Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982 9 menn og málefni r'". "'~v --^ : ■■ ■ ■ •• • Af vopnun er eina leiðin ■ Að rainnsta kosti þrenns konar viðræður fara fram railli stórveldanna um afvopnunarmál. í Genf fjalla fulltrúar Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um niðurskurð á meðaldrægum eldflaugum. í sömu borg ræða fulltrú- ar Atlantshafsbandalagsins og V arsjár- bandalagsins um niðurskurð á herafla í Evrópu og í Vín fara fram viðræður um langdræg kjarnorkuvopn, þ.e.a.s. eldflaugar sem bera kjarna- odda um hálfan hnöttinn. Viðræðurn- ar hafa staðið yfir með nokkrum hléum í mörg ár. Þær eru kenndar við ýmsar skammstafanir, og heiti við- ræðnanna er stundum breytt, en fjalla ávallt um hið sama, takmörkun vígbúnaðar og samdrátt herafla. En vígbúnaðarkapphlaupið heldur áfram og risaveldin keppast við að lýsa yfir að vopnabirgðir hvors annars séu svo geigvænlegar að jafna þurfi metin. Þetta er eins og svikamylla sem enginn sér fyrir endann á. En samt er einhver von um að koma megi í veg fyrir stórslys á meðan menn talast við og reyna að ná samkomulagi. Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra fjallaði m.a. um vígbúnaðar- kapphlaupið í ræðu sinni á allsherjar- þingi Sf> í vikunni sem leið. Hann sagði: „Vígbúnaðurinn er tröllslegri og vopnin ógnvænlegri en heimurinn hefur áður þekkt, og áfram er haldið hinu tryllta vígbúnaðarkapphlaupi. Sjálfsagt má til eilífðar deila um hver aðili sé sterkari öðrum og úr því fæst líklega aldrei skorið, nema, það gerist sem enginn vill, að stórveldin láti á það reyna. En hætt er við að fáir verði til frásagnar og að sigurvegarar verði litlu öfundsverðari af sínu hlutskipti en hinir sigruðu af sínu. Gereyðingar- vopnin geta hvenær sem er leitt ragnarrök yfir mannkyn. Ábyrgð kjarnorkuveldanna er þung. Þau hafa örlög heimsbyggðar í hendi sér. Ekki miili neinna leiða að velja Mannkynið á í reynd ekki á milli neinna leiða að velja. Sú eina sem ekki liggur fyrr eða síðar til tortímingar hlýtur að felast í heiðarlegum og raunsæjum samningum um samdrátt í vígbúnaði sem fyrsta skref á þeirri löngu leið að algerri afvopnun, sem á og verður að vera óskadraumur þeirra er trúa á háleit markmið hinna Sameinuðu þjóða. Krafan um raunhæfar aðgerðir í afvopnunarmálum er eindregnari nú en verið hefur um langt skeið. í ljósi þess er sorglegt að þurfa að viður- kenna, að árangur af sérstaka aukaalls- herjarþinginu um afvopnun, sem haldið var á liðnu sumri, varð nánast enginn. Við verðum því fyrst um sinn að láta okkur nægja að treysta því að áþreifanlegur árangur verði af viðræð- um Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um samdrátt í birgðum þeirra af nokkrum helstu tengundum kjarn- orkuvopna, MBFR-viðræðunum í Vínarborg og starfi afvopnunarnefnd- arinnar í Genf, og svo að sjálfsögðu af starfi Madrid-fundarins um öryggi og samvinnu í Evrópu, ef hann leiðir til samkomulags um ráðstefnu um traust- vekjandi aðgerðir og afvopnun í Evrópu. Framkvæmd afvopnunar verður að byggjast á jafnréttisgrund- velli. Annað væri hvorki raunsætt né réttlætanlegt. Það þarf að stefna á jafnvægi, ekki ógnarjafnvægi, heldur jafnvægi, sem byggist á samdrætti vígbúnaðar en ekki aukningu. Sem fulltrúi eyþjóðar, sem byggir lífsafkomu sína á lifandi auðlindum hafsins, hlýt ég að lýsa yfir sérstökum áhyggjum af auknum vígbúnaði í hafinu og þá ekki síst auknum flota kafbáta, búnum kjarnorkuvopnum. Það þarf ekki styrjöld, heldur aðeins slys við óhagstæðar aðstæður, til að eyðileggja efnahagsgrundvöll slíkra þjóða. Því undirstrika ég það sérstak- lega, að réttu viðbrögðin við andstöðu fólks á meginlöndum Evrópu og Ameríku gegn enn meiri fjölgun kjarnorkuvopna í löndum þeirra, eru ekki að flytja þessi vopn í hafið heldur að semja um raunverulega fækkun. Aðeins með því móti verður dregið úr þeirri ógn sem af þessum vopnum stafar.“ Ógnarjafnvægið Það ógnarjafnvægi sem stórveldin viðhalda er fyrir löngu komið langt út fyrir öll skynsamleg takmörk. Vopna- birgðirnar sem þau hafa hlaðið upp eru fyrir löngu síðan orðnar svo miklar að þær dygðu til að leggja Sovétríkin og Bandaríkin í auðn og hvert annað byggt ból á jörðinni. En samt er haldið áfram. Það er margt deiluefnið þegar fulltrúar kjarnorkuveldanna reyna að semja um samdrátt vopnabirgða. Fyrir nokkrum árum hófu Sovétríkin -að koma fyrir í landi svokölluðum SS kjarnorkuflaugum. Síðustu árin ein- beita þeir sér að SS-20 flaugum, sem taka eldri gerðum fram að marksækni og sprengimætti. Þessum vopnum e’r stefnt gegn Vestur-Evrópu. Til að svara þessu hyggjast Bandaríkja- menn, með samþykki ríkisstjórna í Vestur-Evrópu koma fyrir svokölluð- um Persing II eldflaugum og stýris- flaugum. Þeim á að miða á herstöðvar og borgir í Austur-Evrópu. Þetta er Varsjárbandalagsríkjunum - meinilla við og neyta alla ráða til að koma í veg fyrir staðsetningu síðarnefndu vopn- anna. Þeim er boðið upp á að Persing II og stýrisflaugarnar verði ekki settar upp ef þeir taka niður SS-20 kerfi sitt. Það sýnist Rússum fráleitt. Þeir voru á undan að miða gjöreyðingarvopnum sínum á Vestur-Evrópu og vilja neyta þeirra yfirburða. Um þetta þrasa karlarnir fram og til baka. Almenningur er ekki spurður ráða þegar stórveldin skáka hvert öðru í stríðsleikjum sínum. Honum er sagt að vígbúnaðurinn sé til þess að vernda íbúa þeirra ríkja sem að honum standa. En fólk er hætt að trúa að sífellt fullkomnari gjöreyðingarvopn veiti það öryggi sem af er látið Því hafa friðarhreyfingar austan hafs og vestan látið æ meira til sín taka. Að vísu er það undrunarefni að friðarsinnar skyldu ekki hafa meira látið til sín taka þegar er SS-20 eldflaugnakerfið var skipulagt og flaugunum komið fyrir. Það var ekki fyrr en svara átti þessari nýju ógn, að afvopnunarsinnar í Vestur-Evrópu virtust átta sig á hvað hér var á ferðinni. En það fór ekkert dult á sínum tíma að verið var að koma fyrir þessari tegund vopna í Sovétríkj- ununi og þeim beint gegn öllum þéttbýlustu stöðum í vestanverðri álfunni. Friðarhreyfíngar Það var mikið um friðargöngur og mótmæli gegn vígbúnaði í Evrópu í fyrra og fram á þetta ár. Vonandi heldur friðarviðleitnin áfram, því ólíklegt verður að telja að hún hafi koðnað niður í Moskvu og Minsk þegar vestur-evrópskir göngumenn héldu þar fundi með stjórnarskipuðum friðarsinnum sem voru þeim sammála um allt nema vopnabúnað og friðar- vilja sovétstjórnarinnar. En metingur um meðaldrægu kjarn- orkuflaugarnar er ekki nema einn liður í þeirri viðleitni að stöðva kapphlaupið og skera niður þær yopnabirgðir sem þegar eru fyrir hendi. Stóru langdrægu eldflaugarnar sem stórveldin miða hvort á annað eru nægilega margar og öflugar til að leggja heimsálfur í rúst. Þar að auki hafa kjarnorkuveldin yfir að ráða flugflotum sem bera kjarnorkuvopn innanborðs sem hægt er að skjóta hvert á land sem er. Sú hætta er fyrir hendi að almenningsálitið í þeim löndum, sem hafa yfir kjarnorkuvopn- um að ráða, mótmæli svo kröftulega staðsetningu þeirra nærri sínum heimabyggðum, að vopnin verði flutt í æ ríkara mæli í höfin. Það er þetta sem Ólafuí Jóhannesson utanríkisráð- herra varar við í ræðu sinni og leggur til, að um raunverulega fækkun á kjarnorkuvopnum verði að ræða en ekki tilflutningur þeirra. Það gefur auga leið hvílík hætta stafar af því fyrir islendinga ef kjarnorkuheraflinn verð- --ur fluttur ofan í höfin, og er það þróun sem sporna verður við af öllum mætti. < Það hefur verið mikill siður vinstri- sinna að eiga sér friðarhugsjónina. Sterkasta vopn þeirra eru tiltölulega miklar upplýsingar um hervæðingu vestrænna ríkja. Bandaríkjamenn fara ekki dult með vopnabirgðir sínar og nýjungar í vopnasmíð og útmála notkun þeirra og eyðingarmátt. Þessar upplýsingar eru hrollvekjandi. Annað er það, að bandarískir leiðtogar tala stundum glannalega um vígbúnað og stríðsrekstur. Skömmu eftir að Reag- an varð forseti fór hann að hafa orð á möguleikum á takmörkuðu kjarnorku- stríði. Þetta gerði hann að stríðsæs- ingamanni í augum fjölmarga, sérstak- lega Vestur-Evrópubúa. Weinberger landvarnarráðherra hefur hvað eftir annað barmað sér yfir að Bandaríkja- menn séu komnir langt aftur úr Sovétríkjunum í vígbúnaði og heimta meiri fjárveitingar til vopnasmíða, og lætur að því liggja, að með enn meiri kjarnorkuvígbúnaði geti Bandaríkin varist kjarnorkuárás. Leiðtogar Sovétríkjanna þurfa ekki að biðja neinn um fjárframlög eða standa neinum skil gerða sinn. Þeir verja friðinn með þvt að hlaða upp kjarnorkuvopnabirgðum sem nægja til að eyða öllu lífi á jörðinni 25 sinnum. Umræður á siðferðisgrundvelli Sindey D. Drell er prófessor í eðlisfræði og einn af ráðunautum Bandaríkjastjórnar um takmörkun vígbúnaðar og þjóðaröryggi. Hann hélt því nýlega fram í blaðagrein að Vígbúnaðarkapphlaupið væri fyrir löngu komið úr öllum böndum og að átök með kjamorkuvopnum mundi hafa svo ólýsanlegar afleiðingar að það væri á einskis manns færi að gera sér þær hörmungar í hugarlund. Hann telur að allar hugmyndir um takmark- að kjarnorkustríð séu óraunhæfar og fái ekki staðist. Beiting kjarnorku- vopna muni óhjákvæmilega leiða til allsherjar helfarar. Kjarnorkuvopn eru í raun alls ekki notandi í stíði samkvæmt öllum hernaðarfræðum, því sá aðili sem beitir þeim getur gengið út frá því sem vísu, að með því muni hann sjálfur fremja sjálfsmorð. Eini tilgangur kjarnorkuvopna er og verður að koma í veg fyrir styrjöld, svo lengi sem birgðir þeirra eru til. Þau stuðla að jafnvægi óttans. Á núverandi stigi miða afvopnunar- viðræðurnar að því einu að jafnvægi haldist milli kjarnorkuveldanna. Ef gert er ráð fyrir því að hægt sé að takmarka átök með kjarnorkuvopnum við ákveðið svæði og vinna slíkt stríð mun kapphlaupið halda endalaust áfram og nýrri og fullkomnari vopn fundin upp. Ef leiðtogar og herforingj- ar kjarnorkuveldanna fengjust til að viðurkenna að ekki sé hægt að sigra í styrjöld þar sem ógnarvopnum er beitt mundi kapphlaupið stöðvast af sjálfu sér. Það eru engar varnir til gegn útrýmingarvopnunum. S.D. Drell leggur til hugmynd í fjórum liðum sem leitt getur til heilbrigðari og öruggari framtíðar. Að Bandaríkin afneiti þeirri hættu- legu tálsýn, að hægt sé að sigra ogiifa af kjarnorkustyrjöld. Ákvarðanir um vopnabirgðir verði eingöngu grund- vallaðar á að viðhalda öryggi og áframhaldandi afvopnunarviðræðum og hætta öllum áætlunum um kjarn- orkustríðsrekstur sem eru eins tak- markalausar og þær eru óraunhæfar. Það verður að vekja upp almenn- ingsálit sem ætlast til þess af kjörnum leiðtogum að þeir leggi ekki minni áherslu á takmörkun vígbúnaðar, en aukningu hans, og hafi þar þjóðarör- yggi í huga. Þetta álit verður að koma fram í kjörklefum. Bandaríkjamenn og Rússar verða að semja fljótt og af heilindum, og samtímis að sýna vilja sinn í verki með samdrætti vopnabúnaðar. Reagan skýrði frá þeim vilja sínum að taka þessa stefnu upp er hann tilkynnti SALT viðræðurnar í maí s.l. Ef Sovétmenn sýna sama vilja verður það spor í rétta átt. Halda verður áfram að krefjast þess að sannanir séu lagðar fram að samningarnir séu haldnir og að allar nýjar áætlanir um viðbótar- vopn séu tilkynntar. Umræðum um kjarnorkuvopn verð- ur að koma á siðferðilega grundvöll. Það er ekki nóg að einbeita umræð- unni að nýjustu gerðum kjarnorku- vopna og fjölda þeirra. Hafa verður í huga hvaða skaða þau raunverulega valda og hvað er í húfi ef illa fer. Vonandi hefur Sovétstjórnin ráð- gjafa sem eru svipaðar skoðunar og prófessorinn sem hér er vitnað í, þótt þeir skrifi ekki um hugmyndir sínar í Pravda. Þess má geta að S.D.Drell gagnrýnir í grein sinni harðlega ummæli Weinbergers um að Bandarík- in þurfi að auka vopnabúnað sinn til að ná jafnvægi við Rússa og að möguleiki sé að sigra í takmörkuðu kjarnorku- stríði. Það dæmi gengur ekki upp. Friðarhugsjón Ekkert er eðlilegra en að upp rísi öflugar friðarhreyfingar þegar ástand og horfur í alþjóðamálum eru slíkar sem nú. Öryggi þjóða og einstaklinga felst ekki í því að ráða yfir sem flestum kjarnorkuvopnum eða fullkomnust- um. Öryggið felst í því að þeim sé eytt. Til þess þurfa kjarnorkuveldin að ræðast við af hreinskilni og heilindum. Og þeir sem vilja vinna að friðarhug- sjóninni verða að taka höndum saman um að koma leiðtogum heimsins í skilning um að einlægur vilji liggi að baki um að ógnarvopnunum verði útrýmt hvar sem er í heiminum, en falli ekki í þá gryfju að kenna einvörðungu öðrum hvorum aðilanum úm stríðsæs- ingar né noti stríðsótta og friðarvilja almennings til að skara eld að sinni pólitísku köku. Friðarvilji og umhyggja fyrir fram- tíð mannkyns er engin einkaeign einstakra hópa og enn síður sértrúar- söfnuða. Það verður engin hugsjón eða átrúnaður á efnahagskerfi svo dýru verði keypt að kjarnorkuógnin réttlæti hana. Það er því krafa hvers heilbrigðs manns á jarðarkringlunni að leiðtogar kjarnorkuveldanna láti skynsemina ráða og útrými óttanum og öryggisleysinu, sem mannkynið býr við undir því yfirskini að stórþjóðirnar þurfi að vernda öryggi sitt. Eina öryggið er afvopnun og útrýming kjarnorkuvopna, ekki að- eins á takmörkuðum svæðum heldur um allan heim. Oddur Ólafsson, ritstjórnarf ulltrúi, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.