Fréttablaðið - 11.01.2009, Side 2

Fréttablaðið - 11.01.2009, Side 2
2 11. janúar 2009 SUNNUDAGUR Fleiri dagsetningar og nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt í flug fyrir golfsettið, hótelgisting á 4* Hotel Villaitana ásamt morgunverði í 7 nætur, ótakmarkað golf í 6 daga og íslensk fararstjórn. Golf á Spáni um páskana Real de Faula 8. apríl –15. apríl 2009 Verð á mann í tvíbýli: 129.900 kr. Íslensk fararstjórn GAZASVÆÐIÐ, AP Ísraelsmenn hafa varað íbúa Gazasvæðisins við því að átökin þar eigi eftir að aukast. „Öryggissveitir Ísraela munu auka aðgerðir sínar á Gazasvæð- inu,“ sagði í bréfi sem var dreift úr flugvélum. „Öryggissveitirnar eru ekki að vinna gegn almenningi á Gaza heldur aðeins Hamas og hryðjuverkamönnunum. Tryggið öryggi ykkar með því að fara að óskum okkar.“ Yfirmenn varnarmála Ísraels bíða nú eftir samþykki stjórnvalda um að ráðast inn á Gazasvæðið með fótgöngulið og yrði þá um að ræða svokallaða þriðja stigs hernaðarað- gerð. Hingað til hefur sprengjum verið látið rigna yfir svæðið þar sem fjöldi barna og annarra sak- lausra borgara hefur verið drep- inn. Talið er að rúmlega átta hundruð Palestínumenn hafi látist og um fjögur þúsund særst í aðgerðum síðustu tveggja vikna. Að sögn Ísra- elshers voru yfir fimmtán skæru- liðar drepnir aðfaranótt laugardags eftir að varpað var sprengjum á yfir fjörutíu skotmörk. Blóðugasti atburðurinn varð þegar ísraelskur skriðdreki skaut níu manns til bana í garði fyrir utan heimili í bænum Jebaliya. Að sögn palestínskra lækna voru tvö börn og tvær konur á meðal þeirra sem létust. Khaled Mashaal, leiðtogi hjá Hamas-samtökunum, sagði í gær að engar líkur væru á því að samn- ingar næðust við Ísraela. .- fb Ísraelsmenn segja að mannfallinu á Gazasvæðinu sé ekki að linna: Vara við auknum átökum LOFTÁRÁS Palestínumenn hlaupa undan loftárásum Ísraelshers á Gazasvæðinu. NORDICPHOTOS/AFP UTANRÍKISMÁL Emil Breki Hregg- viðsson, varafastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í ræðu sinni á opnum fundi öryggis- ráðs SÞ að íslensk stjórnvöld for- dæmdu mannfall óbreyttra borg- ara í átökunum á Gazasvæðinu. Þrátt fyrir það hefur Geir H. Haarde forsætisráðherra lýst því yfir að íslensk stjórnvöld séu ekki vön að álykta um fordæmingu á slíkum atburðum. Sigurður Líndal lagaprófessor segist vera undrandi á þessu mis- ræmi. „Þetta er svolítið þokukennt allt saman. Hann hlýtur að tala í umboði einhvers, þetta getur ekki verið hans persónulega skoðun,“ segir hann um Emil Breka. „Þar af leiðandi hlýtur hann að tala fyrir munn utanríkisráðuneytisins eða utanríkisráðherra.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur áður for- dæmt atburðina en ekki fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Sagði hún að venjulega fordæmdi íslenska rík- isstjórnin í heild sinni ekki slíka atburði. Samt sem áður virðist Emil Breki þegar hafa gert það í ræðu sinni sem hann hélt síðast- liðinn miðvikudag. Sigurður segist ekki skilja af hverju íslensk stjórnvöld vilji ekki orða hlutina hreint og beint og taka þannig skýra afstöðu gegn Ísraelum sem séu studdir af Bandaríkjamönnum. „Höfum við eitthvað við Bandaríkjamenn að tala? Eru þeir ekki búnir að sleppa okkur lausum? Er ekki best að þeir sigli bara sinn sjó og við okkar?“ Bætir hann við að ráðherrar þurfi í starfi sínu og yfirlýsingum að halda sig innan þeirra marka sem flokkur þeirra og ríkisstjórn krefjist af þeim. Því hljóti utan- ríkisráðherra í raun og veru að vera að tala fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar þegar hann tjáir sig um atburðina á Gazasvæðinu. „Hann getur ekki farið að reka einhverja algjörlega sjálfstæða utanríkis- stefnu. Ef hann færi að gera það yrði hann væntanlega settur af, ég held að það hljóti að vera,“ segir hann. Kristrún Heimisdóttir, aðstoð- armaður Ingibjargar Sólrúnar, segir að fordæming ríkis- stjórnarinnar liggi fyrir í málinu. „Að mínu mati er þetta heljarinn- ar misskilningur. Hún (Ingibjörg) hefur strax frá upphafi gengið einna lengst utanríkisráðherra í Evrópu í að segja að hernaðarað- gerðir Ísraela væru óverjandi,“ segir Kristrún. Bætir hún við að allur umheimurinn hafi tekið yfir- lýsingum Ingibjargar sem yfirlýs- ingum frá ríkisstjórninni eins og nýleg grein Jerusalem Post, stærsta enskumælandi blaðs Ísra- els, beri vitni um. Þar segir í fyrir- sögn að Íslendingar fordæmi árás- ir Ísraelshers á Gazasvæðið. freyr@frettabladid.is Undrast misræmi í Gaza-fordæmingu Varafastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að íslensk stjórnvöld fordæmi árásirnar á Gaza. Samt segjast stjórnvöld ekki álykta um slíkar for- dæmingar. Sigurður Líndal lagaprófessor er undrandi á þessu misræmi. SIGURÐUR LÍNDAL Sigurður undrast misræmi í yfirlýsingum um fordæmingu á árás- um Ísraelsmanna á Gazasvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis hefur enn til skoðunar svör borgarstjórnar við spurning- um um REI-málið. Umboðsmaður sendi spurninga- listann á borgarstjórn 22. febrúar í fyrra og var spurning- unum svarað í lok mars, fyrir níu og hálfum mánuði. Spurningalist- inn var sá síðari af tveimur og var sendur eftir að svör höfðu borist við þeim fyrri. Umboðsmaður spurði meðal annars hvort Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni var ljóst, eða hefði mátt vera ljóst, að meirihluti borgarstjórnar var andvígur samruna REI og Geysis Green Energy. Þá spurði hann einnig um kaupréttarsamninga í félögum tengdum REI. - sh Umboðsmaður Alþingis: REI-málið er enn í athugun VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON FÓLK Um sex hundruð manns tóku þátt í áheyrnar- prufum fyrir raunveruleikaþáttinn Idol - stjörnuleit sem fóru fram á Hótel Hilton Nordica Reykjavík í gær. Prufurnar hófust klukkan átta um morguninn og lauk þeim ekki fyrr en eftir miðnætti. „Þetta hefur gengið vel. Þetta er búinn að vera flottur dagur,“ segir framleiðandinn Þór Freysson, sem var mjög ánægður með þátttökuna, og sagði hana eðlilega miðað við tvö þúsund manna skráningu. Í fyrstu þurftu keppendur að syngja fyrir framan forvalsdómnefndir en síðan var aðaldómnefndin látin skera úr um hverjir kæmust áfram og hverjir ekki. Í henni sitja Björn Jörundur Friðbjörnsson, Selma Björnsdóttir og Jón Ólafsson, sem öll eru þrautreynd úr tónlistarbransanum. Engar fleiri áheyrnarprufur verða haldnar og er það nýbreytni frá því sem hefur verið. Þeir keppend- ur sem komust áfram í gær syngja aftur fyrir framan dómnefndina í Íslensku óperunni um næstu helgi þar sem niðurskurðurinn heldur áfram. Idol - stjörnuleit hefur göngu sína 13. febrúar á Stöð 2. - fb Áheyrnarprufur fyrir raunveruleikaþáttinn Idol - stjörnuleit fóru fram í gær: Sex hundruð manns tóku þátt IDOL - STJÖRNULEIT Um sex hundruð manns tóku þátt í áheyrnarprufum fyrir Idol - stjörnuleit á Hótel Hilton Nordica Reykjavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Konráð Valur, ertu að koma sterkur inn? „ Ja, allavega svona fyrir neðan háls.“ Konráð Valur Gíslason „lánaði“ Pétri Jóhanni Sigfússyni gamanleikara líkama sinn í myndatökur fyrir auglýsingar á Sannleikanum, nýjum gamanleik Péturs. MÓTMÆLI Fjöldi fólks mótmælti á Austurvelli í gær á fjórtánda mótmælafundi Radda fólksins. Yfirskrift fundarins var sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu en fólkið krefst þess að ríkis- stjórnin og stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins víki og að boðað verði til kosninga svo fljótt sem auðið er. Þorvaldur Þorvalds- son trésmiður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Lárus Páll Birgisson sjúkraliði fluttu ávörp. Lögreglunni og skipuleggjend- um mótmælananna kemur ekki saman um fjölda mótmælenda á Austurvelli. . Lögreglan telur að um tvö þúsund manns hafi þar verið samankomin en skipuleggj- endur fimm þúsund. Mótmælin voru friðsamleg. - ovd Mótmæli á Austurvelli: Vilja kosningar FRÁ AUSTURVELLI Sumir mótmælendur huldu andlit sitt á meðan aðrir báru fána til að sýna samstöðu með þjóðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann um 70 kannabisplöntur við húsleit í Grafarholti á föstudaginn. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru margar plönt- urnar á lokastigi ræktunar. Að auki var hald lagt á ýmsan búnað sem tengdist starfseminni. Kona á fertugsaldri var handtekin í tengslum við málið en hún hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála. Aðgerðin er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna og í því sambandi minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800 5005. - ovd Húsleit lögreglu bar árangur: Kannabisrækt- un í Grafarholti LÖGREGLUFRÉTTIR Tvö umferðar- óhöpp urðu á Reykjanesbraut um hádegisbil í gær þegar hálka myndaðist skyndilega á götunni við Kúagerði. Í fyrra slysinu missti ökumað- urinn stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt og hafnaði á milli akreinanna. Hjón voru í bílnum með ungt barn og voru þau öll flutt á slysadeild til aðhlynningar. Bíllinn var fjarlægður af kranabíl. Í síðara slysinu missti ökumað- ur stjórn á bíl sínum, sem hafnaði utan vegar. Engan sakaði í óhappinu og bíllinn skemmdist lítillega. - sh Tvö slys á Reykjanesbraut: Hjón og ungt barn á spítala Mótmæli á Silfurtorgi Hátt á annað hundrað manns kom saman á Silfurtorginu á Ísafirði í gær og mótmælti efnahagsástandinu á Íslandi. Samkoman fór vel fram en sams konar samkoma var haldin á sama stað um síðustu helgi. ÍSAFJÖRÐUR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.