Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 6
6 13. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
Flestir Íslendingar eru með íbúðarlán.
Til að minnka mánaðarlega greiðslu er
sniðugt að borga inn á höfuðstól lánsins,
ef hægt er. En slík innáborgun kostar.
Kona í Garðabæ er með lán hjá Byr og
skrifar: „Ég er í tvígang búin að borga
inn á lánið undanfarna mánuði. Borgaði
milljón og þurfti að borga 19.608 í
kostnað, borgaði tvær milljónir inn á
lánið og greiddi 39.216 af því í kostnað.
Það svíður mest að bankinn tekur tvö
prósent af greiðslunni í kostnað, sama
hvort maður borgar 10.000 eða
2.000.000! Vinnan er nákvæmlega sú
sama í báðum tilfellum, hefði ég
haldið.“
Almannatengill Byrs, Helga Guðrún
Jónasdóttir, útskýrir þetta svona:
„Gjaldið endurspeglar nokkurs konar
kostnaðarverð útlána, þ.e.a.s. þann
kostnað sem fjármálafyrirtæki þurfa að
bera vegna tapaðra tekna, þegar lán eru
greidd hraðar upp en gjalddagar segja
til um. Þarna er um ákveðna áhættu að
ræða, sem fjármálafyrirtæki dreifa með
umræddu gjaldi til þess að lágmarka
kostnaðinn sem af henni hlýst. Gjaldið
er svo eingöngu lagt á þær tegundir lána
þar sem þessi áhætta er til staðar.“
Flestir borga af lánum sínum mánaðar-
lega. Kostnaður við hverju greiðslu er
umtalsverður, minnstur ef lánið er skuld-
fært án greiðsluseðils. Samkvæmt heima-
síðum bankanna er kostnaðurinn þessi:
Neytendur: Kona í Garðabæ ekki sátt við Byr
Um greiðslukostnað
Byr Glitnir Kaupþing LÍ Spar SPRON
Lán ekki skuldfært 490 550 510 490 490 590 kr.
án seðils 415 475 435 415 415 515 kr.
Lán skuldfært 195 195 225 195 195 195 kr.
án seðils 120 120 150 120 120 120 kr.
Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á morgun
Hvað verður um smásöluverslun
á nýja árinu?
Átta hollráð um framsetningu efnis
á Internetinu.
Skortstöður og lán í erlendri mynt.
Í Markaðnum á morgun
EFNAHAGSMÁL Fjármálaeftirlitinu
(FME) er óheimilt að gera opinber-
ar niðurstöður endurskoðunarfyr-
irtækja sem unnið hafa skýrslur
um ákveðna þætti sem tengjast
rannsókn eftirlitsins á viðskipta-
bönkunum. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá eftirlitinu.
FME hefur frá því um miðjan
október rannsakað hvort lög hafi
verið brotin í viðskiptabönkunum,
sem komust í þrot í byrjun október.
Meðal þess sem er til rannsóknar
eru viðskipti með verðbréf, og
markaðssetning og fjárfestingar
peningamarkaðssjóða bankanna.
Endurskoðunarfyrirtæki hafa
skilað bankanum skýrslum um
Kaupþing og Landsbankann. Von er
á þriðju skýrslunni þar sem fjallað
verður um Glitni.
Í tilkynningu FME segir að hafin
sé vinna við að fara yfir þessar
skýrslur með það fyrir augum að
sannreyna hvort lög hafi verið brot-
in. Þeirri úrvinnslu verði hraðað
eins og kostur er, meðal annars með
því að bæta tímabundið við sér-
fræðingum hjá FME.
Fjölmiðlar hafa óskað eftir upp-
lýsingum um efni skýrslna endur-
skoðunarfyrirtækjanna, en FME
hefur ekki viljað afhenda þær.
„Í þeim tilvikum sem niðurstöð-
ur benda til refsiverðs verknaðar
verður beitt stjórnvaldssektum eða
málum vísað til lögreglu. Veittar
verða upplýsingar um niðurstöður
rannsókna á þann hátt sem lög leyfa
og eftir því sem verkinu vindur
fram,“ segir í yfirlýsingu eftirlits-
ins. - bj
Ekki lagaheimild til að veita upplýsingar úr skýrslum endurskoðunarfyrirtækja:
FME hraðar yfirferð sinni
STARFSFÓLKI FME FJÖLGAÐ Jónas Fr.
Jónsson er forstjóri FME. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
ÍSRAEL, AP Þúsundir varaliða ísra-
elska hersins héldu í gær inn á
Gazasvæðið til liðs við þúsundir
ísraelskra hermanna, sem hafa
undanfarna daga átt í illvígum
hernaði þar gegn Palestínumönn-
um.
Loftárásir og landhernaður
héldu áfram af fullum þunga og
var sérstaklega ráðist á heimili
helstu leiðtoga Hamas-samtak-
anna. Allt benti til þess að Ísraelar
ætluðu að herða enn hernaðinn
inni í hverfum borganna á þessu
þéttbýla 360 ferkílómetra svæði
þar sem hálf önnur milljón manna
býr.
Tzipi Livni, utanríkisráðherra
Ísraels, sagðist í gær sannfærð
um að með árásunum hafi Ísrael-
um tekist að koma Hamas í skiln-
ing um að Ísrael bregðist við af
fullri hörku þegar íbúar þess
verða fyrir árásum: „Þetta skilja
Hamas-menn núna og það er svona
sem við ætlum að bregðast við í
framtíðinni ef þeir dirfast að
skjóta svo mikið sem einu flug-
skeyti á Ísrael.“
Þrátt fyrir árásirnar tókst
Hamas-mönnum að senda á annan
tug heimagerðra sprengjuflauga
yfir landamærin til Ísraels. Ein
þeirra lenti á húsi í bænum Ashk el-
on, en ekkert manntjón varð.
Ehud Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, sagði að hernaðinum yrði
hætt ef eldflaugaárásir á Ísrael
hættu. „Öllu öðru verður mætt
með járnhnefa Ísraels,“ sagði
hann. „Við munum halda áfram
eins lengi og þörf krefur til að losa
okkur undan þessari hættu.“
Að minnsta kosti sextán Palest-
ínumenn létu lífið í gær, en hern-
aðurinn á Gazasvæðinu hefur
kostað hátt í þúsund Palestínu-
menn lífið, þar af eru hundruð
barna, síðan hann hófst 27. desem-
ber síðastliðinn.
Mannréttindaráð Sameinuðu
þjóðanna fordæmdi í gær árásir
Ísraela og samþykkti að senda
nefnd á vettvang til að kanna brot
Ísraela gegn Palestínumönnum. Í
gær hvatti einnig Hans-Gert Pött-
ering, forseti Evrópuþingsins,
bæði Ísraela og Hamas til þess að
hætta átökum. George W. Bush
Bandaríkjaforseti ítrekaði hins
vegar í gær stuðning sinn við
hernað Ísraela, og sagði það undir
Hamas komið hvort vopnahlé
kæmist á.
Síðan árásirnar hófust hefur
nokkuð verið um árásir á sam-
komuhús gyðinga í Frakklandi,
Svíþjóð og Bretlandi. Nú síðast
var tveimur eldsprengjum varpað
á samkomuhús í París, en ekki er
vitað til þess að nokkur hafi
meiðst. gudsteinn@frettabladid.is
Liðsauki Ísraelshers
inn á Gazasvæðið
Ísraelar búa sig undir að herða enn árásir sínar á Gazasvæðið, sem til þessa
hafa kostað hátt í þúsund manns lífið, þar af hundruð barna. Mannréttindaráð
Sameinuðu þjóðanna fordæmir hernaðinn en Bush ítrekar stuðning sinn.
RÚSTIR EINAR Palestínukona flytur dýnu úr rústum íbúðar sinnar í Rafah, sunnan til
á Gazasvæðinu.
EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands
mun afskrifa 75 milljarða af
kröfum fjármálafyrirtækja þar
sem legið hefur fyrir að hann
verði óstarfhæfur ef fjárhagur
hans verður ekki endurreistur.
Nú hefur það verið gert með
þessum hætti og reikningurinn
verður sendur skattgreiðendum.
„Hér er verið að bregðast við
þeirri staðreynd að fjárhagur SÍ
var mjög laskaður. Hans eigið fé
hafði þornað upp eftir miklar
lánveitingar til ýmissa fjármála-
stofnana gegn ótryggum veðum,“
sagði Ólafur Ísleifsson hagfræð-
ingur í fréttum Stöðvar 2 í gær.
- ghs
Seðlabanki Íslands:
Fjárhagurinn
endurreistur
Hefur þú tekið þátt í mótmæl-
um vegna ástands efnahags-
mála á Íslandi?
Já 29,5%
Nei 70,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Er í lagi að fyrirtæki misnoti
atvinnuleysisbætur?
Segðu þína skoðun á Vísir.is
KJÖRKASSINN