af félagsskipulagi, - einkum og sér í lagi, að með smáum og mörgum actíum væri gengið að því að koma upp húsi og nauðsynlegustu áhöldum hér á Húsavík og ráða síðan mann til að annast um alla pöntun og framkvæmdir félagsins. Actí- an eða félagshluturinn stakk ég upp á, að væri sem svaraði einu gemlingsverði, nefnil. kr. 10,00 og að þessar kr. 10,00 eða einn hlutur gæfi rétt til þess að panta vörur upp á kr. 100,00 til geymslu og afhendingar í húsinu. Með svona lágum hlut fannst mér varla neinn búandi maður geta útilokast vegna fátæktar. Með því nú að engin rödd á þessum fundi kom fram, sem andmælti í nokkru verulega stofnun félagsins, hvað ekki var að undra úr því faktor Þórður Guðjohnsen vildi ekki sinna ávarpi mínu um að vera þar með okkur til ráðagjörða, þá var þegar farið að safna hlutaloforðum. Urðu það alls 32 menn, sem á þeim fundi gengu í félagið með samtals 49 hlutum, 490 krónur í loforðum. Af fundarmönnum voru fyrir hverja sveit kvaddir menn til þess að kalla saman fundi, og skyldi kjósa þar menn til sameinaðs fundar um veturinn, búa þar undir pöntun og koma með peninga til þess að senda fyrirfram. í sambandi við þetta var stungið upp á deildaskiptum, því ég hafði hugsað þá þegar aðalskipulag félagsins, en frum- varp til laga skyldi koma til hins ráðgjörða vetrarfundar, sem ég tók að mér að sjá um og að boða til fundarins. Ennfremur skyldu þá vera til prentuð hlutabréf. Hér var þvi Kaupfélagið þennan dag stofnað, - 26. september er þess afmælisdagur að áliti mínu og að líkindum allra þeirra, er á fundinum voru. Þó seinna hafi komið fram sú hugmynd, að félagið hefði ekki verið stofnað fyrr en á fundinum, sem þarna var ráðgerður og haldinn 20. febrúar um veturinn, eins og skýrt verður seinna frá, þá hygg ég það koma af ókunnugleika þeirra, sem seinna komu í félagið og svo því, að gjörðabók félagsins byrjar með þeim fundi.“ í framhaldi af ofansögðu, sem Jakob ' sjálfur segir um stofndag K.Þ. leituðum við til Andrésar Kristjánssonar, rit- stjóra, sem nú vinnur að ritun sögu K.Þ. og spurðum hann álits á málinu: Hvorki stjórn kjörin né lagafrumvörp lögð fram. „Svo var með Grenjaðarstaðarfund- inn að þar voru ekki samþykkt nein lagafrumvörp og þau ekki einu sinni lögð fram,“ sagði Andrés. „Þá var heldur engin stjórn kjörin, en helstu ákvarðanir fundarins voru þessar: Stofnað skyldi félag til verslunarum- bóta. Þátttökugjald skyldi vera 10 krónur, þ.e. stofnhlutir, sem óafturkræft og arðlaust framlag. Leitað skyldi eftir þátttöku í félaginu í öllum hreppum verslunarsvæðis Húsa- víkur. Láta prenta hlutabréf svokölluð, þ.e. fyrir áðumefndum 10 krónum. Að haldinn skyldi annar fundur í febrúar næsta ár, til þess að ganga frá félagsstofnuninni. Var Jakob Hálfdánarsyni falið að boða til þess fundar og undirbúa hann. Þessar voru einu samþykktir fundar- ins, auk þess sem samþykkt var að afla félaginu lóða á Húsavík. En þegar kom að því að afla lóðanna var ekki hægt að ganga frá því í nafni félagsins, því það var lögformlega ekki til. Því var það gert með því að nota nafn Jakobs sjálfs,“ sagði Andrés Kristjánsson. „Jakob Hálfdánarson hélt því oft fram á næstu tveimur áratugunum að Grenj- aðarstaðarfundinn bæri að telja stofn- fund Kaupfélags Þingeyinga, en aðrir forystumenn félagsins vildu ekki á það fallast og töldu einsætt að það væri Þverárfundurinn, þar sem gengið var frá skipulagslögum, félagið formlega stofn- að óg kjörin stjórn. Réttara væri að líta á Grenjaðarstaðarfundinn sem getnað- 'ardag, en Þverárfundinn fæðingardag. Liggur þetta nú að sjálfsögðu í augum uppi nú í skilningi nútímans. Jakob Hálfdánarson féllst líka síðar á þetta sjónarmið. í bréfi dags. 20. febrúar 1902 til Péturs á Gautlöndum, sem þá var orðinn formaður félagsins, segir 20 ára: „Ég er nú ekki orðinn eins stífur á því að einungis sé um 20. september að tala sem afmælisdag K.Þ. Því var skotið að mér að getnaðardagur væri flestum lífverum áskapaður. Þetta getur auðvitað verið álitamál en ætti að slást fast. Báðir dagarnir eru mér nokkurn veginn jafn minnisstæðir." Þetta er nú það sem um þetta er að segja,“ sagði Andrés, „og leikur ekki vafi á því lengur að líta ber á 20. febrúar 1882 sem stofndag.“ - AM ■ Við verslun J.Á. Jakobssonar á Húsavík um aldarmót. Helgar-Tíminn birtir kafla úr minningum brautryðjandans að stofnun K.Þ. Jakobs Hálfdánarsonar, en þær koma út hjá Isafold innan skamms. ■ Bókaútgáfa ísafoldar mun innan skamms senda frá sér sjálfsævisögu hins merka brautryðjanda og forvígismanns að stofnun Kaupfélags Þingeyinga, Jakobs Hálfdanarsonar, ásamt ágripi hans af sögu kaupfélagsins fyrstu 10 árin, 1881-1891. Einar Laxness sér um útgáfuna. Útgefandinn hefur góðfúslega léð okkur til birtingar kalla og myndir úr þessu forvitnilega ritverki Jakobs. Þegar að því kom að velja kaflann var nokkur vandi á höndum, en bæði sjálfsævisagan og ágripið hafa að geyma einstæðar frásagnir úr lífsreynslusögu Jakobs. Varð það úr að við völdum okkur þann kafla úr ágripinu, þar sem Jakob segir frá mæðusömum dögum kvíða, strits og vonbrigða, sem fylgdu fyrstu vörusendingunum til hins unga kaupfélags. „Þá er tími til að víkja að því, að jafnskjótt og ég fór að hafa bækistöðu mfna hér ytra vorið 1882, keypti ég borgarabréf, en það dró mig til þess, að mér hafði reynst svo hin undanförnu ár meðan ég pantaði fyrir sveitunga mína, að ekki væri gott að ætla nákvæmlega á magn hinnar pöntuðu vöru, og að einatt yrði þó heldur að hleypa framyfir, þegar pöntunin væri send, með því líka að margir báðu þá svo ákaft um vöruna, er hún var komin með því óheyrt góða verði. Nú var auðséð, að þetta yrði að vera í stærra stíl, er svo mikið kæmi saman. Þar á ofan var ég mjög eggjaður af kunningjunum að hafa sölu á nokkru af varningi meðfram hinu. Var það einkum Jón dbrm. á Gautlöndum, sem oft og einatt hvatti mig til þess og kvað ekki um annað gjöra fyrir mig til að lifa, því á hinu starfinu yrði aldrei lífvænt. Það var svo, hvað sem þessu seinasta leið, hins vegar frá upphafi aldrei vafa bundið fyrir mér að kaupa borgarabréf, - það framkvæmdi ég því í júní 1882, og varð ég samkvæmt lögum að telja mig upp frá því til heimilis á Húsavík, þótt fólk mitt og bú væri enn á Grímsstöðum við Mývatn.“ Flóinn augalaus af hafís „Það bryddi snemma á því sem verða vildi með árferðið þetta eftirminnilega sumar og þar af leiðandi útlitið fyrir þessu nýja, óheyrða fyrirtæki. ís, einn hinn mesti, lagðist að Norðurlandi og suður með Austurlandi. Það varð eitt hið fyrsta, sem ég fékk að vita um afdrif pantananna, sem ég sent hafði um veturinn, að húsviðirnir, sem ég, svo sem gefur að skilja, þráði mest af öllu, voru sökum íssins settir upp á Seyðisfirði og seldir, - og hlaut mér þar með að hverfa öll von um að hafa nokkurt teljandi skýli það ár hér á Húsavík. Éins og venjulega gengur í tsárum var endur og sinnum íslítið innfjarða annað slagið, - var því einatt vafi á því, hvort eigi gætu skip komið, er síst varði. Fyrir því var tæplega nokkurn tíma vogandi fyrir mig að hverfa héðan frá lengur eða skemur. Þó má mér vera það minnis- stætt, að um mánaðamótin júní og júli og frameftir júlí var ég að búi mínu á Grímsstöðum, var þá ís að lóna frá og nú von á vöru með skipi frá Slimon, mig minnir 22. júlí. Nokkrum dögum áður fór ég því af stað hér úteftir í góðri von um, að nú mundi siglingin heppnast og ég fá vörurnar. En viti menn, þá er ég kom á Mývatnsöldu af Mývatnssandi og sá út á flóann, var hann augalaus af hafís, og er mér sú stund í minni. Er ég hafði svo verið hér nokkuð ytra og þótti allri von Iokið, fór ég upp að Grímsstöðum og þaðan sneri ég aftur bráðlega á leið til Akureyrar. Minnir mig, að ég ætlaði að hitta einhverja, er ég frétti þar til, þá er væru í sambandi við Slimon. En þegar ég hafði verið farinn burtu, kom skip Slimons með hinar pöntuðu vörur hér inn í norðan hríð og ísreki. Heimtaði þá skipstjóri, sem vonlegt var, að fá mig til viðtals. Faktor Þórður Guðjohnsen réðist því í að senda mann upp í Grímsstaði, og sendimaður þaðan náði mér á Amdísar- stöðum á hinni umgetnu Akureyrarferð, og réði ég þá af að snúa til Húsavíkur, sem enn var árangurslaust, því skipið hafði litla viðdvöl haft, uppskipun þótti ómöguleg fyrir óveðri, ís og enginn að taka á móti. Litlu síðar sendu sömu skipverjar aftur til mín frá Eyjafirði og vildu fá mig þangað til viðtals. Þó vonlítið væri, og að ætlan minni líka þýðingarlítið að ná fundi þeirra, hóf ég samt af nýju ferð áliðnu dags og tók með mér Gunnar Gunnlaugsson, sem þá bjó í Saltvík, - þetta var í ágústmánuði, - og riðum við fram að. Núpum. Var þá norðan snjókoma og hvítt yfir allt. Ætlaði ég að fá með mér bóndann þar, Sigurgeir, og ríða inn yfir Gönguskarð um nóttina, en þetta aftók hann, bæði sökum kringum- stæða sinna og veðurs, jafnvel ófærðar á skarðinu. Varð ég því frá að hverfa - og hér heim að hinni áður umræddu kompu, hvar ég hafði nú um skeið haft rúm mitt. Varð mér sú nótt til enda svo óskemmtileg, að ég lét hana verða þá seinustu og fékk mér þá rúm í Braut hjá Þorláki Guðnasyni, sem þar bjó þá með móður sinni, og fór nokkrum árum þar á eftir til Ameríku." Þetta hörmunga sumar „Það kom fyrir um þessar mundir, að norskt timburskip að nafni „Fram“ fannst í ísnum hér norðanvið nesið austanvið Máná. Mennirnir, sem á skipinu höfðu verið, fóru upp í Núpasveit og komu svo til skipsins landveg. Öllu var bjargað úr því upp á svonefnda Knarrarbrekku, en skipið losnaði síðan og rak austur að Lóninu í Kelduhverfi. Nú lifnuðu nýjar vonir fýrir mér um að ná í húsviði, enda lét ég mig eigi vanta, er á söluþing kom, - og jafnvel þó margir yrðu um krás þessa, þá náði ég kaupum á nokkru og fór nokkurn veginn ánægður af þeim fundi, en þó var nú ósopið kálið, nefnilega að ná viðunum hingað og átti nú ekki að sleppa tækifærum. En það leið ekki langt um, að ítrekaðar ónýtistilraunir og skýringar kunnugra manna færðu mér heim sanninn um, að eigi væri gagns að vænta samsumars af þessu kaupi. A öðru vori eða öndverðu sumri mundi það helst nást, - rættist það og greinilega. Nokkuð af hinum pöntuðu vörum voru með lausakaupmanni Predbjörn, - til hans fréttist, minnir mig, norður við Langanes og lá hann þar allt fram í september. Póstskip gufuskipafélagsins danska hafði og innbyrðis nokkuð af hinu pantaða, og gekk á sömu leið með það, - nema hvað kaupmaður Bakke, sem með því skipi hafði komið til Auturlands og landveg þaðan hingað, lýsti iðulega fyrir mér hve illa vörurnar hefðu verið komnar og færu í skipinu, - sem náttúrlega var nú að mestu lygi, - enda þóttist ég finna þann dám af sögum hans. Þannig útleið þetta hörmunga sumar, sem að öllu mun verða talið það bágasta af þeim, sem af eru (1896) seinasta fjórðungi, já helmingi aldarinn- ar. Það var litlu fyrir réttir, að af þessum fjórum skipum, sem færa skyldu mér vörurnar til Kaupfélags Þingeyinga, kom „Providence", skip Predbjörns hins bornhólmska fyrst. Trjáviðarskipið, sem sagt, kom aldrei, og rétt í byrjun réttanna komu hin bæði, - fjárkaupa- menn Slimoins með öðru og varð ég jafnharðan að fara með þeim á markaði, en fela öðrum að koma vörunni á meðan í land, -þó ekkert yrði nú við hana gjört annað en dunka henni saman í ískjallaratóft þá, sem áður um getur, hér framan í bakkanum. Hafði ég áður með ýmsum hætti tínt saman spýtnarusl og klöngrað yfir moldargryfju þessa, strengt þar yfir tjargaða segldúka og myndað þannig hið fyrsta vörugeymslu- hús Kaupfélags Þingeyinga,-við hliðina á krambúðinni, kompunni, sem oft er á minnst. Eftir að sauðamarkaðir voru nú afstaðnir og ég hafði „skilið sáttur að kalla" við kaupmennina að Úlfsbæ, því nú var öllu beint til útskipunar á Akureyri, þá varð ég að hverfa hingað sem skyndilegast á þessar frábærlega útlítandi verslunarstöðvar mínar og hófust þegar í krafti hinar fyrstu lestir Kaupfélagsins. Þá hafði og komið á meðan ég var á mörkuðunum strandferðaskipið með allar vörumar, er ég pantaði frá Kaupmannahöfn um veturinn; einnig hinn fyrsti uppskipunarbátur, er Kaup- félagið eignaðist, keyptur af Thomsen kaupmanni fyrirkr. 400,00(7),-og kom hann nú í góðar þarfir; því víst var nú eigi orðið til annarra að hverfa með hjálpsemi í þeim efnum." Skuldabandið eitt dugði ekki lengur „Að athuguðu því, sem að framan er sagt um gengi mitt fyrir hönd Kaupfé- lagsins þetta fyrsta sumar þess, er þess til getandi, að það hafi orðið mér í meira lagi tilfinnanlegt, og þeim, sem ráðist höfðu í þetta nýja fyrirtæki, sýnst óvænt um áframhaldið, - svo að fyllstu líkur væm til, að jafnvel meirihluti þeirra hættu að búast við nokkmm hinum pöntuðu vömm, og snem heldur til hinna gömlu viðskiptamanna sinna með verslun sína. En það var hvoru tveggja, að sauðamarkaðurinn, sem var og varð að vera í svo nánu sambandi við þetta, svo og fengin vitneskja um óvanalega góð kaup á hinni væntanlegu vöm, og þar hjá einatt nokkum veginn vissa, að hún mundi þó um síðir koma, - hafði allt gott viðhaldsmeðal, enda man ég ekki, að nokkur þeirra mörgu, sem þegar haustinu áður (26. sept.), og svo í janúar um veturinn, höfðu gengið í félagið, hvirfu frá, allan þennan langa biðtíma. Og þykir mér vert að taka upp skrá yfir nöfn þessara manna, er allir mega nefnast fmmstofnendur Kaupfé- lags Þingeyinga, og að því er ég best veit, allra landsins kaupfélaga, - það er að skilja, að þau hafa vaknað upp að þessu uppbyrjuðu. Skrá þessa set ég á hin aftari blöð í bók þessari. Af ýmsum tildrögum að stofnun Kaupfélagsins mætti, án efa, fleira til tína, eða einkum það, sem festi menn svo alvarlega við þessa annars viðsjáls- verðu glæfraför mína, að menn voru hvergi hvarflandi, svo að ég yrði var við. Eitt þar að lútandi atvik hefur Benedikt Jónsson á Auðum nýlega skýrt fyrir mér. Það var á árunum kringum 1880, að verslunarskuldir bænda vom ákaflega stignar, bæði hér við Húsavíkurverslun og víðar. Höfðu þær ákaflega aukist á þeim áratug, enda höfðu minni tilraunir nú verið gjörðar en áður til þess að fá „bætta prísa“ með samtökum. Nú þótti öllum hyggnum mönnum komið í geigvænlegt horf og hófu sín á milli samtök um að reyna með aðstoð kaupmanna að laga þetta ástand, og skyldi reyna það með svofelldum hætti: Allar hinar áföllnu skuldir skyldu nú teknar sér til bókfærslu og gjörður bindandi samningur um skilvísa greiðslu á þeim á fleiri árum og jafnvel vöxtu, - en nýjum reikning skyldi með vakandi athygli halda skuldlausum gegnum þykkt og þunnt. Áttu, ætla ég, að koma gegn því einhver hlunnindi, máske þær svonefndu „prósentur“, eins og nú er orðin nokkurra ára venja við verslun Örum & Wulff hér á staðnum. Til þess að flytja þetta erindi fyrir verslunarstjóra hér og svo yfirstjórann, sem hér var þá líka, hr. ívarsen, voru kosnir færustu menn, svo sem sr. Benedikt Kristjánsson í Múla, Jón hreppstjóri á Þverá o.fl.,-og munu hafa vænt eftir Ijúfum viðtökum í svo vel hugsuðu málefni fyrir báða málsparta. En þetta fór á annan veg. Kaupmenn vildu ekki sjá eða heyra neitt um þetta, og urðu hinir frá að hverfa og allt að setjast í sama farinu og áður. Er þá auðskilið, að tryggðaband við verslun- ina hefur trosnað svo, að skuldabandið eitt dugði ekki lengur til hlítar, - að margur var svo skapi farinn að hverfa ekki frá hinni nýju aðferð fyrri en í fulla hnefana, - og skal nú víkja á ný að aðalefninu." Sváfu þá allir þeir „Stórgerð og sýnileg starfsemi Kaup- félags Þingeyinga byrjaði því þetta haust 1882, eins og skýrt er frá áður, en það var eftirminnilega erfiður tími yfir heila tekið hjá almenningi sökum mislinganna og ótíðarinnar um sumarið. Annir manna svo ókljúfandi, þar sem aðflutn- ingar sveitamanna voru nú, um „göng- ur“, fjallskil, allir til baka. Það leit því í allra versta lagi út fyrir mér með að fá þá aðstoð við afhending og umsjón á vörunum, sem ég þurfti. Út úr vandræðum tók ég fyrst dóttur mína, Guðrúnu, mér til aðstoðar um rúma viku. Þá fékk ég Þorstein Oddsson og var hann 3-4 vikur. Þar næst eða jafnframt kom til mín Friðrik Guð- mundsson frá Grímsstöðum á Fjöllum og Jón Björnsson frá Hrauney, og voru þeir báðir hjá mér, svo lengi sem ég þurfti. En svo var annríkt fyrir mér um skeið, að ég var oft matarlaus meginpart dagsins og varð stundum að rífa í mig brauð og sykur, er fyrir hendi var, - hafði yfirhöfuð nokkrar vikur ekkert reglulegt matarhæfi, og ekki gat ég aðstaðið að láta þessa föstu menn vaka, - heldur varð ég að kaupa ýmsa ferðamenn til þess á stundum, máske miður trúa. Reyndi ég það þannig einu sinni, að ég fór um miðja nótt úr rúmi mínu, er var suður í „Braut“, og hingað úteftir til þess að vita um þá; sváfu þá allir þeir, sem áttu að vaka. Ég hitti nýkominn ferðamann og bað hann sjá til hvað trúir mínir leiguþjónar væru. Bar ég lítið eitt burtu og faldi og . fór síðan frá þeim sofandi. En er þeir gengu eftir kaupinu daginn eftir, og höfðu harðlega mótmælt því, er ég bar þeim á brýn, þá hafði ég mitt vitni, þ.e. manninn, sem horfði á mig um nóttina við það að tína burtu, við logandi Ijós, sem náttúrlega lifði yfir vökumönunum, þetta dót, sem ég faldi, og sýndi þeim hvar það var falið; og gat vitnið sagt það hafa verið gjört að sér ásjáanda. Þeir hættu að þræta og urðu af kaupinu. Ég var ekki dulur á þessu atviki, því ég áleit ekki óhollt, að kunnugt væri, að ekki væri ugglaust að treysta svefni mínum; vildi það oftar til, að ég brá mér út um nótt og lét menn sjá mig, er þá síst varði. Þegar fram á haustið kom og hin harðasta hviða var útrunnin, var ég rétt að kalla uppgefinn bæði á sál og líkama. Hugði um skeið ókleift framhald þessa fyrirtækis fyrir alls konar óreiðu, sem komin væri á allt í þeim gauragangi. Flutti ég mig þá upp að Grímsstöðum með bækurnar, en fékk til þess Einar á Borgarhóli, gætinn og áreiðanlegan mann, að gegna eitthverju litlu aðkalli, eftir gefnum fyrirmælum mínum og ávísunum." „Las oft um félagsskap og fannst hann vera almáttugur" Sitthvað um Jakob Hálfdánarson | ■ Hver var Jakob Hálfdanarson? I Mörgum er hann svo vel kunnugur að þessi spurning kann að virðast út í hött og það einkum þar sem ævisaga hans er að hluta svo samofin upphafsárum Kaupfélags Þingeyinga, að þar verður vart í milli greint. Þess vegna ætlum við »hér að stikla á ýmsum æviatriðum Jakobs, þar til hann gerist kaupstjóri, en kaupsjóratímabilið í ævi hans hefur verið það ítarlega rifjað upp nýlega a ekki sýnist fengur að því að reyna að þjappa þeirri frásögn saman hér. Kaflinn sem hann sjálfur ritaði um baráttu sína þar og birtur er hér, verður látinn nægja. Jakob Háldanarson var fæddur þann 5. febrúar 1836 í Brenniási á Fljótsdals- héraði í Þingeyjarsýslu. Var hann snemma bókhneigður og námfús og * varð það til þess að þrátt fyrir efnaleysi foreldra þótti sjálfsagt að koma honum til mennta. Byrjaði hannáundirbúnings- námi fyrir latínuskólanám, en ákvað 13 ára gamall að hætta náminu og gerast bóndi. Hann gat ekki hugsað sér að skiljast við blessaðar kindumar sínar, en hann varð allra manna snjallastur í að skoða kindur og sjá út gæði þeirra, holdafar og ullarvöxt. En þótt skólalærdómurinn færi út um þúfur, þá vantaði samt ekki mennta- áhugann og Jakob segist hafa mikið lesið um félagsskap og fannst félagsskapur almáttugur. Þegar hann var 17 ára fékk hann föður sinn og ýmsa gilda bændur til að gangast undir það. Félagið leið þó undir lok í harðindunum 1859, en margir játuðu að hafa séð árangur af tilraun- inni. Enn stofnaði hann til lestrarfélags í Bárðardal og lærði til smíða hjá Jóni Jóakimssyni á Þverá. Á Grímsstöðum Faðir Jakobs var leiguliði á jörð sinni og átti í útistöðum við umboðsmanna þjóðjarðarinnar Breiðumýrar og upp úr þeim deilum spratt með unga manninum vaxandi gremja til óbilgjamra landsdrott na því taldi hann síst úr föður sínum að leita eftir því að fá jörðina Grímsstaði við Mývatn til ábúðar, þegar það bauðst, og varð úr að hann flutti með foreldrum sínum þangað árið 1857. Segir Jakob að árið sem hann byrjaði að standa fyrir búi á Grímsstöðum hafi verið gott, en þegar árið 1858 skipti um til hins lakara. Drapst þá fjöldi fjár og hraktist. Studdi þetta meðal annars að voðalegum fjárfelli árið 1859. „Þá reyndi ég mest í fjármennsku," segir Jakob. Samt urðu ekki heyþrot á Grímsstöðum vegna stakrar ráðdeildar Jakobs Hálfdanar- sonar og hún átti síðar eftir að verða kaupfélaginu notadrjúg. En félagsmálaáhuginn náði ekki a slokkna í harðindunum og Jakob gekkst bæði fyrir stofnun sparisjóðs og lestrar- félags um þetta leyti. Drápu harðindin sparisjóðinn snemma, en lestrarfélagið hélt velli. Vorið 1959 kom konuefni Jakobs að Grímsstöðum, Petrea Pétursdóttir, Péturs bónda í Reykjahlíð og varð hann þar með mágur sveitarhöfðingjans Jóns á Gaulöndum. Ekki var þó kært með þeim mágum og mun Jakob hafa hatað Jón um hríð, þótt misklíðarefnið væri aðeins flutningur kirkjustaðarins frá Reykjahlíð að Skútustöðum. Þá var hjónabandið Jakob ekki til einskærrar gleði ef marka má æviminningar hans, en hann segir: „Þetta vor (1859) fór konuefni mitt að Grímsstöðum og árið eftir innþrömmuð- um við í þá h...hjónastétt; um það allt mætti skrifa langa en óskemmtilega „novelle.“ Ráðhagurinn var í einu orði of mjög af öðrum tilbúinn...." Faðir Jakobs byggði honum og konu hans jörðina Grímsstaði 1861. Stundaði Jakob búskapinn af mikilli reglusemi og hélt skýrslur yfir allt, smátt og stórt, dagbók, árbók og veðurbók. En aldrei féll honum vistin þar vel, enda var þetta aðeins „afbygging undir annarra yfirráð- um og enn verst að nú var sem fyrri enginn ábúðarréttur, aðeins byggt til 10 ára og vissi ég þetta ekki fyrr en ég var búinn að vera á Grfmsstöðum, sem gjörði enn á ný gremju, svo ég gat aldrei fest einbeittan hug að þesari bólfestu," segir Jakob. Um þetta leyti var mikill hugur í mönnum að flytja af landi brott og sú hugmynd hvarflaði alvarlega að Jakobi Hálfdanarsyni og beindist hugurinn fyrst og fremst til Brasilíu. Ýmis atvik urðu þess valdandi að ekki varð úr þessu, en hugmyndina ól Jakob þó með sér til 1867, stóð í bréfaskiptum og rak um skeið nokkurs konar upplýsingaskrif- stofu fyrir þá sem hugðu á það sama. Vegna félagsmálaáhuga síns öðlaðist Jakob mikla tiltrúa bænda í sýslunni og var annar tveggja Þingeyinga sem fóru til Þingvalla 1874 á þúsund ára hátíðina í nafni sýslunga sinna. Er frásögn hans af þessari ferð í ævisögunni öll hin eftirminnilegsta. Stóð hann þar augliti til auglits við sjálfa konungshátignina. En dýrt þótti bóndanum úr Mývatnsveit- inni að þurfa að borga 12 krónur fyrir eina veislumáltíð á Þingvöllum. Það slagaði upp í heilt sauðarverð. Er eftirminnileg frásögn hans af því er hann sat hátíðarborðhaldið: „Borðhaldið var fyrir 20-30 menn, 3 karlmenn þjónuðu fyrir borðum allir á hárrauðum kjólum. 10 sinnum var borið á borð og af og 3 réttir matar í hvert skipti. Salurinn glumdi af hljóðfæra- slætti og var nýtt lag byrjað í hvert sinn er á borð var borið,....“ segir hann m.a. og er augljóst að honum hefur fundist mikið um viðhöfnina. Verslunarmálin urðu Jakob snemma hugleikin, enda hafði faðir hans á æskuárum Jakobs haft forgöngu í félagsskap bænda, sem tók sig saman um að versla við þann kaupmann sem lægst verð bauð og buðu út viðskipti sín. Seinna hafði hann nána reynslu að viðskiptunum við Gránufélagið, sem bændur settu traust sitt á meðan það hjarði. Þessi kynni og reynsla hafa átt þátt í því að hann fer að grafa í stofnun kaupfélagsins, sem stðar nefndist svo, um 1880. Áður er minnst á það að Jakob undi illa vistinni á Grímsstöðum á margan hátt vegna erfiðra landdrottna og enn var honum heimtufrekja hjúanna mikið gremjuefni og fer hann um þau mál mörgum orðitm í ævisögu sinni. Eftir að kaupfélagið var komið á stofn tók að vonum að losna um hann við búið á Grímsstöðum og 1884 flytur hann þaðan ■ „Hann var hugsjónamaður í því að hann var reiðubúinn að fórna sér og hagsmunum sínum fyrir háleitt og gott málefni." Jakob Hálfdanarson á efri til Húsavíkur, þótt ekki sleppti hann Grímsstöðum með öllu fyrr en um aldamót. Kaupstjórinn Nokkru fyrir 1870 opnuðust leiðir fyrir bændur í Þingeyjar og Eyjafjarðar- sýslu til þess að selja sauðfé til Englands og höfðu þeir þar forgöngu Þorlákur O. Jóhnsen og Tryggvi Gunnarsson. Tókst fyrsta tilraunin 1866 óhönduglega, því skipið kom aldrei og þótt þeir kæmust úr landi í þeirri næstu, 1873, þá urðu nú brigður á um borgun. En þá kom til sögunnar enskur kaupmaður, Slimon að nafni, sem keypti af bændum sauði og hesta til útflutnings. Borgaði hann í reiðufé og var það nýnæmi, sem lauk m.a. upp augum manna betur en verið hafði á því að landsmenn gætu sjálfir haft verslun með höndum, án þess að hafa útlenda kaupmenn að millilið. Um þessi ár dregur til þess að farið er að undirbúa stofnun Kaupfélags Þingey- inga. Frumkvæði Jakobs þar og það hetjustarf sem hann vann fyrir félagið hefur skipað honum í öndvegissess í sögu Samvinnuhreyfingarinnar. Um hann hefur Þorsteinn Thorarensen, rithöfundursagt í sagnfræðiritum sínum: „Hann var hugsjónamaður í því að hann var reiðubúinn að fóma sér og hagsmunum sínum fyrir háleitt og gott málefni. Hverju viðfangsefni sem hann tók sér fyrir hendur fylgdi hann fast eftir með sívakandi áhuga. Hann gerði hlutina ekki með hangandi hendi, heldur með stöðugri vandvirkni og íhygli og athöfnum hans fylgdi óvenju- lega sterkt siðferðislegt þrek og sið- gæðisleg heimtufrekja. En ejns og oft hendir hugsjónamenn hlaut hann van- þakklæti heimsins að launum. Það var níðst á fórnfýsi hans og hann mátti sjálfur bera skarðan hlut frá borði. Sem leiguliði á Grímsstöðum gat hann ekki á sér setið að vinna stöðugt að því að bæta jörðina, bæði húsakynni og ræktun, en landeigandinn launaði hon- um í engu, gerði bara gys að honum fyrir. Og sama sagan endurtók sig þegar hann gerðist stjórnandi hins fyrsta kaupfélags á landinu, að hann þrælaði og sleit sér út, þó hann mætti tregðu og skilningsleysi.“ Slíkt verður oft hlutskipti braut- ryðjandans, en „aldir og sagan mikil- mennin stækkar,“ segir í ljóðinu og útgáfan á ævisögu hans mun stuðla að því að þau vísdómsorð rætast á Jakob Hálfdánarsyni enn frekar en til þessa. Hann er vel að því kominn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.