Tíminn - 12.09.1982, Síða 19

Tíminn - 12.09.1982, Síða 19
SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982. immm 19 kvikmyndasjá BLADE RUNNER Leikstjóri: Ridley Scott. Hand- rít. Hampton Fancher og David Peoples eftir skáldsögu Philip K. Dicks. Myndataka: Jordan Cronenweth. Tónlist: Vangel- is. Aðalhlutverk: Harríson Ford, Rutger Hauer, Sean Young. Framleiðandi: Michael Deeley. Gervimenn sem halda, að þeir séu ekta! „Blade Runner" er byggð á skáldsögu, sem Dick sendi frá sér árið 1968. Sú nefnist „Do Androids Dream of Electric Sheep?“, sem þýða mætti á íslensku: „Dreymir gervimenn um rafknúnar kindur?“! Óneitanlega frumlegur titill. Þegar sagan gerist hefur mannkyninu tekist að útrýma að mestu leyti öllu öðru dýralífi á jörðinni. Afleiðing þess er m.a. sú, að dýr, hvaða nafni sem nefnast, eru orðin helsta stöðutáknið í þjóðfélag- inu; hvort sem það eru nú kindur, geitur, kýr eða einhverjar aðrar skepnur. Óg ef ekki er hægt að eignast raunveruleg dýr þá verður fólk að sætta sig við gervidýr. Eftirsóttasta dýrið er froskur, sem hefur verið útdauður árum saman. í bókinni segir skemmtilega frá því, þegar froskur finnst í eyðimörkinni. Finnendumir búast við gífurlegum gróða, en svo finna þeir allt í einu pfnulítið stjórntæki í maga dýrsins; það var þá gervifroskur eftir allt saman! Sama hefur gerst með mennina. Tekist hefur að búa til svo fullkomna gervimenn, úr holdi og blóði og gervilíffærum, að ekki er hægt að sjá neinn mismun á raunverulegum mönnum og gervimönnum. Þetta má þakka þróun vísindanna. Og í sögu Dicks er reyndar svo komið, að jafnvel hver einstaklingur um sig getur verið í óvissu um, hvort hann er ekta eða ekki, því við smíðina er komið fyrir sérstökum endurminningarbanka í heilabúi gervimannanna svo þeir halda að þeir séu ekta! Pönkborg Ridley Scott hefur byggt kvikmynd sína á þeim þáttum í sögu Dicks, sem fjallar um gervimennina og gervi- mannaveiðarann Rick Deckard, sem fær greitt tiltekið gjald fyrir hvem gervimann sem hann nær í á flótta og „afgreiðir". Þegar myndin gerist eru jarðarbúar búnir að leggja undir sig aðrar plánetur í sólkerfinu - „Út- heiminn" eins og það er kallað -, og þar eru gervimennimir helstu vinnu- dýrin. Þeim er gjörsamlega bannað að fara til jarðarinnar. Efþeirhundsa það bann og þeim tekst að koma sér til jarðar em sérstakir gervimanna- veiðarar sendir á eftir þeim. Þessir verðir laganna em af sama sauðahúsi og mannaveiðarar þeir, sem vinsælir hafa verið í bandarískum myndum um langan aldur. í myndinni segir frá eltingarleik eins slíks veiðimanns, Rick Deckard (Harrison Ford), við sex gervimenn, sem komist hafa til jarðarinnar, og þó einkum við einn þeirra, Roy Batty (leikinn af Rutger Hauer). Atburða- rásin gerist í Los Angeles, sem Scott og leikmyndasmiður hans hafa breytt í eins konar pönkborg. Ýmis útlits- einkenni þess unga fólks, sem nú kennir sig við pönk; snöggklippt hár í öllum regnbogans litum; hálf tötra- legur hermannaklæðnaður og fleira í þeim dúr, er þar orðin meginreglan. En jafnframt blandar Scott þessari pönkveröld saman við andrúmsloft og viðhorf, sem bera sterkan keim af bandarískum sakamálamyndum frá fimmta áratugnum, svo úr verður eins konar Philip Marlowesaga á tuttug- ustu og fyrstu öldinni. Um þessi og önnur einkenni myndarinnar fjallar Ridley Scott nánar í þeim viðtalsköflum, sem hér eru birtir. Umsjón: Elías Snæland Jónsson tæknibrellum? „Já. Ég vann með David Dryer, sem vann að tækn.b.ellunum í kvikmynd Doug Trumbulls Brainstorm. Ég notaði tæknibrelluvcrksmiðju Trumb- ulls og um níutíu prósent af tæknibrell- unum voru gerðar af Dryer og starfsmönnum Trumbulls". - í The Duellists ng Alien, sem gerðar voru í Bretlandi, varstu sjálfur myndatökumaður. Það gekk ekki í Bandaríkjunum við gerð Blade Runn- er vegna afstöðu verkalýðsfélaganna? „Það var Ijóst frá upphafi að þetta vandamál kæmi upp. Ég er vanur að vinna mjög náið með Ijósamanni rnínum og stjórna myndatökuvélinni sjálfur; verkið gengur einfaldlega fljótara fyrir sig hjá mér með þeim hætti. Annars hefurðu öll þessi samskiptavandamál, og þá vcrður þú að taka tillit til alls konar óviðkomandi atriða og það þegar þú ert að bcrjast við að halda þig innan tímamarkanna. Mér finnst upptökuþátturinn í kvikmyndagcrðinni mjög erfiður - kannski er það þess vegna sem ég vil verða framleiðandi - því það er eins og að reyna að skrifa bók cða mála KVIKMYNDIR RIDLEY SCOTT The Duellist (1977) eftir skáld- sögu Joseph Conrad um fjand- skap tveggja herforingja í her Napoleons. Alien (1979) uin áhöfn geimfars sem verður fyrir árás frá geim- veru. Blade Runner (1982) um gervi- mannaveiðar á tuttugustu og fyrstu öldinni. málverk með mörgum öðrum. Einn maður verður að móta hverja kvik- mynd, annars fer hún illa. Auðvitað er hér um hópvinnu að ræða, en fyrst og síðast verður hún að mótast af einum manni. Ef eða þegar ég verð framleið- andi og ræð lcikstjóra mun ég ganga eftir því ef hann leggur ekki áherslu á sín sjónarmið allan tímann. Geri hann það ckki hef ég ráðið rangan leikstjóra". - Ertu mjög ákveðinn við upptök- umar? „Já, það er ég. Það er erfitt, og þá bæði fyrir annað fólk og mig sjálfan. En aðeins um stundarsakir. Mín reynsla er sú að ég verð kannski niðurdreginn í hálftíma cða svo og síðan líður það hjá. Ef ég reiðist þá reyni ég aö fara eitthvað afsíðis. Þaö eru margir gangar í Pinewood-kvik- myndaverinu með göt á veggjunum!" - Og næsta kvikmyndin? „Hún heitir Legend of Darkncss. Höfundurinn cr William Jortsberg, Norðmaður sem bjó þar .til fyrir fáeinum mánuðum í Montana, en hefur nú flutt til Hawaii. Þetta er ævintýri. Ég ætlaði að gera mynd, sem kallaðist Knight og átti að vcra um Tristan og ísold, en við gátum ekki komið handritinu saman og ég hætti við. Þá velti ég fy'rir mér vcrkum, sem þróasthafafrá sögunni um Tris'tan og ísold, svo sem Beauty and the Beast eftir Cocteau og Siegfried. En ég hætti við það líka þar sem mér fannst efnið hreinlega of þungt. Svo ég komst að þeirri niðurstöðu að við yrðum að frumsemja handrit og reyna að sniðganga allar hefðbundnu klisj- urnar, en að haida Tbæði hina dökku og ljósu hlið sögunnar. Það verða engin sverð dregin úr steinum, engir drekar, ekkert af því tagi. Ætli þctta verði ekki fyrsta raunverulega mið- aldakvikmyndin“. RAUTT - BLATT BRÚNT - BEIGE HAGSTÆÐIR GREIÐSLU- SKILMÁLAR OPIÐ 1 mánud.—miðvikud. til kl. 18 i Öl 1 ||n/| fimmtudaga til kl. 20 UJL.L.UIVI föstudaga til kl. 22 DEILDUM JIS . f Jón Loftsson hf. HRINGBRAUT 121^d SÍMI10600 Élf 'W Hann Siggi mcetir í alla vélritunartíma með vinkonu sína fra Skrífstofu vélum! Hann átti í töluverðum vand- ræðum meö valið, hann Siggi, þrátt fyrir allt. Hann átti nefni- lega kost á frábæru úrvali, eins og þeir segja í auglýsingunum. Þeir hjá Skrifstofuvélum h.f. buðu honum hvorki meira né minna en 5 gerðir af rennileg- um skólaritvélum - allt frá hin- um gífurlega vinsælu ABC rit- vélum upp i bráöfallega Mess- age rafmagnsritvél. Siggi valdi ABC. Ást við fyrstu sýn! Hann féll fyrir laglegu let- urboröi, léttum áslætti, fallegri hönnun, skýru letri og góðu verði. Þær kosta aöeins kr. 2,340,00 þær ódýrustu. Þau Siggi hafa ekki skilið síð- an. Þó verður það að segjast eins og er, að það hefur hvarfl- að að honum Sigga að næla sér í aðra, eina rafknúna, til að hafa sem heimilishjálp. En þá aðeins til viðbótar við ABC. Hann er nefnilega dál ítið ,,fjoll- aður“ hann Siggi!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.