Fréttablaðið - 11.01.2009, Blaðsíða 38
22 11. janúar 2009 SUNNUDAGUR
Fjórir trommarar spila inn á nýj-
ustu plötu hljómsveitarinnar Ske
sem er væntanleg á næstu vikum.
Aðaltrommari Ske og sá sem kemur
mest við sögu á plötunni er Eng-
lendingurinn Paul Maguire sem
hefur spilað með hljómsveitinni
The La´s. Hinir þrír eru Orri Páll
Dýrason úr Sigur Rós, Sigtryggur
Baldursson og Kjartan Gunnars-
son.
Guðmundur Steingrímsson hefur
fáar skýringar á þessum fjölda en
tekur fram að upptökurnar hafi
tekið nokkur ár. „Paul valdi dálítið
hvað hann fílaði að tromma inn á
plötuna,“ segir hann. „Lögin hent-
uðu sumum betur og öðrum illa.“
Bæði Sigtryggur og Kjartan hafa
áður spilað inn á plötur Ske en Orri
og Paul eru nýir af nálinni. „Orri er
eðalmaður. Hann er vinur hljóm-
sveitarinnar,“ segir Guðmundur.
„Paul Maguire er reyndur í brans-
anum, alveg þrumutrommari. Við
kynntumst honum í gegnum vina-
bönd.“
Hljómurinn á nýju plötunni er
aðeins rokkaðri en áður að sögn
Guðmundar, auk þess sem engin
söngkona kemur við sögu í þetta
sinn. Bæði Ágústa Eva Erlendsdótt-
ir og Ragnheiður Gröndal eru því
fjarri góðu gamni. „Söngkonur hafa
komið í hljómsveitina og alltaf
orðið frægar annars staðar. Nú
ákváðum við að prófa að hafa enga
söngkonu.“ Höskuldur Ólafsson,
fyrrum meðlimur Quarashi, sér um
allan sönginn, nema í einu lagi sem
Guðmundur syngur sjálfur. - fb
HVAÐ SEGIR MAMMA?
Hvað er að frétta? Dubbeldusch frumsýnt á
laugardagskvöld. Stappfullt. Mæli með að fólk sjái
sýninguna. Sönn íslensk skemmtun. Ósóttir miðar
seldir í dag á sunnudagssýninguna.
Augnlitur: Græn.
Starf: Listaspíra.
Fjölskylduhagir? Sambúð með góðri konu og
börnum tveim.
Hvaðan ertu? 104 Reykjavík.
Ertu hjátrúarfullur? Ekki séns.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn? Enginn sérstakur.
Uppáhaldsmaturinn? Fékk mér um daginn buff
tartar með bróður mínum. Honum fannst það
viðbjóður. Mér fannst það mjög gott.
Fallegasti staðurinn: Dillon.
iPod eða geislaspilari: Skiptir mig ekki höfuðmáli.
Hvað er skemmtilegast: Öll lífsins næring.
Hvað er leiðinlegast: Flugvellir, járnbrautarlestar-
stöðvar og aðrar biðbyggingar.
Helsti veikleiki? Dómharka.
Helsti kostur? Get verið ansi fínn gaur þegar vel
liggur á mér.
Helsta afrek? Þessarar viku er uppsetning Dubb-
eldusch á methraða. Sýningin hefur aldrei verið
betri.
Mestu vonbrigðin? Pæli lítið í svoleiðis hlutum.
Hver er draumurinn? Í útisturtu á sumarbústaðar-
palli með dubbeldusch í hári og lamb á grilli.
Hver er fyndnust/fyndnastur? Þjóðarblómið
Harpa Arnardóttir.
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Er orðinn svo
léttur og hress af þessum spurningum að mér
dettur varla neitt í hug. Jú, verð að segja Facebook.
Eitthvað við það sem pirrar mig.
Hvað er mikilvægast? Kærleikurinn. Hann umber
allt. Og fellur aldrei úr gildi.
HIN HLIÐIN BJÖRN HLYNUR HARALDSSON LEIKARI
Finnst Facebook pirrandi
„Mamman er
náttúrlega mjög
ánægð fyrir hans
hönd. Hann
hefur alltaf haft
gaman af því að
syngja og fór að
syngja Bítlalög
þegar hann var
ekki mjög hár
í loftinu. Þegar hann varð svo
ástfanginn í fyrsta sinn hljóp
hann um allt og söng I‘m falling
in love með Elvis Presley og allir
höfðu gaman af. Ég er mjög
ánægð með tónlistina hans og
sé hann halda áfram að semja í
framtíðinni.“
Anna Guðmunds, móðir Þorsteins
Kristjáns Haraldssonar, tónlistarmannsins
Togga.
Fjórir trommarar á plötu Ske
FJÓRIR FAGMENN SPILA MEÐ SKE
Paul Maguire, Kjartan Gunnarsson, Orri Páll Dýrason og
Sigtryggur Baldursson.
Sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór
Sverrisson leitar nú að heppilegum
tökustöðum fyrir kvikmynd sem
hann hyggst gera. Hún verður
byggð á sjónvarpsþáttunum Algjör
Sveppi sem hafa haldið smáfólkinu
við skjáinn um helgar undanfarið
ár og verður vonandi frumsýnd í
bíóhúsum borgarinnar áður en
langt um líður. „Þetta er rétt, við
erum á leiðinni út á Reykjanes til
að skoða tökuaðstæður úti á Velli,“
segir Sverrir.
Handritið að myndinni er tilbúið
en það segir frá leit Sveppa að vini
sínum Villa sem er rænt af misind-
ismönnum. Sverrir segir enda að
þetta sé meira fjölskyldumynd en
barnamynd. Hann reiknar með að
tökur byrji sem fyrst og að þeim
verði lokið fyrir árslok. „Þetta velt-
ur auðvitað mikið á dagskránni hjá
þeim sem verða með mér í mynd-
inni,“ segir Sverrir en Villi naglbít-
ur og Pétur Jóhann Sigfússon verða
meðal aðalleikara. „Maður veit
ekkert með Pétur, dagbókin hans
er alveg þéttbókuð. Maður reynir
bara að nýta alla frítíma sem gef-
ast. Myndin verður bara tekin upp
þegar allir eru í stuði.“
Yfir fjörutíu þættir hafa nú verið
framleiddir af Algjörum Sveppa.
Og Sverrir er ánægður með þær
viðtökur sem hann hefur fengið.
„Þetta er svona barnaefni á brúnni,
við erum ekkert að reyna að siða
börnin til heldur miklu frekar að
reyna að virkja ímyndunaraflið.“
- fgg
Sveppi gerir bíómynd
SVEPPI Í BÍÓ Sverrir Þór hyggst gera
fjölskyldumynd. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
„Þetta er bara heiðurstala og á
meðan maður er frískur og fyllir
hús með rokki og róli þá eru hlut-
irnir bara eins og þeir eiga að
vera,“ segir rokkgoðsögnin Eirík-
ur Hauksson. Hann hyggst blása
til mikillar afmælisveislu hinn 4.
júlí en þá verður hann fimmtugur,
hvorki meira né minna. Og það
sama dag og Bandaríkjamenn
halda þjóðhátíðardag sinn. Eiríkur
segist ætla að nýta sér þessa dag-
setningu til fullnustu þegar vegg-
spjald tónleikanna verður gert.
„Ég verð örugglega í einhverri
svipaðri stellingu og Tom Cruise í
kvikmyndinni Born on the Fourth
July,“ grínast Eiríkur með.
Ekki er ljóst hvar veislan verður
haldin en Eiríkur ætlar að tjalda
öllu til. „Við ræddum þetta, ég og
Palli í Promó, í október í fyrra. Svo
hrundi efnahagskerfið og manni
féllust eiginlega hendur. En við
áttuðum okkur á því að það er ekki
hægt að sjá fyrir hvernig ástandið
verður eftir sex mánuði og við
tókum þá ákvörðun að henda okkur
út í þetta af fullum krafti.“
Ógjörningur er að fara yfir feril
Eiríks í stuttu máli en hann hefur
verið í framvarðasveit íslenskrar
og síðar meir norskrar rokksenu
um áratugaskeið. Þá eru ótaldir
allir þeir slagarar sem þjóðin
hefur fengið að njóta í gegnum tíð-
ina og nægir þar að nefna Gleði-
bankann, Gaggó Vest og nú síðast
Valentine‘s Lost. Eiríkur upplýsir
að Ken Hensley, fyrrum gítarleik-
ari Uriah Heep, ætli að heiðra land
og þjóð með nærveru sinni á
afmælinu.
Eiríkur er hvergi banginn við að
eldast. Það hafi verið einhver
urgur í honum þegar hann varð
fertugur en nú, tíu árum seinna, sé
hann vel sáttur við árafjöldann.
Hann segir þó að töfrarnir í takka-
skónum séu að fullu horfnir en í
staðinn láti hann sér nægja að
horfa mikið á knattspyrnu. Að
hætta reykingum er ekki heldur á
dagskrá þrátt fyrir tímamótin
enda er Eiríkur þess fullviss að þá
fyrst myndi allt fara fjandans til.
Þeir sem vilja hita sig upp fyrir
afmælisrokkið geta yljað sér við
textagerð Eiríks en hann samdi
textann við Eurovision-lagið Undir
regnbogann eftir Hallgrím Ósk-
arsson. „Já, ég frétti það reyndar í
gær að lagið myndi keppa. Heyrði
það frá bresku Eurovision-nördi,
Barry, sem fylgist grannt með
gangi mála á Íslandi.“
freyrgigja@frettabladid.is
EIRÍKUR HAUKSSON: HRÆÐIST EKKI SEXTUGSALDURINN
Öllu til tjaldað í fimmtugs-
afmæli Eika Hauks í sumar
HVERGI BANGINN Eiríkur Hauks-
son er ekki smeykur við sextugs-
aldurinn heldur býður til mikillar
rokkveislu á afmælisdaginn. Ken
Hensley, gítarleikari Uriah Heep,
mætir í partíið sem væntanlega
verður tekið upp á DVD.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
08.12.74
A
IK
ID
O
WWW.AIKIDO.IS
NÁMSKEIÐ Í AIKIDO
Ný önn hefst
mánudaginn 12. janúar.
Allar upplýsingar á
www.aikido.is
eða í símum:
840-4923
669-9374
Aikido er bardagalist
fyrir fólk á öllum aldri
sem hefur áhuga á að
læra eitthvað nýtt.