Tíminn - 12.09.1982, Page 22
SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982.
P*n fll Basmíss/Marwgement
MANAGINGWITH
COMPUTERS
TKRRY ROWAN
U) raakc thf hwt
of cflmputm in
bu»nm
Sister Carrie.
Höfundur: Theodore Dreiser.
Útgefandi: Bantam
■ Hér er komin ný prentun af sígildri
skáldsögu „hins gamla manns“
ameriskra bókmennta á öldinni, eins og
Dreiser var oft nefndur áður á tíð.
„Sister Carrie“ er fyrsta skáldsaga
Dreisers sem verulega kvað að og hún
gerist nú gömul, - gefin fyrst út árið 1900.
Dreiser hristi duglega hina marggylltu
þjóðfélagshöll um sína daga og í þessari
sögu þótti hann vinna sér það til gildis að
breyta hinni gömlu sögu um hina „föUnu
konu“ verulega, með þvi að leiða hana
fram á sjónarsviðið í máttugu skáldverki.
Um leið og hann leiddi þessa kvenhetju
frá mið-vestur ríkjum Bandaríkjanna inn
í þröng og siðspillingu stórborgarinnar
tókst honum að sýna samtíð sinni sjálfa
sig frá nýju og varla þægilegu sjónarhomi
og sú list þótti honum lagin allan sinn
ríthöfundaferil.
Sagt hefur verið að „Sister Carrie“ hafi
borið bókmenntir Bandarikjanna inn í
20. öldina, en um leið var fæddur sá
höfundur sem hvað mest frægðarorð fór
af þar vestra á öldinni.
Managing with Computers
Höfundur: Terry Rowan.
Útg.: Pan Books
■ Á öld tækni og tölvubúnaðar á þessi
bók erindi til þeirra, sem vUja fá nokkra
innsýn inn í þennan myrkvið, sem tölvur
og það sem þeim við kemur er í augum
margra.
Segir á bókarkápu að bókinni sé ætlað
að vinna bug á þeirri hjátrú að tölvur séu
svo dularfullar og frábrugðnar eldri
tækni að nauðsyn sé á fimalegri tækni,
tækniþekkingu og sérþjónustu allt um-
hverfis þær.
Hér er þeim sem vilja fara að fást við
tölvur kennt að átta sig á þeim
möguleikum sem þær búa yfir og hvemig
má hagnýta þær til margra góðra hluta
t.d. í verslun. Sagt er frá þeim kerfum
sem um er að ræða og hvaða kostum
hvert þeirra býr yfir. Hér er þeim sem
em að Idóra sér í kollinum ráðlagt hvaða
kerfi og stærð búnaðar mundi henta þeim
best og gefin em ráð um hvemig koma
skuU tölvubúnaðinum upp stig af stigi.
Áhugamenn um tölvubúnað eða þá
þeir sem ætla að leggja sig eftir þvi að
læra meðferð tölvu em sagðir finna hér
fróðleik sem þeir síst mega án vera og
hví skyldum við sem veltum fyrir okkur
gataspjöldum eins og þau væm eitthvað
sem dottið hefur niður af tunglingu, ekki
hafa gaman af að glöggva okkur á þessum
furðuverkum samtímans? Þó ekki væri
nema foritninnar vegna.
2 Editor Frank Ketnnode
SOCIAL
ANTH ROPOLOGY
Edmund Leach
updated
and revised
Social Anthropology.
Höfundur: Edmund Leach.
Úgef.: Fontana
■ „Anthropology" þýðir í rauninni
„athugun á manninum“ en samt er efnið
ekki eins óendanlega víðtækt og nafnið
kann að benda til.
Hér ræðir höfundur um það hvcmig
og hversvegna menn hafa farið að h'ta á
þessa fræðigrein eitthvað öðmm augum
en hverja aðra grein út úr dýrafræðinni.
Aðaltilgangur hans er samt að sýna með
nokkmm dæmum fram á í hverju hans
eigin gerð af mannfræðinni felst, en hún
á rætur að rekja til kenninga manna á
borð við Malinowsky og Firth og
„strúktúralismu" Lévi-Strauss, séu
lesendur þá einhverju nær.
Sir Edmund leggur áherslu á að breska
þjóðfélagsmannfræðin sé nokkurskonar
þjóðfélagsfræðileg smásjárrannsókn og
að samtengsl ýmissa höfuðpóla þjóð-
félagsins, sem kallaðir em nöfnum eins
og „efnahagsmál,“ „stjómmál,“ „lög,“
og „trú,“ komi oft best í Ijós með því að
skoða hegðunarmynstur fólks sem býr í
mismunandi sambýliskjöraum og í þeim
seremónium sem hefðuin samkvæmt em
viðhafðar við brúðkaup.
A Dictionary og Dmgs
Höfundar: Richard B. Fisher og George
A. Christie
■ Þaraa er á ferðinni bók með
skorinorðum upplýsingum um eðh og
áhrif lyfja og það er ekki einskisnýtur
fróðleikur á okkar tímum, sem er mikil
lyfjaöld. í bókinni er fjallað um meinlítil
lyf (eða holl) allt frá aspríni og
vítaminum til sterkra meðala, sem
ráðlögð eru við hinum erfiðustu sjúk-
dómum. Lesandinn gctur fundið hér hin
ýmsu lyf, bæði með því að fletta upp á
þeim beint eða með því að skoða lista
um lyf sem ráðlögð em við hinum ýmsu
meinsemdum. Áhrifúm og aukaverkun-
um ef einhverjar em, er lýst hér all
nákvæmlcga, svo og efnafræðilcgri gerð
lyfsins. Sérstakur kafh er um ýmis
skynviUulyf.
Hér er þó síður en svo verið að vísa
fólki á leið til þess að búa sér sjálft til
lyfseðilinn, en samt getur það varla verið
nema til góðs að hafa einhverja nasasjón
af því hvað líklegt er að gerist í
Ukamanum, eltir að piUunni hefur verið
rennt niður.
■ Ofannefndar bækur fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið
skal fram að hér er aðeins um kynningu að ræða, en enga ritdóma.
„Sá eini
sanni Albert”
Ævisaga Alberts Guðmundssonar, og dagbók úr
„Húsinu” á Eyrarbakka eftir Guðmund Daníelsson
meðal útgáfubóka Setbergs í ár
■ Við höldum áfram að segja frá því
nýjasta hjá bókaforlögunum og hvers sé
að vænta. Að þessu sinni slógum við á
þráðinn til Arnbjörns Kristinssonar hjá
Setbergi og spurðum hann um það
nýjasta hjá forlaginu.
„Það er ný matreiðslubók sem er að
koma út hjá okkur eftir nokkra daga,“
sagði Ambjörn, „en það er bókin
„Léttir og Ijúffengir réttir“ sem Bára
Magnúsdóttir hefur þýtt og staðfært.
Þetta er þriggja vikna megrunarkúr með
ljúffengum og næringarríkum matseðli.
Bára hefur áralanga reynslu í líkams-
rækt og við gátum því ekki fengið betri
manneskju til þess að taka að sér þessa
útgáfu og sýna hvernig þetta á að gerast.
En ég verð líka að geta þess að við
erum nýlega búnir að gefa út stóra og
mikla bók sem heitir „Ljósmynda-
bókin“, en þýðendur hennar eru
feðgarnir Arngrímur, Lárus og Örnólfur
Thorlacius. Þetta er 350 blaðsíðna bók
með 1250 myndum og er handbók um
ljósmyndatækni, búnað og aðferðir í
ljósmyndun, einnig val myndefnis.
Höfundurinn heitir John Hedéco.
Næst má nefna að nú kemur út síðara
bindið af bókinni „í fjórum línum,“ en
það er vísna og ljóðasafn, sem Auðunn
Bragi Sveinsson, skólastjóri, tekur
saman. Hér eru rúmlega 800 lausavísur
hvaðanæva af landinu og yfir 200
höfundar. í þessu bindi er það bætt upp
sem helst vantaði í fyrra bindið, en það
er kveðskapur Austfirðinga sem hér
koma talsvert við sögu.
„Dagbók úr Húsinu," er ný bók eftir
Guðmund Daníelsson, sem við nú
gefum út. Það er auðvitað „Húsið“ á
Eyrarbakka, sem hér er átt við, en þar
bjó Guðmundur á árunum 1947-1948,
þegar hann var að bíða eftir íbúð. Þama
skrifaði hann dag hvern og segir hér frá
sínu lífi og fjölskyldunnar og samskipt-
um sínum við fólk, ekki síst rithöfunda
og listamenn. Þetta er allt birt hér og
þótt Guðmundur segi á kápu bókarinnar
að þetta hafi fyrst og fremst verið skrifað
fyrir hann sjálfan á sfnum tíma þótti
honum nú 30 árum síðar að þetta kynni
að þykja all forvitnilegt efni.
Nú, við gefum út skáldsögu í haust
eftir amen'skan höfund af léttara taginu,
- Daniel Steel. Hann er einn mest lesni
höfundur í Ameríku af þeim höfundum
sem eru á hans nótum. Þessi bók heitir
GÓÐRA GRIPA VON
FRÁ BÓKAtJTGÁFU
ARNAR OG ÖRLYGS
Nú kemur út „Landið og Landnáma” eftir
dr. Harald Matthíasson og nýir skáldsagnahöfundar
kveðja sér hljóðs
■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur lætur
ekki sitt eftir liggja hvað varðar góða
gripi á bókamarkaði haustsins og það er
vandséð á hverju á að byrja, en berum
samt niður í þeim flokki sem segja má
að varði land og lýð.
Nú kemur út þriðja bindið af „Landið
þitt“ og er þetta viðamesta bindið og nær
yfir L-R. Vert er að geta sérstaklega um
kaflann sem fjallar um Reykjavík, en
hann er sjálfstæð heild innan verksins og
með sérstöku uppsláttarstafrófi, A-Ö.
Er hér nákvæm og aðgengileg alfræði-
bók um borgina komin fram í þessu
vandaða riti, sem enn eykur á gildi
hennar, en Reykjavík hafa ekki fyrr
verið gerð skil á þennan hátt. Mörg
hundruð litmyndir prýða þetta bindi sem
hin fyrri. Umsjónarmenn og höfundar
verksins eru þeir Þorsteinn Jósepsson og
Steindór Steindórsson frá Hlöðum, en
Páll Líndal ritar um Reykjavík.
Eftir tveggja ára undirbúning hjá
forlaginu en áratuga undirbúning af
hálfu höfundarins, kemur nú út „Landið
og Landnáma" eftir dr. Harald Matt-
híasson á Laugarvatni. Haraldur hefur
borið allt landið saman við frásagnir
Landnámu og ferðast um í þeim tilgangi
árum saman. Kort eru í bókinni af
hverju landnámi og ljósmyndir af
miklum fjölda Iandnámsjarða. Ernst
Bachmann hefur myndskreytt þetta
forkunnarvandaða verk.
Nú kemur „Árbók íslands" út í þriðja
sinn og er umsjónarmaður verksins
Steinar J. Lúðvíksson, að leggja síðustu
hönd á það þessa dagana. Efnisuppsetn-
ing er nú enn fullkomnari og aðgengi-
legri en í fyrri bókunum tveimur og
liggur mikið verk hér að baki.
Þá er að geta um „íslenskar árbækur",
sem er fyrsta bindi nýstárlegrar saman-
tektar úr íslenskum annálum. Anders
Hansen blaðamaður tekur saman. Hér
■ Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
Fyrra bindi æviminninga hans „Sól ég
sá“ er nú að koma út.
er unnið úr og safnað saman á einn stað
heimildum íslenskra annála um helstu
viðburði á því árabili sem þeir taka til.
Nær fyrsta bindið yfír árin 1400-1450 og
ritar höfundur stuttar skýringagreinar á
milli um atriði sem varða hvern tíma,
skilgreinir til dæmis valdsvið sýslu-
manna og hirðstjóra og lýsir plágunni
miklu í hnitmiðuðu máli. Anders ætlar
að vinna úr þessu efni svo langt sem
annálar endast. Haukur Halldórsson
myndskreytir bókina.
„Kvistir í lífstrénu" nefnist svo bók
eftir Arna Johnsen, sem hér birtir mörg
viðtala sinna og greina, bæði ný og
nokkur áður birt.
„Eyjaskinna“ nefnist bók eftir Guð-
laug Gíslason, alþingismann og segir
hann hér frá ýmsum merkum atburðum
úr Vestmannaeyjum í gegn um tíðina.
Myndir frá eldri og nýrri dögum prýða
bókina.
Ágúst Sigurðsson á Mælifelli heldur
áfram að rita sögu „Fomra frægðar-
setra“ og nú kemur út IV bindi bókanna,
þar sem m.a. er ritað um Borg á Mýrum
og Þönglabakka.
„Þrautgóðir á raunastund" er ritröð
sem reynst hefur eiga miklu gengi að
fagna, enda kemur nú út 14. bindið í ár.
Sem fyrr er það Steinar J. Lúðvíksson
sem tekur saman, en hann vinnur efnið
jafnan í samvinnu við SVFÍ. Hér fjallar
hann um árin 1959-1962.
„Sól ég sá“, er fyrra bindi æviminn-
inga Steindórs Steindórssonar frá Hlöð-
um og er aðalupplagið væntanlegt næstu
daga úr vinnslu.
Nú kemur út síðasta bindi annarra
æviminninga, en það er fjórða bindið af
minningum Jóns frá Garðsvík, „Bændur
og bæjarmenn."
Enn er að geta um síðara bindi
stórmerkra æviminninga Karvels Ög-
mundssonar, „Sjómannsævi." Þessar
minningar þykja þeim sem lesið hafa
einstæðar.
Af æviminningum sem Örn og
Örlygur gefa út, teljum við síðast
„Dömur, draugar og dándimenn",
æviminningar Sigfúsar á Austurrútunni
sem Vilhjálmur Einarsson, skólastjóri,