Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 7skólar og námskeið ● fréttablaðið ● Enn er hægt að skrá í sig á nokkrar námsbrautir Endurmenntunar sem hefjast í lok mánaðarins. Í núverandi efnahagsástandi hafa margir þurft að minnka starfshlut- fall eða jafnvel misst vinnuna. Þá er kjörið að auka við menntun sína. Slíkt opnar oft á tíðum nýjar dyr og styrkir einstaklinginn til að tak- ast á við ný og krefjandi verkefni. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur lengi boðið upp á fjölbreytt- ar námsbrautir sem eru kenndar fyrir utan hefðbundinn vinnutíma. Námsbrautirnar eru á háskólastigi og lögð er áhersla á hagnýtt nám. Enn eru sæti laus í fjórum náms- brautum sem byrja í lok janúar. Þetta eru rekstar- og viðskiptanám sem er í boði í fjarnámi, verkefna- stjórnun- og leiðtogaþjálfun, gæða- stjórnun og svo kostnaðarstjórnun og -greining sem er ný námsbraut. Margir þeirra sem hefja nám hjá Endurmenntun hafa ekki verið í skóla í langan tíma. Til þess að auðvelda nemum fyrstu skrefin í námi er öllum nýnemum boðið, sér að kostnaðarlausu, á námskeið í námstækni. Hjá Endurmenntun starfar einnig námsráðgjafi sem veitir upplýsingar um nám, náms- möguleika, forkröfur, uppbyggingu náms og væntanlegan afrakstur. Þess má geta að öll stéttarfélög veita styrki til náms og um að gera að nýta sér það. - sg Menntun opnar nýjar dyr Alfanámskeið verður haldið í Lindakirkju nú á vorönn. Kynning- arkvöld verður miðvikudaginn 14. janúar klukkan 20. Alfa er tíu vikna námskeið, hald- ið einu sinni í viku, þar sem farið er í grundvallaratriði kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt í afslöppuðu umhverfi. Hvorki eru gerðar kröfur um trúarafstöðu né heimalærdóm eða aðrar skuldbind- ingar gerðar til þátttakenda. Hver samvera hefst með létt- um málsverði klukkan 19. Síðan er kennt í um 45 mínútur og eftir stutt hlé eru umræður í hópum. Að lokum er stutt helgistund. Nám- skeiðinu lýkur klukkan 22. Auk þess fara þátttakendur eina helgi saman út úr bænum. Kennarar á námskeiðinu í Lindakirkju verða Marteinn Steinar Jónsson sálfræðingur og séra Guðmundur Karl Brynjars- son. Nánari upplýsingar á vefsíðu Lindakirkju www.lindakirkja.is. Mikilvægustu spurningar lífsins Marteinn Steinar Jónsson sálfræðingur er kennari á námskeiðinu ásamt séra Guðmundi Karli Brynjarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● LÉTTARI LÆRDÓMUR Recall 2008 er námstæknihugbúnaður hannaður með það fyrir augum að auðvelda námsmönnum allt nám. Hugmyndin á bak við Recall 2008 byggist á svokallaðri flash-card námstækni þar sem glósur eru skrifaðar upp sem spurningar á aðra hlið á spjaldi og svörin skrifuð á hina. Þannig er haldið áfram þar til viðkomandi hefur skrifað allar þær spurningar sem hann vill læra. Svo flettir hann í gegnum bunkann í þeim tilgangi að geta svarað spurningunum án þess að þurfa kíkja á svörin. Í tilviki Recall 2008 eru glósurnar einfaldlega settar inn í forritið. Úr þeim má síðan spila með ýmsum hætti, sem ekki er hægt með blýanti og blaði. Til dæmis er hægt að nota myndir bæði með spurningum og svörum. Forritið getur búið til spurningar úr glós- unum og lagt próf fyrir notandann. Það getur valið þær spurningar sem notandinn kann verr og leggur aukna áherslu á þær. Hægt er að búa til þúsundir spurninga sem taka lítið sem ekkert pláss á tölvunni og spjöldin má svo prenta út. Nánari upplýsingar eru meðal annars veittar í síma 869-3518 eða með því að senda fyrirspurnir á hoddi@memor.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.