Tíminn - 12.09.1982, Page 20
20_________________
erlendir leigupennar
■ Götumarkaðir setja mikinn svip á
höfuðborgina, og í raun mætti segja að
London sé einn stór markaður a.m.k.
var borgin upphaflega reist sem
verslunarmiðstöð eins og margar aðrar
borgir.
Markaðir hafa verið haldnir hér allt
frá 8. öld. Þá voru matvæli ýmiss konar
flutt úr nærliggjandi sveitum í tvo
aðalmarkaði Lundúnaborgar, East Che-
ap og West Cheap (cheap er engilSax-
neska orðið yfir markað). Á 18. og 19.
öld. voru reistar varanlegar byggingar
yfir nokkra helstu markaði s.s. Covent
Garden markaðinn í miðborginni.
Þegar minnst er á markaði höfuð-
borgarinnar dettur eflaust flestum í hug
götumarkaðir ýmiss konar sem eru
einkar vinsælir meðal ferðafólks. Færri
vita hins vegar um hina svokölluðu
heildsölumarkaði enda fer starsemi
■ Það er enginn leikur að prútta við sölumenn Portobello-markaðar.
■ Hljóðfæraleikarar, trúðar og fleiri listamenn skemmta vegfarendum á hverjum
sunnudagsmorgni.
þeirra fram á meðan flestir sofa svefni
hinna réttlátu. Óvíst er að margur
ferðamaður kæri sig um að fara á fætur
um miðja nótt til þess eins að sjá hvað
þarna fer fram en ferðahandbækur telja
það ómaksins vert auk þess sem bjórkrár
á þessum svæðum hafa fremur óvenju-
legan opnunartíma eða sama tíma og
markaðirnir kl. 5-8 að morgni.
Erfitt er að gera öllum Lundúna-
mörkuðum greinagóð skil til þess eru
þeir of margir en við hæfi að minnast á
nokkra vinsæla.
W embley-markaðurinn
Það var einn undurfagran sunnudags-
morgun snemma sumars að leið mín lá
á Wembley markaðinn hjá samnefndum
víðfrægum íþróttaleikvangi. Þarna er
útimarkaður hvern sunnudagsmorgun
allan ársins hring. Ferð þessi var
aðallega farin í þeim tilgangi að sýna
íslenskri konu hvernig útimarkaðir
Lundúnaborgar eru. Auk þess sakaði
ekki að kanna hvort gera mætti
kjarakaup svipuð þeim er fram fóru
tveimur árum áður þegar tvær barnayfir-
hafnir voru keyptar á £5 stk. Áætlun um
einhvers konar kaup runnu þó fljótt út
í sandinn vegna óvenju mikils hita
þennan dag. Ávaxta og grænmetisúrval-
ið stóðst hins vegar engar freistingar
enda aðaljarðarberjatíminn. Við yfir-
gáfum þennan fjölmenna markað eftir
að hafa sporðrennt einu pundi af
gómsætum jarðarberjum. Heimferðin
gekk því miður ekki eins greiðlega og
akstur á markaðinn fyrr um morguninn.
Þegar bílnum hafði verið snúið við og
staðurinn skyldi yfirgefinn stóð allt í
einu akfeit kerling með svart pottlok
niður á nef í vegi fyrir bílnum, öskraði
og pataði höndum í allar áttir. í fyrstu
var ekki Ijóst hvað kerlingu vanhagaði,
hvort eitthvað væri ósagt við bílstjóra
fyrir aftan okkur en fljótlega kom hið
sanna í Ijós, hún átti ýmislegt ósagt við
mig. Hún taldi mig hafa ekið utan í
bílinn sinn, þrátt fyrir að vera ekki viss
um hvar bílnum mínum hafði verið lagt.
Ég sagðist engan veginn hafa keyrt utan
í bíl hennar. En það nægði henni ekki
og viðhafði hún óþýðanlegt dónaorð-
bragð, réðist inn í bílinn minn, hrifsaði
bíllykla og hljóp með þá á brott. Á
meðan á þessum aðförum stóð hafði
safnast að dágóður áhorfendaskari er
skemmti sér prýðilega við að horfa á
aðfarir kerlingar. Eftir árasir hennar og
bamshafandi stallsystur tókst mér loks
að fá bíllyklana afhenta.
Stuttu síðar bar lögreglu að sem tók
skýrslu og kom þá hið sanna í Ijós. f
stuttu máli endaði sagan á lögreglustöð
Wembley hverfis þar sem spurt var hvort
ég vildi kæra kvensur fyrir líkamsáverka
(smá marblettir) sem í sjálfu sér var
fáránlegt. Hins vegar frétti ég hjá
lögreglu að kerlingar hefðu verið erfiðar
viðureignar í yfirheyrslú og fundist
meira en nóg um þegar lögregla kom í
spilið. Mér fannst hins vegar ógn-
vekjandi að lögreglu bæri skylda til að
láta kvensur hafa heimilisfang mitt.
Þrátt fyrir huggunarorð lögreglu þess
eðlis að svertingjar frá V-lndíum láti
skapið hlaupa með sig í gönur eitt
morgni, þá svífa karlarnir með þung
fiskihlöss á höfði og láta gamanyrðin
fjúka. Margir nota höfuðföt sem nefnast
„bobbing-hats“ og er búinn til úr Ieðri
og tré, sléttur að ofan með börðum og
auðveldar starfsmönnum að bera meiri
þyngsli en halda samt jafnvægi. Sögur
herma að bandarískur túristi hafi boðið
of fjár fyrir einn slíkan en ekki fengið.
Kl. 8 að morgni fellur allt í ljúfa löð,
staðurinn hreinsaður og yfirgefinn þar
til í dögun næsta morgun þegar sagan
endurtekur sig.
Smithfield kjötmarkaðurinn í City-
hverfi er einn stærsti sinnar tegundar.
Allt fram á 19. öld voru nautgripir reknir
áfram eftir þröngum götum höfuð-
borgarinnar á markaðinn og á tímabili
var fjöldinn um 70.000 nautgripir á viku.
Á ríkisstjórnarárum Maríu drottn-
ingar voru næstum 300 manns brenndir
á báli í trúarofsóknum sem þá áttu sér
stað. Þetta gæti verið ástæðan fyrir því
að fólk sem á leið um svæðið á nóttunni
heyrir óp og vein og gneistahljóð eins
og af eldi.
Það var árið 1867 sem núverandi
Renaissance bygging markaðarins var
reist. Hún þykir mjög falleg og
sérkennileg með hárri bogadreginni
hvelfingu. Hæð húsnæðisins heldur
nægilegum kulda innandyra jafnvel á
■ Wally og Smartie skemmta vegfarendum í Portobello Road.
augnablikið en það næsta róist þeir niður
og þori ekki að fylgja hótunum sínum
eftir læsti ég bílinn í bílskúr næstu daga
og börnin fengu vart að vera utandyra.
Þessar varúðarráðstafanir vöruðu
skamman tíma og sjálfsagt hefur
Wembley lögreglan reynst sannspá.
Þetta var upphafið að markaðsferðum
sumarsins og hefði sjálfsagt einnig orðið
endirinn ef nágrannakonan hefði ekki
drifið mig á heildsölumarkað fyrir
sunnan Thames.
Covent Garden
Nágranninn er bandarísk kona og
hefur ákaflega gaman af að gera
kjarakaup á ávöxtum og grænmeti sem
síðan er ýmist soðið, sultað eða fryst.
Með grein þessa í huga fór ég á fætur
kl. 5 einn júlímorgun og ókum við sem
leið lá suður fyrir Thamesá í hverfi sem
heitir Nine Elms. Þangað flutti vel-
þekktur Covent Garden markaður árið
1974. í Nine Elms voru sölumenn að fá
morgunsopann og máttu varla vera að
því að afgreiða fáeina kassa af grænmeti
og ávöxtum vegna anna við stærri
pantanir grænmetissala.
Upprunalegi Covent Garden mark-
aðurinn staðsettur rétt austan við
Charing Cross götu í miðborg Lundúna
dregur nafnið af garði er munkar
Westminster Abbey ræktuðu á þessu
svæði. Við útrýmingu klaustranna árið
1537 féll svæðið undir yfirráð jarlsins af
Bedford. Tveimur öldum síðar var
arkitektinum Inigo Jones falið að
skipuleggja húsbyggingar svæðisins og
risu þá hvelfingar í líkingu við markaðs-
torg á Ítalíu en þær má sjá enn í dag.
Frá 1670 varð Covent Garden mikil-
vægasti grænmetis, ávaxta og blóma-
markaður landsins. Umferðaröngþveiti
leiddi til þess að markaðurinn var fluttur
í Nine Elms mörgum til mikilla
vonbrigða. En árangursrík skipulagning
hefur átt sér stað í Covent Garden og er
vel þess virði að ráfa um svæðið, líta inn
í nokkrar af mörgum sérverslunum
staðarins eða setjast og hvíla lúin bein
á einum af fjölmörgum veitingastöðum
á milli þess sem hlýtt er á hljóðfæra-
leikara, trúða eða aðra skemmtikrafta
leika listir sínar.
Billingsgate og Smithfield
Sjálfsagt er meiri upplyfting fyrir
ferðamenn að heimsækja fisk- og
kjötmarkaði borgarinnar en hinn nýja
Covent Garden markað. Hraði, hávaði,
mjög sérstök lykt og óvandað tungutak
eru sérkenni Bíllingsgate markaðarins.
Markaðurinn var fluttur í vetur frá
Lower Thames Street austur með ánni á
stað sem heitir The Isle Of Dogs eða
Hundaeyjan. Menn hafa óttast þessa
miklu breytingu en þrátt fyrir nýrri
húsakynni er starfsandinn sá sami.
Aðalfjörið er á tímabilinu 5-8 að
Sigurborg Ragnarsdóttir
skrifar frá London
Markaðir í Lundúnaborg