Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 18
 13. JANÚAR 2009 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Ýmissa grasa kennir við símenntun og endurmenntun Háskólans á Akureyri. Sam- skipti Íslands og Evrópuríkja og frumkvöðla- og þróunar- störf verða meðal annars á dagskrá. „Við verðum meðal annars með námskeið um mál málanna í dag sem kallast Ísland og Evrópa. Þar verður gefið yfirlit yfir þróun samskipta Íslands og Evrópuríkja og áhrifin skoðuð sem þessi sam- skipti hafa haft á íslensk stjórn- mál og efnahagslíf. Sögulegum at- riðum varðandi Evrópusamskipti Íslendinga verða gerð skil sem og starfsemi og stofnanagerð EFTA, EES, ESB og annarra samtaka sem tengjast Evrópusamvinnu.“ Þetta segir Elín Margrét Hall- grímsdóttir, símenntunarstjóri hjá Háskólanum á Akureyri, sem hefur það hlutverk að leitast við að bjóða upp á alhliða sí- og endur- menntun á háskólastigi með tilliti til þarfa samfélagsins. Að hennar sögn hefur núverandi þjóðfélags- ástand sitt að segja við námsfram- boð í skólanum. „Við leitumst við að bregðast við aðstæðum og eft- irspurn jafnóðum við skipulagn- ingu námsframboðs skólans.“ Samstarf er við kennsludeild- ir háskólans um einingabær nám- skeið sem boðið er upp á. Elín Mar- grét nefnir í því samhengi þriggja missera rekstrar- og viðskipta- nám og þrjú einingabær námskeið sem í boði verða í fjarkennslu til símenntunarmiðstöðva. Þar er um að ræða nám í mannauðsstjórnun og svo tvö námskeið á meistara- stigi í heilbrigðisvísindum, það er að segja leiðsögn í klínísku námi og nám í orsökum, greiningu og meðferð krabbameins. Eins verða í boði námskeið í fjármálum og rekstri þar sem lögð er áhersla á frumkvöðla- og þró- unarstörf, sem henta vel háskóla- menntuðum og öðrum sem vilja auka við þekkingu sína á þessu sviði. Þá má líka nefna námskeið á sviði viðtalstækni og sálgæslu. „Svo erum við með ýmis styttri námskeið á sviði uppeldis- og kennslufræða. Námskeið sem sér- staklega eru ætluð kennurum á öllum skólastigum eru í undirbún- ingi. Þar má nefna námskeið í bók- menntum þar sem eðli og gagn- semi barnabóka verður til umfjöll- unar. Eins og hvernig fullorðnir, kennarar eða foreldrar geta laðað börn að bóklestri,“ segir Elín Mar- grét og bætir við að lestrarhvatn- ing sé eitt mikilvægasta verkefni uppalenda. Hún bendir jafnframt á að í upp- hafi árs verði námskeið ætluð ný- nemum, í fræðilegum vinnubrögð- um og vinnulagi þar sem farið verður í helstu rannsóknarsvið og aðferðir og eins siðferðisleg álita- mál í rannsóknarstarfi.- vg Umræða um Evrópumálin Elín Margrét Hallgrímsdóttir segir að námsframboð við símenntun og endurmenntun Háskólans á Akureyri ráðist meðal annars af aðstæðum og eftirspurn. Þannig verði samskipti Íslands og Evrópuríkja nú til umfjöllunar á sérstöku námskeiði við skólann. NORDICPHOTOS/GETTY Elín segir sí- og endurmenntun HA bjóða upp á einingabær námskeið með kennsludeild skólans. MYND/ÚR EINKASAFNI Í Mosfellsbæ eru haldin námskeið í ljósmyndun og meðal annars kennt á stillingar ljósmyndavéla og hvernig finna má myndefni. „Ég býð upp á tvö ný námskeið þetta vorið. Annars vegar nám- skeið fyrir eigendur lítilla véla og hins vegar námskeiðið Lærðu að lesa landið þitt. Þá fer ég með þátt- takendur í jeppaferð og kenni þeim að leita uppi myndefni,“ útskýr- ir Pálmi Guðmundsson, sem hefur tekið ljósmyndir frá því hann var tólf ára gutti og kennt ljósmyndun síðastliðin sex ár. „Ljósmyndun hefur verið aðal- atvinna mín árum saman en tilvilj- un réði því að ég fór að kenna. Ég fékk fyrirspurn frá Ármúlaskóla um hvort ég gæti bent á kennara fyrir ljósmyndanámskeið og sendi hana á hóp manna en fékk engin svör. Sambýliskona mín stakk þá upp á því að ég tæki þetta að mér. Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú er ég með aðstöðu í Mosfells- bæ þar sem ég kenni og fer einn- ig hringinn um landið tvisvar á ári með ljósmyndanámskeið.“ Fólk kemur með sínar eigin vélar á námskeiðin hjá Pálma sem eru ýmist sniðin að litlum vélum, stórum eða öllum. Námskeiðin eru allt frá einum degi, þá sjö tímar, og upp í fjögur kvöld, í samtals sextán tíma. „Aðalmálið er að kenna á stilling- ar vélarinnar svo fólk geti notað þá möguleika sem það hefur. Svo kenni ég hvernig á að ná betri myndum, hvernig á að beita sér og hvernig á að finna myndefni. Einnig fer ég í tækniatriðin í tölvunni í sambandi við vistun mynda og skráningu og í grunnatriði photoshop-forritsins.“ Ljósmyndun er vinsælt áhuga- mál og hafa námskeiðin verið vel sótt. Pálmi nefnir að kreppan virð- ist ýta fólki frekar út í að sinna áhugamálum sínum. „Árið byrjar betur en í fyrra. Fólk lítur sér nær og leyfir sér að gera eitthvað fyrir sjálft sig. Þetta er vinsælt áhuga- mál hjá mjög breiðum hópi fólks en á síðasta ári voru unglingsstúlka og maður á níræðisaldri á sama nám- skeiðinu svo að þetta spannar allan aldur.“ Skráning á námskeiðin er þegar hafin og er nánari upplýsingar að finna á heimasíðunni www.ljo- smyndari.is. - rat Lærðu að lesa landið þitt Pálmi Guðmundsson segir ljósmyndun vinsælt áhugamál en hann heldur námskeið í ljósmyndun í Mosfellsbæ. F R É T TA B L A Ð IÐ /S T E FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.