Tíminn - 12.09.1982, Qupperneq 26

Tíminn - 12.09.1982, Qupperneq 26
SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982. 26 Wmmm nútfminn Umsjón Friðrik Indriðason ■ Hljómsveitin KOS á Melarokki. Tímamynd FRI Hljómsveitin KOS: LÉKU FYRST OPINBERLEGA í SÆNSKA ÚTVARPINU — sem nær til 9 milljón hlustenda n Sú hljómsveit sem vakti einna mesta athygli á Melarokkinu var KOS eða Komdu og Sjáðu en þeir höfðu áður lítt leikið hérlendis. Hinsvegar hafa þeir reynt að skapa sér nafn í Svíþjóð, léku þar m.a. tvisvar með hljómsveitinni ÞEYR er hún var þar á hljómleikaferða- lagi fyrr í sumar. Raunar komu þeir félagar í KOS fyrst opinberlega fram í þætti Bent Grav- ström í sænska útvarpinu og var þar um að ræða klukkutíma „live“ tónleika en sænska útvarpið nær til um 9 milljón hlustenda í suðurhluta Scandinavíu. Meðlimir KOS eru þeir Þröstur Þórisson á bassa, Jón Björgvinsson á trommur og Þröstur Þorbjörnsson á gítar. Nútíminn áttu stutt spjall við þá félaga og fyrst var forvitnast um þáttinn í sænska útvarpinu. „Við tókum upp „demó“ plötu hér vorið 1981 en þá voru fimm menn í hljómsvcitinni. Þröstur fór síðan með „demóið" til Svíþjóðar og í útvarpið þar og er Bent heyrði upptökuna vildi hann strax fá okkur í þáttinn sinn. Af ýmsum ástæðum gat ekki orðið af þessu fyrr en 12. maí í vor en þá varð þessi útsending gerð, og við lékum fyrir áheyrendur í einum salnum og var flutningnum útvarpað beint“ segja þeir félagar. „Þetta var í fyrsta skipti sem við komum opinberlega fram, höfðum að vísu áður leikið í fermingarveislu hér heirna". Með Þeyr á tveimur tónleikum Hljómsveitin KOS var stofnuð á s.l. sumri en hefur verið í núverandi mynd síðan um áramótin síðustu. Þeir hafa búið út í Svíþjóð um tíma og er hljómsveitin ÞEYR koma þar í tón- leikaferðalagi sínu var KOS fengin til að hita upp á tveimur tónleikum, í Gautaborg og Stokkhólmi.." nokkuð vel sótt gig bæði tvö“ segja þeir um þá tónleika. * Ur Kópavogi KOS er upprunnin úr Kópavogi og hófu þeir Jón og Þröstur Þorbjarnar tónlistarferill sinn með því að leika í Hornaflokki Kópavogs og síðar í Big Bandi undir stjórn Gunnars Ormslev. Þeir segja tónlist sína vera blöndu af öllu og þeir reyna að hafa prógramm sitt sem fjölbreyttast... „við eigum okkur enga uppáhalds tónlistarmenn. Við vorum ekki ánægðir með nýju stefnumar í rokkinu, pönk og nýbylgju og reynum að nálgast það fólk sem hætti að hlusta á lifandi tónlist er þessar stefnur komu hér upp á klakann". Allt efni þeirra félaga er frumsamið ag á Melarokki mátti heyra áhrif víða að í leik þeirra, reggae, sýrurokk og fleira. Plata í Svíþjóð? Hvað framtíðina varðar segja þeir félagar í KOS að þeir muni starfa áfram í Svíþjóð en útgáfufyrirtæki þar hefur áhuga á því að gefa út plötu með þeim.. „við höfum verið í sambandi við aðila úti um þetta mál en ekkert ákveðið er enn komið fram um hugsanlega plötu- útgáfu“. -FRI NÝTT STUÐ BLAÐ ' ■ 2. tbl STUÐ-blaðsins er komið út. i Að venju er það sneysafullt af marg- slungnu efni. Má þar til nefna: plötudéma; Ijóð; lista yfir uppáhakis- plötufsar hans Philip Lynetts söngvara rofclwveitarinnar Thin Lizzy; gltargrip við vinsælasta lagið um þessar wandir, >„Bteytthr t(mar“ með EGó; hsta yfk M vinstfhMtw |MÉMr um Dead Köwicáys, Níhm Clash, Lindsay Gooper, ftwhert Wýatt, gjafa- piötur, félaga Valdimar, selstöðuversl- un, diskómúsfk o.m.fl. Þá fylgir blaðinu afsláttarúrklippa frá hljómtækjaversluninni Steina, Skúfa- götu 61. STUÐ-Maðið er málgagn sjátfrar WjómfrtötwversltHiaiiHmar STUÐe, vett- vangs nýbylgjuanar. S'fU» Mwðtiiu er thwifc ékeypis meðat viðsfciptavhw STU©» Laugavegi 20. Steinar: Sólóplata með Jakobi Magnússyni ■ Plötuútgáfan Steinar mun í þessum mánuði gefa út nýja sólóplötu með Jakobi Magnússyni. Platan er í jazzrokk stíl, tekin upp í Bandaríkjunum en með Jakob á henni er valið lið góðra og kunnra tónlistarmanna þeirra á meðal Steve Anderson og Freddy Hubbart. Platan, sem er 33 sn lp-plata, hefur enn ekki hlotið nafn en að sögn þeirra sem heyrt hafa upptökurnar er hér á ferðinni feikigott verk af hendi Jakobs. Jakobs Magnússon dvaldi sem kunn- ugt er hérlendis í sumar og tók m.a. þátt í nokkrum Stuðmannatónleikum, þar á meðal í Atlavík sællar minningar. Hann hefur á undanförnum árum dvalið löngum í Bandaríkjunum og gefið þar út verk sín undir nafninu Jack Magnet. Samkeppnin á þeim markaði er hinsvegar geysihörð og hefur Jakob ekki enn „slegið í gegn“ eins og það kallast. - FRI ■ Jakob Magnússon. Sólóplata með honum er væntanleg í þessum mánuði. ,\i íf | fyíi \| 1] 1 |í|| :Oj mfÞm ■ Hljómsveitin Tappi tíkarrass. Spor: FYRSTA PLATA TAPPA TÍKARRASS ■ Plötuútgáfan Spor mun í þessum mánuði gefa út fyrstu plötu hljómsveit- arinnar Tappi tíkarrass og að sögn Jónatans Garðarssonar framkvæmdar- stjóra Spor er hér um fimm laga 45 sn. plötu að ræða sem hlotið hefur nafnið „Tappi tíikarrass“. Öll lögin á plötunni eru frumsamin og er sveitin sem heild skrifuð fyrir þeim öllum. Tappi tíkarrass hefur á undanförnum mánuðum skipað sér í hóp meðal þeirra bestu af nýju nýbylgjurokksveitunum hérlendis og ekki er að efa að margir bíða eftir þessari plötu þeirra með mikilli eftirvæntingu. Fyrir utan þessa plötu sagði Jónatan að Spor myndi síðan væntanlega gefa út stóra plötu með Grýlunum seinna á árinu. _ frj NÝPLATA MEZZOFORTE ■ í næsta mámiði munu Steinar gefa út nýja plötu með hljómsveitinni Mezzo- forte. Platan kemur til með að heita „Fjögur“ en hún er fjórða plata hljómsveitarinnar. Mezzoforte tók þessa plötu upp f Londou undir stjóm Geoff Calver. Þetta kemur tvímarialaust til með að verða besta ptata Mezzoforte segja iuuimtgir e» á hen»»i far* þeir mikið út í fank eins og það gerist núna á öretlandi og hefor náð miklam vinsældum. Bjöm Þórarinsson mun vera hættur í Mezzoforte en með sér í þessari nýju plötu hafa þeir félagar í sveitinni bætt við sig trompetleikara og percussion leikara. Af öðrum væntanlegum plötum hiá Steinum má nefria nýja ptótu Þú og Eg dúettsins í október og safnplötuna GlymakraMmt wm verður í stíl við Á fnliu þ.e. með basði íatenskum ag ertemfoni liatamönnum. -m

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.