Tíminn - 12.09.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 12.09.1982, Blaðsíða 30
30 SUNNXJBAtiÚá 12.SkPTEMBlEkl9S2. Varla er von á andófs- aðgerðum Tékka í bráð Lífskjörin eru bærileg og stjórnvöldin eru vel á verði, láti gagnrýni á sér kræla ■ Myndirnar eru teknar á laun í Opava-kvennafangelsinu en þar eru póHtískir fangar hafðir saman við ótinda glæpamenn. Kona sem er í einangrun hefur laumast til að fleygja bréfseðii til samfanga. Vörðurinn sér það og á neðstu myndinni tekur hann upp seðibnn. ■ „Kjallarinn" er dimm og köld kró sem er aðeins sex fermetrar. Þar eru engir gluggar og í loftinu hangir nakin Ijósapera. Á röku steingólfinu eru nokkrar fjalir. Þar á fanginn að sofa og honum er lögð tii ein þunn ábreiða. Matarskammtur hans er minni en annarra fanga. „Kjallarinn", eins og fangarnir nefna þennan stað er í virkinu Mirov við Zabreh sem verið hefur fangelsi frá því á miðöldum. I síðari heimsstyrjöldinni var þama fangelsi þýska setuliðsins. Nú er þetta það fangelsi í Tékkó- slóvakíu, þar sem vistin er allra hörðust. Þótt opinberlega eigi fangelsið ekki að rúma nema 800 fanga, kemur fyrir að þeir em 1200. Hér hefur vélaverkfræðingurinn Peter Uhl fengið að dúsa frá því í janúar 1980. Hann var félagi í mannréttindasamtök- unum „Carta 77“ og í október 1979 var hann dæmdur til fimm ára fangelsis- dvalar fyrir undirróðursstarfsemi. Þessi fjandmaður ríkisins er brotinn niður kerfisbundið. Aftur og aftur er honum stungið í „Kjallarann" og markmið Moraveks fangelsisstjóra er það að buga fangann niður andlega og líkamlega. Hann hefur tilkynnt vörðum snum: „Það er ekki ætlunin að hann losni úr kjallaranum meir.“ Vegna hinnar óbærilegu meðferðar í Mirov fangelsinu frömdu þar þrír fangar sjálfsmorð á árinu 1980. Fari svo að Peter Uhl lifi af meðferðina í fangelsinu má hann reikna með því að ekki líði á löngu frá því er honum verður sleppt,að hann verði settur inn að nýju, nema hann kjósi að fara í útlcgð, líkt og þúsundir manna á undan honum. Hver sá sem ætlar að fara í heimsókn á fyrstu hæð hússins númer 2 við Jeronymovastræti í Prag og hringir þar dyrabjöllunni, verður að vera við því búinn að þurfa að bíða. Njósnari mun hafa gætur á honum á meðan. Það er ekki fyrr en búið er að snúa þrem lyklum sem dymar opnast. Þá birtist 54 ára gömul kona, grá fyrir hærum og býður gestinum inn í lítið herbergi og þarf að fara í gegn um eldhúsið, til þess að komast þangað inn. Hún biðst af- sökunar á töfinni. Töfin hefur þó þann kost að væru óboðnir gestir á ferðinni mætti fást trhi til þess að fleygja einhverjum óþægilegum sönnunargögn- um í eldinn. Anna Marvanóvá er einn þriggja talsmanna mannréttindahreyfingarinn- ar „Charta 77“. Þetta kvöld eru hún og maður hennar upptekin við vinnu sína. Þau raða frímerkjum frá Mósambik í sellófanumslög fyrir frímerkjasala og þéna á þann hátt sem nemur 1300 ísl. krónum á mánuði. Andstaðan er brotin niður í fæðingu Heimili þeirra er vaktað og síminn hjá þeim er hleraður og Önnu er fylgt eftir á ferðum hennar. Anna Marva- nová, sem frá 1948-1969 var félagi í kommúnistaflokknum og fréttamaður við útvarpið er nú talin fjandmaður ríkisins. Þegar „Vorið í Prag“ var á enda þurfti hún að fara að vinna fyrir sér sem bréfberi og við diskþvott. Frá þvf í janúar á þessu ári hefur hún verið talsmaður „Charta 77“. Frá þeim tíma hafa þau hjón þurft að þola ofsóknir öryggislögreglunnar. Tengdasonur hennar missti atvinnuna. Honum hefur verið hótað fleiri kárínum, ef hann ekki hættir að hafa samband við tengdamóð- ur sína. Eftir að sá blaðamaður þýska tímarits- ins STERN, sem þessi grein er eftir, heimsótti Önnu, var síma hennar lokað. Hún var tekin föst og yfirheyrð, en látin laus daginn eftir. Þegar eftir verkföll Samstöðu í Pól- landi og herlögin þar, herti tékkneska stjórnin á andstöðuöflum í landi sínu. Það var gert með handtökum, yfir- heyrsium, pyndingum, réttarhöldum og þungum fangelsisdómum. Þannig hefur verið reynt að kæfa alla andstöðu í fæðingu. Eftir að tékkneskir tollverðir lögðu hald á franskan bíl við austurrísku landamærin, sem hafði meðferðis rit ýmissa útlaga, tímarit og segulbönd með andróðri, voru 36 manns tekin föst og 15 af þeim dæmd fyrir undirróðursstörf en 8 settir í hald til rannsóknar. Þeirra á meðal voru rithöfundurinn Eva Kanturkova, blaðamaðurinn Karel Kyncl og vísindamennirnir Jan Mlyn- arik, Milan Simecka, Jan Ruml og Jiri Ruml. Fimm af þessum voru látin laus eftir 11 mánuði, tvö eftir 13 mánuði og einn er enn í fangelsi.í júlí 1981 var talsmaður „Carta 77“ Rudolf Battek, dæmdur í sjö og hálfs ára fangelsi fyrir andbyltingarstarfsemi. Allir hinna á- kærðu verða fyrir stöðugum ofsóknum og afskiptasemi æ síðan, en einn þeirra er fyrrum utanríkisráðherra Tékka, Jiri Hajek. f október í fyrra réðust lögreglumenn á félaga í samtökunum „Carta 77“ Zino Frevndovu á heimili hennar, börðu hana, tröðkuðu á henni og spörkuðu í hana, slógu höfði hennar við vegginn, klipptu af henni hárfléttumar og sviptu utan af henni náttskyrtunni. Við yfirheyrslur voru þeir andófs- mennimir Zbynek Benysek, Petr Pospichal, Václav Malý og þeir söng- vararnir Karel Soukup og Vlastmil Tresnak lamdir sundur og saman og pyntaðir með eldspýtum og brennandi sígarettum. Þann 14. desember, degi eftir að herlög voru sett á í Póllandi, bmnaði bíll að húsinu Slovenska Ulice 11 í Prag. Stukku út lögreglumenn undir stjórn Karban yfirliðsforingja og mddust inn í íbúð heimspekingsins dr. Ladislav Hejdanek. Þar vom komnir saman þátttakendur í vísindalegu námskeiði, sem nú voru teknir fastir og yfir- heyrðir 24 stundir. Á ámnum 1968-1971 hafði Hejdanek unnið hjá Heimspekistofnuninni í Prag við vísindarannsókir. Eftir að honum var bolað burtu úr samfélagi vísinda- manna hefur hann unnið í fimm ár sem næturvörður og í sex ár sem kyndari. Sem aðstoðarverkamaður þénar hann nú um 4000 ísl. krónur á mánuði. Kona hans, sem áður vann að samningu kennslubóka, fékk eftir langa mæðu stöðu sem ritari. En þrátt fyrir allt þetta andstreymi gefst Haydanek ekki upp og heldur áfram fyrirlestmm sínum. Dómur hans yfir stjórnvöldunum er óvægur: „Þetta er ríki tækifærissinna og ég sel mig þeim ekki.“ Hreyfingin „Charta 77“ sem í eru umbótasinnaðir kommúnistar, og kristn- ir menn er á margan hátt merkileg en ekki ættu menn að gera of mikið úr gildi hennar. Til þess að skapa virka andstöðu í Tékkóslóvakíu þyrfti meira skipu- lagningarstarf fyrst og fremst... En það em ekki aðeins rithöfundar og vísindamenn, sem síðustu áratugina hafa þurft að líða vegna ofsókna yfirvaldanna, kaþólska kirkjan og henn- ar fólk hefur líka fengið sinn skammt. Yfirvöld í Prag sáu þegar ummerki um óheillavænleg áhrif kirkjunnar, þegar verkfallið var gert í Lenin-skipa- smíðastöðinni í Danzig árið 1980. Kirkjan-áreiðanlegur bandamaður Að undirlagi Vasil Bilak, hug- myndafræðings flokksins hófst nú herför gegn kristnum mönnum. Meðal margra sem fengu að kenna á því vom þeir jesúítinn Frantizek Lizna og dóminikaninn Jaroslav Duka, sem lýst var yfir að væm þjóðinni fjandsamlegir. í janúar sl. var Lizna dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir að hafa sent tveimur kaþólskum prestum í V-Þýska- landi bæklinga (6 eintök) sem lýstu kjörum kirkjunnar í Tékkóslóvakíu. Duka hlaut 15 mánaða fangelsi og var honum gefið að sök að hafa haldið guðsþjónustu án opinbers leyfis, dreift trúarlegum ritum og viljað koma reglu dóminikana á fót að nýju. Slóvakiskur prestur, Premysl Confal, var drepinn í fangelsi í Bratislava, Pressburg. Til þess að réttlæta þessa hörðu dóma minna tékknesk blöð í sífellu á afturgöngu hinnar „leynilegu kirkju“. Aðalmálgagn slóvakiska kommunista- flokksins „Pravda“, hefur í leiðara minnt á að hinn pólitíski armur kirkjunnar hafi sótt í sig veðrið og hafi 1 hyggju að útbreiða í landinu aftur- haldsskoðanir. Segir þar að „reglu- bræður" sem gegna borgaralegum störf- um leggi sig í framkróka að afvegaleiða ungt fólk inn á brautir dulfræði og rómantfkur, þar sem ungmennin séu ekki fær um að átta sig á hvað hér er á ferð. Páfanum er ætlað að hann reyni að grafa undan grundvelli sósíalistiskra ríkja. Annars hefur kaþólska kirkjan í öðrum löndum austantjalds en í Pól- landi valdið stjómvöldum litlu hugar- angri. Meðan nasistar hersátu þessi lönd höfðu kirkjunnar menn mjög hægt um sig og sumir játuðu opinberlega hollustu sína við stjóm þeirra. Samt skal því ekki gleymt að hundruð kaþólikka voru handsamaðir og fluttir til Dachau frá Tékkóslóvakíu og snem aðeins fáir til baka. Það var ekki fyrr en kirkjan varð sjálf fyrir ofsóknum valdsins að minni- hlutahópar tóku hana í trúnað sinn. Eftir að kaþólskar klausturreglur vom leystar upp í Tékkóslóavakíu árið 1950 og munkar og nunnur látin gerast verkamenn og hjúkranarkonur, var komið á fót stofnun sem nefnist „Pacem in terris" undir eftirliti ríkisins. Þannig gat ríkið ráðið því hverjir skipaðir vora í biskupsembætti og takmarkaði trúar- iðkun með margvíslegu móti, en þeir prestar sem ekki vora nægilega auð- sveipir vora beittir margskonar harð- neskju. Fjöldi háttsettra kennimanna hefur nú engan starfsvettvang og í prestaskólunum tveimur, sem enn era eftir í landinu og era í Bratislava og Litomérice era aðeins fáeinir nemendur við nám Samkvæmt upplýsingum frá reglu Fransiskusarbræðra, sem starfa í leynd- um í Prag er agentum leynilögreglunnar um þessar mundir sigað að leynilegum hópum trúmálalegs eðlis, sem starfa neðanjarðar. Er slíka hópa einkum að finna meðal stúdenta. Er öllum tiltækum meðulum nýjustu njósnatækni beitt til þess að hafa uppi á prestum sem á laun hafa tekið vígslur. Þjóðin, -áhugalaust og bugað fólk Pólitísk og trúarleg andstaða hefur hlotið stóram minni hljómgrunn meðal Tékka en á meðal Pólverja. { Póllandi tókst félögum KOR hreyfingarinnar með gagnrýni sinni á spilltan kommúnistaflokk að tendra þann neista sem leiddi til víðtækra verkfalla og stofnunar óháðu verka- lýðsfelaganna „Samstöðu". Gagn- rýnendur Kerfisins í Tékkóslóvakíu hafa til þessa aðeins hlotið takmarkaðan hljómgrann. Þegar „Vorinu í Prag“ var lokið varð slíkt bakslag að það náði inn í einkalíf fólks. Menn misstu áhugann á stjómmálum og þar sem lífskjör vora fremur góð og fá mátti á „svarta markaði" það sem ekki fékkst í almennum verslunum, þótti vænlegra að hafa hljótt um sig. Menn gátu meira að segja skroppið vestur yfir landamærin,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.