Fréttablaðið - 11.01.2009, Qupperneq 6
6 11. janúar 2009 SUNNUDAGUR
NOREGUR Norska ríkisstjórnin
ætlar að nota stærri hluta af
olíusjóðnum en hún hefur nokkru
sinni gert áður, að sögn Jens
Stoltenbergs forsætisráðherra. Nú
verður í fyrsta skipti gengið á
sjóðinn en áður hefur ávöxtunin
bara verið notuð, að sögn NRK.
Norska ríkisstjórnin kynnir
björgunarpakka til að mýkja áhrif
kreppunnar á atvinnulífið í Noregi
í lok febrúar og kemur þá í ljós
nákvæmlega hversu mikið verður
gengið á sjóðinn. Stoltenberg vill
að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar
séu áhrifaríkar og virki hratt og
því vill hann tryggja störf í
byggingageiranum. - ghs
Norska ríkisstjórnin:
Ætlar að ganga
á olíusjóðinn
RÚSSLAND, AP Rússland og Evrópu-
sambandið hafa undirritað sam-
komulag um að eftirlitsmenn sam-
bandsins muni fylgjast með
gasflutningi í gegnum Úkraínu til
annarra Evrópuríkja.
Hundruð þúsunda heimila í Evr-
ópu hafa ekki haft neina hitun
þrátt fyrir mikið frost, eftir að
Rússar stöðvuðu gasflutning í
gegnum Úkraínu síðastliðinn mið-
vikudag.
Vladimir Pútín, forseti Rúss-
lands, og Mirek Topolanek, for-
sætisráðherra Tékklands, skrif-
uðu undir samninginn. Hann tekur
þó ekki gildi fyrr en Úkraínumenn
hafa samþykkt hann. Topolanek,
sem kom til Rússlands eftir að
hafa verið í Úkraínu, fór aftur til
Úkraínu í gær til að ganga frá mál-
inu. „Ég held að það muni ekkert
aftra því að samningurinn verði
undirritaður í Úkraínu,“ sagði
hann.
Rússar flytja um fjórðung af
því gasi sem þjóðir Evrópusam-
bandsins nota, aðallega í gegnum
Úkraínu. Telja þeir að eftirlits-
menn ESB þurfi að koma í veg
fyrir að Úkraínumenn steli gasi
sem ætlað sé öðrum Evrópuþjóð-
um. „Um leið og eftirlitið hefst þá
hefst gasflutningurinn,“ sagði
Pútín. „En ef þeir byrja að stela
því aftur þá verður dregið úr gas-
flutningnum eftir því sem upp á
vantar.“ - fb
Rússar og Evrópusambandið hafa undirritað samning vegna gasdeilu:
Eftirlitsmenn fylgist með
VLADIMIR PÚTÍN Forseti Rússlands hefur
undirritað samning við Evrópusam-
bandið um að eftirlitsmenn fylgist með
gasflutningi.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Telur þú að kosið verði til
Alþingis á þessu ári?
JÁ 67,9%
NEI 32,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Stundar þú líkamsrækt reglu-
lega?
Segðu þína skoðun á Vísir.is
STJÓRNSÝSLA Björgvin G. Sigurðs-
son viðskiptaráðherra segir það
mikinn misskilning að með frum-
varpi hans, sem felur í sér afnám
skylduaðildar að Félagi fasteigna-
sala, sé um einhvers konar geð-
þóttaákvörðun hans að ræða.
Frumvarpinu er ætlað að
tryggja neytendavernd og skýra
réttarstöðu við sölu fasteigna, fyr-
ir tækja og skipa. Í Fréttablaðinu í
gær var haft eftir Grétari Jónas-
syni, framkvæmdastjóra félags-
ins, að hann héldi ráðherrann á
svo miklum yfirsnúningi á mörgu
öðru að ráðherrann áttaði sig varla
á hvað hann væri að gera.
Björgvin segir tvær veigamikl-
ar ástæður liggja fyrir því að lagt
er til að afnema skylduaðild að
Félagi fasteignasala. Í fyrsta lagi
sé það lykilatriði að umboðsmaður
Alþings telji mikinn vafa leika á
því að skylduaðildin standist
ákvæði stjórnarskrár um félaga-
frelsi. Í öðru lagi séu til hliðsjónar
tilmæli Alþingis frá árinu 2004, en
í nefndaráliti sagði að nefndin
teldi mikilvægt að sú skylduaðild
að Félagi fasteignasala, sem frum-
varpið gerði ráð fyrir, yrði tekin
til endurskoðunar. Af þeim sökum
leggi hann málið með þessum
hætti fyrir Alþingi.
Björgvin segir fulltrúa við-
skiptaráðuneytisins hafa fundað
með fulltrúum Félags fasteigna-
sala, Húseigendafélagsins og
Neytendasamtakanna sem lagt
hafi fram sameiginlegar athuga-
semdir á lokastigum vinnslu frum-
varpsins. Ein þeirra athugasemda
sé um fyrirhugað afnám skyldu-
aðildar. Hann hafi ekki tekið efnis-
lega afstöðu til athugasemdanna
en telur rétt að beina því til við-
skiptanefndar þingsins að taka
málið til ítarlegrar meðferðar
þegar það hefur verið lagt þar
fram.
Þórður Grétarsson, löggiltur
fasteignasali, segist fylgjandi
þeim breytingum sem ráðherra
boðar. „Fasteignasalar starfa eftir
mjög ströngum lögum og reglu-
gerðum og auðvitað er það stjórn-
valda að setja þessari starfsstétt
vinnureglur en ekki einhvers
félags úti í bæ,“ segir Þórður.
Hann segir málið snúast að
miklu leyti um peninga þar sem
félagsgjöld í Félagi fasteignasala
séu rúmar hundrað þúsund krónur
á ári. „Það þýðir vel á þriðja tug
milljóna í félagsgjöld sem félagið
myndi missa nái breytingarnar í
gegn,“ segir Þórður.
Að auki segir hann núgildandi
kerfi letja fasteignasölur við að
ráða fagfólk á stofurnar. „Ef
maður er með fasteignasölu er
miklu ódýrara að vera með starfs-
fólk sem er ófaglært en frumvarp-
ið tekur á þessu,“ segir Þórður.
olav@frettabladid.is
Afnám skylduaðildar
ekki háð geðþótta
Viðskiptaráðherra segir fráleitt að halda því fram að afnám skylduaðildar að
Félagi fasteignasala sé byggt á geðþóttaákvörðun. Umboðsmaður Alþingis telji
vafa á að skylduaðild standist stjórnarskrá. Fasteignasali fagnar breytingunum.
VIÐSKIPTI Forsvarsmenn Existu hafna því að félagið
hafi veikt íslensku krónuna með því að taka stöðu
gegn henni, eins og fulltrúar Landssambands
íslenskra útvegsmanna hafa haldið fram.
Félagið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem
segir að áhætta félagsins hafi verið með krónunni,
allir gjaldmiðilsskiptasamningar við bankana gegn
krónunni hafi einungis verið eðlilegar gengisvarn-
ir, sem sé „eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í
ábyrgum rekstri fjármálafyrirtækis.“
„Exista hefur varið sitt eigið fé alveg frá byrjun
árs 2007 og á síðasta ári voru engar breytingar
gerðar á þeim samningum, það var frekar dregið
úr vörnunum heldur en hitt,“ segir Sigurður
Nordal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Existu.
„Það stenst ekki samkvæmt því að þessir varnir
hafi haft áhrif á gengi krónunnar,“ segir hann.
Sigurður segir auðvelt að sýna fram á þetta með
reikningum félagsins. Úr þeim megi lesa hver
áhrif gengis eru á eigið fé þess.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði
Exista á síðasta ári samninga gegn krónunni sem
námu á annað hundrað milljarða króna. Sigurður
segist ekki geta staðfest þá tölu. Ekki sé hægt að
sundurgreina kröfur fyrirtækisins inn í bankana.
- sh
Exista hafnar því að hafa veikt krónuna með hundraða milljarða stöðutöku:
Aðeins eðlilegar gengisvarnir
BJÖRGVIN G. SIG-
URÐSSON Ekki tókst
að afgreiða frumvarp
viðskiptaráðherra til nýrra
heildarlaga um sölu fast-
eigna, fyrirtækja og skipa
á síðasta vorþingi en til
stendur að leggja frum-
varpið aftur fyrir þingið í
nær óbreyttri mynd.
STJÓRNENDUR EXISTU Exista átti stóran hlut í Kaupþingi.
KJÖRKASSINN