Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 31
30 SUNNllDAGUR 3. OKTÓBER 1982 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982 ■ Eftir 30 ára baráttu virðist draumuriiui umþjoðarstríð orðinn alls óraunhæfur. sjálfan sig kjörinn til þess að leiða Stór-Arabíu og hann taldi að sameining Arabaþjóða væru forsenda sigurs yfir Gyðingum, en ekki öfugt. Nasser vissi að eitthvað varð að gera í málum Palestínumanna og veita gremjunni í flóttamannabúðunum út- rás. En hann ætlaði að hafa sjálfur töglin og hagldirnar í öllum samtökum hér að lútandi og stýra þeim samkvæmt eigin höfði. Nasser hvatti til stofnunar PLO árið 1964. í fyrstu voru samtökin aðeins málfundaklúbbur þar sem ýmsir fyrir- menn komu saman og stjórn samtak- anna var alls ólýðræðisleg. Forystumenn voru fulltrúar, útnefndir af hinum og þessum paléstínskum hópum. „Pales- tínski frelsisherinn" (PLO) var nú settur á fót með 12 þúsund liðsmönnum, en Nasser sá til þess að herinn var setur undir stjórn í her þeirra landa sem hýstu Palestínumenn um þær mundir. Egypsk- ir, sýrlenskir og íraskir foringjar höfðu yfir mönnunum að segja. , í forystusveit PLO birtist nú maður að nafni Ahmed Shukeiri, lögfræðingur og diplómat. Hann var góður ræðumað- ur, en datt aldrei í hug að gera neitt gegn vilja Nassers. Það var eftir Shukeiri sem hin fleygu orð eru höfð, sem ísraels- menn og allur heimur raunar hefur tekið sem dæmi um ofstopa Palestínumanna: „Við munum reka ísraelsmenn í sjóinn.“ Þriðji skelfingar ósigur Araba var í sex daga stríðinu 1967 og þá kom sannleikur mála í Ijós. Mjög vanbúnir í hernaðarlegu tilliti höfðu Nasser og hans menn gengið gegn háþróuðum vopna- búnaði ísraelsmanna. Nú höfðu ísraels- menn einnig lagt undir sig austurhluta Jerúsalem, Gólanhæðir, Gazasvæðið, Sinaiskagann og svæðin á vesturbakka Jórdan. Hundruð þúsunda af Paiestínu- mönnum máttu nú leggja á flótta og þetta fólk hafði alveg glatað trúnni á hina kokhraustu Arabaleiðtoga. Barattusaga Jassir Arafats Verkfræðingurinn sem yfirgaf teiknistofuna og tók sér byssu í hönd J INei, ekki er Jassir Arafat líkur neinni hetju. Hann er lítill og feitur, fölleitur og andlitið hvapfennt, eða það sem sést af því undan skegginu og hann er með myndarlega undirhöku. Hann virðist þola illa Ijós og gengur því sífellt með sólgleraugu. Hvað er það sem gert hefur þennan mann að einskonar föður þjóðar sinnar? Sá sem við hann ræðir mun taka eftir því að brosið hverfur aldrei af þykkum vörunum. Röddin er alltaf mjúk eins og silki og það er ekki laust við að það leggi af honum lykt af barnapúðri. Svarti og hvíti höfuðdúkurinn sem er tákn hirðingjalífs Arabanna fer honum eins illa og hermannahúfan sem vanalega hylur skaUann á honum. Hann ber skammbyssu sér við síðu þótt hún minni mest á leikfang cinhvers spjátrungs, þegar það er hann sem ber hana. Hann tekur á móti blaðamönnum einhvern tíma á miUi miðnættis og dagrenningar, en aðkallandi skyldur unna honum ekki meir en fimm stunda svefns. Hann reykir hvorki né drekkur og á enga konu né tómstundaiðju. Hann á sér vart neitt einkalíf, því hjá honum kemur málstaðurinn á undan manninum. „Ég er kvæntur Palestínu,“ er hann vanur að segja. „Börnin mín? Það eru öll palestínsk börn.“ Jassir Arafat er byltingarmaður sem ekki skartar með ræðusnilld Fiedel Castro, spámannsljóma Khomenys né messíarboðskap Gaddafis. Sá leyndar- dómur sem er að baki því hvers vegna hann hófst til forystu meðal þjóðar sinnar er sá einn að æfisaga hans er saga þjóðar hans. Leitin að heimkynnum. Draurriurinn um þjóðareiningu. Raun- irnar af völdum {sraelsríkis. Vonbrigðin með bræðurnar í öðrum arabalöndum. Enginn Palestínumaður hefur gegnum- gengist allt þetta á borð við Arafat og annað líf þekkir hann ekki. Fullu nafni heitir hann Abd el-Raouf Arafat el Qudwa el Husseini og hann er fæddur árið 1929 í Jerúsalem. Faðir hans var ríkur kaupmaður en móðir hans átti ættir að rekja til stórmúftans í Jerúsal- em. Hann hefði getað átt fyrir sér þægilega framtíð sem góðborgari. En þá reið bölið yfir Palestínumenn og reiði og hugsjónaeldmóður kallaði menn til róttækra aðgerða. Þegar Ísraelsríki var stofnað 1948 var Arafat 19 ára. Hann hjálpaði til við að smygla vopnum inn í palestínsk þorp, svo menn gætu varist landnemum af gyðingaætt- um. Abdul Kader el-Hussein, sem stjórnaði einum andspyrnuflokka Pales- tínumanna gerði hann að ritara sínum. Arafat barðist fyrir drauminn um frjálsa Palestínu. Þegar arabar töpuðu fyrstu orrustunni gegn ísraelsmönnum, hrundi heimur hans í rúst. Hann varð að flýja heimkynni sín og gerbreyta lífi sínu og þeim örlögum deildi hann með hiyidruð- um þúsunda landa sinna. Arafat nam verkfræði í háskóla í Kairo, og þar í borg gekk hann í strangtrúarflokk múhameðsmanna. Á árunum 1952-1956 var hann formaður samtaka Palestínu-stúdenta, en þau samtök voru þá einu samtökin sem þessi hrjáða þjóð átti til. 3000 kílómetrum vestar risu arabiskir skæruliðar í Alsír nú upp gegn Frökkum og það kóm í Ijós að 350 þúsund manna herlið herraþjóð- arinnar fékk ekki yfirbugað þá. „Við dáðumst að þeim í Alsír,“ segir Abu Iyad, sem þá líkt og enn í dag var aðalhjálparmaður Arafats. „Við spurð- um okkur hvort ekki mætti takast að fylkja öllum Palestínumönnum saman í ein samtök án tillits til stjórnmálaskoð- ana. Slík hreyfing ætti þá að geta tekið upp vopnaða andspyrnu í Palestínu." Sem liðsforingi í egypska hernum hlaut Arafat að horfa upp á enn einn ósigur araba í Súes-deilunni 1956. Það var um það leyti sem hann stofnaði „þjóðarhreyfinguna til frelsunar Pales- tínu“ og kjörtorðið var: „Sameining arabaþjóðanna er aðeins möguleg með því að Palestína verði frelsuö." í upphafi var þessi hreyfing aðeins fikt, því allan efnahagslegan og pólitískan stuðning skorti. Arafat varð að gera sér ljóst að hann stóð einn. Árið 1957 virðist hann samt hætta afskiptum af stjórnmálum. Emírveldið Kuwait var nú orðið mjög auðugt vegna olíuauðæfa sinna og þangað löðuðust nú menntun og starfskraftar úr öðrum Arabaríkjum, - læknar, kennarar og verkfræðingar. Arafat gerðist bygging- arverktaki og gekk vel, - komst m.a. að föstum samningum við ríkið. Samt hvarflaði aldrei að honum að selja hugsjónir sínar fyrir einkaatvinnurekst- urinn. Ásamt vinum sínum stofnaði hann árið 1959 ný samtök, „Al Fatah“ (Endurheimtin) og hlaut að vita að hann yrði sjálfur að skapa þeim grundvöll og traust. En Gamal Abd-el Nasser hafði annað 1 hyggju. Þessi hálfguð allra Araba taldi Nú taldi sá maður, sem jafnan hafði varað Palestínumenn við að fela þessum leiðtogum örlög sín í hendur, að hans stund væri upp runnin. Árum saman höfðu samtök hans, „A1 Fatah“ látið fara sem minnst-fyrir sér. Arafat hafði orðið að ganga auðmjúkur á milli stærstu blaðanna í von um ritstjórarnir birtu öðru hverju einhverjar frásagnir af samtökunum. Skemmdarverk, sem byrj- að var að fremja innan landamæra ísraels 1965, hristu undirstöður Gyð- ingaríkisins ekki að marki. Um þetta leyti fær sú trú byr undir báða vængi að ekkert nema þjóðarstríð eins og í Kína og í Alsír og Vietnam megni að færa sigurinn í höfn. „Valið stendur um það,“ sagði Jassir Arafat „að líða undir lok sem þjóð og dreifast um allar jarðir sem flóttamenn, eða taka sér vopn í hönd.“ Goðsögnin um ósigranleik ísraels riðar Karameh nefndist smáborg ein sem ísraelsmenn höfðu lengi litið hornauga. Þaðan voru nefnilega aðeins fjórir kílómetrar að landamærum hertekna svæðisins á vesturbakka Jórdan og því var borgin upplagt aðsetur fyrir skæru- liða. Karameh þar sem bjuggu 30 þúsund manns, varð líka aðalaðsetur „Al Fatah“. Að morgni hins 21. mars 1968 réðust 10 þúsund ísraelskir her- menn inn í borgina í fylgd skriðdreka, þyrla og fallhlífarliðs. Þeir sprengdu hús í loft upp og lögðu kofa og tjöld að velli. Síðdegis var þriðjungur borgarinnar orðinn að rústum. ■ Tveir liðsmanna PLO, skömmu fyrir brottflutninginn frá Beirút á dögunum. En Palestínumennirnir börðust ör- væntingarfullri baráttu og sumir þeirra vöfðu utan um sig sprengiefni og læddust undir ísraelsku skriðdrekana, þar sem þeir sprengdu sjálfa sig og óvininn í loft upp. Mörg hundruð létu lífið, en í þessum átökum fæddist goðsögn. Þegar ísraelsmenn drógu sig í hlé um kvöldið fögnuðu Palestínumenn eins og þeir hefðu unnið mikinn sigur. Aldrei fyrr höfðu þeir séð óvininn hörfa. Eftir andstreymi fyrri ára bitu flóttamennirnir sig nú fasta í nýja von. Þúsundir sjálfboðaliða streymdu inn í „A1 Fatah“. Karameh varð að einslags tákni, en nafn borgarinnar þýðir „Virðing". Þegar „Al Fatah“ sameinaðist PLO urðu samtökin þegar hið ráðandi afl þar. Ári síðar varð Arafat leiðtogi PLO. Hann tók að leita sér bandamanna utan Arabaríkjanna. Þar sem Bandaríkja- menn litu á fsraelsmenn sem sína traustustu vini í Austurlöndum nær, þýddi ekki að eiga við Vesturlönd. Því sneri hann sér nú til Rússa með beiðni um hjálp og hélt í því skyni til Moskvu. Rússar hétu að þjálfa skæruliða hans og útvega þeim vopn. Það segir sína sögu um örlög Palestínumanna að þeir skyldu verða að bíða næsta ósigur sinn fyrir Arabaþjóð. Því fleiri sem „Fedaji" (skæruliðarnir) urðu í Jórdaníu, því meir óttaðist Hussein konungur um völd sín. Arafat, sem var sér nú orðinn meðvitandi um mátt sinn, skammaði þennan afturhalds- sama þjóðhöfðingja, sem jafnan var tilbúinn að semja við hvern sem var, og kallaði hann „skósvein heimsveldis- sinna.“ Árið 1970 sagði hann: „Amman mun verða legstaður allra þeirra sem ætla sér að berjast gegn palestínsku byltingunni.“ Skömmu síðar hóf Hussein stríð gegn skæruliðunum og rak þá og Arafat úr landinu. 30 þúsund Palestínumenn féllu, - fleiri en nokkru sinni í stríði gegn ísraelsmönnum. Þegar árið 1970 var Palestínumönnum orðið það ljóst að það voru ekki aðeins ísraelsmenn sem voru undirrót ógæfu þeirra. Þar kom og til sú einangrunar- stefna sem er svo rík í Aröbum og skiptir þeim í andstæðar fylkingar. Innan PLO eru þannig hópar sem eiga í erjum sín á milli og byggja þeir tilveru sína á stuðningi hinna og þessara Arabaþjóða. Þannig styðja Sýrlendingar bandalagið „Saika“, írakar „Arabísku frelsisfylk- inguna“, og Líbanir hinn marxíska hóp „Þjóðlið til frelsunar Palestínu.“ Þannig gerði Abu Niedal uppreisn innan „ A1 Fatah“ því hann vildi taka upp baráttu gegn „afturhaldssömum“ ríkis- stjórnum meðal Araba, ekki síður en ísrael. Hann er nú niðurkominn í írak ásamt 500 eitilhörðum fylgjendum sínum. Hann hefur verið dæmdur til dauða af „A1 Fatah“ en er samt kokhraustur og sagði á sínum tíma í útvarpsstöðinni „Rödd Palestínu": „Arafat mun enda feril sinn niðri í öskutunnu.“ Vitundin um vanmátt þeirra og árangursleysi hermdarverkanna auk skorts á bandamönnum hefur hrakið róttæka liðsmenn PLO áfram. Með flugránum og sprengjutilræðum, sem sífellt leiða til hermdaraðgerða ísraela, vilja þeir færa baráttu sína út um heiminn. Loks verður þetta að baráttu gegn öllum heiminum. Sú fræga kona Leila Kahled segir: „Við lifum á öld ofbeldis. Réttlætið nær ekki fram að ganga, - það er magnlaust. Aðferð okkar er því ofbeldi gegn ofbeldi." Arafat hefur ekki lengur tak á mönnum sínum ✓ Endurtekin fjöldamorð eins og sprenging um borð í svissneskri flugvél árið 1970 þar sem 47 létust, morðin á Olympíuleikjunum 1972, þar sem 15 létust og árás á flugvellinum í Róm 1973, þar sem 32 létust, eru sönnun þess að Arafat hefur ekki stjórn á mönnum sínum. Klofningshópar á borð við „Svarta september", „Þjóðvörðinn“, eða „Sjöundu sjálfsmorðsdeildina“, hafa ógnað áliti Palestínumanna víða um heim og veikt þá í löndum sem sýnt hafa málstað þeirra nokkurn skilning. „Við erum ekki að heyja stríð gegn almennum borgurum," hefur Arafat sagt. En vegna þvingana, deilna og ólíkra sjónarmiða sem hann verður að sætta í samtökum sínum, verður hann að dæma ofbeldisaðgerðirnar svo vægt að hann hefur sjálfur orðið að háyfir- hermdarverkamanninum í augum heimsins. Það mátti þakka Sadat, eftirmanni Nassers, að Arabar náðu að nýju upp nokkru af áliti sínu. í október 1973 tókst herjum Egypta að gera ísraelsmönnum talsverða skráveifu. En hann var þó ekki fyrst og fremst að berjast fyrir Palestínu- menn, heldur endurheimt Sínaískaga. í Camp David samkomulaginu var svo kveðið á um daginn er ísraelsmenn skyldu skila þessu eyðimerkursvæði aftur. Ákvæðin um sjálfsstjórnarsvæði handa Palestínumönnum voru hins vegar látin liggja í láginni. En arabaríkin viðurkenndu PLO hins vegar á leiðtoga- fundi sínum í Rabat 1974 sem hinn eina rétta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar. Ekkert af þessu virtist þó ætla að færa Arafat nær því markmiði sínu að stofna frjálst Palestínuríki. En tveir nýir bandamenn vekja nýjar vonir. Annar bandamaðurinn er olían, sem Arabaríkin nota nú til þess að beita iðnríki Vesturlanda þrýstingi og hinn er breytt valdahlutföll á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Þar verða þau ríki þriðja heimsins sem áður voru nýlendur og fylgispök gömlu stórveldunum að mátt- ugu og sjálfstæðu afli, vegna atkvæða- styrks síns. ísrael verður á vettvangi S.Þ. ásamt S-Afríku fýrir endurtekinni gagnrýni í ályktunum samtakanna og hinn „sjálf- virki meirihluti" greiðir Arafat veginn til stærsta stjórnmálalega sigursins sem hann hefur unnið: Hann fær að halda ræðu á allsherjarþinginu. Þær öryggisráðstafanir sem gerðar voru vegna komu Arafat til New York fóru meira að segja fram úr þeim ráðstöfunum sem gerðar voru vegna heimsókna þeirra Krúsjeffs og Castro á sínum tíma. Róttæk samtök Gyðinga f Bandaríkjunum höfðu heitið að koma erkifjandanum fyrir kattarnef. Arafat kom til New York með 15 einkalífverði sína og New York borg lagði til 2500 einkennisbúna lögreglumenn og aragrúa borgaralega klæddra lögreglumanna . Arafat var ekið af flugvellinum til Waldorf Astoria hótelsins í fylgd fjölda lögreglubíla og þyrlur flugu yfir hinni 20 manna sendinefnd hans alla leiðina þangað. Hann var svo fluttur í þyrlu til höfuðstöðva S.Þ. Á allsherjarþinginu gat hann nú borið fram þær kröfur sem hann árum saman hafði þulið fyrir daufum eyrum: Kröf- una um að þjóð hans mætti enn aftur snúa til heimkynna sinna, kröfuna um sjálfsákvörðunarrétt Palestínumanna og kröfuna um frjálst Palestínuríki, þar sem gyðingar, Palestínumenn og mú- hameðstrúarmenn gætu lifað í nágrenni hverjir við aðra í friði. „í dag kem ég til ykkar með olívuviðargreinina í annarri hendi en riffil byltingarmannsins í hinni. Látið olívuviðargreinina ekki falla úr hendi mér,“ sagði hann og það var klappað í heila mínútu. Viku síðar var samþykkt að PLO skyldi eiga áheymar- fulltrúa á þingi S.Þ. Aðeins 17 ríki greiddu atkvæði gegn því, þar á meðal Bandaríkin og vestur-Evrópuríki. Olíuþörf Vesturlanda varð til þess að nú rakst á öll vináttan í garð fsraels og þörfin á olíuviðskiptum við Araba. Því var ekki um annað að ræða en brosa enn elskulegar til Araba en ísraelsmanna. Einkum varð þetta erfitt fyrir V-Þjóð- verja sem voru sligaðir af sektarkennd vegna Gyðingaofsókna nasista. „ísraels- menn heimta að menn taki 100 prósent afstöðu með málstað þeirra,“ sagði PLO fulltrúinn Abdullah Frangi í Bonn. „Ef V-Þjóðverjar taka aðeins 95.5 prósent afstöðu með ísrael munu þeir verða minntir á fortíðina.“ Genscher utan- ríkisráðherra veitti Frangi tvívegis áheyrn en þó aðeins í aðalstöðvum flokksins til þess að leggja áherslu á að um óopinberar viðræður væri að ræða. „Hann er afar skilningsríkur, hann hlustar," segir Frangi. „Það er ákaflega auðvelt að ræða við hann, en á eftir spyr ég sjálfan mig. Ó, Drottinn góður. Til hvers er ég að eyða tíma í þetta?“ Eftir sem áður eru Palestínumenn þjóð án lands og PLO er ríkisstjórn án nokkurs ríkis. f hinsta vígi sínu í Líbanon ráku Palestínumenn skóla, sjúkrahús og sparisjóði. PLO safnaði sköttum meðal Palestínumanna og stóð fyrir nokkrum iðnaði, en í 33 verksmiðj- um voru framleiddar skyrtur, buxur, skór, húsgögn, matvæli, minjagripir og listmunir. Sá afrakstur sem af þessu fæst hefur verið notaður til þess að reka starfsemi PLO, auk styrktarfjár, ýmissa Arabaríkja og Sovétríkjanna. PLO mun velta um 6 milljörðum ísl. króna á ári. Arafat hefur mátt sannreyna það að ekki er nokkur vegur að halda málstað Palestínumanna hans utan við deilur innan Arabalandanna. Þar sem hann á sínum tíma stofnaði til bandalags með vinstrisinnuðum Líbönum og mú- hameðstrúarmönnum þar, leiddi hann þjóð sína með í líbanska borgarastríð- ið. Árin 1975ogl976börðustmennhans meir við líbanska hægrimenn og kristna Líbana en ísraela. 60 þúsundir manna féllu. Þá gengu Sýrlendingar í milli í því skyni að hindra valdatöku Palestínu- manna í Líbanon. Auða svæðið sem Sýrlendingar sköp- uðu nú á milli ísraelsmanna og manna Arafats notuðu hinir síðarnefndu til þess að gera endurteknar árásir á ísrael. Þótt foringjar Palestínumanna legðu bann við við slíkum aðgerðum í því skyni að treysta stöðu sína á pólitíska sviðinu var skæruhernaðurinn gegn ísrael rekinn áfram án nokkurrar vægðar. PLO menn réðust á landamæraþorp í ísrael með eldflaugum og 35 dóu og 80 særðust er flokkur þeirra reyndi að ræna lang- ferðabifreiðum í Tel Aviv árið 1978. Síðustu aðgerðir ísraela í júní 1982 voru þó meira en hefndaraðgerðir. í vissu um hernaðarlega yfirburði sína ákváðu ísraelar nú að hreinsa Líbanon í eitt skipti fyrir öll af palestínskum skæruliðum. Að yfirskini höfðu ísraels- menn árásina á ísraelska sendiherrann í London. Svo einkennilega vill þó til að líklega hefur sú árás verið gerð að undirlagi Abu Nidal, keppinautar Ara- fats. Umsátrið um Beirút hefur sýnt þeim PLO mönnum fram á það rétt einu sinni að með vopnum verður Gyðinga- ríkið ekki lagt að velli. Brottrekstur PLO manna frá Beirút fyrir tilverknað {sraelsmanna, (en þeim atburði hyggjast menn Arafats snúa upp í sigur fyrir sig og sína) hlýtur þó að tákna það að Arafat verður að segja skilið við þá draumsýn sína að hefja þjóðarstríð gegn fsrael. Menn hans hafa nú dreifst um sjö arabaiönd og þeim hefur verið stíað frá mannfjöldanum í flóttamannabúðunum, þar sem bylting- arglóðinni var jafnan helst haldið lifandi. Eigi draumurinn um Palestínu- ríkið ekki að deyja út verður Arafat að treysta meir á samninga en vopnaburð. PLO foringinn segir: „Á hverjum einasta bletti af palestínsku landi, sem annaðhvort er unnið af ísraelsmönnum eða látið af hendi af þeim eða öðrum, er ég skyldur að stofna Palestínuríkið.“ Með þessu er sagt að til greina komi að deila löndum með ísraelum og fallið frá hugmyndinni um útrýmingu ísraels. Samt stendur í stefnuskrá PLO að Palestína sé „ósundurdeilanleg landa- fræðileg eining.“ Níunda greinin segir svo: „Vopnuð barátta er eina leiðin til þess að frelsa Palestínu.“ í 20. grein stendur: „Gyðingar mynda enga samstæða þjóðarheild. Þeireru borgarar þeirra ríkja sem þeir komu frá.“ Arafat lætur utanríkisráðherra PLO Farik Kaddoumi segja: „Við munum aldrei unna fsrael friðar. Þjóðin mun aldrei fá að búa við öryggi. fsraelsmenn skulu fyllast þeirri hugmynd hver og einn að á bak við hvert horn kunni skæruliðinn að standa. Við munum aldrei viðurkenna ísrael.“ Nú deila PLO menn um það hvort og þá hve mikið land hið minnsta þeir geti sætt sig við að þiggja af ísraelsmönnum. Þeir virðast gleyma því að í stríði eru ísraelar sterkir, en miklu veikari í friði. Ekkert óttast Begin meira en það að PLO viðurkenni fsrael opinberlega. Þá mundu ísraelsmenn ekki lengur geta vikist undan að ganga til samningavið- ræðna. En Jassir Arafat mundi aftur á móti óttast það að taki hann í útrétta sáttahönd, sé hann að svfkja sinn gamla draum, sem hann hefur barist fyrir í meira en 30 ár. Hann hefur sagt: „Innst inni er tilfinning sem segir mér að ofbeldið sé engin lausn. En innst inni í mér er einnig tilfinning sem segir að friðurinn sé tálsýn ein.“ Þýtt úr Stern -AM ■ ísraelskur hermaður lemur á palestínskri stúlku eftir kröfugöngu í austurhluta Jerúsalem.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.