Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.01.2009, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 10.01.2009, Qupperneq 58
42 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Æfingarmót í Danmörku Ísland-Rúmenía 34-28 (15-11) Mörk Ísland: Þórir Ólafsson 8, Sturla Ásgeirsson 7, Logi Geirsson 6, Rúnar Kárason 4, Ragnar Óskarsson 2, Róbert Gunnars. 2, Vignir Svavars. 2, Ásgeir Örn Hallgríms. 1, Sigurbergur Sveinsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 14, Magnús Gunnar Erlendsson 1. Æfingarmót í Frakklandi Ísland 2012-Irvy 28-27 (15-13) Mörk Íslands 2012: Ólafur Guðmunds. 5, Elvar Friðriks. 4, Freyr Brynjarsson 4, Kári K. Kristjáns. 3, Hannes J. Jónsson 3, Arnór Gunnars. 3, Bjarni Fritzson 2, Sigurgeir Á. Ægisson 1, Fannar Friðgeirs. 1, Oddur Grétars. 1, Ingvar Árnason 1. Varin skot: Pálmar Péturs. 14, Ólafur Gíslason 2. Iceland Express deild karla ÍR-KR 80-98 (38-52) Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 23, Ómar Sævars. 20, Ólafur Þóris. 9, Steinar Arason 8, Davíð Fritzson 6, Eiríkur Önundarson 6, Sveinbjörn Claessen 3, Daði Grétarsson 2, Bjarni Valgeirsson 2, Ólafur Ingvason 1. Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 20, Jakob Örn Sigurðarson 19, Darri Hilmarsson 18, Jason Dourisseau 16, Fannar Ólafsson 9, Skarphéðinn Ingason 8, Pálmi Sigurgeirsson 6, Hjalti Kristinsson 1, Ólafur Ægisson 1. Njarðvík-FSu 82-84 (45-35) Stig Njarðvíkur: Logi Gunnarsson 31, Friðrik Stefánsson 20 (13 fráköst, 5 stoðs.), Hjörtur Einarsson 16, Hilmar Hafsteinsson 8, Ágúst Dearborn 5, Valur Orri Valsson 2. Stig FSu: Sævar Sigmundsson 28 (8 fráköst), Vésteinn Sveinsson 19, Árni Ragnarsson 18 (8 fráköst), Cristopher Caird 8, Tyler Dunaway 5, Nicholas Mabbutt 3, Björgvin Valentínus. 2. Tindastóll-Snæfell 88-95 (45-49) Stig Tindastóls: Helgi Viggós. 18, Ísak Einars. 17, Svavar Birgis. 14, Friðrik Hreins. 13, Alex Kárason 11, Óli Reynisson 6, Halldór Halldórsson 5, Einar Einarsson 2, Hreinn Birgisson 2. Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 29 (7 frák, 5 stoðs.), Jón Jónsson 22, Hlynur Bæringsson 14 (11 fráköst, 5 stoðs.), Slobodan Subasic 10, Atli Hreinsson 7, Gunnlaugur Smárason 5, Daníel Kazmi 3, Egill Egilsson 3, Guðni Sumarliðason 2. N1 deild kvenna Haukar-Valur 29-26 (14-15) Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 11, Hanna Stefánsdóttir 9/6, Nína Arnfinnsdóttir 3, Nína Kristín Björnsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 1, Erna Þráinsdóttir 1, Hekla Hannesdóttir 1. Varin skot: Heiða Ingólfsd. 8, Bryndís Jónsd. 2 Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 7/5, Drífa Skúladóttir 5/1, Dagný Skúladóttir 4, Kristín Guðmundsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Haftrún Kristjánsdóttir 2. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16 ÚRSLIT > Ísland mætir Færeyjum Karlalandslið Íslands í fótbolta mætir Færeyjum í vináttulandsleik í Kórnum sunnudaginn 22. mars en þetta var staðfest á heimasíðu KSÍ í gær. Þjóðirnar mættust einnig í vináttulandsleik í Kórnum fyrir um ári síðan og þá vann Ísland 3-0. Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða þannig að landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson getur ekki valið sitt sterkasta lið fyrir leikinn. Rúmri viku síðar mætir Ísland svo Skotlandi á Hampden Park-leikvanginum í Glasgow í undankeppni HM 2010. Næsta verkefni karlalandsliðsins er hins vegar vináttulandsleikur gegn Liechtenstein á La Manga á Spáni 11. febrúar. Karlalandslið Íslands í handbolta vann Rúmeníu 34-28 í fyrsta leik sínum á fjögurra þjóða æfingarmóti sem hófst í Skjern í Danmörku í gær en staðan í hálfleik var 15-11 Íslandi í vil. Hornamennirnir Þórir Ólafsson og Sturla Ásgeirsson voru atkvæðamestir hjá Íslandi en Þórir skoraði átta mörk og Sturla skoraði sjö mörk. Þá skoraði Logi Geirsson sex mörk og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson varði fjórtán skot en Rúmenía er á meðal þjóða sem keppa á HM í Króatíu síðar í mánuðinum. „Þetta var svolítið brösugt í byrjun þar sem við vorum að klúðra miklu af dauðafærum en mér fannst við samt alltaf vera með þetta í hendi okkar. Við vorum komnir með einhver tíu mörk í forskot eftir um fjörtíu mínútur og vorum að ná að refsa þeim með hröðum sóknum en þá gerðum við breytingar á liðinu sem gengu ekki upp og misstum þetta niður í tvö mörk. Við komum svo upp aftur í lokin og kláruðum þetta en þetta er samt lið sem við eigum ekki að tapa fyrir,“ segir Róbert Gunnarsson sem borið hefur fyrirliðaband íslenska liðsins í undanförnum leikjum. Íslenska liðið er búið að spila þétt síðustu daga og álagið talsvert á hópunum, sér í lagi eftir að fjórir leikmenn höfðu meiðst. Því var brugðið á það ráð að kalla á Valdimar Fannar Þórsson og mark- vörðinn Magnús Gunnar Erlendsson inn í leikmanna- hóp íslenska liðsins, en þeir komu inn í hópinn til þess að leysa hina meiddu Aron Pálmarsson og markvörð- inn Hreiðar Guðmundsson af hólmi. „Nýju mennirnir komu báðir vel inn í þetta og Maggi var að spila sinn fyrsta landsleik og fær örugglega að kenna á vígsluathöfninni eftir lokaleikinn í mótinu,“ segir Róbert á léttum nótum. Íslendingar leika annan leik sinn í mótinu í dag þegar þeir mæta Dönum. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum og þeir eru að vanda með mjög gott lið. Þjálfari þeirra segist hins vegar harma að við erum ekki með okkar sterkasta lið gegn þeim þar sem hann hafi verið að vonast eftir alvöru leik. Við þurfum náttúrulega bara að refsa honum fyrir þennan hroka inni á vellinum,“ segir Róbert ákveðinn. RÓBERT GUNNARSSON: VAR ÁGÆTLEGA SÁTTUR VIÐ SPILAMENNSKUNA Í 34-28 SIGRI ÍSLANDS GEGN RÚMENÍU Í GÆR Rúmenía er lið sem við eigum ekki að tapa fyrir HANDBOLTI Haukar sigruðu Val í hröðum og spennandi leik, 29-26, á Ásvöllum í gær í N1 deild kvenna. Haukastelpur eru þar með komnar með sex stiga for- skot á Stjörnuna á toppi deildar- innar en Stjarnan á þrjá leiki til góða. Valur er í þriðja sæti átta stigum á eftir Haukum og er úr leik í baráttunni um deildarmeist- aratitilinn. Haukar byrjuðu betur með Ramune Pekarskyte í banastuði. Þegar Ramune hafði skoraði fimm mörk snemma leiks brugðu Valsstelpur á það ráð að taka stórskyttuna úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur Hauka. Valur komst yfir og var einu marki yfir í leik- hlé, 15-14. „Ég bjóst við að þær myndu taka hana úr umferð allan leikinn eins og önnur lið hafa gert þannig að það átti ekki að koma okkur á óvart,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálf- ari Hauka í leikslok. Haukar leystu úr vandræð- um sínum í síðari hálfleik og komust yfir strax í upphafi síðari hálfleiks og létu for- ystuna aldrei af hendi þó ekki hafi munað meira en tveimur mörkum á liðunum þar til á síð- ustu mínútu þegar Haukar gerðu út um leikinn. „Þetta eru tvö mjög góð lið á toppnum. Maður vissi að þetta yrði erfitt en það er gott að ná að skilja Val aðeins eftir og það var það sem við ætluðum okkur,“ sagði Díana. Bæði lið gerðu sig sek um marga sóknarfeila sem rekja má til mikils hraða í leiknum sem var bráðskemmtilegur á að horfa. Það sem skildi á milli í lokin var frá- bær leikur Ramune sem gat skor- að í hvert skipti sem hún komst í námunda við punktalínuna. -gmi Haukastúlkur styrktu stöðu sína á toppi N1-deildarinnar með 29-26 sigri gegn Valsstúlkum í gærkvöld: Haukar náðu sex stiga forskoti á toppnum HANNA Var öflug að vanda fyrir Hauka og skoraði níu mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI KR-ingar urðu fyrsta liðið í sögu úrvalsdeildar til að vinna fyrsta leikinn á nýju ári eftir að hafa unnið alla leikina fyrir áramót þegar þeir unnu 98- 80 sigur á ÍR í Seljaskólanum í gær. ÍR-ingar byrjuðu mjög vel og komust í 13-4 og 16-11 en Jón Arnór Stefánsson skoraði þá 6 stig í röð og í framhaldinu tóku KR- ingar góð tök á leiknum og voru komnir 52-38 yfir í hálfleik. ÍR náði smá spretti í lok þriðja leik- hluta en gott leikhlé Benedikts Guðmundssonar, þjálfara KR skerpti á hans mönnum sem lönd- uðu öruggum sigri. Bakverðir KR-liðsins, Jakob Sigurðarson og Jón Arnór Stefáns- son, léku mjög vel að vanda og voru saman með 39 stig og 11 stoð- sendingar. Þá kom Darri Hilmars- son öflugur inn af bekknum og Fannar Ólafsson var grimmur á báðum endum vallarins. „Þeir fengu lítið gefins í þessum leik og ég hafði aldrei áhyggjur þótt að við höfum lent einhverjum 10 stigum undir. Við erum líka ekki heldur búnir að gleyma að við duttum út fyrir þeim í fyrra,” sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sem var sáttur við einbeitingu sinna manna í gær. „Ég var með leikinn á sunnu- daginn í kollinum og reyndi að halda lykilmönnunum eins mikið útaf og ég gat. Það er erfitt að fá leik á föstudegi og sunnudegi og fá engan tíma til að undirbúa seinni leikinn. Þetta er eins og að fá tvö próf sama dag því þú ert að undirbúa þig fyrir bæði,“ sagði Benedikt en KR mætir Keflavík í bikarnum á morgun. Ómar Sævarsson var bestur ÍR- inga en KR-ingum gekk lengstum vel að stoppa Hreggvið Magnússon sem skoraði 10 af 23 stigum sínum þegar sigur KR-liðsins var í höfn. Það munaði miklu að Sveinbjörn Claessen meiddist í upphitun. „Ég er ekki nægilega sáttur við sjálfan mig. Við vorum líka að gera of mikið af mistökum í vörn- inni og þeir eru bara með það gott lið að þeir refsa þér um leið,” sagði ÍR-ingurinn Hreggviður Magnús- son. ÍR-hefur tapaða fyrir Grinda- vík og KR í síðustu leikjum en Hreggviður segir þau vera góð lið en ekki ósigrandi. „Þetta eru bæði lið sem er hægt að vinna og við eigum eftir að gera góða hluti þegar líða tekur á tíma- bilið. Við höfum verið að spila á móti toppliðum og höfum verið að spila vel á köflum. Það er klárlega stígandi hjá okkur og ég hlakka til komandi leikja. Það er ekkert nema bjartsýni hjá okkur. Við förum nú til Grindavíkur í átta liða úrslitum bikarsins á mánu- daginn sem verður gríðarlega skemmtilegur leikur og ég hlakka til að hefna mín þar,“ sagði Hregg- viður. ooj@frettabladid.is Sögulegur KR-sigur í Seljaskóla Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, viðurkenndi að bikarleikurinn á móti Keflavík hefði sett sitt mark á undirbúning liðsins en var ánægður með einbeitingu sinna manna sem unnu 18 stiga sigur á ÍR í gær. ÁKVEÐNIR Jón Arnór Stefánsson fór fyrir KR-liðinu og skoraði öll 20 stigin sín í fyrstu þremur leikhlutunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.