Fréttablaðið - 11.01.2009, Síða 8
8 11. janúar 2009 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Lygnu börnin við Austurvöll
Samfylkingarmaðurinn Björgvin Valur
Guðmundsson, ofurbloggari á Stöðvar-
firði, er eins og margir óánægður með
siðferði íslenskra stjórnmálamanna
- eða öllu heldur skort þar á. Kosninga-
loforð séu jafnan að litlu höfð. „Þeir
fara með stefnuskrár flokkanna eins og
krakkar sem eru sendir út
í búð með innkaupa-
lista en koma heim
með vasana fulla af
sælgæti og ljúga því
að ekkert af því sem
var á listanum hafi
verið til í búðinni,“
skrifar Björg-
vin.
Vel undirbúinn Björn
Fyrir liggur að Björn Bjarnason er á
leið úr embætti dómsmálaráðherra.
Annar Samfylkingarmaður, Andrés
Jónsson, segir hvíslað um það að
Birni verði hugsanlega í kjölfarið falið
að leiða samningaviðræður Íslands
við Evrópusambandið. Sá orðrómur
fékk byr undir báða vængi á
föstudag þegar Björn upp-
lýsti um það að komin
væri úr prentun bók eftir
hann sjálfan um tengsl
Íslands og ESB.
Enginn sérstakur
saksóknari
Enn hefur ekki
verið ráðinn
sérstakur saksóknari til að fara í
saumana á öllu því misjafna sem
kann að hafa gerst í aðdraganda
bankahrunsins og draga menn til
ábyrgðar. Síðari umsóknarfrestur
um starfið rennur út á morgun.
Einn sem orðaður hafði verið við
starfið var Jóhann R. Benedikts-
son, fyrrverandi lögreglustjóri á
Suðurnesjum, sem sagði upp
störfum eftir opinberar skærur
við dómsmálaráðherra. Jóhann
mun hins vegar ekki sækjast eftir
starfinu, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins. Ætli Björn andi
ekki léttar.
stigur@frettabladid.is
Jákvæða hliðin á kreppunni er að það er einsog hún hafi
leyst fjötra af sköpunargleði
Íslendinga. Nýjar hugmyndir
vella fram úr háskólum, fyrir-
tækjum og bílskúrum einsog úr
sjóðandi hver. Þetta eru sprotar
að nýrri framtíð. Þeir þurfa ekki
megawött til að skapa auð.
Orkan sem knýr þá er forvitni,
menntun og hugarafl – auk
endalausrar bjartsýni. Í þessa
ágætu blöndu vantar oft start-
kapítal. Skapandi sprotar og
smáyrkjar þurfa þessvegna vind
í seglin frá stjórnvöldum til að
geta um síðir aflað Íslandi mikils
fengs. Markmið okkar á að vera
að sigla út úr kreppunni með
sterkara og betra atvinnulíf.
Aukin framlög til nýsköpunar
Í iðnaðarráðuneytinu erum við
því önnum kafin við að byggja
upp öflugt stuðningskerfi fyrir
sprota og hátækniiðnað. Þar
fléttast saman skapandi leiðsögn
Nýsköpunarmiðstöðvar, beinn
fjárhagslegur stuðningur
Tækniþróunarsjóðs og þolinmótt
fjármagn, bæði í sterkum
Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins
og innan tíðar í öflugu Frumtaki,
sem mun láta að sér kveða strax
í næstu viku. Sá sjóður er
óskabarn og mun verða mikil-
vægt vaxtarmegn fyrir íslenska
nýsköpun.
Flaggskip iðnaðarráðuneytis-
ins í því skapandi umhverfi sem
við erum að byggja upp fyrir
sprotafyrirtækin er Tækniþró-
unarsjóður. Árlega berast
sjóðnum um 100 umsóknir, og
þriðjungur hlýtur brautargengi.
Langflest verkefnanna, eða 2/3,
eru á forræði nýsköpunarfyrir-
tækja, stórra og smárra,
fjórðungi er stýrt af rannsóknar-
stofnunum, og tíunda hluta af
háskólum. Það er til marks um
einbeittan vilja til að efla
nýsköpun í atvinnulífinu að
Alþingi samþykkti tillögu
ríkisstjórnarinnar um að efla
framlög til sjóðsins verulega á
ári kreppunnar. Hann hefur nú
til umráða hærri fjárhæð en
nokkru sinni, eða 690 milljónir,
og veitir allt að 30 milljóna
króna styrki til þriggja ára.
Nýir frumherja- og markaðsstyrk-
ir
Það voru forréttindi að geta í
gær kynnt tvo nýja styrkja-
flokka á vegum Tækniþróunar-
sjóðs. Sérstakir Frumherjastyrk-
ir verða nú veittir í fyrsta sinn
til frumkvöðla og sprotafyrir-
tækja með verkefni á byrjunar-
stigi. Tilgangurinn er að gera
frumherjum kleift að þróa góðar
hugmyndir af frumstigi, og
fleyta nægilega langt til að þær
uppfylli skilyrði sjóðsins fyrir
lengra komin verkefni. Styrkur-
inn getur numið 10 milljónum
króna. Kröfur verða gerðar um
verulegt nýnæmi, en til að
auðvelda framgang verkefnanna
eru kröfur um mótframlag
lækkaðar um helming.
Þegar sprotafyrirtæki hefur
gengið í gegnum þróunarskeið
og er komið með fullbúna vöru
er fjármagn gjarnan á þrotum.
Sprotann brestur burði til að
koma afurðinni á markað. Það
lokar um leið fyrir möguleika
hans til að sækja sér þolinmótt
fjármagn í formi hlutafjárkaupa
Nýsköpunarsjóðs, en forsenda
þess er trúverðug markaðsáætl-
un. Þetta er oft erfiðasti tálminn
á vegferð sprotanna, og stundum
kallaður „nýsköpunargjáin“. Til
að brúa hana hefur iðnaðarráðu-
neytið ákveðið að stofna flokk
nýrra styrkja, svokallaða
Brúarstyrki. Þeir eiga að greiða
fyrir markaðssetningu og
markaðsrannsóknir og geta
fyrsta kastið numið allt að 5
milljónum króna.
Hér er um algert nýmæli að
ræða. Það mun stórauka mögu-
leika smáyrkja og sprotafyrir-
tækja til að brjótast inn á gjöfula
markaði.
Öflugur þolinmæðissjóður
Róttæk breyting verður svo í
umhverfi sprotafyrirtækja í
næstu viku þegar sjóðurinn
Frumtak, sem ætlað er að útvega
öflugum nýsköpunarsprotum
þolinmótt fjármagn, tekur fyrstu
ákvörðun sína um fjárfestingu í
sprotafyrirtæki. Frumtak er
samlagssjóður íslenska ríkisins,
bankanna og sex stærstu
lífeyrissjóðanna. Hann hefur
svigrúm til að fjárfesta rúmlega
fjóra milljarða króna á sjö ára
líftíma, og vonir standa til að það
aukist síðar á árinu um einn
milljarð með þátttöku European
Investment Fund. Sjóðurinn er
ekki feigur, því á síðustu tólf
árum hefur iðnaðarráðuneytið
þurft þvisvar að blása í hann lífi
– nú síðast þegar bankarnir
hrundu. Ráðgert er að Frumtak
fjárfesti 50 til 100 milljónir
króna í 8 til 12 fyrirtækjum á
hverju ári, samtals í kringum
einn milljarð. Sjóðurinn mun
taka ákvörðun um sína fyrstu
sprotafjárfestingu í næstu viku,
og starfsemi hans mun galopna
nýjar dyr fyrir sprotafyrirtæki á
Íslandi.
Þrenns konar Öndvegisstyrkir
Þessu til viðbótar er ákveðið að
verja samtals 270 milljónum
króna á næstu þremur árum í
sérstaka Öndvegisstyrki á
þremur völdum sviðum: Orkulíf-
tækni í þágu innlendrar vist-
vænnar eldsneytisframleiðslu;
vistvænna bygginga og skipu-
lags auk hagnýtra rannsókna um
sjálfbæra ferðaþjónustu. Á
hverju sviði verða veittir 1-2
styrkir í ár, og verkefnin halda
þeim í þrjú ár. Þetta er gert í
krafti ákvæða um sérstakar
markáætlanir í lögum um Tækni-
þróunarsjóð. Sérstök áhersla
verður lögð á náin tengsl við
atvinnulífið, og beina þátttöku
fyrirtækja.
Í efnahagslægðinni, þar sem
margir öflugir og velþjálfaðir
starfsmenn hafa misst atvinnu
sína, hefur iðnaðarráðuneytið
einnig beitt sér fyrir samkomu-
lagi við atvinnuleysistrygginga-
sjóð um að sjóðurinn leggi fullar
atvinnuleysisbætur með
starfsmönnum sem sprota- og
nýsköpunarfyrirtæki ráða til sín
af atvinnuleysisskrá. Fyrirtækin
greiða síðan sjálf það sem á
vantar. Þetta mun í senn styrkja
fyrirtækin og skapa hundruðum
Íslendinga sem misst hafa vinnu
möguleika á að hasla sér völl á
nýjum vettvangi.
Auðlegð Íslands
Kreppan má ekki drepa niður
trúna á tækifærin sem felast í
sterku menntakerfi, öflugum
auðlindum og traustu velferðar-
kerfi. Í iðnaðarráðuneytinu
höfum við mótað skýra stefnu
um atvinnulíf morgundagsins.
Hún byggist á þekkingarfram-
leiðslu, nýsköpun og hátækni,
skapandi afþreyingu, ferðaþjón-
ustu á grundvelli náttúru og
menningar, og skynsamlegri
nýtingu á auðlindum til lands og
sjávar – og undir hafsbotninum
líka. Öflugur stuðningur við
nýsköpun er besta leiðin til að
breyta efnilegum sprotafyrir-
tækjum í sterka framtíðar-
stofna. Sá stuðningur verður
endurgoldinn af fjölbreyttara og
öflugra atvinnulífi sem mun
skapa Íslendingum mikilvægar
gjaldeyristekjur og fjölda
vellaunaðra starfa fyrr en varir.
Höfundur er iðnaðarráðherra.
Sköpunarkraftur
gegn kreppu
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Í DAG | Atvinnumál
Öflugur stuðningur við nýsköp-
un er besta leiðin til að breyta
efnilegum sprotafyrirtækjum í
sterka framtíðarstofna.
Næsta námskeið hefst mánudaginn 19. janúar n.k.
Kennsludagar:
Mánudagar og fimmtudagar frá 20:00 til 21:30 auk eftirfylgdartíma, alls 14 klst.
Kennarar: Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdóttir,
sérfræðingar í klínískri sálfræði.
Kynningarverð: 42 000.
Niðurgreiðsla möguleg hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga.
Skráning og fyrirspurnir í símum 5340110 og 5624444, oddier@simnet.is og kms@kms.is
N á n a r i u p p l ý s i n g a r : w w w . k m s . i s .
Vellíðan án lyfja
með verkfærum sálfræðinnar
Fjögurra vikna námskeið Kvíðameðferðar-
stöðvarinnar til að takast á við vanlíðan, álag
og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar
atferlismeðferðar til að skoða og breyta
hugsunum og viðbrögðum sem viðhalda
kvíða og depurð. Öflugar slökunar- og
hugleiðsluaðferðir jafnframt kenndar.
Á
óvissutíma eins og nú ríkir þykja Gróusögur áhuga-
verðari í dægurumræðunni en staðreyndir. Ofbeldi
vekur aukheldur meiri athygli en málefnalegt framlag.
Umfjöllun um atlögu að umræðufrelsi leiðtoga stjórn-
málaflokkanna á gamlársdag er jafnvel snúið upp í þref
um það sem kallað er borgaraleg óhlýðni.
Erfiðum ákvörðunum sveitarfélaga við gerð fjárhagsáætlana
fyrir þetta ár hefur verið minni gaumur gefinn. Nýjar aðstæður
hafa kallað á pólitískt uppgjör milli fjármálalegrar ábyrgðar og
gamalla fyrirheita. Í flestum tilvikum eru sveitarstjórnarmenn að
leysa þennan vanda með hagsmuni framtíðarinnar í huga. Margir
eiga þar meira lof skilið en fram hefur komið.
Enn eru nokkrir lausir endar varðandi fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar. Hún ber eigi að síður vott um mikla ábyrgð. Í fyrsta
lagi fyrir þá sök að svo virðist sem komist verði hjá skuldasöfnun
við þessar mjög svo erfiðu aðstæður. Það er ærin pólitísk þraut að
leysa. Svo virðist sem það hafi tekist.
Í annan stað sýnast stjórnendur borgarinnar hafa leitað eftir
eins víðtækri pólitískri samstöðu um gerð fjárhagsáætlunarinnar
eins og kostur var. Ágreiningi hefur ekki verið eytt og aðhald á
þrengingartímum verður ekki að veruleika án einhverrar óánægju.
Kjarni málsins snýst hins vegar um ábyrgð gagnvart framtíðinni.
Hana hafa stjórnendurnir virt.
Vinnulag borgarstjórnar er í því ljósi til eftirbreytni fyrir alla
þá sem forystu hafa um pólitískar ákvarðanir eftir hrun gjald-
miðilsins og bankanna. Í þessu tilviki hafa bæði meirihlutinn og
minnihlutinn snúið þeirri pólitísku hlið að borgurunum sem kallað
hefur verið eftir. Það á að virða að verðleikum.
Svipaða sögu má segja um þær þungbæru skipulagsbreytingar
sem heilbrigðisráðherrann stendur nú fyrir. Hans ábyrgð er fyrst
og fremst sú að nýta hverja krónu sem best. Engum dylst að deila
má um skynsemi einstakra ráðstafana í þessu samhengi. En hitt
væri óábyrgt að reyna ekki með skipulagsbreytingum að ná fram
hagræðingu til þess að viðhalda sem hæstu þjónustustigi. Fjár-
munirnir eru takmarkaðir.
Af nokkuð öðrum toga eru hugleiðingar forseta Alþingis við
frestun þingfunda fyrir jól. Þær hafa ekki fengið þá athygli sem
efni standa til. Þar voru á ferðinni hugmyndir um enn frekari
skipulagsbreytingar á störfum þingsins með fækkun fastanefnda
úr tólf í sjö.
Forseti Alþingis hefur á stuttum tíma þegar komið til fram-
kvæmda ýmsum umbótum sem styrkt hafa löggjafarvaldið. Skil-
virkari reglur um almennar umræður um þingmál og opnun þing-
nefnda fela í sér umtalsverðar breytingar í þá veru. Þeir sem til
þekkja vita að breyting á skipan nefnda þingsins gæti verið eitt
skref þar til viðbótar.
Að einhverju leyti gæti fækkun nefndanna leitt til sparnaðar.
Án vafa myndi hún leiða til skilvirkari og vandaðri vinnubragða.
Færri og sterkari þingnefndir geta, ef rétt er á málum haldið, eflt
stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Gagnrýni á veika
stöðu löggjafarvaldsins hefur um margt verið réttmæt. Markviss
viðleitni forseta Alþingis til að snúa þeirri þróun við er eitt af
dæmunum um ábyrga umbótaviðleitni sem of hljótt hefur farið.
Verk af þessu tagi hafa meira gildi fyrir framtíð þessa lands en
samanlagðar Gróusögur dægurumræðunnar.
Gróusögur og umbótaviðleitni
Það sem virða ber
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871