Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdast)óri: Gfsll Slgurðsson. Auglýslngastjórl: Stelngrfmur Glslason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrel&slustjóri: Slgur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Ellas Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulitrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrlmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tlmans: Atli Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, BJarghlldur Stefónsdóttlr, Eirlkur St. Eirlksson, Frl&rik indrl&ason, Hel&ur Helgadóttlr, Slgur&ur Helgason (Iþróttir), Jónas Gu&mundsson, Krlstln Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Elnarsson, Gu&Jón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Kristjánsson, Krlstln Þorbjamardóttir, Marla Anna Þorstelnsdóttir. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sl&umúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýslngaslml: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Ver& I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánu&l: kr. 130.00. Setnlng: Tæknidelld Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Þorskastríð Grænlendinga ■ Grænlendingar eru enn bundnir af aðildinni að Efnahagsbandalagi Evrópu, og að undanförnu hefur komið skýrt í ljós, hversu miklir erfiðleikar fylgja þeirri aðild að því er varðar stjórnun fiskveiöa við Grænland, en á' fiskveiðunum byggist mest allt atvinnulíf þar í landi. Á ráðstefnu, sem haldin var í Reykjavík fyrir skömmu, sagði þingmaður Grænlendinga að fiskveiði- stefnan við Grænland væri ákveðin í Brussel en ekki í Nuuk. Grænlenska landstjórnin gerði sér fulla grein fyrír þeírrí hættu, sem fælist í ofveiði, og færi því alltaf að tillögum fiskifræðinga um hámarksveiði. Það væri þannig t.d. stefna fiskifræðinga og landsstjórnarinnar, að ekki mætti veiða meira en 62 þúsund tonn af þorski á ári. En viðhorfin væru önnOr í Brussel. Þar væri fyrst og fremst hugsað um þarfir iðnríkja á meginlandinu fyrir fisk. Þess vegna hefðu nokkur þúsund tonn í viðbót verið veidd á Grænlandsmiðum. Það eru fyrst og fremst Vestur-Þjóðverjar sem eru aðgangsharðir við Grænlendinga, og má segja að þar á milli ríki þorskastríð þótt ekki sé beitt herskipum. Svo virðist sem Þjóðverjar hafi með EBE á bak við sig unnið enn eina lotu í því stríði; þeir hafa fengið leyfi til að veiða 5000 tonn við vesturströnd Grænlands. Ljóst er að mikil óánægja ríkir á Grænlandi með þessa niðurstöðu, og þykir ýmsum þar, sem hin nýja danska ríkisstjórn hafi ekki stutt landsstjórnina í málinu sem skyldi. Grænlendingar hafa sem kunnugt er ákveðið með atkvæðagreiðslu að segja sig úr EBE., En úrsögnin tekur ekki gildi fyrr en eftir nokkurn tíma. Á meðan verða Grænlendingar að þola ágang fjarlægra fiskveiðiþjóða. Þeir eiga skylda samúð og stuðning íslendinga í baráttunni gegn evrópskum stórþjóðum, sem fyrir svo stuttu síðan reyndu með yfirgangi að halda áfram að moka upp fiskinum á íslandsmiðum. Eflum Tímann Á síðustu einu til tveimur árum hefur margt verið gert til þess að styrkja stöðu Tímans og gera blaðið hæfara tíl þess að gegna míkiívægu híutverki sínu sem frétta- og upplýsingamiðill og sem málgagn fram- sóknar- og samvinnustefnunnar í íslensku þjóðfélagi. Utgáfa blaðsins hefur aukist, og tæknibúnaður verið bættur verulega m.a. með kaupum á nýjum setningartölvum. En þótt staða Tímans hafi styrkst vegna þessara og annarra aðgerða er fjárhagurinn erfiður og því nauðsynlegt að efla blaðið enn frekar á næstu __mánuðum fyrst og fremst með því að fjölga áskrífendum Tímans. Sem lið í þeirri viðleitni hefur Tíminn nú hafið glæsilega áskrifendagetraun, þar sem nýir áskrifendur, jafnt sem þeir sem þegar kaupa blaðið í áskrift, geta tekið þátt í von um glæsilega vinninga þar á meðal bifreið. Það er von blaðsins að þessi áskrifendagetraun gefi góða raun og að allir velunnarar blaðsins taki höndum saman um að fjölga áskrifendum Tímans verulega næstu vikur og mánuði svo að blaðið geti enn betur gegnt hlutverki sínu. Það er til mikils að vinna. - ESJ. ✓ IviKUNNI KOM ÚT í DANMÖRKU NÝ HEIMS- BÓKMENNTASAGA.Höfundur hennar er fyrrverandi prófessor í bókmenntum F.J. Billeskov Jansen, sem einmitt varð 75 ára daginn sem bókin kom út. Hann hafði áður verið einn af ritstjórum 12 binda verks, sem Politikens Forlag gaf út fyrir mörgum árum um sögu heimsbókmenntanna. En í þessari nýju bók gerir Billeskov Jansen grein fyrir persónulegum viðhorfum sínum til bókmenntanna allt frá fornöld fram til vorra daga. Að vísu er lítið um núlifandi rithöfunda í verki hans; einungis fáeinir frá rómönsku Ameríku og Afríku. „Ég tel það ótrúleg forréttindi að hafa allt frá því ég var á fimmtánda ári átt þess kost að lesa fagurbókmenntir að vild og síðan að gera öðrum grein fyrir niðurstöðum mínum,, sagði hann í blaðaviðtali í tilefni af útgáfu bókarinnar. Hann var í þrjú ár lektor í París (1938-1941) og skrifaði þá fyrstu kcnnslubók sína, sem fjallar um ljóðrænu í skáldskap og það sem góður skáldskapur skilur eftir í huga lesandans. Annað bindi kom út árið 1945 og þar fjallaði hann m.a. um spurningu, sem margir hafa velt fyrir sér og kannski svarað með misjöfnum hætti; hvað er sígilt bókmenntaverk? Hann svaraði því til, að það skáldverk væri sígilt, sem gæti kynslóð eftir kynslóð snert og haft áhrif á fólk á tilteknum aldri. Sígilt bókmenntaverk læsu menn af frjálsum vilja eftir 50 ár, og ef svo yrði enn eftir 200 ár, þá yrði höfundurinn ódauðlegur. ■ Þannig sér teiknari danska blaðsins Politiken Billeskov Jansen á 75 ára afmælinu. Hvað er mamieskjan? — um viðhorf til manneskjunnar í heimsbókmenntunum HvAÐ ER MANNESKJ AN? Billeskov Jansen segir aö í raun og veru snúist allur skáldskapur um þá spurningu. „Þegar þarf að vinna jafn viðamikið verk og að taka saman bók um heimsbókmenntirnar frá fornöld fram til samtímans, þá verður að gefa sér ákveðnar forsendur að ganga út frá, svo að ekki verði aðeins um safn stuttra æfisagna rithöfunda að ræða. Við skulum gæta að því, að það er ekki ,æfi rithöfundarins sem lifir heldur verk hans. Ög forsenda mín var sú trú, að á hverju menningarskeiði hafi fólk ákveðnar hugmyndir um hvað manneskjan sé, og að þessi skoðun á manneskjunni birtist í verkum skáldanna. Hver er manneskjan í grísku örlagaharmleikjunum? Hvernig var miðaldamaðurinn, sem lagði svo mikla áherslu á hetjufyrirmyndina og hefndarskylduna? Eða krossfarinn í Rolandskvæðinu? Endurreisnarmaðurinn birtist m.a. í verkum Montaigne og Rebalais. Þar hefur manneskjan takmarkalausa lífslöngun. Hún geislar beinlínis af lífsgleði og byggir á því grundvallarsjónarmiði, að eðli mannsins sé gott og það sé því meginatriðið að gefa því tækifæri til að njóta sín. í miðaldabókmenntunum var Guð miðja alls. í endurreisnar- bökmenntunum tók manneskjan við því hlutverki; varð miðdepillinn. Og þá erum við komin að sautjándu öldinni, sem er hin mikla öld franskra bókmennta, þar sem allt snýst um eyðandi ástríður, því ástríðurnar eru ég-ið. Pascal sagði, að maður ætti að hata sitt eigið ég, því það væri veraldleet. ástríðufullt og leiddi beina leið til helvítis. Harmleikir Racine fjalla allir um það sama og fall Phedre er bein afleiðing ógæfulegra ástríðna. Átjánda öldin tilheyrir hins vegar hinum skynsömu, framfarasinnuðu og umburðarlyndu - mönnum eins og Holberg, Voltaire og Jean Jacques Rousseau. í Frakklandi á sautjándu öldinni var litið svo á, að manneskjan væri rótin, en á þeirri átjándu var talið að manneskjan ætti mikla og margvíslega möguleika, svo sem Rousseau lagði áherslu á í skáldsögunni Emile. Skyndilegaáttaði fólk sig á því að bamið er sjálfstæður einstaklingur. Fyrir daga Rousseau var litið á fjöll sem kaldar og gróðursnauðar hindranir, en nú var farið að líta á náttúruna sem eitthvað fagurt. Og fólk fór að trúa því að innst inni væri maðurinn góður, og að það væri hægt að hlúa að hinu góða í mennskjunni m.a. með góðu uppeldi í skólum. Hjá Goethe varð „Gute Mensch“ að heiðursnafngift. Á þessum tíma var meira lagt upp úr skynseminni en ímyndunaraflinu, en síðan kom rómantíkin um aldamótin 1800 og þar réði ímyndunarauðgin völdum. Það var engin tilviljun að H.C. Andersen skrifaði ævintýri. Það gerðu þeir allir, en H.C. Andersen gerði það betur en flestir aðrir. Rómantíkin opnaði leiðina fyrir hina dreymandi manneskju, og auðvitað var nokkur lífsflótti í rómantíkinni. Raunsæisstefnan tók við af rómantíkinni. Þar kom til náttúruvísindalegri skoðun á manninum sem félagslegri veru, sem best er hægt að lýsa í raunverulegu umhverfi sínu. Þetta gerði Balzac og síðar Zola í enn ríkari mæli, þar sem hann rannsakaði næstum því með náttúruvísindalegum aðferðum sögu einnar fjölskyldu. En sérhver kynslóð saknar einhvers. Þegar komið var fram undir 1890 varð sálarlífið aftur mikilvægt, einna greinilegast hjá Johannes Jörgensen, sem endaði í kaþólsku; um var að ræða afturhvarf til trúarinnar á ódauðleikann og sálin sé óháð líkamanum. Og í byrjun þessarar aldar varð ný stefna til með byltingunni kringum Freud og Jung, sem skapaði alveg nýja skoðun á manneskjunni. Freud gerði okkur grein fyrir undirmeðvitundinni. Við urðum þar með að verum, þar sem níu tíundu hlutar liggja undir meðvitund okkar. Freud og Jung ollu straumhvörfum; enginn komst framhjá þeim, allt varð öðruvísi þeirra vegna. > Og ef við höldum ferð okkar áfram þá lendum við í evrópsku tilvistarstefnunni, sem tekur siðferðilega afstöðu til athafna. Um árið 1920 fór Kierkegárd að hafa áhrif í þessa átt í Þýskalandi, sem lá í rústum eftir stríðið. Verk Kierkegárd og Nietzche urðu að eins konar heimspekilegú vopni, sem lagði grundvöll að þýsku tilvistarstefnunni. Og á þeim grunni bjó Sartre til frönsku tilvistarstefnuna síðar. Þessi stefna var áskorun til einstaklingsins um athafnir, um að gera sér grein fyrir lífi sínu og aðhafast í samræmi við það. Þetta þróaðist upp í uppgjör við dauðahugsunina. Og hjá Sartre í uppgjör við þjóðfélgið því að hann tengdi saman þýsku tilvistarstefnuna og marxismann og leit fyrst og fremst á ábyrgð einstaklingsins gagnvart þjóðfélaginu." En hvað segir Billeskov Jansen í framhaldi af þessum hugleiðingum um bókmenntir nýliðins áratugar? „Um það tímabil fjalla ég ekki í bók minni, en ég þykist sjá, að rithöfundar víða um heim hafi síðustu tuttugu árin öðru fremur fjallað um spurninguna: hver er ég? Þeir hafa reynt að finna samhengi í eigin tilveru, tengsl við uppruna sinn“. SvONA AÐ LOKUM FÁEIN ORÐ UM JAN MYRDAL. Fyrir nokkru var í þessum þætti sagt frá endurminningabók Jan Myrdal, sem hann hefur að undanförnu lesið í sænska útvarpið. Þar fór hann ófögrum orðum um foreldra sína, Gunnar og Alva Myrdal sem þekkt eru um allan heim fyrir störf sín á sviði stjómmála, hagfræði og afvopnunarmála. Svo sem vænta mátti hefur mikið verið fjallað um ásakanir Jan Myrdal á hendur foreldmm sínum í sænskum blöðum, en lítið hefur heyrst frá foreldmnum þar til nú, að þau hafa kært nokkur blöð - þar á meðal stærstu blöð Svíþjóðar, Dagens Nyheter og Expressen, - til siðavarðar sænsku blaðanna, sem pressonibudsmann nefnist eða umboðsmaður gágnvart 'fjölmiðlum, fyrir að hafa birt ummæli Jans. Jan Myrdal þótti þessi aðgerð sérkennileg í meira lagi. „Hugmyndin um að umboðsmaður þessi skuli ákveða hvort ég hafi átt hamingjuríka æsku eða ekki, er ótrúleg. Ég á mína æsku sjálfur. Þeir, sem vilja vita hvernig baminu Jan Myrdal leið, ættu að spyrja mig“, segir höfundur endurminninganna umdeildu. - ESJ. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.