Fréttablaðið - 13.01.2009, Side 11

Fréttablaðið - 13.01.2009, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 2009 11 Umsjón: nánar á visir.is MESTA HÆKKUN STRAUMUR +7,62% MAREL +1,05% ÖSSUR +0,93% MESTA LÆKKUN ATLANTIC AIRW. -1,18% ATLANTIC PETR. -0,96% FØROYA BANKI -0,43% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,15 +0,00% ... Atlantic Air- ways 168,00 -1,18% ... Atlantic Petroleum 620,00 -0,96% ... Bakkavör 1,90 +0,00% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,57 +0,00% ... Føroya Banki 117,00 -0,43% ... Icelandair Group 13,25 +0,00% ... Marel Food Systems 77,30 1,05% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,13 +7,62% ... Össur 97,60 +0,93% VIÐSKIPTI Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um tæpan 51 milljarð króna á milli mánaða í lok nóvember í fyrra og nam þá 502,6 milljörðum króna. Greining Glitnis bendir þó á að hrein eign lífeyriskerfisins hafi rýrnað um 11 prósent að raungildi frá upphafi síðasta árs til nóvemberloka. Fall krónunnar í mánuðinum og gengis- hækkun á erlenda eignasafninu skýra hækkunina að langmestu en hækkunin jafngildir því að verðmæti erlendu eign- anna hafi aukist um 11,2 prósent á sama tíma og verðmæti innlendra eigna dróst saman um 2,1 prósent. Þetta kemur fram í nýjustu hagtölum Seðlabankans um hreinar eignir lífeyrissjóðanna. Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 1.713 milljörðum króna í lok nóvember síðast- liðins. Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 1.636 milljörðum króna í október og dróst þá saman um 11 prósent milli mánaða eftir hrun fjármálakerfisins. Seðlabankinn segir enn nokkra óvissu um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóð- anna og í sama streng tekur Greining Glitnis. „Enn ríkir nokkur óvissa um útkomu lífeyrissjóðanna eftir áfallaárið 2008. Þeir hafa yfirleitt reiknað tilteknar afskriftir inn í eignasafn sitt vegna skuldabréfa innlendra banka og fyrir- tækja, en ekki liggur enn fyrir hversu hátt hlutfall þessara eigna fáist borgað út á endanum,“ er þar bent á, en um leið áréttað að til lengri tíma litið sé raun- ávöxtun sjóðanna með ágætum og íslenska lífeyrissjóðakerfið eftir sem áður „eitt hið öflugasta á byggðu bóli“. - jab, óká BANKARNIR Fall krónunnar í nóvember dró úr tapi lífeyrissjóðanna eftir bankahrunið í mánuðinum á undan. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND Óvissa um afkomu eftir áfallaárið 2008 Alþingiskosninga er að vænta um mitt þetta ár, að því er segir í nýrri umfjöllun Economist um íslenskt efnahagslíf. Taldar eru líkur á að vinstristjórn taki við í landinu. „Þótt ný stjórn yrði að halda sig við setta efnahagsáætlun [Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, AGS] gæti hún reynt að finna leiðir til að mýkja áhrif hennar“ segir í greininni sem birtist í vefútgáfu Economist undir yfirskriftinni „Ísland stendur frammi fyrir hörmungartíð“ (eða Iceland faces the worst of times). Rakin er saga falls bankakerfis- ins hér og landið sagt verða einna harðast úti í heiminum í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Búist er við jákvæðri niðurstöðu í fyrstu úttekt á framfylgni efna- hagsáætlunar stjórnvalda og AGS í næsta mánuði. - óká Boða kosningar um mitt árið POUL THOMSEN Poul er formaður sendi- nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fyrsta reglubundna endurskoðun efnahagsáætl- unar stjórnvalda vegna lánafyrirgreiðslu AGS er í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 77 Velta: 92 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 335 +0,31% 899 +1,53% Frestað var um tvo daga reglu- bundinni birtingu nýjustu talna úr efnahag Seðlabanka Íslands. Birta átti upplýsingarnar í gær, en þær verða í staðinn birtar á morgun miðvikudaginn 14. janúar. - óká Birtingu frestað Straumur-Burðarás fjárfestingar- banki hefur tekið yfir dönsku hús- gagnakeðjuna Biva og leggur rekstrinum jafnframt til nýtt fjár- magn. Að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende fór Biva Möbler Odense í greiðslustöðvun um áramótin, en Straumur kaupir fyrirtækið af Odin Equiti Partners og Dania Capital. Berlingske segir kröfuhafa með þessu fá sitt greitt, en viðbúið að skorið verði niður í rekstrinum með fækkun starfs- fólks, útibúa og niðurskurði i sam- starfssamningum. Hjá Biva Möbler Odense starfa nú um 350 manns. Eftir Oscar Crohn, forstjóra Straums í Danmörku, er haft að í grunninn sé í lagi með rekstur Biva, markaðshlutdeild sé góð og stjórn fyrirtækisins styrk. - óká Straumur kaupir Biva í Danmörku H.C. ANDERSEN Þjóðskáld Dana var fætt í Óðinsvéum í Danmörku en þar eru heimastöðvar húsgagnakeðju sem Straumur hefur tekið yfir. NORDICPHOTOS/AFP 40% 40% 40% ALLTAF NÝTT Aðei kr./kg. 40 Ali grísasnitsel 1.127 kr./kg.merkt verð 1.878 kr./kg. 40 Ali grísahnakki úrbeinaður 1.079 kr./kg.merkt verð 1.798 kr./kg. 40 Ali svínagúllas 1.127 kr./kg.merkt verð 1.878 kr./kg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.