Fréttablaðið - 10.01.2009, Page 46

Fréttablaðið - 10.01.2009, Page 46
 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR ROD STEWART SÖNGVARI FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1945. „Elvis var kóngurinn, engin spurning um það. Fólk eins og ég, Mick Jagger og allir hinir höfum einungis fylgt í fótspor hans.“ Rod Stewart er breskur rokk- söngvari sem hefur gert það gott í marga áratugi. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Teits Magnússonar skipstjóra, Kirkjulundi 8, Garðabæ. Guðný Sæmundsdóttir Margrét Teitsdóttir Jón Ásgeir Eyjólfsson Magnús G. Teitsson Erla S. Ragnarsdóttir Oddný S. Teitsdóttir Ari F. Steinþórsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ingólfur Hallsson Steinkirkju, Fnjóskadal, síðast til heimilis að Þórunnarstræti 108, Akureyri, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri þriðju- daginn 6. janúar. Útförin fer fram í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 15. janúar kl. 10.30. Hann verður jarð- sunginn í Illugastaðakirkju kl. 13.00 sama dag. Lovísa Emilía Sigurbjörnsdóttir Ólöf Erla Ingólfsdóttir Matthías Páll Matthíasson Gunnar Hallur Ingólfsson Auður Snjólaug Karlsdóttir Elín María Ingólfsdóttir Guðmundur Breiðdal Ásta Emma Ingólfsdóttir Jóhannes Hilmisson Eiður Björn Ingólfsson Sigurjóna Björk Andrésdóttir Sigurður Óli Ingólfsson Hulda Olsen Jón Guðlaugsson Hanna Stefánsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán G. Pétursson Tröllagili 14, Akureyri, sem andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 3. janúar, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju þriðju- daginn 13. janúar klukkan 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á að láta Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis njóta þess. Kristbjörg Magnúsdóttir Helgi Magnús Stefánsson Helga Kristjánsdóttir María Sigurbjörg Stefánsdóttir Leiknir Jónsson Svandís Ebba Stefánsdóttir Jóhannes Páll Héðinsson Anna Kristín Stefánsdóttir Anfinn Heinesen barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir sýnda vináttu og samúð við fráfall Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á deild 3 B á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Guðrún Erlendsdóttir Ólafur Arnarson Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Guðrún Sesselja Arnardóttir Jóhann Sigurðarson Jóhanna Vigdís Arnardóttir Þorsteinn Guðbjörnsson og barnabörn. Afmæli Innilegar þakkir fyrir ótal góðar kveðjur, g jafi r og hlýju mér sýnda á afmæli mínu, 7. desember sl. Sérstakar þakkir til Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og stjórnanda, Olivers Kentish, fyrir fl utning á hljómsveitarverki mínu ,,Eldi“ í Fella- og Hólakirkju á afmælisdaginn. Einnig vildi ég þakka Ara Alexander Ergis og tengdasyni mínum, Valgarði Egilssyni, fyrir gerð heimildamyndar um líf mitt og starf, sem veitti mér ómælda ánæg ju. Fjölskyldu minni þakka ég ómetanlegan stuðning. Lifi ð heil! Jórunn Viðar, Laufásvegi 35, Reykjavík. 90 ára afmæli Guðbjörg Salóme Þorsteinsdóttir Pólgötu 6, Ísafi rði, varð níræð fi mmtu- daginn 8. janúar. Í tilefni afmælisins er opið hús fyrir vini og vandamenn í dag laugard- ag þann 10. janúar milli kl. 15.00 og 18.00 í Borgum, safnaðarheimili Kópavogskirkju. Næg bílastæði við kirkjuna. Verið velkomin. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhannes Pétur Sigmarsson Borgarvegi 20A, Njarðvík, áður Hilmisgötu 1, Vestmannaeyjum, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Helga Jóhannesdóttir Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir Sigmar Jóhannesson og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðrúnar Sigurðardóttur frá Rauðuskriðu, Byggðavegi 137, Akureyri. Gestur Hjaltason Hulda Gestsdóttir Sigurður Gestsson Kristín Kristjánsdóttir Hjalti Gestsson Aníta Júlíusdóttir Sverrir Gestsson Hrefna Óladóttir ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður og tengdaföður, Þorfinns Jóhannssonar Daggarvöllum 4b, 221 Hafnarfirði. Ingibjörg Gígja Karlsdóttir Karl Jóhann Valdimarsson Erla Þóra Óskarsdóttir Jóhann Þorfinnsson Hafdís Erlingsdóttir Anna Kristín Þorfinnsdóttir Inge Poulsen Björn Þorfinnsson Þorgerður Hafsteinsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Úlfar Guðmundsson húsasmíðameistari, lést á heimili sínu 2. janúar síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 15.00. Gyða S. Hansen Anna Kristín Úlfarsdóttir Guðmundur Örn Úlfarsson Jóna Dagbjört Dagsdóttir Alda Gyða Úlfarsdóttir og barnabörn. 100 ára afmæli Svanlaug Einarsdóttir Birkimörk 8 Hveragerði, áður Fannborg 1 Kópavogi, varð 100 ára á jóladag 25. des. 2008. Vegna lasleika gat hún ekki tekið á móti gestum þá en býður nú til kaffi veislu á Hótel Örk í Hveragerði sunnudaginn 11. jan. milli kl. 15 og 17. Ætting jar og vinir eru hvattir til að koma og gleðjast með henni vegna þessara tímamóta. Svanlaug afþakkar allar g jafi r, en það myndi gleðja hana ef þess í stað væri gefi ð til líknarfélaga í hennar nafni eða í söfnunarbauk sem verður við gestabókina og rennur til framtaksins „Vatn handa öllum“. timamot@frettabladid.is „Athyglin er svo mikil að mér líður eins og rokkstjörnu,“ segir Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari hlæjandi þegar í hann næst. Hann kveðst vera í helgarhoppi á land- inu og síminn hans hafi byrjað að hringja um leið og hann sté niður úr flugvélinni. Ögmundur Þór hlaut í gær 500.000 króna styrk úr tón- listarsjóði Rótarýs árið 2009. Afhendingin fór fram á árleg- um stórtónleikum Rótarýumdæmisins á Íslandi sem haldnir voru í Salnum og verða endurteknir í dag vegna mikillar að- sóknar. Ögmundur Þór leikur þar dúó með Melkorku Ólafs- dóttur flautuleikara sem fékk einmitt Rótarýstyrkinn í fyrra en sjóðurinn hefur jafnan látið sér annt um ungt og eljusamt tónlistarfólk. Ögmundur Þór er fæddur 1980 og byrjaði ellefu ára að læra á gítar í Tónlistarskóla Kópavogs. Eftir útskrift með láði vorið 2000 lá leiðin til Barcelóna á Spáni í framhaldsnám og síðar til Salsburg í Austurríki í háskóla sem kenndur er við Mozart. Þar lauk hann meistaragráðu síðastliðið vor með hæstu einkunn. Auk þess hefur Ögmundur Þór sótt fjölda námskeiða hjá frægum gítarleikurum, farið með sigur úr alþjóðlegum gítarkeppnum og hlotið fleiri viðurkenningar. Hann kveðst hafa alist upp við tónlist og verið ungur þegar hann valdi gítarinn. „Það var gítar á heimilinu. Pabbi spilaði trúbadorlögin, Bob Dylan og eigin tónsmíðar og ég var hugfanginn af þessu hljóðfæri strax frá unga aldri,“ segir Ögmundur Þór sem er nýlega sestur að í Berlín þar sem hann starfar sjálfstætt sem tónlistarmaður. „Ég kenni við tvo tónlistarskóla og er að bæta þeim þriðja við mig,“ segir hann og kveðst líka láta sig dreyma um að vinna í kammerhóp. Fram undan eru auk þess litlir portretttónleikar í Berlín. „Ég var að velja gítar fyrir annan tónlistarskólann sem ég vinn í og verslunarmaðurinn sem heyrði mig spila bað mig að halda tónleika í búðinni,“ segir hann brosandi. „Ég ætla að skipuleggja þá eins vel og ég get. Bjóða gömlum gítarrefum og tónleikahöldurum.“ Draumur Ögmundar Þórs er að halda stóra tónleika með íslenskri tónlist fyrir einleiksgítar. „Karólína Eiríksdóttir tónskáld samdi sónötu í fyrra sem ég hef spilað í París en er ekki búinn að frumflytja hér á landi,“ bendir hann á. Kveðst hafa verið boðinn á Myrka músíkdaga en þeir hafi því miður verið strikaðir út á kreppufundi. „En ég held bara tónleika hér 2010 í staðinn,“ segir hann vongóður. gun@frettabladid.is ÖGMUNDUR ÞÓR: FÉKK RÓTARÝSTYRK 2009 Mér líður eins og rokkstjörnu MEISTARINN Ég var hugfanginn af þessu hljóðfæri strax frá unga aldri,“ segir Ögmundur Þór. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.