Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982 ■ Á þessu málverki danska málarans Abildgaards má sjá hvemig mennhugsuðusér skáldið Ossían, þar sem hann sat með spjót sitt og hörpu uppi undir bjargbrún yfir svellandi sæ. Macpherson fékk nú í hendur fjölda meðmælabréfa til ýmissa aðalsmanna og háklerka og með þetta lagði hann upp í tvær ferðir um hálöndin. Var sú fyrri farin til norðvesturhéraða Invemess- skíris en sú síðari til eyjanna Skye, Uist og Benbecula. Hafði hamum hríð með sér frænda sinn einn á ferðum sínum, sem aðstoðaði hann við að rita niður Ijóðmæli af vörum heimamanna. Þá safnaði han ljóðum sem aðrir munu hafa tekið niður á blað fyrir hann og sent honum. Enn komst hann yfir bók með gelískum ljóðum sem vera áttu eftir hóp forfeðra fjölskyldunnar Clanranald. Hann fór um strendur Argyllshire og safnaði handritum frá hinum svonefndu Fletchemm í Glenforsa. Er til Edinborgar kom sýndi hann dr. Blair árangurinn, en þó aðeins þýðing- arnar af gelísku. Vöktu þær mikla hrifningu og með stuðningi fyrirmanna í London var nú tekið að gefa út söguljóðið „Fingal" 1761 , sem var alls sex þættir' eða bæku’r. Segir þar frá innrás Swaran kóngs of Lochlin (Dan- mörku) í írland.- „Fingal“ var prentaður á írlandi það sama ár og árið eftir fóru að birtast þýðingar á verkinu á meginlandinu. Pessar viðtökur fóru langt fram úr öllum vonum Macpherson og annarra aðstandenda og árið 1763 kom út nýtt söguljóð „Temora". Var það átta bækur. Grunsemdir vakna Margir höfðu tekið „Fingal“ með nokkrum fyrirvara og séð þar ýmislegt sem þeim þótti bera vott um vafasama tilurð ljóðsins. En „Temora? mátti hins vegar segja að staðfesti hinn illa grun. Hume skrifaði Blaire 1763 og sagði honum að flestir menntamenn þar álitu ljóðin augljósa fölsun, þótt sjálfur teldi hann hluta þeirra geta verið ekta. Macpherson hafði þénað um 1200 pund á ljóðunum og þetta mikla gengi hafði gert hann hofmóðugan og hann lét alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Hann lysti sig þó tilbúinn til þess að útvega vitnisburð frá því fólki sem hafði látið honum gelísku ljóðin í té og til er saga um það að þegar útgefendur hans skoruðu á hann að koma með frumritin og sýna þeim, hafi hann lagt fram nokkur ormétin plögg sem sönnunar- gagn með ýmislegum brotum. Þá tók hann því ekki fjarri að gefa ljóðin út á frummálinu, ef peningar og nógu m argir áskriferídur fengjust. Þetta datt þó allt saman upp fyrir og Macpherson gerði í rauninni aldrei mikið til þess að hreinsa sig af áburðinum um að hafa falsað ljóðin. Samuel Johnson fór um vestureyjar Skotlands árið 1775 og að ferðinni lokinni neitaði hann að trúa að nokkur frumrit af ljóðum Ossíans hefðu verið til. Þráa Macpherson við að sýna þau kvað hann staðfesta það endanlega. Johnson sagði að fölsun Macpherson væri sprottin af misskilinni þjóðernis- kennd, hann hefði hrúgað saman nöfnum og sögnum auk lína úr gömlum kveðskap og ort sjálfur í eyðumar í efninu. -Macpherson virðist hafa haft hugmynd um að þessarar árásar frá Johnson var von og reyndi að stöðva að útgefandinn prentaði hana. En ekkert dugði og þegar bók Johnsons um Ossíansljóðin kom út sendi Macpherson honum hólmgönguáskorun. Johnson keypti sér hins vegar eikarlurk og sagði í bréfi til Macpherson að hann yrði hentugasta vopnið til þess að kenna bófa af hans tagi betri siðu. Ekki varð þó af hólmgöngu þeirra, hvorki með sverði né lurk. Leigupenni Sitthvað hafði drifið á daga hins undarlega manns, Macpherson, þegar hér varkomiðsögu. Árið 1764 hafði hann fyrir áhrif vina sinna hlot- ið stöðu vestur í Ameríku sem ritari landstjórans í nýlendu Breta þar, Pensacola í Florida. Lenti hann þó skjótt upp á kant við landstjórann og kom að nýju til Bretlands árið 1766. 1 Ameríkuförinni hafði hann þó ferðast talsvert um ýmis norðlægari héruð Norður Ameríku. Er hann kom til baka voru honum eigi að síður fengin full eftirlaun til ævilöka og mun hann hafa átt það að þakka ýmsum vinum á valdastóli sem voru honum hliðhollir. Settist hann að í London og gerðist nokkurs konar pólitískur leigupenni fyrir stjórnina, sem átti undir högg að sækja undir forsæti Lord North og lá undir mikilli gagnrýni. Um þetta leyti birtust í Lundúnablöðunum fræg bréf, rituð undir dulnefninu „Június“ og var þar deilt hart á stjórnina. Svaraði Macpherson ýmsum bréfa „Júníusar“, þótt ekki hefði hann roð við honum í ritsnilld, en bréf Júníusar eru talin til bókmennta á síðari tímum. Auk þessa fékkst Macpherson mikið við sagnaritun og gaf út meðal annars ágrip af sögu Bretlands og írlands 1771. Hlaut verkið mikla gagnrýni, einkum vegna hins „keltneska" anda þess, sem mæltist illa fyrir á þeim tíma af sjtórnmálaástæðum. Ekki lét hann þó þar við sitja en gaf út eftir sig „Sögu Stóra Bretlands“, árið 1775. Urðu margir mætir menn til þess að fara hörðum orðum um þessa sagnritun, m.a. Horace Walpole. Þá þýddi hann Iljónskviðu Hómers, sem út kom árið 1773, en varð að aðhlátursefni manna á meðal. Blaðamennska Árið 1776 varð Macpherson sérstak- lega ráðinn til þess að verja aðgerðir stjómarinnar í viðskiptum við hin nýstofnuðu Bandaríki Norður Ameríku og ritaði hann víðkunnan bækling í nafni stjórnarinnar sem fór víða og var prentaður margsinnis. Hann var settur yfir blaðakost stjórnarinnar og þá góð laun fyrir, en var þó ekki í miklu áliti fyrir störf sín að blaðamennskunni. Walpole fórust svo orð um hann að hann ritaði daglega slíkan lygaþvætting að síðari tíma menn mundu aldrei verða færir um að ráða í hvað væri satt og hvað logið. Þá gerðist hann umboðsmaður indversks fursta eins í London og annaðist ýmsa gjörninga fyrir hann þar og þá góð laun fyrir. Af öllum þessum embættisrekstri varð hann vel auðugur og var meira að segja kosinn á þing 1780. Aldrei tók hann þó til máls í deildinni. Á efri árum sínum snéri hann heim til Invemess-skíris og keypti sér þar veglegt óðalssetur, sem hann nefndi Belville. Fékk hann það orð að hann væri mildur og eftirlátur undirsátum sínum og með aldrinum gerðist hann heimakær og trúaður. Þegar hann fann að dauðinn fór að, lá hann stöðugt á bæn og neitaði allri læknisaðstoð. Hann dó þann 17. febrúar 1796. Mælti hann svo fyrir í erfðaskrá sinni að 500 pundum skyldi varið til að reisa sér minnisvarða og að hann skyldi grafinn í Westminster Abbey. Var lík hans flutt alla leið suður til London og tók ferðin átján daga. Þar má enn sjá legstein hans, ekki fjarri „Skáldahorninu" svonefnda. Rannsóknarnefndin Um Macpherson er sagt að hann hafi verið maður stór og gerðarlegur, en með ákaflega svera fætur, sem hann reyndi að dylja með því að ganga í rosabullum. Hann var nokkuð mikillátur og auðsærð- ur, þegar talið barst að Ossían-kviðun- um. Til eru heimildir sem segja að fyrstu árin eftir að hann sneri heim til Inverness hafi hann um hríð hneigst að illum félagsskap og verið gefinn fyrir kráarlíf. Hann eignaðist fjögur börn um dagana, sem öll voru óskilgetin. En þótt Macpherson væri allur héldu menn áfram að deila um Ossíans-kvið- urnar. Mikilvægt sönnunargagn, sem voru dagbækur Macpherson, hurfu með dularfullum hætti árið 1868. í bókunum var talið að væri að finna mikilvægar upplýsingar um Ossían-kviðurnar, sem orðið hefðu mikilvæg leiðbeining við rannsóknir síðari manna. Árið 1797 skipaði hið svonefnda „Highland Society“ í Skotlandi rann- sóknarnefnd til þess að komast til botns í málinu. Meðan nefndin var að störfum kom út safn ljóða Ossían í Lundúnum, þar sem útgefendur héldu því fast fram að ljóðin væru fölsun frá upphafi til enda. Sagði þar að ekki væri þá línu að finna í „Fingal" og „Temora“, sem ekki ætti sér hliðstæðu í ýmsum kunnum bókmenntaverkum. .Ekki síst þótti margt í ljóðunum minna mjög á paradísarmissi Miltons. Ekki með öllu falsað Nefnd „Highland Society" skilaði áliti sínu árið 1805 og var mjög mikil vinna að baki því og vandlega farið ofan í saumana á málinu. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að arfsögnin um Fingal og son hans Ossían hefði verið til í Skotlandi frá ómunatíð og að skáldskap- ur kenndur við Ossían hefði lifað á vörum manna í hálöndunum fram til þess dags er nefndarálitið birtist. Hins vegar komu þau brot sem rannsóknar- menn höfðu upp á ekki heim og saman við ljóðabálka Macphersons, þótt hlutar þeirra væru sömu meiningar. Þótti því rétt að líta svo á að Macpherson hefði haft við hendina ýmis brot sem í rauninni voru ekta, en tekið sig til og umskrifað þau og bætt við frá eigin brjósti að vild. Hafði nefndin þó þann fyrirara á að ýmsar þjóðfélagsbreytingar hefðu átt sér stað í hálöndunum frá því er Macpher- son fór þar um og þar til rannsóknin var gerð. Var þar með ekki loku skotið fyrir að eitthvað hefði glatast og hlutur falsarans því ekki jafn stór og virtist. Ádeila margra hörðustu gagnrýnenda ljóðanna sýndist því ekki með öllu réttmæt, og þetta álit nefndarinnar er að nokkru gildandi til þessa dags. En heldur hefur verið hljótt um Ossíansljóðin síðustu tvær aldir og er það að vonum. Macpherson hefur hlotið þau eftirmæli að hann hafi verið lítið skáld. Ossíans- kviðumar voru bornar uppi af miklu málskrúði og háfleygi, sem nú þykir ekki mikils virði. En meðan menn lásu þau í gegn um gleraugu trúgiminnar litu þau all mjög öðru vísi út og snurtu streng dýpst í brjósti mestu skáldanda samtíðar sinnar. (AM tók saman) Starf Veitustjóra Starf framkvæmdarstjóra Hitaveitu.Rafveitu og Vatnsveitu Húsavíkur er laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til og meö 31. október n.k. Hér er um aö ræða nýtt starf hjá Húsavíkurkaup - staö sem er fólgið í yfirstjórn þessara þriggja orkufyrirtækja. Nánari upplýsingar um starfið veitir undirritaöur. Umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf skulu hafa borist undirrituðum eigi síöar en aö framan greinirog skulu þær vera í lokuðu umslagi. Húsavík 29. sept. 1982 Bæjarstjórinn Húsavík. Laus staða Staöa fulltrúa viö embætti ríkisskattstjóra, rannsóknardeild, er hér meö auglýst laus til umsóknar, frá 15. október n.k.. Endurskoöunarmenntun, viöskiptafræöimenntun (helst á endurskoöendasviði) eöa staðgóö þekking og reynsla í bókhaldi, reikningsskilum og skattamálum nauösynleg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist rannsóknardeild ríkisskatt- stjóra, Skúlagötu 57, Reykjavík, fyrir 8. október n.k.. Reykjavík, 15. september 1982 Skattrannsóknarstjóri RIKISSPITALARNIR lausar stödur ihihw ; LANDSPÍTALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á Barna- spítala Hringsins nú þegar eöa eftir samkomu- lagi á almennar deildir og á vökudeild. Fullt starf eða hlutastarf. Fastar næturvaktir koma til greina. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast í hlutastarf á fastar næturvaktir á öldrunarlækningadeild. SJÚKRALIÐAR óskast í hlutastarf á öldrunar- lækningadeild. Einungis dagvinna virka daga. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrun- arforstjóri Landspítalans í síma 29000. KLEPPSSPÍTALI HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á ýmsar deildir Kleppsspítalans og á geðdeild Land- spítalans, bæði á venjulegar vaktir og á fastar næturvaktir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. HJÚKRUNARKENNARI óskast viö dagdeild Kleppsspítala í 25% starf. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Klepps- spítalans í síma 38160. SÁLFRÆÐINGUR óskast viö sálfræöideild Kleppsspítala. Staðan er námsstaða og veitist til eins árs með möguleika á framlengingu um annaö ár. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 1. nóvember 1982. Upplýsingar veitir yfirsálfræðingur í símá 29000. Reykjavík 3. október 1982, RÍKISSPÍTALARNIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.