Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.01.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.01.2009, Qupperneq 24
 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR UPPELDI FYRIR UMHVERFIÐ M eginboðskapur bókarinnar er kannski að það er hægt að draga úr neyslunni. Það er alveg hægt að búa vel að börnum án þess að missa sig í neyslu,“ segir Katrín Jakobsdóttir alþingismaður, umverfissinni og síðast og alls ekki síst móðir tveggja drengja, þriggja og eins árs. Katrín bendir á að foreldrar séu mikill neytendahópur, þeir kaupi bleiur, föt, dót og ýmsa hluti sem taldir eru bráðnauðsynlegir fyrir börn, en eru það kannski ekki þegar betur er að gáð. „Í bókinni er svolít- ið verið að velta vöngum yfir því hvað sé nauðsynlegt, hvað hægt er að fá lánað og hvað er endurnýtan- legt.“ Katrín segir bókina hafa fengið þau Gunnar til þess að velta fyrir sér hlutum sem þau höfðu ekki spáð í áður. „Til dæmis tillögum að nátt- úrulegu hreinsiefni,“ segir Katrín sem leggur áherslu á að þó að þau hjónin séu miklir umhverfissinnar þá séu þau ekki fullkomin í umverf- isvæna uppeldinu frekar en nokkur annar. „Við erum ekki fyrirmynd- arforeldrar, erum ósköp venjulegir Íslendingar.“ Meðal þess sem Katrín og Gunn- ar hafa tileinkað sér er kemur að umhverfisvænu uppeldi er að fá eins mikið lánað á drengina sína og kostur er. „Við fáum mjög mikið lánað af fötum hjá ættingjum, nán- ast allt nema skó og utanyfirklæðn- að. Við höfum ekki verið hrædd við það. Við höfum fengið lánað rúm líka og vagn. Svo höfum við notað taubleiur að einhverju leyti, að minnsta kosti á meðan við vorum í fæðingarorlofi.“ Katrín bendir foreldrum á, sem hafa hug á umhverfisvænna upp- eldi, að leita eftir merkingum um að vörur séu umhverfisvænar, til dæmis sé hægt að fá umhverfis- vænar pappírsbleiur. „Svo er mjög gott í bókinni að það er bent á ljós- grænar, grænar og dökkgrænar leiðir í uppeldinu, það eru sem sagt ábendingar um umhverfisvænar leiðir sem ganga mislangt, fólk getur stigið smáskref eða gengið alla leið eins og að nota taubleiu eða sofa á hálmdýnu. Og hún er hvetjandi en ekki fordæmandi sem er mikilvægt.“ Mikil ofgnótt af leikföngum ein- kennir mörg íslensk barnaheimili og segir Katrín þarft að velta dót- inu og því magni sem þar fyrir- finnst aðeins fyrir sér. „Tilhneigin- gin er sú að kaupa mikið dót handa börnum, það þykir flestum svo gaman að kaupa dót og auðvitað verða börn voða glöð þegar þau fá dót. Svo má alltaf velta fyrir sér af hverju börn hafa gaman, mörg börn hafa jafn gaman af tómri dollu sem hringlar í og dóti.“ Bókin, sem er bresk, er miðuð við breska hugmyndafræði en Katrín segir þau hafa reynt að stað- færa og laga að íslenskum aðstæð- um eftir föngum. „Við bendum til dæmis á sóunina á Íslandi en það hafa verið gerðar kannanir sem sýna að Íslendingar henda miklu af mat og reyndar líka af snyrtivör- um.“ Katrín bendir á að fólk sem eignast börn endurskoðar gjarnan lífið, er ekki eins og áður. „Það hafa kannski verið alls konar kröf- ur um neyslu sem eru ekki endi- lega frá börnunum sjálfum komn- ar, eins og um sjónvarp í hvert herbergi. Það er kannski kominn tími til að endurmeta það og hugsa hvort það sé endilega það besta.“ sigridur@frettabladid.is Erum ósköp venju- legir foreldrar Hjónin Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Örn Sigvaldason reyna að hafa um- hverfisvænar venjur að leiðarljósi í sínu uppeldi. Þau þýddu í sumar bókina Uppeldi fyrir umhverfið sem hvatti þau til að endurskoða neysluvenjur sínar. ÞRÍR FJÓRÐU FJÖLSKYLDUNNAR Illugi eins árs, Gunnar Örn og Katrín. Eldri sonurinn Jakob var á leikskólanum þegar myndin var tekin. Fréttablaðið/GVA Í bókinni Uppeldi fyrir umhverfið er að finna ýmsar hagnýtar uppástungur að grænu uppeldi. Hér á eftir er bent á góð ráð að grænu uppeldi sem er að finna í bókinni og eru þau af fjölbreytilegum toga sem sjá má. GRUNDVALLARATRIÐI Það er mjög einfalt að verða grænni. Hver og einn þarf einfaldlega að nota færri vörur. Draga úr, nota aftur og endurvinna er mantra grænna for- eldra. Þeir sem eru dökkgrænir bæta við afþakka og gera við. HREINGERNING Vistvænustu hreingerningarefnin eru ef til vill til nú þegar í eldhúshillun- um, sem dæmi má nefna: Borðedik - þynnið það með vatni til að þrífa borð, gler og flísar eða notið óblandað til að losa stíflur í sturtu og vaski. Sítrónusafi - Látið drjúpa á borð- plötu og skurðarbretti til að losna við fitu. Matarsódi - Blandið með vatni og þrífið vaska og baðker. Krydd - Látið handfylli af kryddi malla til að fá ilm á heimilið (neg- ulnagla, kanel, ferska engiferrót svo dæmi séu tekin. BLEYJUR Það kostar fimm sinnum meiri orku að framleiða pappírs- bleyju en taubleyju kemur fram í bókinni en bent er á þrjár mis umhverfisvænar leiðir í bleyjumálunum í bókinni. Ljósgrænt - Pappírsbleyjur sem brotna niður í umhverfinu Grænt - Taubleyjur sem þvo á með vistvænu þvottaefni í A-merktri þvottavél. Hengdar til þerris en ekki settar í þurrkara. Dökkgrænt - Nota bleyjur eins sjaldan og hægt er, slást þannig í för með bleyjufrelsishreyfingunni sem gengur út á að stúdera venjur barnsins og svipbrigði og hljóð sem gefa til kynna hvað er á leiðinni. LEIKFÖNG Mikið leikfangaflóð einkennir mörg barnaheimili og næsta víst að leikföngin eru af mjög misjöfnum gæðum. Mælt er með tréleikföngum eða heimatilbúnum, og mjög gjarnan notuðum. Eiguleg notuð leikföng eru að mati bókarhöfunda: Legó, Playmóbíl, Käthe Kruse-brúður sem eru handgerðar trébrúður, Bríó-lestir, Ikea-leikföng, dúkkuhús, virki eða brúðuleikhús úr tré, byggingardót úr málmi. AGA Gasol® 15-21 Afgreiðsla ÍSAGA, Breiðhöfða 11, er opin virka daga frá kl. 8 til 17. Þú færð allar nánari upplýsingar um AGA Gasol hylkin, þrýstiminnkara, slöngur og sérlausnir hjá umboðsmönnum okkar og í þjónustuveri ÍSAGA í síma 577 3000. Þú s ér ð in ni ha ld ið ! IS A -3 4 4 – ÍD E A g rafísk h ö n n u n Heimsend ingarþjónu sta NÝR Alla daga afgreiðslu tími heimsend ingarþjónu stu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.