Fréttablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 20
13. JANÚAR 2009 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið
Við Listaháskóla Íslands er nú boðið
upp á nám fyrir þá sem vilja ögra
sjálfum sér og öðlast nýja sýn á
starfsvettvang sinn og umhverfi.
„Fyrst og fremst sjáum við fyrir okkur
að námið geti orðið til þess að fólk fari
að sjá sína eigin starfsgrein og um-
hverfi í nýju ljósi. En kraftur listarinn-
ar felst einmitt í því að setja hlutina á
hvolf, snúa þeim á rönguna, og um leið
opna hugann til nýrra vídda og skiln-
ings. Námið er í raun viðbrögð skólanna
við ástandinu sem hefur skapast á at-
vinnumarkaði á Íslandi í dag.“
Þetta hefur Hjálmar R. Ragnarsson
rektor við Listaháskóla Íslands að segja
um nýtt þverfaglegt diplómanám kall-
að Prisma, sem Listaháskóli Íslands og
Háskólinn á Bifröst hafa skipulagt í
samvinnu við Reykjavíkurakademíuna.
Námið er tveggja mánaða langt, kennt í
febrúar og mars, og metið til sextán ein-
inga. Áhersla er á fræðigreinar lista og
heimspeki, en fjölmörg önnur fög koma
við sögu. Til dæmis mannfræði, frum-
kvöðlafræði, stjórnun, arkitektúr og
skipulag, ímyndunarfræði og miðlunar-
fræði.
„Varðandi samspil á milli lista og við-
skiptalífs þá eru þetta gjörólík svið og
markmiðin eftir því. En einmitt þess
vegna er svo lærdómsríkt að skoða
hverjar eru aðferðirnar og viðmiðin hjá
hinum,“ segir Hjálmar og áréttar að list-
irnar byggi á sköpun óháð einhverjum
sérstökum úrlausnarefnum eða óleyst-
um vandamálum.
„Merkilegustu uppfinningarnar eru
þær sem enginn hefur talið sig þurfa á
að halda. Enginn sóttist eftir internetinu
en það varð til og ekki var Móna Lísa
sérpöntuð. Samt eru þessir hlutir tald-
ir ómissandi og hluti af okkur öllum,“
segir Hjálmar í tengslum við þær mörgu
og ólíku hliðar sem listin hefur.
„Það er síðan margt í vinnuaðferð-
um listamanna sem ýmsir innan ann-
arra sviða eru farnir að tileinka sér í
auknum mæli. Til að mynda vinnulag,
áherslu á innsæi, stöðuga gagnrýni og
aðferðir til að brjótast út úr vanabund-
inni hugsun og spyrja sig nýrra spurn-
inga. Prisma er einmitt nám fyrir þá
sem vilja ögra sjálfum sér og horfa á
hlutina með gagnrýnum hætti, en með
jákvæðum formerkjum.“ - vg
Móna Lísa varð ekki til efti
„Merkilegustu uppfinningarnar eru þær sem
enginn hefur talið sig þurfa á að halda. Enginn
sóttist eftir internetinu en það varð til,“ segir
Hjálmar R. Ragnarsson, rektor við LHÍ.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Margir ala með sér skáldadrauma
og sumir skrifa fyrir skúffuna. Nú
er lag að öðlast færni í smásagna-
gerð með því að sækja námskeið í
Mími hjá Ágúst Borgþóri Sverris-
syni rithöfundi.
„Ég ætla að kenna meginþætti
sögubyggingar og þá tækni að láta
lesandann gleyma sér með því að
draga hann inn í aðstæður. Í skáld-
sögum er ýmist verið að segja frá
því að eitthvað hafi gerst eða draga
upp mynd af því. Það síðarnefnda
er erfiðara en áhrifaríkara. Sér-
staklega er það krafa í nútímabók-
menntum að lesefnið virki svolít-
ið eins og kvikmynd.“ Þetta segir
Ágúst Borgþór um smásagnanám-
skeið sem er að hefjast hjá honum í
febrúar á vegum Mímis símenntun-
ar. Markmið með námskeiðinu er að
nemendur geti skrifað frambæri-
legar smásögur og undirbúið skáld-
sagnagerð.
Ágúst Borgþór hefur gefið út
fimm smásagnasöfn og eina skáld-
sögu. Hann kveðst líka hafa lesið
sér til um ritlist. „Það tók mig mörg
ár að læra að lesa bækur með það
í huga að finna út hvernig höfund-
urinn hefði unnið þær. Það var ekki
fyrr en ég hafði skrifað tvær bækur
sjálfur sem ég áttaði mig á því.“
Spurður hvort það sé ekki leiðin-
Gallarnir kalla á góðar áben
„Ég legg ríka áherslu á það í byrjun að fólk læri að draga saman það sem kallað er sviðs-
myndir,“ segir rithöfundurinn Ágúst Borgþór um smásagnanámskeiðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fjögurra kvölda svingnámskeið
hefst í kvöld í Drafnarfelli 2 hjá
samtökunum Komið og dansið og
tíu kvölda línudansnámskeið á
morgun.
Dansinn dunar flest kvöld vik-
unnar í Drafnarfelli því þar eru
áhugasamtök um almenna dans-
þátttöku á Íslandi með námskeið
í fótamennt. „Það er byrjað á ein-
földum sporum og strax eftir
fyrsta korterið er oft kominn
ótrúlega mikill dans í fólk. Námið
er byggt svo skemmtilega upp,“
segir Bjarni Rúnar Þórðarson,
stjórnarmaður í samtökunum
Komið og dansið. Yfirskrift nám-
skeiðanna er Létt sveifla, Línu-
dans, Sving, Verðum ballfær og
Unga fólkið. Um stutt námskeið
er að ræða. Sum eru bara helgar-
námskeið sem kosta 2.500 krón-
ur. Auk þess eru æfingadans-
kvöld á fimmtudögum frá klukk-
an 20 til 23.30 og þá eru gömlu
dansarnir og fleira skemmtilegt í
gangi sem fólk hefur lært á nám-
skeiðunum eða annars staðar. Að-
gangseyrir er 700 krónur.
Fólk á öllum aldri sækir dans-
námskeiðin að sögn Bjarna. Þó
er stærsti hlutinn á bilinu 40 til
60 ára. En í ungmennahópnum á
mánudögum eru krakkar á fram-
haldsskóla- og háskólaaldri. Allar
samkomur á vegum félagsins eru
áfengislausar enda eitt af kjör-
orðum félagsins „dansið meira,
drekkið minna“. Þó segir Bjarni
enga predikun í gangi en það sýni
sig að danskennsla sé eitt árang-
ursríkasta forvarnastarf sem
sögur fari af. Leiðbeinendur á
vegum samtakanna hafa farið
út á land og kennt ef þess hefur
verið óskað. Líka í grunnskóla og
fyrirtæki. Allt er unnið í sjálf-
boðavinnu af áhuga og ánægju.
Bjarni Rúnar segir fólk ekki
þurfa að koma parað á námskeið-
in eða danskvöldin. „Við reyn-
um að finna dansfélaga handa
öllum,“ tekur hann fram og segir
margt fólk vera innan samtak-
Sving, línudans og létt sveifla á
„Þúsundir hafa farið í gegnum námskeiðin hjá ok
af hjartans lyst,“ segir Bjarni sem hér er í sveiflu m
Láttu ljós þitt skína
Námskeið í greinaskrifum fyrir þá sem vilja læra
að koma skoðun sinni á framfæri í rituðu máli.
Kennt er að fi nna fl öt á viðfangsefnum og færa
rök fyrir skoðunum sínum auk þess sem fjallað
er um málfar, stíl og uppbyggingu greina og
samskipti við fjölmiðla um birtingu þeirra.
Kennarar: Björg Árnadóttir blaðamaður og
kennari og aðrir sérfræðingar Reykjavíkur-
akademíunnar.
Kennt verður í Reykjavíkurakademíunni,
Hringbraut 121 mið. 21. jan., mán. 26. jan.,
mið. 28. jan. og mán. 2. feb. kl. 20:00-22:00.
Verð kr. 20.000
Skráningar hjá Reykjavíkurakademíunni með
tölvupósti á netfangið ra@akademia.is eða í
síma 5628561. Til að skrá sig þarf að gefa upp
nafn og símanúmer.
www.akademia.is