Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 27
llillAMUL'lll' SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982 26 riútíminn — byggt á sölu I STUÐ-búðinni ■ Nútíminn hefur ákveöið, meö mikilli ánægju, að taka ábendingu eins iesenda okkar um að birta óháða vinsældalistann og er hann byggður á sölu í STUÐ-búðinni. Á listanum eru' tvær plötur Crass, einhverrar „óháðustu“ sveitar sem til er og er það við hæfi en auk þess er athyglisvept að Sex Pistols, einir af_ frumkvöðlum pönksins eiga plötu á listanum sem að öðru leyti ætti að skyta sig sjálfur. . í endann á listanum eru svo þrjár Vmsælustu litlu plöturnar en þar , p-jónar Purrkur Pillnikk í cfsta sæti og eru vinsældir hennar „alveg meiriháttar" svo notuð séu orð Sævars í Stuðinu. - FRI 1. Crass/Christ The Album 2. Cure/Phurnography 3. ^ Cabarett Voltaire/2x75 4. Eyeless in GAZA/Drumming in the Beating Heart 5. Crass/Penis Envy 6. Discharage/Hear nothing, See nothing, Say nothing 7. Sex Pistols/The Great rock n’roll swindle 8. New Order/Temptation 9. Tangerine Dream/Sorcerer 10. Clash/Combat rock 1. Purrkur pillnikk/No timc to think 2. Anti Nowhere League/1 hate peopie 3. Zounds/Dancing Siggi Karls ■ Trymbillinn víðkunni, Sigurður Karlsson scndir frá sér sína fyrstu sólóplötu um þcssar mundir og nefnist hún Veiuleiki. Platan er tekin upp t Stemmu og gcfur Sigurður hana út sjálfur á vegum eigin útgáfufyrirtækis. Heitir útgáfu- fyrirtækið Vcran. Með Siguröi á plötúnpi er citt af „róterandi" landsliðum íslands í undirleik, eða Pálmi Gunnarsson, Björn Thoradd- sen, Tryggvi Hubner og Pétur Hjaltcsted. - ESE OHÁÐI VINSÆLDA- LISTINN Nýtt START: ■ Höfundar efnis á nýju plötu Magnúsar Þórs. Margrét Jóns-, dóttir og Magnús Þór Sigmundsson. Óneitanlega dá- lítill svipur með þeim, eða eins og Magnús sagði - kannski hefur hún líka verið álfur. — með blóm í haga. ■ - Ég held að það sé óhætt að segja að'þctta sé friðarplata, um leið og ég reyni að túlka tilfinningar þeirra kyn- slóðar sem nú er að hvcrfa. Það er Magnús Þór Sigmundsson, tónlistar- maðurinn góðkunni sem þetta mælir, sem nokkurs konar „hestaskál" með nýrri plötu sinni, „Draumur aldamóta- bamsins", sem hann fylgdi úr hlaði um síðustu helgi. „Draumur aldamótabarnsins” er sjö- unda plata Magnúsar og hefur hún að eigin sögn nokkra sérstöðu í tónlistar- gerð hans. Á plötunni er fjallað um drauma, vonir og hugsjónir, þeirrar kynslóðar sem fæddist um aldamótin þegar þjóðleg reisn, bjartsýni á betri tíma og fegurra mannlíf voru efst í hugum manna samfara heitum baráttu- anda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Öll ljóð plötunnar eru eftir Margréti Jónsdóttur, kennara og fyrrverandi ritsjóta Æskunnar, en ljóðin eru úr Ijóðabók hennar. Ný ljóð sem út kom árið 1970. Margrét andaðist árið 1971 tæplega áttræð. - Ég fékk þessa bók frá Æskunni fyrir þó nokkru síðan og síðan lá hún hjá mér óhreyfð í rúmlega ár, áður en ég fór að glugga í hana. Þá fóru hlutirnir líka að gerast og áður en ég vissi var ég kominn með um 15-20 lög, segir Magnús í samtali við Nútímann. Að sögn Magnúsar fór hann þá að leita að útgefanda og varð það úr að hljómplötufyrirtæki Rúnars Jú líusson- ar, Geimsteinn tók að sér að gefa plötuna út. „FRAMHALD AFBANDINU” segir Pétur Kristjánsson „prím- us mótor” hljómsveitarinnar ■ „Þetta er bara framhald af bandinu, við lékum fyrst saman um síðustu helgi og erum bókaðir nokkrar helgar fram í tímann" sagði Pétur Kristjánsson DRAUMUR ALDAMÓTABARNSINS: MEÐ VON UM BETRI TÍD • ■ Pétur Kristjánsson á fullu í gamla daga. „prómus rnótor” hljómsveitarinnar START í samtali við Nútímann en hann hefur á ný komið fótunum undir sveit sína og eru þeir félagar famir að leik á fullu. „Þeir sem skipa START núna, auk mín, eru þeir Jón Ólafsson á bassa, Davíð Karlsson á trommur, Eðvarð Lárusson úr Tíbrá á gítar og Ágúst Ragnarsson úr Lanshornarokkurum á gítar, hljómborð og syngur.“ „Þetta er áfram rokk n’roll sveit, svona þungt með í bland“ sagði Pétur. Það kom fram í máli Péturs að nóg væri að gera fyrir þá og virtust ekki vera margar sveitir nú sem stæðu í ballstússi en þeir væru í því á fullu léku á sveitaböllum og skólaböllum og annað. Pétur sagði að þeir ætluðu að spila bandið vel áfram fram að áramótum áður en þeir færu að huga að nýrri plötu. „Við erum bara hressir á þessu“ sagði þessi lífseigasti poppari landsins að lokum. . - FR| Um yrkisefni Margrétar segir Magnús: - Það er greinilegt að hún hefur verið mikill friðarsinni og hún talar um þá erfiðleika sem þá var við að glíma í þjóðfélaginu. Að mörgu leyti eiga því orð hennar mjög vel við ástandið í heiminum í dag, þó að þau vopn sem hún yrkir um í Ijóðum sínum séu úr heimsstyrjöldunum tveim og þar af leiðandi bara barnaleikur miðað við atómvopn nútímans ( ath. nútímans með litlu enni). En hugsunin að baki vopnabröltsins er samt sem áður hin sama og því eiga Ijóð Margrétar erindi til fólks enn þann dag í dag og því miður líklega einnig í náinni framtíð. Annars er Margrét bjartsýn í Ijóðum sínum og hún fjallar sérstakelga mikið um þær vonir sem bundnar eru við komandi kynslóðir. Hvort að þær hafa ræst verður svo hver og einn að dæma um fyrir sig. Að sögn Magnúsar er „Draumur aldamótabarnsins” einhversstaðar mitt á milli „Börn og dagar” og „Álfar“ í tónlisterlegum skilningi og sagðist Magnús vonast til þess að hægt yrði að fylgja plötunni eftir með hljómleika- haldi á næstunni. Auk Magnúsar koma við sögu á plötunni, Jóhann Helgason, Ellen Krist- jánsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Þórir Baldursson, Eyþór Gunnarsson, G. Rúnar Júlíusson og Tryggvi Hubner. Útsetningar eru í höndum Magnúsar, Þóris og Eyþórs. ■ Q4U verða á SATT-kvöldinu þriðjudag. Öflugt starf hjá SATT: FERNIR TONLEIK- AR HVERN MÁNUÐ Vetrarstarf SATT er nú að komast í gang af fullum krafti og óhætt er að segja að það verði öflugt í vetur. Að sögn Hallvarðs Þórssonar starfs- manns SATT mun vera ætlunin að hafa fema tónleika í hverjum mánuði, og verða hinir fyrstu á þriðjudag í Klúbbnum og síðan í Tónabæ á fimmtudag. Ætlunin er að tónleikar verði í Klúbbnum fyrstu og þriðju viku hvers mánaðar, og í Tónabæ í fyrstu viku hvers mánaðar en þeir tónleikar eru í samvinnu við Æskulýðsráð. Ekki er endanlega búið að ganga frá hvaða hljómsveitir verða í Klúbbnum á þriðjudagskvöldið en Q4U mun örugglega koma fram, Tappi tíkarrass er heitur og ef til vill Grýlurnar einnig auk einnar af „eldri” hljómsveitum hérlendis. A þessum kvöldum verður hljóm- plötukynning og fyrsta kvöldið verða kynntar ný sólóplata Þorsteins Magn- ússonar úr ÞEY en hún kemur sennilega út undir mánaðarlokin og nýjar upptökur með Sonus Futurae en þeir ætla að þrykkja einhverju á plast á næstunni. - FRl Plötur Á togara með þá Imagination ln the heat of the night Steinar ÞETTA ER PLATAN... • ísem væri sú síðasta sem ég myndi hafa mcð mér á eyðieyju • sem cr sú vonlausasta og lciðinlcgasta sem ég hef hlustað á síðan „kjötsúpan” var soðin úm árið • scm ckki cr einu sinni hægt að nota sem „brokkmúsikk” fyrir tískuSýningar • sem einn gagnrýncnda Melody Maker hefur greini- lega orðið brjálaður af að hlusta á, miðað við allt bullið (lofið) sem hann skrifar um Imagination • sem ég skil ekki aljhverju Stcinar hf, er að láta pressa til brúks hérlendis • sem svæfir eins og skot, ef mcnn geta þá sofnað fyrir lciðindum • sem Gibb a la Gibb hefðu gefið út ef þeir hefðu einhvcrn tíman hætt í mút- um og yerið gjörsneyddir allri tónlistargáfu • scm hægt væri að skrifa milljón svona vonda punkta um til viðbótar án alls samviskubits, ef það krefð- ist ekki þess að hlusta þyrfti á plötuna oftar en þrisvar (en það er meira en hægt að leggjií á einn mann þcgar svona hljómsveit á hlut að máli). Formsins vegna skal það tekið fram að Imagination er skipuð „þrem litlum negra- strákum”. sem tónlistarrýnir Melody Makcr segir að standi Comsat Angels og Ecco and the Bunnymans, að öllu leyti framar. (Mikið hefur þeim hrakað). Eitt laganna „Music and lights" af þessari plötu, „In the heat of the night“ (Svitinn perlar af manni við hlustunina) er að finna á samansafnsplötu Steina. „Glymskrattinn" og þar er það bara vel geymt. En að gefa út sjö lög til viðbótar - það er 'algjör „horror”. Að lokum legg ég til aö Imagination, sem cru breskir, verði sendir á togara. - ESE Þessir strákar kunna að stafa ABC - LEXICON OF LOVE FÁLKINN ■ Það er alltaf gaman að hlusta á plötur með hljóm- sveitum sem maður vcit ná- kvæmlega ekki baun í bala um. Það eina sem maður veit áður en plötunni er skellt á fóninn er hvernig umslagið utan um plötuna lítur út og ef viðkom- andi er vel að sér í „umslaga- sálarfræði” þá gctur hjnn í mesta lagi skipað plötunni-á einhvern ímyndaðann bás í huganum. Oftast er það nú svo að það cr merkileg fylgni á milli þess sem innviðir „plötu- sálarinnar" í manni segja til um og þess sem síðar kemur á daginn, en sem betur fer eru til undantekningar. Platan með Imagination sem fjallað er um hér að framan kom mér ekki á óvart að neinu leyti, nema þá því að hún var mikið lélegri en mig hafði órað fyrir í upphafi og samkvæmt fordómum mínum hefði fyrsta hljómplata brcsku hljómsveit- arinnar ABC heldur ekki átt að koma mér á óvart. En nú kemur það sem er svo spenn- andi - hún gerði það... „Lexicon of love”, cn svo nefnist platan, hcfur að sögn fróðra manna notið mikilla vinsælda í Bretlandi að undan- förnu og að sögn sömu manna þá er hljómsveitin sprottin úr „nýrómantískum” jarðvcgi og ''' SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982 27 Umsjón: Friðrik Indriðason og Eiríkur S. Eiríksson Bodies að lifna? ■ Nútíminn hefur heyrt að hljóm- sveitin Bodies sé nú að lifna við en eins og greint var frá hér á síðunni fyrir þó nokkru siðan var Danny Pollock orðinn einn eftir í sveitinni. Hann mun hafa fullan hug á að sveitin starfi áfram og er nú að Dæla í nýju verkefni á því sviði. -FRI START ungar úl nýrri hljomsveit: BERSERKIR ■ Hljómsveit Péturs Kristjánssonar START klofn.aði eigi alls fyrir löngu, þ.e. hluti hennar klauf sig frá móður- skipinu sem nú er aftur komið á réttan kjöl eins og sést af stuttu spjalli við Pétur annarsstaðar í Nútímanum en afkvæmið á að heita Berserkir eftir því sem Nútíminn kemst næst. Meðlimir Berserkja eru þeir Kristján Edelstein, Eiríkur Hauksson, Rúnar Erlingsson, Sigurgeir Sigurðsson og upphaflegi trommuleikari Tappa tíkar- rass, hans nafn höfum við ekki á hreinu. Rúnar vinnur nú að gerð nýrrar plötu með Egó en eins og Bubbi sagði hér í síðustu viku ,þá er hann session maður þar en ekki um að ræða að hann hafi gengið í Egó. Búast má við að tónlist þeirra Berserkja sé rokk í þyngri kantinum. -FRIi HEFÐUM LUBAR- IÐ SVERTINGJA’ — ef við hefðum þekkt einhvern.” — Haraldur Sigurðsson varar við uppgangi nasismans og segist fyrirlíta nasistastælana hjá Þey ■ Það var kominn tími til að einhver vekti athygli á því að nasistastælarnir hjá Þey eru ekki eins góður brandari og þeir halda. Ég þakka ESE kærlega fyrir greinina ADOLF ER EKKI HÉR... í síðasta Nútíma (19. september). Þeys- ararnir verða að átta sig á því hvað þeir eru að gera. Fyrir nokkrum árum vorum við kunn- ingjarnir í kafi í KIZZ og Queen. í fáfræði héldum við að þær hljómsveitir væru nasistar út af því að ZZ í KIZZ var skrifað eins og nasista-essin og Queen voru oft í „uniformi" eins og nasistarnir. Okkur þótti þetta góður brandari og við heilsuðum með SIEG HEIL og töluðum um júðahunda og alls konar lægri kynflokka. Við gerðum púragrín að hálfútlenskum krökkum og allt eftir því. Ég er viss um að ef við hefðum þekkt svertingja þá hefðum við lúbarið hann. Síðan fórum við tveir kunningjarnir til Englands og þar kynntumst við alvörunasistum, sem eru hreint út sagt snarbrjálaðir. Við sáum þá oft svoleiðis lúberja litað fólk og við fréttum af morðum. Hugsunarhátturinn hjá þess- um mönnum er alveg ga ga. Einhvern veginn misstum við allan áhuga á KIZZ og Queen við þessi kynni, þó við vitum vel núna að þær eru engir nasistar. Ég veit ekki einu sinni hvort þær eru með nasistafíling viljandi. Ég stórefa það því þær eru báðar frekar vinstrisinnaðar og Queen studdi ANTI-NAZI-LEAGUE. Mér er sagt að Þeysarar séu líka vinstri-sinnaðir svo ég skil ekki af hverju þeir gera svona mikið í nasistastælum, þó þetta eigi sennilega að vera bæði brandari og auglýsinga- brella hjá þeim. Ég fyrirlít þessa stæla hjá Þey og þó mér finnist Þeyr vera besta íslenska hljómsveitin þá skal ég aldrei kaupa neina plötu með þeim og ég skal aldrei mæta á konsert njá þeim. Ég skora líka á alla hugsandi menn, vinstri sinnaða og hægri sinnaða en andnasista, að láta auglýsingabrelluna hjá Þey falla um sjálfa sig. Að lokum þakka ég svo fyrir góðan .Nútíma og legg til að þið birtið textann SIEG HEIL með EGO. Þar eru orð í tíma töluð. Svo finnst mér að þið mættuð halda áfram að birta Óháða vinsældalistann hjá Stuðbúðinni sem þið birtuð alltaf fyrr í sumar. Hann er miklu raunhæfari en skallapopplisti húsmæðranna. Mér finnst líka að þið mættuð kynna meira pönk og nýbylgju, t.d. Dead Kennedys, Crass, Infra Riot, Discharge, GBH, Sjálfsfróun, Von- brigði og Anti Power. Bx! Haraldur Sigurðsson Allt leyfilegt nema klám og níð Við þökkum Haraldi bréfið um leið og við hvetjum aðra lesendur til að láta í sér heyra um þetta mál eða önnur sem efst eru á baugi í poppheiminum. Síður Nútímans standa lesendum opnar til skoðanaskipta og í því sambandi má nefna að engar reglur gilda á blaðsíðum 26 og 27 aðrar en þær að högg neðan beltisstaðs eru bönnuð og eins eru orð Jóns Sig. fýrrum ritstjóra og núverandi skólastjóra höfð að leiðarljósi. Sem sagt ekkert klám og ekkert níð ( - það skemmtilegasta er alltaf bannað) og vinsamlegast skrifið undir nafn, nafn- númer og heimilisfang. Ef þess er óskað verður nafni haldið leyndu, þ.e.a.s. ef framangreindum skilyrðum er fullnægt og þá getur ekkert komið upp um bréfritara. Varir okkar verða innsigl- aðar og jafnvel þó að Frikka verði stungið í Steininn, mun ekkert út leka. Umsjónarmenn Nútímans. ætti því að höfða vel til Rómeó og Júiía nútímans (með litlu eða stóru N-i eftir þörfum). Sjálfum hefur mér leiðst þetta „nýrómantíska” tuð og allir þeir hljóðgerflar og hvað það nú heitir sem fylgt hefur þessari nýjustu tík. En ABC hafa bara eitthvað við sig sem komst í gengum þykkan skráp- inn á mér og þó vissulega örli á ofhlæði í tónlist þeirra starf,- rófsmanna, þá hafði ég bara gaman af plötunni. Jú, jú, það eru strengir hér og stengir þar, en ABC-menn komast snyrti- lega frá öllu saman, a.m.k. hengjasf þeir ekki í stengjun- um eins og svo margir kollegar þeirra, og útkoman er klassa „skemmtirokk” eins og ég vil kalla það. Reyndar er ég ekki frá því á DV hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann kallaði þetta „rokk I kjólfötum” (það er samt óþarfi að lesa þann snepil fyrir það), þannig til að bæta um betur segir ég bara „rokk t' smóking í baði með bindi“. Það var og. Fín plata hjá ABC, en hvar eru DEF og G? Við viljum meira, en takið eftir. Við getum alveg leyft okkur að vera það svartsýn eða bjartsýn eftir atvikum, að ABC eigi eftir að springa (blúbb) eins og sápukúla og því skulum við ekki taka þá í dýrlingatölu að svo komnu máli. - ESE Uppog ofan ■ UPP OG OFAN er félagsskapur án nokkurs markmiðs annars en að halda þrumutónleika í Féiagsstofnun stúdenta næstu helgi, bæði föstudags - og laugar- dagskvöld. Tilgangurinn með skemmtuninni er, eins og segir í tilkynningu, sá sem er öllum æðri: að halda lífinu í fólki - ekki einungis þeim ■vsem mæta á sviði heldur einnig gestum en á sviðið munu koma fram'eftirfarandi aðilar: Jonee Jonee., Þór Eldon, Vonbrigði, Magnús í Hvalnum, Einar öm, ÞEYR, Vébandiðo.fl. Gjald inn á tónleikana er 80 spesíur en hægt er að fá miða á bæði kvöldin fyrir litlar 120. Þá fá félagar f UPP OG OFAN 25% afslátt. - FRI (Bauknecht Frystiskápar og kistur Fljót og örugg frysting. Örugg og ódýr í rekstri. Sérstakt hraðfrystihólf. Einangrað að innan með áli. Eru með inniljósi og læsingu. 3 öryggisljós sem sýna ástand tækisins. Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur. Utsölustaóir DOMUS og kaupfélögin um land allt Iféladeild Sambandsins Ármúta 3 Reykjavík Simi 38900 Atvinna Opinber stofnun óskar að ráða til sín mann til skrifstofustarfa. Þarf að hafa góða bókhaldsþekkingu, vera reikningsglöggur og kunnugur íslenskum landbúnaði. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 10. þ.m. merkt „Bókhald og skýrslugerð. STÁL-ORKA SIJDIJ- OG V IIMfKilDAÞJDNIJSTAN KJARRHÖIMAIO 200 KDPAVOGI SÍMI 40SB0. Leigufyrirtæki Höfðar þjónusta okkar til þín? Veltu því fyrir þér. Við höfum yfir aö ráöa þjónustubifreiö m/öllum bún- aöi, sem viö getum sent hvert á land sem er ásamt starfsmönnum. Er fyrirtækið þitt yfirhlaöiö verkefn- um? Hefur þú oröið aö vísa frá þór verkefnum vegna mannaleysis? Ef svo er, haföu þá samband viö okkur og viö veitum þér tímabundna aöstoö. Athugaöu þaöl! Biiaíeigan\ § CAR RENTAL £* 29090 SSS”1 REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsími: 82063

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.