Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 2
2 13. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR ATVINNUMÁL Litlar efndir hafa fylgt yfirlýsingum stjórnvalda um nauð- syn þess að verja störf og skapa ný að mati verkalýðsleiðtoga víðs vegar um land. Þeir kalla eftir mannaflsfrekum framkvæmdum til að sporna við sívaxandi atvinnu- leysi. Tæplega 10.700 voru án atvinnu í gær, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, kveðst hafa verulega þungar áhyggjur af þróuninni enda hafi viðamiklar framkvæmdir ýmist verið slegnar af eða þeim slegið á frest. „Við getum ekki lifað sæl og róleg á Atvinnuleysistrygg- ingasjóði því hann þornar fljótt upp,“ segir Kristján sem fagnar þó að iðnaðarráðherra kveði skýrt að orði um álver í Helguvík. Birni Snæbjörnssyni, formanni Einingar-Iðju við Eyjafjörð, finnst sem stjórnvöld séu í dvala; engin viðbrögð fáist við einu né neinu er varðar atvinnumálin. „Það virðist ekkert vera að gerast,“ segir Björn en undanskilur áform um stuðning við sprota og nýsköpun. „Auðvitað er hvert starf dýrmætt en þetta eru lítil fyrirtæki. Þótt þau vaxi og þurfi starfsmenn mætir það ekki ellefu þúsund manna atvinnuleysi. Það þarf verklegar framkvæmdir sem krefjast mikils mannafla.“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags á Austurlandi, Sigurður Bessason, formaður Eflingar í Reykjavík, og Finnbogi Sveinbjörnsson, formað- ur Verkalýðsfélags Vestfirðinga, eru á sama máli. Hjördís segir mikið vanta upp á að staðið sé við stóru orðin. „Ég hef beðið síðan í október eftir aðgerðum stjórnvalda til að verja störfin í landinu.“ Hún efast um að hægt sé að bíða mikið lengur enda þoli heimilin það ekki. Sigurður segir ástandið versna með hverjum deginum sem líður. „Í beinu framhaldi af falli bankanna lýstu ráðherrar yfir að þeir vildu stuðla að öllu sem gæti eflt atvinnu- lífið og lögðu áherslu á mannafls- frekar framkvæmdir. Ég hef fátt séð sem styður þau orð.“ Hann telur litla ástæðu til bjartsýni og segir útlit fyrir að atvinnuleysið verði meira en spár hafi gert ráð fyrir. Finnbogi segir ríkisvaldið og sveitarfélögin hafa verið hvött til að draga ekki úr framkvæmdum en þau hafi gert hið gagnstæða. „Ég auglýsi eftir framkvæmdum. Öðru vísi verður fjöldaatvinnuleysið ekki leyst.“ Félagsmálaráðherra skipaði í gær starfshóp sem ætlað er að móta tillögur um aðgerðir til að sporna við atvinnuleysi. bjorn@frettabladid.is Lítið aðhafst gegn miklu atvinnuleysi Verkalýðsleiðtogar gagnrýna hve lítið hefur verið aðhafst til að sporna við sí- auknu atvinnuleysi. Stuðningur við nýsköpun sé ágætur en megi sín lítils þegar þúsundir séu án atvinnu. Þeir auglýsa eftir atvinnuskapandi framkvæmdum. FJÖLMIÐLAR „Það hefur ekki komið til umræðu,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, formaður mennta- málanefndar Alþingis, spurður hvort komið hafi til tals að dreifa greiðslu útvarpsgjalds. Útvarpsgjaldið, sem verður 17.200 krónur á skattgreiðend- ur 16-67 ára, á að greiða 1. ágúst. Fyrir hjón verður greiðslan því 34.400. Sigurður segir útvarpsgjaldið vera til endurskoðunar hjá starfsnefnd menntamálanefndar, sem nú endurskoðar lög um fjölmiðla. Starfshópurinn skilar af sér tillögum 15. febrúar. - ss Útvarpsgjald Ríkisútvarpsins: Endurskoðað í starfsnefnd SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Katrín, verður þriðji sonurinn kannski skírður Hulk? „Ég vona að minnsta kosti að hann líti ekki út eins og Hulk.“ Hjónin Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Sigvaldason hafa þýtt bók um grænt uppeldi. Þau eiga tvo syni. „Það þarf að búa þeim [fyrirtækj- um] þannig aðstæður að síður komi til uppsagna og að þeir sem hafa vinnu haldi henni en að ný störf séu sköpuð fyrir þá sem missa vinnuna. Það er risavaxið verkefni þegar margt sérhæft fólk missir störf sín í kjölfarið á bankakreppunni og í kjölfar þeirra erfiðleika sem sú staða hefur skapað fyrir atvinnulífið almennt í landinu. Ríkisstjórnin gerir hvað hún getur til þess að sporna gegn þeirri aukningu atvinnuleysis sem í uppsiglingu er en það er ekki alltaf einfalt mál.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi 9. desember 2008. RÍKISSTJÓRNIN GERIR HVAÐ HÚN GETUR AÐ STÖRFUM Formenn verkalýðsfélaga víðs vegar um land segja að stjórnvöld verði að ráðast í mannaflafrekar framkvæmdir til að vinna á atvinnuleysinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚKRAÍNA, AP Úkraína undirritaði í gær, án fyrirvara, samning við Rússa um að óháðir eftirlitsmenn fái að fylgjast með gasflutningum frá Rússlandi um Úkraínu til Evrópuríkja. Þar með virðist hin árlega gasdeila Rússa og Úkra- ínumanna leyst, þetta árið að minnsta kosti. Úkraína undirritaði samninginn fyrst á sunnudag, en bætti síðan við yfirlýsingu með viðbótarskil- yrðum, sem gerðu það að verkum að Rússar sögðu samninginn ógildan. Úkraínumenn segja þó skilyrðin enn vera í fullu gildi, þótt þau séu ekki skráð í lagalega bindandi skjöl. - gb Deilan um Rússagasið leyst: Opna fyrir gas til Evrópuríkja KALT Í BÚLGARÍU Strætisvagnafarþegar í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkennir að hafa gert fjölda mistaka á ferli sínum, en varði samt af ákafa stefnu sína og ákvarðanir í flest- um málum. Meðal þeirra mistaka, sem hann viðurkennir, er að hafa notað ásak- anir um að Írakar hafi yfir gjör- eyðingarvopnum að ráða sem rétt- lætingu fyrir stríði á hendur þeim. „Það voru veruleg vonbrigði að gjöreyðingarvopnin fundust ekki,“ sagði Bush á síðasta blaðamanna- fundi sínum sem haldinn var í Washington í gær. Hann sagði það einnig mistök að hafa lýst því yfir í maíbyrjun 2003, aðeins tveimur mánuðum eftir inn- rásina í Írak, að sigur hafi unnist, og sérlega óheppilegt hafi verið að gefa þessa yfirlýsingu undir stór- um borða sem á stóð: „Verkefni lokið.“ Hann sagðist hins vegar engan veginn taka undir það að dofnað hefði yfir ímynd Bandaríkjanna erlendis. Sömuleiðis hafnaði hann því að stjórnvöld hefðu brugðist of seint við fellibylnum Katrínu haustið 2005. Vissulega hefði mátt gera ýmislegt betur, en strax í kjöl- far óveðursins hafi þrjátíu þúsund manns verið bjargað af húsþökum með þyrlum. Hann óskaði eftirmanni sínum í embættinu, Barack Obama, alls góðs. Brýnasta verkefni hans verði að búa sig undir að hugsanlega verði gerð önnur árás á Bandarík- in. - gb George W. Bush á síðasta blaðamannafundi sínum: Viðurkennir fjölda mistaka GEORGE W. BUSH Segir mikilvægara fyrir Obama að búa sig undir að hugsanlega verði gerð önnur árás á Bandaríkin en að takast á við efnahagsvandann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VINNUMARKAÐUR Þrír hafa boðið sig fram til formanns Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. Það eru þeir Kristinn Örn Jóhannes- son og Lúðvík Lúðvíksson sem bjóða sig fram gegn Gunnari Páli Pálssyni, núverandi formanni. Alls bárust 23 framboð til stjórnar en kosið er um sjö stjórnarmenn ár hvert, fjóra í listakosningu, þrjá í einstaklings- kosningu, og þrjá varamenn í stjórn. Um níutíu bjóða sig fram til trúnaðarráðs. - ghs Styttist í kosningar hjá VR: Þrjú framboð til formanns Áhyggjur í Árborg Bæjarráð Árborgar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna tillagna heilbrigðis- ráðherra um breytingar og niðurskurð hjá heilbrigðisstofnunum. Hætta sé á að þjónusta við landsbyggðarfólk skerðist verulega. HEILBRIGÐISMÁL LÖGREGLUMÁL Ungur maður gerði um miðjan dag í gær tilraun til vopnaðs ráns í matvöruverslun í austurborginni í Reykjavík. Ungi maðurinn kom um kaffileytið inn í matvöruverslunina, tók upp hníf og ógnaði viðstöddum og vildi fá peninga. Engan sakaði. Ungi maðurinn fór í burtu þegar í ljós kom að afskaplega lítið var að hafa í versluninni. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla taldi í gærkvöld að maðurinn myndi nást fljótt en lýsing á honum lá fyrir. - ghs Hugðist ræna verslun: Bakkaði út úr vopnuðu ráni STJÓRNMÁL Áttundi opni borgara- fundurinn fór fram í Háskólabíói í gærkvöld. Salurinn var þétt setinn og fá sæti laus, að sögn Vísis. Á fundinum var til umræðu íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar, hriplekt lagaum- hverfi og veikar eftirlitsstofnanir. Samkvæmt tilkynningu áttu frummælendur að vera Robert Wade prófessor, Raffaella Tenconi hagfræðingur, Sigur- björg Sigurgeirsdóttir stjórn- sýslufræðingur, Herbert Svein- björnsson aðgerðasinni og Finnur Oddsson framkvæmdastjóri. - ghs Áttundi borgarafundurinn: Salurinn var þéttskipaður ÚTGÁFA Ákveðið hefur verið að fækka útgáfu- dögum Fréttablaðsins og hættir blaðið að koma út á sunnudögum frá og með næstu helgi. Hér eftir mun koma út eitt öflugt helgarblað á laugardögum. Að sögn Jóns Kaldal, ritstjóra Fréttablaðsins, er gripið til þessara ráðstafana í sparnaðar- skyni og vegna samdráttar á auglýsingamark- aði. „Það er lýsandi fyrir ástandið að þrátt fyrir geysilega sterka stöðu Fréttablaðsins á auglýsingamarkaði metum við stöðuna þannig að hún standi ekki undir útgáfu sjö daga vikunnar. Það hefur alltaf verið einn helsti styrkleiki Fréttablaðsins að laga sig fljótt og vel að aðstæðum á markaðnum. Það má orða þetta þannig að við séum að spila ákveðinn varnar- leik og munum sækja aftur fram um leið og færi gefst,“ segir Jón. Aðspurður segir Jón að sparnaðurinn náist fyrst og fremst í dreifingu á blaðinu og að einhverju leyti prentun. Mánaðarlegu sérblöðin: Menning, Fjölskylda, Ferðalög og Matur, sem hafa fylgt Fréttablaðinu á sunnudögum, verða hér eftir í nýju helgarblaði ásamt atvinnuauglýsingablaðinu. Sérblaðið Heimili og hönnun verður áfram á sínum stað á laugardög- um ásamt því sem aðalblaðið verður eflt. Á Leifsgötu nni rata ég inn ranga n stigagan g og á móti mér kemu r maður m eð ógnand i svip og k vakandi k ornabarn í fanginu, ég hörfa ósjá lfrátt und an honum , kominn á annarra yfirráðasv æði. Þeg ar ég fi nn Bjarna lo ks í öðru húsi við L eifsgötun a rifjast u pp fyrir mér að hann situr á má lhellu, vin nustofa ha ns og heimil i er gama lt verslun arhúsnæð i þar sem fólk upp úr str íði hittist á öllum stu ndum dag sins og ski pt- ist á sögu m. Bjarni vi nnur við að skipta st á sögum í gegnum hugi fólks sem han n býr til, hann leg gur því o rð í munn, ska par það í h ugsýn. Ha nn er leik skáld, hef ur verið að í rúma tvo áratugi, s íðustu ári n hefur h ann einbeitt s ér að leik ritun, bæ ði fyrir s við og útv arp, hann á að baki fjöl da leikge rða og fy rr sinnti h ann ýmsum st örfum leik listarteng dum. Skagamaður Bjarni va kti fyrst athygli le ikhúsmann a fyrir v erk sem hann lagði inn í leikrita samkeppn i Leikféla gs Reykjavík ur 1989 þ egar Borg arleikhús ið var tek ið í notkun se m leikhús . Hann er sprottinn úr leiklis tará- huga fram haldsskól ans, segis t hafa rey nt fyrir sé r í alls kyns skapandi starfi í sk óla á Akr anesi, dun dað við tónlist líka, en h afi á enda num sætt sig best við leikformið þar sem s aman kom i sagan og hljómfall ið. Eftir tæp a viku ve rður frum sýnt nýtt verk eftir hann í R ýminu á Akureyri, Falið fy lgi. Á mo rgun flýgur han n norður o g stoppar þar stutt v ið. Að þes su sinni fylg ir hann ek ki framþr óun verks ins í æfing um og er að vonum or ðinn spen ntur að s já hvernig til tekst. Það er Jón G unnar Þó rðarson, b róðir þeir ra Magnúsar Geirs le ikhússtjór a og Árn a Odds f jár- málakapp a sem lei kstýrir. L eikendur eru fjórir og verkið ge rist einhv ern tíma n ærri liðnu m kosning um í litlum bæ í okkar la ndi. Í fullu starfi Bjarni só tti sér lei khúsfræð imenntun til Þýska lands – til Bæja ralands – München sem er m ikil leikhú sa- borg með margbre ytilega fló ru leikhús a. Hann s egir nám sitt h afa veitt sér mikið frelsi til s krifta: Ég sá alveg full t af frábæ rum sýnin gum. Eftir leikritasa m- keppnina góðu segi st hann ha fa fengið l étt höfnun ar- kast þega r Korkma nn, eins o g leikver kið hans hét, var ekki sett á svi ð en segir núna að það hafi v erið ágætt að v inna sig út úr því: „Þ að er svo erfitt að e iga leikrit í s kúffum, m aður verð ur að kom a þeim in n í þetta ferl i og láta þ au rætast á sviði, í flutningi.“ Hann er e inn örfárr a einstakl inga hér á landi sem sinna leik ritaskrifu m í fullu starfi: „Se m höfund ur í [ SÉRBLAÐ F RÉTTABLAÐS INS UM MEN NINGU OG L ISTIR ]menning janúar 2009 Við héldu m Árla dags í ljósaski ptunum k eyri ég í l eigubíl í á tt að austanve rðu Skóla vörðuhol ti með le igubílstjó ra sem vill ræða tannviðge rðir. Áðu r en ég ve it hef ég s kipst á viðkvæ mum við skiptaupp lýsingum um tann lækna, kostnað v ið krúnur , og er orð inn vísari um bólg ur í rótum, þa nþol líka mans þeg ar við kve ðjumst: S vona er lífi ð, se gir hann við mig. É g segi ykk ur það, sa mtöl- in milli m anna leið a ýmisleg t í ljós, su mt opinsk átt og annað fal ið. LEIKLIST PÁLL BA LDVIN B ALDVINS SON AÐ ÞETTA VÆR I KOMIÐ Framhald á bls. 2 BÖÐVAR SVAKA Sjötugsafmæ li Böðvars G uð- mundssona r skálds kall ar á endurmat á framlagi ha ns Bls. 4 CAMILLA L ÄCKBERG Þ riðja saga Camillu á ís lensku er ei n af tíu mes t seldu bókum síðasta árs: hvernig er heimur saka málasagna hennar? Bls. 5 MENNING B jart- sýni ríkir í lei khúsum landsins um aðsókn sem l ýsir sér í fjölda ve rka og miklu fram - boði sæta Bls. 6 [ SÉRBLAÐ FRÉTT ABLAÐSINS UM F ERÐALÖG ] fer alög DESEMBER 200 8 + NÝÁRSFAGN AÐUR Í HONG KONG, FORS ETASKIPTI Í B ANDARÍKJUN UM OG ELDFL ÓINN Í TASMA NÍU Heitustu áfangastaðirnir ÁRIÐ 2009 Almennt um ná mið Námið tekur eina önn og veitir svæðisleiðsögu réttindi. Kennt er þrjú kvöld í viku frá mánudegi til m iðviku- dags, auk æfin gaferða um he lgar. Inntökuskilyrð i Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi e ða öðru samb ærilegu námi. Æskilegt er að h fa got t vald á einu erlendu tu ngumáli. Nánari upplýsi ngar á www.m k.is, í síma: 59 4 4025 eða á n etfanginu: lsk@ mk.is heimili&hönnunLAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2009 ● BEST SKREYTTU HÚSINLjósin loga áfram ● HÖNNUNHápunktar ársins 2008 ● KATRÍN ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIRÁ mörkum draums og veruleika fjölskyldan[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]janúar 2009 SAMVERA Á SKAUTUM ■ FJÖLSKYLDAN OG KREPPUTAL ■ ÁRBÆJARLAUG ER BARNVÆN EKKERT LÍF ÁN Brynja Viðarsdóttir sameinar fjöl skylduna í hestaíþróttinni HESTA SÉRBLÖÐIN Nokkur þeirra sérblaða sem munu fylgja Frétta- blaðinu á laugardögum. Sunnudags- og laugardagsútgáfa Fréttablaðsins sameinaðar: Eitt öflugt blað um helgar SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.