Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 22
 13. JANÚAR 2009 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Háskólasetur Vestfjarða tók til starfa um áramótin 2006 og hefur verið í örum vexti. „Við bjóðum til dæmis upp á meistaranám í sam- vinnu við Háskólann á Akureyri í umhverfis- og auðlindastjórn- un með áherslu á haf- og strand- svæði,“ segir Ingi Björn Guðna- son, verkefnastjóri við Háskóla- setur Vestfjarða. Námið er alþjóðlegt og kennt á ensku en Ingi Björn upplýsir að fólk þurfi ekki endilega að vera skráð í meistaranámið sjálft til að geta tekið einstaka námskeið. „Námskeiðin eru mjög fjölbreytt enda er námið þverfaglegt. Þau eru kennd í þriggja vikna lotum svo þau henta vel sem stök nám- skeið fyrir fólk sem vill endur- mennta sig á viðkomandi sviðum,“ segir Ingi Björn og nefnir dæmi um námskeið sem verða kennd á árinu. „Næsta námskeið sem hefst 26. janúar fjallar um loftslags- breytingar og stefnumörkun varð- andi þær,“ segir hann en tekið er við skráningum í stök námskeið um þessar mundir. Skráningar- frestur í meistaranámið sem hefst í haust er 15. apríl. „Við sinnum öllum nemendum á Vestfjörðum sem eru í fjarnámi við háskóla en til dæmis er stór hópur hjúkrunarfræðinema sem stundar fjarnám við Háskólann á Akureyri,“ upplýsir Ingi Björn sem segir mikinn áhuga og mikla þörf á háskólanámi fyrir fólk á Vestfjörðum. Þeim sem vilja kynna sér nánar starfsemi setursins er bent á vef- síðuna www.hsvest.is - sg Nám í þriggja vikna lotum Nemendur og kennarar í haf- og strandsvæðastjórnun í vettvangsferð. MYND/HSVEST Undir hatti Snyrtiakademí- unnar eru fjórir skólar þar sem læra má snyrtingu, förðun, fótaaðgerðir og naglaásetn- ingu. Ilmur af kremum og olíu tekur á móti nemendum, kennurum og gestum sem ganga inn í húsnæði Snyrtiakademíunnar í Kópavogi. „Hér eru allir voðalega vel snyrt- ir,“ segir Guðrún Möller, fram- kvæmdastjóri akademíunnar, glað- lega við blaðamann sem langar að forvitnast um starfsemina. Í ljós kemur að Snyrtiakademían samanstendur af fjórum skólum; snyrtiskóla, förðunarskóla, nagla- skóla og fótaaðgerðaskóla. Hver skóli hefur sína aðstöðu í húsnæði Snyrtiakademíunnar og er hún öll til fyrirmyndar, með þeim tólum, tækjum og efnum sem til þarf. Vitaskuld þurfa nemendur að æfa sig á lifandi fólki og því dúlla nem- endur hver við annan en á mánu- dögum og fimmtudögum eru svo- kallaðir stofudagar þegar fólk utan af götu getur pantað tíma og feng- ið snyrtingu af öllum toga á vægara verði en gerist á stofum þar sem at- vinnumenn starfa. Til dæmis má fara í brúnkumeðferð fyrir 2.000 krónur, handsnyrtingu fyrir 3.000 krónur og litun og plokkun fyrir 2.500 krónur. Þá verður í febrúar einnig hægt að fá fótaaðgerð í skól- anum fyrir 2.800 krónur. Guðrún segist finna fyrir aukn- um áhuga á námi í skólanum nú á fyrsta mánuði ársins. Enda eru margir sem kjósa að fara í nám þegar staðan á vinnumarkaðnum versnar. Hægt er að sækja um í skólun- um gegnum vefsíðuna www.snyrti- akademian.is - sg Nuddað, farðað og snyrt Fjölmargir nemendur stunda nám í skólum Snyrtiakademíunnar. Guðrún Möller og Inga Kolbrún Hjartardóttir skólastjóri í versluninni Studio 1 sem rekin er í akademíunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 10-12 ára Teikning / Málun mán. 15:00-17:15 Davíð Örn Halldórsson 10-12 ára Myndasö./Hreym. mið. 15:00-17:15 Þórey Mjallhvít / Baldur Björnsson 10-12 ára Fjölþætt námskeið m. 15:00-17:15 Katrín Briem 10-12 ára Fljúgandi rúm og stóll með eyru fös. 15:00-17:15 Kristín Reynisdóttir 10-12 ára Leirrennsla/Mótun lau. 10:00-12:15 Guðbjörg Káradóttir / Anna Hallin 3 - 5 ára Námskeið fyrir ungt fólk KERAMIKDEILD Námskeið í leirrennslu og -mótun 6 - 12 ára Málun • Vatnslitun • Litafræði I N N R I T U N H A F I N sími 551 1990 - kl.13-17 www.myndlistaskolinn.is TEIKNIDEILD undirstöðugreinar sjónmennta BARNA- OG UNGLINGADEILD MÁLARADEILD 3-5 ára lau. 10:15-12:00 Hildigunnur Birgisd./ Jóhanna H.Þorkelsdóttir 3-5 ára mið. 15:15-17:00 Kristín Reynisdóttir 3-5 ára þrið. 15:15-17:00 Kristín Reynisdóttir 6 - 9 ára Fjölþætt námsk. mán-þri-mið-m-fös 15:15-17:00 Ína Salóme Hallgrímsd. Gerður Leifsd. Brynhildur Þorgeirsd. Anna Hallin, Björk Guðnad. www.myndlistaskolinn.is NÁMSKEIÐ BYRJA 26. janúar kennt í JL-húsinu, Hringbraut 121 og á Korpúlfsstöðum Vor 2009 ÝMIS NÁMSKEIÐ form/rými - bókaverk - portfolio - ljósmyndun - indesign 6 - 12 ára Korpúlfsstaðir útibú 8 -11 ára Leirrennsla / mótun m. 15:45-18:00 Guðbjörg Káradóttir / Anna Hallin 6 - 9 ára Fjölþætt námskeið mán-þri-fös 15:15-17:00 Guðrún Vera Hjartard./ Brynhildur Þorgeirsdóttir / Anna Rún Tryggvadóttir 13-16 ára Leirmótun fös. 16:30-19:30 Guðný Magnúsdóttir 13-16 ára Myndasögur f. ungt fólk lau. 10:00-13:00 Bjarni Hinriksson / Búi Kristjánsson 13-16 ára Listaverkabókin lau. 10:00-13:00 Margrét Lóa Jónsdóttir 13-16 ára Myndrænar Rokkstjörnur fös. 16:30-19:30 Sara Riel / Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Leirkerarennsla mán.17:30-20:15 Guðbjörg Káradóttir Leirmótun/rennsla þri. 17:30-20:15 Guðný Magnúsdóttir Grundvallaratriði í keramiki mið. 18:00-22:00 Guðbjörg Káradóttir Guðný Magnúsdóttir Teikning 1 mán.17:30-21:30 Sólveig Aðalsteinsdóttir Teikning 1 morgunt. mið. 09:00-11:45 Eygló Harðardóttir Teikning 1 mið. 17:30-21:30 Kristín Reynisdóttir Teikning 2 þri. 17:30-21:30 Sólveig Aðalsteinsdóttir Teikning 2 morgunt. mið. 09:00-11:45 Katrín Briem Teikn.3 Hreyng-Rými-Túlkun mið. 17:30-20:40 Sólveig Aðalsteinsdóttir/ Margrét Blöndal / Eygló Harðardóttir Litaskynjun m. 17:30-21:30 Eygló Harðardóttir Módelteikning mán. 17:45-21:30 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Módelteikning framhald mið. 17:45-20:30 Katrín Briem Form-Rými-Hönnun mið. 17:30-20:40 Sólveig Aðalsteinsdóttir / Brynhildur Pálsdóttir / Guja Dögg Hauksd. Myndlýsingar - Bókagerð þrið.18:00-20.45 Anja Kislich Þorvaldur Þorsteinsson / Brian Pilkington Skapandi starfsvettv (portfolio)þri/m 17:30-20:40 Ósk Vilhjálmsdóttir Svart / hvít ljósmyndun mán.18:00-20:45 Erla Stefánsdóttir Stafræn ljósmyndun mán.18:00-21:10 Brooks Walker InDesign-Photoshop 4.- 7.feb. mi--fö-lau Magnús Valur Pálsson Endurmenntunarnámskeið fyrir kennara silkiþrykk/leir - nánar augl.síðar Vatnslitun fyrir byrjendur þri. 17:30-20:15 Ásdís Arnardóttir Vatnslitun framhald. þri. 17:30-20:15 Hlíf Ásgrímsdóttir Vatnslitun Teikning morgunt. mið.09:00-11:45 Hlíf Ásgrímsdóttir Frjáls málun fös. 13:00-15:45 Inga Þóra Jóhannsdóttir Málun 1 (veturlangt) þri. 17:30-20:15 Þorri Hringsson Málun 1 (veturlangt) morgunt. fös. 09:00-11:45 Þorri Hringsson Inga Þóra Jóhannsdóttir Málun 2 (veturlangt) m. 17:30-20:15 Sigtryggur B. Baldvinsson Málun 2 (veturlangt) morgunt. fös. 09:00-11:45 Inga Þóra Jóhannsdóttir Þorri Hringsson Framh. í málun, morgunt. mið. 09:00-11:45 JBK Ransú Málverk í anda raunsæis lau. 10:00-12:45 Karl Jóhann Jónsson Birgir S.Birgisson Málað í gegnum listasöguna mið. 17:30-20:15 JBK Ransú Litaskynjun m. 17:30-21:30 Eygló Harðardóttir NÝTT : NÝTT : 6 - 9 ára Fjölþætt námsk. lau. 10:15-12:00 Björk Guðnad.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.