Tíminn - 12.09.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 12.09.1982, Blaðsíða 24
■ Meðan það marghrjáða land, Uganda, reynir að feta sigáfram veg- inn til efnahagslegs jafnvægis, vaða liðsflokkar stjórnarinnar um borg og byggð, stelandi, pyndandi og myrð- andi og verður ekki séð að þeir þurfi að óttast minnstu refsingu. Talið er að i á valdatíma núverandi stjórnar hafi tugum þúsunda verið komið fyrir katt- arnef. Starfsmaður hjálparstofnunar einn- ar í Uganda, vesturlandamaður, segir orðrétt:„Ástandið erverraenþað nokkru sinni var í tíð Idi Amins. Obote forseti sagði við mann einn sem var gestkomandi hjá honum nýlega: „Já, ástandið er slæmt. En hvað er hægt að taka til bragðs...?“ Hér verða á eftir rakin þrjú dæmi um ástandið, scm sendisveitarmaður einn frá Evrópu lýsti sem „ógnaröld án yfirstjórnar.“ Allir gerðust þessir atburðir á þrem- ur vikum og innan 20 mílna frá höfuð- borg Uganda, Kampala. Lundúna- blaðið Sunday Times hefur birt ná- kvæmar frásagnir sjónarvotta af at- " burðunum. í fyrstu viku júlímánaðar sl. voru um 100 manns drepin í bænum Kas- anje, sem er í kjördæmi Paul Ssemog- ercre, en hann er leiðtogi stjórnarand- stöðuflokksins, Lýðveldisflokksins. Flestir hinna myrtu voru stuðnings- menn Ssemogererc. Segja sjónarvott- WÆif' wÆNBEIbhf: wsœf /■ kennslugrein, en kýs að halda nafni sínu leyndu, hefur sagt frá því sem hann þurfti að líða í Lubiri herbúð- unum og Malindye fangelsinu, eftir að hann kom þar að sem hermenn voru að stela úr bifreið nágranna hans hinn 25. júní sl. Var hann handtekinn sem „grunaður um skæruliðastarfsemi". „Um það bil klukkan 6 um kvöldið komu tveir hermenn inn í klefann til mín. Hóf annar þeirra að pynda mig. Lauk hann því með því að berja mig í andlitið, uns logblæddi úr enninu á mér. Dró hann þá upp hníf og reyndi að krækja úr mér annað augað, en lagið geigaði og kom hnífurinn í vanga og nef...Um klukkan 10 sama kvöld kom hermaðurinn aftur og sló mig í höfuðið með stórum hamri. Hann fór þegar hann taldi að ég væri dauður. Ég gat ekki staðið upp úr blóðpollin- um og gat aðeins velt mér til á gólfinu. Þakinn flóm Hinn 30. júní var ég tekinn út úr klef- anum í Lubiri og hent á grúfu upp í Land Rover jeppa. Ég leit skelfilega út. Komin var ígerð í sárin og vall úr þeim gröfturinn. Paðlagði af méróþefogég var þakinn flóm. Hermennirnir skirptu á mig.. .Þegar bíllinn stansaði og mér var fleygt út varð mér Ijóst að ég var kominn í Makindye fangelsið. í fangelsinu hitti ég fyrir þrjá fanga úr hópi almcnnra borgara. Hver þeirra hafði verið barinn Ognaröldin í Uganda er stöðugt við lýði s ar að morguninn 5. júlí hafi Edward Kabira, formaður flokksdeildar Al- þýðuflokks Obotes á svæðinu, lýst því yfir að varaforseti landsins og varnar- málaráðherra, Paul Muwange, væri væntanlegur í heimsókn daginn eftir. Átti varaforsetinn að ávarpa heima- menn. Óvænt birtust herflokkar Muwanga kom þó ekki, en í þess stað birtust óvænt flokkar hermanna sem menn héldu vera lífvörð varaforsetans, sem sendur væri á undan honum. Beið fólkið til klukkan 4 um daginn, en þá birtust fleiri hermenn. Gaf Kabira þeim þá skipun um að taka höndum 70 manns úr hópi fólksins. Þetta fólk og nokkrir sem síðar voru gripnir voru nú fjötraðir og fleygt upp í jeppabifreiðar. Næstu daga fundust margir fanganna dauðir á þremur nærliggjandi skógarsvæðum,- í Bimbyeskógi, Kabwaskógi og Lumpe- woskógi. í hópi þessara manna voru söngvarinn Nelson Ssabavuma, skóla- stjóri Kanjebarnaskólans, Nkugwa, og kennari við sama skóla að nafni Haruna Kiwumbi. Viku síðar smalaði umdæmisstjóri flokks Obotes saman um 50 manns meðal þjóðflokka sem studdu stjórnar- andstöðuflokkinn. Þeim var hent upp í Land Rover jeppa og farið.með þá inn í Kaladaziskóginn. Þar voru þeir skotnir. í þeirri sömu viku gerðist þaðjyVerra Lwanga, umdæmisstjóri Alþýðuflokks Obote, tók höndum tvo menn. Dró hann fram langt vopn, líkast hval- skurðarhníf á skafti, sem nefnist „banga“ og hjó mennina með þessu áhaldi til dauðs að þorpsbúum viðstödd- um. Aðeins fáar vikur eru liðnar frá því er hermenn tóku 40 manneskjur og fluttu þær til húss þess sem „Argen- tína“ nefnist, en það stendur gegnt hótelinu „Silver Springs" í útjaðri Kampala. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum voru mennirnir pyndaðir og drepnir. 50 lík í Viktoríuvatni Amnesty International hefur undir höndum fjölda frásagna um áþekk grimmdarverk. Segir þar á meðal að nú í sumar hafi lík 50 ungmenna fundist í Viktoríuvatni í grennd Entebbe. Voru líkin sundurtætt eftir byssukúlur og höfuðið hafði verið skorið af mörgum. Þá höfðu kynferðislegar misþyrmingar átt sér stað. Amnesty International hef- ur lýst þungum áhyggjum af ástandinu og segja skrá Obotes hvað mannréttindi varðar ömurlega. Afstaða Obotes til þessara mála vcrð- ur æ furðulegri í augum þeirra sem ann- ars hafa samúð með viðleitni hans til þess að koma efnahagslífinu á kjöl. For- ingi stjórnarandstöðunnar, dr. Ssmemo- gorere hefur þrívegis sent Obote ná- kvæmar frásagnir af óöldinni í Kasanje, þar sem fram hefur komið dagur og stund, nöfn fórnarlamba og ofbeldis- manna. „f serhvert skipti hefur forsetinn neitað því ýmist munnlega eða í bréfi að frásagnir mínar hefðu við rök að styðj- ast,“ segir hann. Sumir vestrænir sendisveitarmenn hafa bent á að Obote hafi ekki tök á að ávíta herinn, þar sem hann þurfi á stuðn- ingi hans að halda til þess að tryggja völd sín. „Líklegt er að forsetinn vilji um- gangast herinn með gætni og fá í staðinn frið til þess að gegna landstjórninni, og halda efnahagslífinu gangandi," segir einn sendisveitarmanna. En því lengur sem Obote lítur fram hjá ódæðum hersins (Ssemegorere telur að „tugum þúsunda" hafi verið fargað frá því í desember 1980 og þar á meðal 5 þúsund manns á Vestur-Nílarsvæðinu einu) því örðugara verði að koma á lögum og reglu. Kynleg stjórnarstofnun Ekki sýnist afskipt ileysi Obote þó koma í veg fyrir að Öryggisþjónusta ríkisins, kynleg stjórnarstofnun ein, hljóti vöxt og viðgang. Stofnun þessi er til húsa í hóteli sem fyrrum hét „Park Hotel" og er þess vendilega gætt með vegatálmum. Segir að hér sé komin á legg stofnun sem í einu og öllu megi jafna við Ríkisrannsóknastofnunina svo- nefndu, sem starfaði í tíð Amins og var nafn hinnar skelfilegu leynilögreglu hans. Öryggisþjónusta ríkisins heyrir beint undir stjórn Obote og er hin mesta leynd yfir athafnasviði hennar. Virðist hún vera sá rekstur sem hvað blómlegast ber sig í Uganda samtímans. Hafa fjárfram- lög til hennar tólffaldast á þessu ári frá því sem var í fyrra. Allar tilraunir stjórnarandstöðuþingmanna til þess að knýja fram umræðu um þessi útgjöld hafa verið til einskis, - aðeins þögn. Hins vegar er farið að losna um mál- beinið á þeim sem verða að líða fyrir ógnarstjórnina, - sé þá hægt að tala um nokkra stjórn. Kennari nokkur með stærðfræði og eðlisfræði sem sundur og saman af herforingjunum. Fórnarlömbin voru neydd til að játa að þau hefðu haft byssu f fórum sínum og myrt starfsmenn flokks Obote hér og þar í landinu... Síðar var farið með mig í klefana og þar varð mér ekki um sel, þegar ég sá þá fanga sem fyrir voru. Þeir voru gangandi beinagrindur. Sumir þeirra gátu ekki gengið en skriðu um... Dag- lega dóu svo sem tveir fanganna úr hungri og líkin voru látin liggja í klef- unum í sólarhring, áður en þau voru fjarlægð." Kennarinn sem segir frá hér á undan var látinn laus hinn 30. júlí. Var það Iíklega vegna þess að yfirforingi einn, sem hann hafði kennt sem dreng, kom auga á hann. Þetta var aðeins ein frásögn af mörgum sem sýna að fangelsin í Uganda, sem öðluðust heirfisfrægð á dögum Amin, eru enn sama helvítið og þau þá voru. Undralækningar eða sjálf sblekkingar ? ■ f Sovétríkjunum er heilbrigðisþjónusta vitaskuld í höndum ríkisvaldsins. Frá því eru þó athyglisverðar undantekningar; menn sem á íslandi hafa verið kallaðir „straum - og skjálftalæknar" fá að stunda iðju sína á frjálsum markaði, að mestu óáreittir af eftirlitsmönnum ríkisins. Guðlaus efnishyggja marxismans hefur ekki megnað að uppræta gömul hindurvitni, svo sem trú á dulrænar lækningar. Jafnvel foringjar í Kommúnistaflokknum kjósa stundum að leita á náðir þessara undralækna og orðrómur hefur verið á kreiki í Moskvu um að sjálfur flokksleiðtoginn, Bresnjef, hafi í fyrra fengið stundarbata eftir nudd og strokur frægasta „læknisins" þar í borg; fertugrar konu, Djunu Davitashvili að nafni. Djuna þessi varð mikil fjölmiðlastjarna á Vesturlöndum í fyrravor, enda þurfa afþreyingablöð okkar alltaf öðruhverju á „dásamlegum sönnunum" fyrir tilveru dulrænna afla að halda. Á dögunum var nafn Djuna enn nefnt í breska stórblaðinu Sunday Times; að þessu sinni var tilefnið það að fréttaritari blaðsins í Moskvu, Edmund Stevens, taldi sig hafa hlotið nokkurn bata, þó ekki fullan, af gigtar - og fótarmeini, eftirstrokur Djunu. Hann sá líka aðra sjúklinga yfirgefa læknastofu hennar, að því er virtist með batamerki. Ekki vilja allir Sovétmenn kyngja því að unnt sé að stunda árangursríkar „straum - og skjálftalækningar" samhliða, eða í stað nútíma læknisaðferða sem byggja á umfangsmikilli þekkingu á vefrænni starfsemi mannslíkamans. Hópur lækna í Moskvu fékk Dunju til að ganga undir próf í fyrra, og samkvæmt frásögn Literatura Gazeta féll hún á því; reyndist enga yfirnáttúrlega hæfileika hafa. Þessir læknar telja að „straum - og skjálftaaðferðin“ sé ekki meinlaus hindurvitni. Oftrú á dulrænum lækningum letji fólk frá því íð leita til menntaðra lækna, oft með skelfilegum afleiðingum. Frásögn Sunday Times af nokkrum sjúklingum í borginni Voronezh sem létust eftir að hafa fengið „dulrænan rafstaum" úr einhverju tæki eins undralæknisins, styrkir þessa skoðun læknanna. Þeir telja ennfremur að „lækningar“ Djunu og annarra líkra, sé fyrst og fremst af sálrænu tagi, bati manna sé yfírleitt stundarímynd þeirra sem vilj a umfram allt trúa. Læknamir óttast líka að ofmatið á gildi undralækninganna geti reynst hefðbundnu læknisstarfi, sem við reiðum okkur öll á á neyðarstundu, varasamt. Til hvers, má spyrja, að eyða fjármunum og mannafli í vísindalegt læknisstarf þegar fólk sem ekkert veit um innviði og starfsemi mannslíkamans getur sinnt þessum störfum af árangri?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.