Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.01.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 11.01.2009, Qupperneq 12
12 11. janúar 2009 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. Eiríkur P. Jörundsson sagnfræðing- ur tók við starfi forstöðumanns Sjó- minjasafns Reykjavíkur nú eftir ára- mótin. Safnið var sett á fót fyrir fjór- um árum og hefur Eiríkur starfað við safnið sem sviðsstjóri frá upphafi. Nýja starfið leggst vel í hann og segist hann hafa haft í nógu að snúast. „Þetta á nú að vera rólegasti tími safnanna en við höfum haft mikið að gera hér eftir áramótin,“ segir Eirík- ur. „Strax 3. janúar komu hingað 300 manns með veislu og við erum einnig að ljúka framkvæmdum við húsnæði safnsins. Svo er sýning í undirbúningi af tilefni 90 ára afmælis Eimskips og mikið um að vera.“ Eiríkur starfaði í Höfn í Horna- firði eftir BA-nám sitt í sagnfræði í nokkur ár sem forstöðumaður safn- anna á staðnum. Eftir það vann hann sem blaðamaður á Morgunblaðinu áður en hann hóf mastersnám í sagn- fræði. „Það vildi svo vel til að þegar Sjóminjasafnið var að fara í gang árið 2005 var ég einmitt að ljúka masters- náminu en þar fjallaði ég um fiskveið- ar og strandmenningu á þessu svæði á 19. öld. Mér finnst ég hafa sameinað þessi tvö áhugamál mín, blaðamennsk- una og sagnfræðina, því hér er ég í fræðimennskunni og að miðla henni.“ Sjóminjasafnið hefur vaxið ört á fáum árum. Það er niðri við höfn í gömlu frystihúsi og eins og Eirík- ur bendir á er frágangi húsnæðisins að ljúka. Á síðasta ári tók safnið við varðskipinu Óðni og dráttarbátnum Magna sem liggja við bryggju í bak- garði safnsins. „Við erum innst í höfn- inni og fáum því þennan fallega bak- garð. Mikil uppbygging hefur farið fram við höfnina undanfarin ár og nú bíður okkar skipulagning útisvæðis- ins í kringum safnið. Síðustu ár hefur húsið sjálft verið þakið vinnupöllum en nú hverfa þeir og við getum tekið á móti fólki í huggulegri húsakynnum. Margir hafa enga hugmynd um tilvist safnsins og reka upp stór augu þegar þeir koma hingað inn.“ Eiríkur segist ekki líta á sjóminja- safnið eingöngu sem safn sem haldi utan um söguna. Starfssviðið sé víð- ara, safnið sé í raun menningarmið- stöð sem taki á móti hópum og hýsi ráð- stefnur og ýmiss konar fundi. „Það er vinsælt hjá hópum að halda móttökur og fundi hér inni á safninu. Fólk hefur meira að segja haldið fund í varðskip- inu þar sem er gott næði.“ heida@frettabladid.is EIRÍKUR P. JÖRUNDSSON: TEKINN VIÐ FORSTÖÐU SJÓMINJASAFNS REYKJAVÍKUR Sjóminjasafnið springur út VEX FISKUR UM HRYGG Sjóminjasafnið hefur verið í stöðugri uppbyggingu frá því það var sett á fót fyrir fjórum árum og segir Eiríkur Jörundsson, nýsettur forstöðumaður, spennandi tíma framundan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARY J. BLIGE ER 38 ÁRA Í DAG „Mín fyrsta plata er á gamansömum nótum.“ Söngkonan Mary J. Blige seg- ist aðdáandi gospeltónlist- ar og er hún þekkt fyrir miklar og dramatískar slaufur í söng sínum. Hún hefur gefið út níu plötur og hlotið Grammy-verð- launin átta sinnum. MERKISATBUÐRIR: 1864 Charing Cross-lestarstöð- in opnuð í London. 1892 Paul Gauguin giftist 13 ára stúlku frá Tahítí. 1897 Leikfélag Reykjavíkur stofnað. 1944 Togarinn Max Pemberton frá Reykjavík ferst undan Snæfellsnesi með allri áhöfn, 29 manns. 1949 Snjókoma er skráð í fyrsta sinn í Los Angeles. 1972 Austur-Pakistan öðlast sjálfstæði. 1991 Ben Johnson keppir aftur eftir að hafa misst ólymp- íugullið 1988 vegna stera- notkunar. 1993 910-920 millibara lægð fer norður með Austur- landi. Það er dýpsta lægð sem vitað er um á Norð- ur-Atlantshafi. Miklar frosthörkur urðu um allt land í upphafi ársins 1918 og festi hafís við land frá Vestfjörð- um austur að Gerpi. Innfirði lagði og tepptust siglingar vegna íss. Ísbirnir gengu á land í Núpa- sveit austan Öxafjarðar 11. janúar og fylgdu fleiri bjarndýr upp á land næstu daga. Birna með tvo húna var felld á Melrakkasléttu og einnig voru drepnir ísbirnir á Skagaströnd, í Fljótum, á Langa- nesi og austur í Mjóafirði. Ekki fer sögum af því að birnirnir hafi ráðist á fólk. Faxaflóa og Breiðafjörð lagði einnig að mestu leyti og var pósti ekið út í Flatey á Breiðafirði í vagni og menn komust fótgangandi frá Reykjavík út í eyjarnar á sundunum. Þessi miklu frost voru landsmönnum erfið en kolaskortur var í landinu svo ekki var gott að hita hús nægilega upp. Frost- hörkurnar stóðu í tæpan mánuð en í kringum 20. janúar dró úr frostinu. Það hlýnaði hratt en dæmi voru um að hitastigið risi úr 22 gráðu frosti í eins stigs hita á einni nóttu. Um miðjan febrúar opnuðust siglingaleiðir fyrir Norðurland og hafís- inn rak frá ströndum. Heimild: Ísland í aldanna rás. ÞETTA GERÐIST: 11. JANÚAR ÁRIÐ 1918 Birnir á land í miklum frostum Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðbjörg Jónsdóttir Álfheimum 48, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 8. janúar. Þórarinn Magnússon Sigrún Reynisdóttir Kristinn Magnússon Hanna Bjartmars Arnardóttir Lilja Nótt Þórarinsdóttir Magnús Þórarinsson Svala Ögn Kristinsdóttir Gríma Bjartmars Kristinsdóttir. Ástkær móðir okkar, Jakobína Kristmundsdóttir hárgreiðslumeistari, frá Skógum, Vestmannaeyjum, andaðist 18. desember á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Guðlaug Bjarnadóttir Bjarni Bjarnason Kristmundur Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín og frænka, Bergljót Edda Alexandersdóttir hjúkrunarfræðingur, Lautarsmára 10, áður Grettisgötu 26, lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi miðvikudagsins 7. janúar. Jarðsett verður frá Seljakirkju föstudaginn 16. janúar kl. 13.00. Ólafur Alexandersson Guðmundur Kristjánsson Helga Zoega Amma mín og móðir okkar, Sigrún Sigtryggsdóttir áður til heimilis að Byggðavegi 84, Akureyri, lést aðfaranótt 8. janúar á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga. Sigrún Einarsdóttir Þórunn Bergþórsdóttir Stefán Bergþórsson Anna Sigríður Tebbetts Hildur Bergþórsdóttir og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra Björns Björnssonar flugvirkja, Hörðukór 1, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11G á Landspítala v/Hringbraut og Líknardeild LSH í Kópavogi. Sigþrúður Zóphóníasdóttir Sigrún Edda Björnsdóttir Axel Hallkell Jóhannesson Leifur Björn Björnsson Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir Oddný Anna Björnsdóttir Pálmi Einarsson Hlynur Ómar Björnsson Elísa Davíðsdóttir Lára Björg Björnsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Steingrímur Westlund er látinn. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 6. janúar. Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 15. janúar kl. 15.00. Katherine, Kristín María, Elín Margrét, Edward Jóhannes, Súsanna Rós og Katrín Guðlaug Westlund og fjölskyldur. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna and- láts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ágústu Pétursdóttur Snæland. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka alúð við umönnun hennar síðustu æviárin. Pétur H. Snæland Valgerður Kristjánsson Sveinn Snæland Jónína M. Guðnadóttir Halldór Þ. Snæland Ásta B. Benjamínsson Gunnar Snæland Kristín E. Kristleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.