Fréttablaðið - 10.01.2009, Qupperneq 16
16 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Carsten Valgreen skrif-
ar um efnahagsmál
Í mars árið 2006, í mínu fyrra starfi sem aðal-
hagfræðingur Danske
bank, tók ég þátt í að
skrifa rannsóknarskýrslu
um uppsveifluna á
Íslandi. Í skýrslunni,
„Geyser Crisis“, voru dregnar upp dökkar
framtíðarhorfur fyrir Ísland og rök færð
fyrir því að niðursveifla væri óhjákvæmi-
leg og alvarleg fjármálakreppa raunhæfur
möguleiki.
Hörð viðbrögð og gagnrýni Íslendinga
Á þessum tíma sætti skýrslan harðri gagn-
rýni frá ýmsum aðilum á Íslandi. Íslensku
viðskiptabankarnir gáfu út nokkrar skýrsl-
ur til mótvægis við niðurstöður okkar og
færðu rök fyrir því að grunnstoðir íslenska
hagkerfisins væru traustar til langs tíma
litið. Nefnt var hátt menntunarstig, mikil
atvinnuþátttaka og vaxandi fólksfjöldi (sem
allt er hárrétt en málinu óviðkomandi). Við-
brögð af hálfu bankanna voru að sumu leyti
skiljanleg. Þá þegar áttu þeir í erfiðleikum
með að endurfjármagna skuldavafninga (e.
securitized debt) á evrópskum mörkuðum
og þurftu síst á gagnrýnum skýrslum að
halda, sem fældu frá hugsanlega erlenda
fjárfesta.
Það sem kom mér mest á óvart voru við-
brögð yfirvalda á Íslandi. Fjármálaráðu-
neytið sá ástæðu til, og taldi innan síns
verkahrings, að gefa út fréttatilkynningu
þar sem færð voru rök fyrir því að farið
væri rangt með staðreyndir í skýrslunni
(þar voru ein smávægileg mistök sem við
leiðréttum með glöðu geði en höfðu engin
áhrif á niðurstöður hennar). Forsætisráð-
herrann gagnrýndi skýrsluna og Danske
Bank á opinberum vettvangi. Að auki fann
Viðskiptaráð Íslands sig knúið til þess að
ráða prófessor Frederick Mishkin og dr.
Tryggva Þór Herbertsson til þess að skrifa
skýrslu um fjármálastöðugleika á Íslandi,
sem í grundvallaratriðum gaf til kynna að
spá okkar um kreppu væri orðum aukin.
Á þessum tíma var ég orðlaus yfir við-
brögðum yfirvalda á Íslandi og þau sann-
færðu mig um að hagkerfið stæði enn verr
en ég hafði gert mér í hugarlund þegar
verið var að skrifa skýrsluna. Þetta kom
mér þannig fyrir sjónir að allir, þar með
talið allir embættismenn, væru staðráðnir í
að taka ekki á ástandinu á yfirvegaðan og
hlutlægan hátt. Þess í stað gáfu viðbrögð
flestra , meðal annars opinberra stofnana,
glögglega til kynna útbreidda hjarðhegðun
og hugarfar sem einkenndist af „við á móti
þeim“ viðhorfi.
Mikil innbyrðis tengsl
Ísland er lítið, einsleitt samfélag þar sem
innbyrðis tengsl eru mikil. Þetta er bæði
mikill styrkleiki og veikleiki. Þetta er rót
kreppunnar. Slík samfélagsgerð virkar
næstum eins og fjölskylda eða eitt fyrir-
tæki. Útilokun tiltekinna vandamála og
ákvörðun um að þagga þau niður þróast
mjög auðveldlega, og af því leiðir að erfitt
er að grípa inn í þegar þau hafa hreiðrað um
sig.
Styrkleikar þessarar samfélagsgerðar
munu hinsvegar koma í ljós þegar íslenskt
samfélag siglir í gegnum kreppuna og rís
upp á ný eftir nokkur ár. Eigi styrkleikinn
aftur á móti að vara, og ef komast á í veg
fyrir miklar sveiflur í efnahagslífinu og
kreppur á næstu árum verða Íslendingar að
huga vel að því hvernig byggja má upp betri
stofnanir innan samfélagsins.
Vanvirkt umhverfi og brostið traust
Áður en kreppan skall á leit út fyrir að
íslenskt þjóðfélag byggi yfir nútímalegu,
vel virku og þróuðu fjármála- og stofnana-
umhverfi, sjálfstæðum seðlabanka, eftir-
litsaðilum og svo framvegis. Kreppan hefur
aftur á móti leitt í ljós vanvirkni þessa
umhverfis. Sem dæmi má nefna að það að
hafa fyrrverandi forsætisráðherra sem for-
mann bankastjórnar Seðlabanka Íslands
hefur valdið stórslysi og í ljós hefur komið
að Seðlabankanum er verr stjórnað og er
ósjálfstæðari en hann ætti að vera.
Lengi vel eftir að kreppan skall á ríkti
afneitun á þeirri stöðu sem upp var komin
og óskhyggja um að hlutirnir myndu redd-
ast. Sem dæmi má nefna óskipulegt ferli við
þjóðnýtingu Glitnis og tilkynninguna frá
Seðlabanka Íslands hinn 7. október um lán
upp á fjóra milljarða evra frá Rússlandi,
sem síðar reyndist ekki vera fyrir hendi.
Gengi íslensku krónunnar var fest við evr-
una og entist sú aðgerð í einn dag. Þá voru
stýrivextir lækkaðir 15. október um 3,5%,
úr 15,5% í 12%, og síðan hækkaðir aftur um
6% 28. október, eða upp í 18%. Viðbrögð
íslenskra stjórnvalda í kjölfar kreppunnar
voru mjög tilviljanakennd og svo virtist
sem þau hefðu enga áætlun. Ég held að það
hafi í raun og veru verið ástæða þess að
önnur lönd töldu nauðsynlegt að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn mætti fyrstur á vett-
vang til að hafa yfirumsjón með nauðsyn-
legum aðgerðum. Það var ástæða þess að
bresk stjórnvöld brugðust of hart við og
frystu eignir íslensku bankanna. Því var
einfaldlega ekki lengur treyst að íslensk
stjórnvöld gætu brugðist við kreppunni og
óttast var að alþjóðlegum lánum yrði eytt í
óraunhæf og röng stefnumál.
Uppbygging stofnana samfélagsins
Hvers vegna tókst opinberum stofnunum
svona illa upp? Að mínu áliti er engin ein
ástæða fyrir því. Íslendingar þekkja óða-
verðbólgu vel; hún geisaði á Íslandi á átt-
unda áratugnum og einnig var verðbólga
mikil nú áður en krónan hrundi. Þetta end-
urspeglar í sjálfu sér samfélag, stofnanir
og stjórnmálakerfi sem á erfitt með að sníða
sér stakk efir vexti. Það skortir sárlega
aðskilnað valds, að miklu leyti vegna smæð-
ar landsins og mikilla innri tengsla í samfé-
laginu. Að þessu leyti er fjármálakreppan
nútímaleg holdgun gamals vandamáls á
Íslandi, uppbyggingar stofnana samfélags-
ins. Ég gæti bætt því við að Færeyjar hafa í
gegnum tíðina átt við svipuð vandamál að
stríða (sem hefur stundum endað með því
að danska ríkið hefur þurft að borga reikn-
inginn).
Stærð bankakerfisins meginvandamálið
Að taka upp evruna er ekki lausn á öllum
vandamálum. Bankarnir hefðu hrunið jafn-
vel þótt Íslendingar hefðu haft evruna.
Meginvandamálið var ekki myntin eða hag-
kerfið, heldur bankarnir sjálfir. Þeir leyfðu
sér − og var leyft − að stækka efnahags-
reikning sinn miklu meira en íslensk stjórn-
völd gátu nokkurn tíma ábyrgst, án þess að
þau gripu til annarra aðgerða en að vernda
þá gegn gagnrýnum spurningum. Fyrir
tveimur árum hitti ég einn af framkvæmda-
stjórum Landsbankans. Ég spurði hann
hvort stjórnendur bankans litu á hann sem
„vaxtarfyrirtæki“. Hann sagði að svo væri,
mjög svo. Mín reynsla er hins vegar sú að
„vöxtur“ hjá bönkum merkir að öllu
óbreyttu einhvers konar dulbúna „skuld-
setningu“. Aukin skuldsetning bankanna,
hvað svo sem hún var kölluð, reyndist mjög
hættuleg íslensku hagkerfi, einmitt vegna
þess að hún var að mestu leyti fjármögnuð
með fé í erlendri mynt. Þetta þýddi að
íslenska ríkið gat ekki lengur staðið á bak
við bankana ef til bankakreppu kæmi. Af
því leiddi að bankarnir urðu tilvalin fórnar-
lömb alþjóðlegs bankaáhlaups. Þó að mynt
hagkerfisins hefði verið evra hefði það ekki
komið í veg fyrir áhlaupið.
Ekki er svo að skilja að íslenska krónan
hafi ekki valdið neinum vandræðum. Ofmet-
in krónan jók augljóslega kaupmátt neyt-
enda og háir stýrivextir gerðu það fýsilegt
fyrir þá að taka lán í erlendri mynt, sem olli
því að gjaldeyriskreppan í kjölfar falls
bankanna bitnaði harkalega á íslenskum
neytendum.
Nauðsynlegar aðgerðir
Íslendingar verða nú að finna leiðir til að
byggja upp betri stofnanir fyrir framtíðina.
Í fyrsta lagi verður Seðlabankinn að öðlast
fullt sjálfstæði. Þá hefð að koma stjórn-
málamönnum fyrir í stjórnendastöðum
verður að rjúfa. Í öðru lagi þarf að fela hluta
af fjármálaregluverkinu og eftirliti með
fjármálakerfinu alþjóðlegum stofnunum,
eða stofnunum í öðrum löndum, til þess að
skapa þá fjarlægð sem oft er erfitt að ná á
Íslandi. Þessu mætti til dæmis ná fram með
því að ráða utanaðkomandi aðila til að stýra
Seðlabankanum og fjármálaeftirliti. Fag-
fólk væri að verki sem ekki ætti starfs-
frama sinn undir stjórnmála- eða viðskipta-
legum hagsmunum á Íslandi. Í þriðja lagi
verður að afnema verðtrygginguna svo að
endanlega sé hægt að uppræta verðbólguna
úr hagkerfinu. Þetta gæti falið í sér bann
við nýjum verðtryggðum lánum og tak-
markaðan aðgang neytenda að erlendum
lánum. Síðan þegar innlendum stofnunum
og verðbólguvæntingum hefur verið komið
í eðlilegt horf er hægt að fara að hugleiða
upptöku evrunnar. Það er þó ekki víst að
þess þurfi. Það er ekki ljóst hvers vegna
lítið, mjög opið hagkerfi, þar sem stór hluti
af útflutningi er vörur en ekki þjónusta,
ætti að taka upp alþjóðlega mynt.
Ef ekki verður gripið til þessara aðgerða
óttast ég að lærdómurinn sem draga má af
þessari kreppu fari í súginn og ný holdgun
hennar líti dagsins ljós eftir tíu til fimmtán
ár.
Höfundur er fyrrverandi aðalhagfræðingur
Danske Bank og núverandi meðeigandi í
Benderly Economics.
Hvernig á að endurreisa íslenskt efnahagslíf?
CARSTEN
VALGREEN
Síðan þegar innlendum stofnunum og
verðbólguvæntingum hefur verið komið
í eðlilegt horf er hægt að fara að hug-
leiða upptöku evrunnar. Það er þó ekki
víst að þess þurfi.
BETRI STOFNANIR „Íslendingar verða nú að finna leiðir til að byggja upp betri stofnanir fyrir framtíðina“, segir greinarhöfundur meðal annars.