Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 16
GREIÐSLUR til stuðningsfjölskyldna sem ann-
ast sólarhringsvistun fatlaðra barna hafa hækkað um
12,5% frá 1. janúar samkvæmt reglugerð sem félags-
og tryggingamálaráðherra hefur sett.
„Tækið er mun minna um sig en
vant er og hannað eftir eyranu,“
segir Ellisif Björnsdóttir heyrnar-
fræðingur hjá Heyrn. „Það er
nokkurn veginn ferkantað sem
gerir það að verkum að það loftar
alls staðar meðfram tækinu þar
sem hlustin er kringlótt og verður
tækið þannig sérstaklega þægilegt
þar sem komið er í veg fyrir lokun-
aráhrif sem stundum fylgja heyrn-
artækjum og eru þannig að maður
heyrir hátt í eigin rödd og annað
slíkt,“ útskýrir hún.
Hljóðneminn á tækinu leggst
upp í ytra eyrað og er í skjóli af
eyranu. „Á öðrum tækjum hefur
hljóðneminn verið óvarinn og á
Íslandi lendum við sérstaklega í
því að fá svona vindgnauð eða
bresti í hljóð um leið og við förum
út og eitthvert rok er. Þarna er
hljóðneminn hins vegar í skjóli og
staðsettur þar sem eyrað fangar
hljóðið og verður hljóðið þannig
eðlilegt. Er það frábrugðið til
dæmis tækjum sem eru höfð á bak
við eyrað. Þá kemur hljóðið á annan
stað en okkur er eðlilegt og tækið
þarf að reikna út þessa skekkju,“
segir Ellisif áhugasöm.
Nýja be-heyrnartækið frá
ReSound hefur þann kost að það
sést ekki heldur er falið af eyranu
sjálfu. „Margir eru hissa að sjá að
tækin eru aðallega tekin í svörtu
en hugsunin er sú að ef horft er á
eyrað á fólki og hlustina þá er
skuggi þar inni,“ segir Ellisif.
ReSound er einn stærsti framleið-
andi heyrnartækja í dag og er leið-
andi í nýrri hönnun og hljóðvinnslu-
forritum fyrir heyrnartæki. „Við
tókum tækið inn í desember og er
áberandi aukning í notkun hjá karl-
mönnum á aldrinum 40 til 60 ára,“
segir Ellisif.
ReSound var meðal vinningshafa
Den Danske Designpris 2008/09
fyrir be-heyrnartækin og segir
Ellisif að vissulega kosti tækin sitt.
„Heyrnartæki í dag eru dýr og við
erum bara með þróuðustu tækin
frá ReSound. Hins vegar erum við
með tvær útfærslur sem mismun-
andi verð er á. Sitthvort hljóð-
vinnsluforritið er í tækjunum þótt
þau líti eins út. Tryggingastofnun
greiðir hins vegar niður og oft
koma stéttarfélög inn,“ segir hún
en nefnir að til lengri tíma borgi
sig að fá sér heyrnartæki. „Svona
tæki eru samskiptatæki og auka
lífsgæði og félagsfærni. Tækin eru
notuð í mörg ár á hverjum degi og
hafa því mikið gildi.“
hrefna@frettabladid.is
Minni og þægilegri tæki
Hjá Heyrn er veitt alhliða þjónusta til að bæta úr heyrnarskerðingu. Í boði er fjölbreytt úrval danskra
heyrnartækja en nú er komið nýtt tæki, be frá ReSound, sem hannað er á nýjan og stórbættan hátt.
Ellisif segir nýju heyrnartækin frá ReSound búa yfir miklum kostum bæði hvað varð-
ar tækni og hönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BORÐAÐU ÞIG HOLLARI!
Vægttab 30 kilo på 30 uger
Auðveldar
þér að léttast
Losaðu þig við 5 kíló
á 5 vikum
Nýtt og yfirfarið matarprógram,
sem hjálpar þér við að losa þig
við aukakilóin.
Lærðu um það hvernig þú
borðar fjölbreyttar máltíðir með
hollum og góðum mat.
GARÐABÆ
REYKJAVÍK
REYKJANESBÆR
AKUREYRI
NÝTT MA
TAR-
PRÓGRA
M
Léttist um 30 kíló á 30 vikum
865-8407 vigtarradgjafarnir.is
TILBOÐ
Dömustígvél
á tilboðsverði:
Verð: 3.500.
og 7.500.-
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki