Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 03.10.1982, Blaðsíða 24
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982 24 erlend hringekja Bandaríkjamenn andvígir banni við fóstureyðingum Mikill ósigur fyrir nýju hægri öflin og Siðferðilega meirihlutann ■ Á límmiða sem vinsæll er í Bandaríkjunum um þessar mundir segir „Siðferðilegi meirihlutinn er hvorugt." M.ö.o. sú fræga hreyfing sent þetta nafn kaus sér fyrir nokkrum árum er hvorki siðleg né í meirihluta ef marka má límmiðann. Hljómar það ekki undarlega þegar haft er í huga hvflíkan byr hreyfingin fékk í kosningunum þar vestra 1980? Jú, kannski fyrir ókunnuga, en fyrir þá sem hafa fylgst með framvindu stjórnmála í Bandaríkjunum eru þetta ekki eins óvænt tíðindi. Þau svokölluðu „nýju hægriöfl", sem Siðferðilegi meirihlutinn hefur verið helsti talsmaður fyrir, höfðu á stefnuskrá sinni að snúa Bandaríkjunum á ný í hægriátt með margs kyns lagasetningu: takmarka blöndun kynþátta í skólum, bann við fóstureyðingum, og afnám banns við skipulögðum bænastundum í skólum, svo eitthvað sé nefnt. Ekkert þessara stefnumála hefur komist í höfn, þ.e. hlotið samþykki í báðum deildum þingsins í Washington. Á síðustu tveimur vikum hefur öldungadeild þingsins fellt frumvörp er bönnuðu fóstureyðingar og annað sem mundúhafa breytt hæstaréttardómi um bann við skipulögðum bænastundum í skólum. Eina baráttumálið sem hlotið hefur einhvern framgang varðar blöndun kynþátta í skólum, en óvíst er að það mál nái nokkurn tima samþykki í fulltrúadeildinni. Þessir ósigrar Siðferðilega meirihlutans marka að vissu leyti þáttaskil, og eru sérstaklega athyglisverðir þegar haft er í huga að þegar Reagan náði forsetakjöri var það túlkað sem sigur Siðferðilega meirihlutans og annarra „ný hægriafla." Staðreyndin er sú að Bandaríkjamenn kjósa enn hófsama meðalveginn. Will Ellsworth-Jones, fréttamaður Sunday Times þar vestra, segir að ekki þurfi menn lengi að ferðast um ríkin til að átta sig á því að Bandaríkjarríenn hafa ekki of miklar áhyggjur af siðferði nágranna sinna, svo lengi sem þeir láta þá sjálfa í friði. Áður voru það fulltrúar Siðferðilega mcirihlutans sem hávaðasamastir voru í opinberri umræðu og frá þeim kom mestur þrýstingur. Nú er þetta að breytast, stuðningsmenn íóstureyðinga eru að leggja drög að mikilli herferð. Ein slík samtök hyggjast t.d. eyða 250 þúsund dölum til að styðja þingmannsefni sem þeim er sammála. Eins virðist sem fylgismenn fóstureyðinga séu að vinna sigur á málfarssviði. Umræðan virðist nú ætla að snúast um það hvort menn eru andvígir eða hlynntir því að konur hafi valfrelsi um fóstureyðingar, en j þegar Siðferðilegj meirihlutinn var upp á sitt besta var þetta orðað svo að annað hvort væru menn með eða móti rétti fóstursins til að lifa. Eins og einn frjálslyndur þingmanna Republikana orðaði það: „Hófsamir Bandaríkjamenn eru orðnir þreyttir á þessu fólki með sínar ógnanir og ögranir. Við höfum mikilvægari hnöppum að hneppa, svo sem að leita að atvinnu eða húsnæði." Og sannleikurinn er sá að fjárhagsstefnaReagans forseta virðist vera að beina athygli fólks frá siðferði og að fjármálum. Skoðanakannanir í fyrri viku sýndu að kosningarnar í nóvember munu snúast um atvinnu- og vaxtamál. Félagsmál, s.s. réttur til fóstureyðinga, virðist ekki ætla að verða mikilvægt kosningamál. Könnun New York Times bendir á hinn bóginn til þess að meirihluti kjósenda sé hlynntur því að fóstureyðingar verði leyfðar, og könnun Washington Post gefur til kynna að flestir þeirra sem heyrt hafa á Siðferðilega meirihlutann minnst séu honum andvígir. Siðferðilegi meirihlutinn dettur ekki uppfyrirþóttámótiblási. Hannmun ekki gefast upp í baráttunni fyrir siðvæðingu í Bandaríkjunum. En hvort sem hann er siðlegur eða ekki, þá er hann að minnsta kosti ekki lengur í meirihluta. ■ Le Thi Luc er elst „hátafólksins" frá Víetnam í Bretlandi, 97 ára að aldri. Hamingjan leikur ekki lengur við hana. Eymd flóttafólksins frá Víetnam ekki enn á enda: BÁTAFÓLKIÐ FÆR EKKI ATVINNU í BRETLANDI Svartamarkaðsbrask í Sovétríkjunum: Næstum 2500 krónur fyrir vestrænar gallabuxur! ■ SundayTimesá Brctlandi hcfurað undanförnu varið nokkru rúmi til að fjalla umspillingu í Sovétríkjunum. Á dögunum birtist þar athyglisverður pistill um þátt útlendinga og sendiráðsstarfsfólks í neðanjarðarviðskiptum þar í landi. Útlendingar gegna mikilvægu hlutverki á svarta markaðnum í Sovétríkjunum. Tveir vöruflutningabílstjórar frá Vestur- Þýskalandi hafa verið dæmdir til langrar vistar í vinnubúðum fyrir þátt sinn í að smygla helgimunum, skartgripum og stolnum fornminjum til Vesturlanda. í skiptum höfðu þeir flutt ýmsar vestrænar neytendavörur reglulega til Moskvu. Eins hefur fjöldi stúdenta frá Nígeríu verið fangelsaður fyrir að skipuleggja umfangsmikinn smyglhring í háskólum í Sovétríkjunum. Næstum því hvereinasti ferðamaður sem til Sovétríkjanna kemur kemst í kynni við svarta markaðinn. Á götum úti eða í hótelherbergjum kemur einhver og býðst til að kaupa gallabuxur ferðamannsins, treyju, eða hvaðeina sem hann klæðist af vestrænum uppruna. Ofteru verulegar upphæðir í boði, allt að 250 rúblur (eða á 5ta þúsund íslenskra króna) fyrir tvennar gallabuxur með þekktu og áberandi vestrænu vörumerki. Þessi viðskipti eru ólögmæt, og peningarnir koma ferðamanninum ekki alltaf að miklum notum, því fátt er fyrir þá að versla, og óhéimilt að flytja þá úr landi. En viðskiptin eru þó ekki blómminni en svo, að næstum hver einasti Rússi getur státað af því að hafa hreppt vestrænan fatnað af einhverju tagi á svarta markaðnum. í augum yfirvalda eru pcningaviðskipti Rússa og útlendinga mun algengari. Rússum er stranglega bannað að eiga í fórum sínum erlendan gjaldeyri, en fjöldi verslana er til sem selja minjagripi, :nnflutt drykkjarföng. mat, fatnað o H. fyrir vestræna peninga. Þessar verslanir eru eingöngu ætlaðar útlendingum sem búsettir eru í landinu eða ferðamönnum, en unnt er að múta sovésku dyravörðunum og afgreiðslufólki til að látast ekki sjá þegar Rússar sjálfir mæta og kaupa fyrir erlendan gjaldeyri hluti sem unnt er að selja fyrir margfalt hærri upphæðir á svarta markaðnum síðar. Leigubílstjórar, þjónar, afgreiðslumenn á börum og aðrir sem eru reglulega í sambandi við útlendinga bjóðast til að skipta erlendum gjaldeyri fyrir mun hærri upphæð í rúblum, en unnt er að fá í opinberum bönkum. í hópi þeirra útlendinga sem stunda alls kyns svartamarkaðsbrask í Sovétríkjunum eru erlendir sendiráðsmenn. Blaðamaður nokkur sem veitti því athygli að sýrlenskur sendiráðsstarfsmaður hafði troðfyllt sendiferðabíl með treflum sem hann hafði keypt í verslun fyrir útlendinga og ætlaði sýnilega að selja þá á svarta markaðnum, benti aðvífandi lögregluþjóni á hvað væri að gerast, en sá yppti öxum og svaraði: „Þeir hafa stutt okkur í Afghanistan." Því er þó við að bæta að á síðasta ári voru sex sýrlenskir sendiráðsmenn sendir úr landi fyrir smygl, en það var ekki látið fara hátt. Sendiráðsmenn frá þriðja heiminum hafa ennig verið staðnir að því að smygla helgimunum til Vesturlanda. Nokkrir þeirra voru gómaðir af KGB í Brest, við pólsku landamærin, á síðasta ári, eftir að með þeim hafði verið fylgst um hríð. i Stúdentar frá þriðj a heiminum hafa ! annast miíligöngu fyrir sendiráð landa sinna og svarta markaðinn. KGB veit af því, og lokar augunum fyrir því til að styggja ekki erlenda vini Sovétríkjanna, eða notar vitneskjuna til að þvinga sendiráðsmenn til að veita sér upplýsingar og annað því um líkt. Fáir vestrænir sendiráðsmenn hætta á að tengjast slíkri afbrotastarfsemi, en líkast til hafa flestir þeirra freistast til smábrota, skipti á rússnesku áfengi fyrir vestræna vindlinga o.þ.h.. Og það er álitamál hvort slík viðskipti séu ólögleg; fréttaritari Sunday Times segist t.d. hafa verið stöðvaður eitt sinn af umferðarlögregluþjónum og beðinn um tyggigúmmí og almanak frá Vesturlöndum! ■ Le Thi Luc, 97 ára gömul ættmóðir Le fjölskyldunnar, og elst þeirra 16 þúsund flóttamanna frá Víetnam sem settust að í Bretlandi, er ekki lengur ánægð þegar fólk kallar hana „Happakonuna." Hún er að vísu ánægð með að hafa lifað af flóttaferðina á fiskibát fjölskyldunnar frá Haiphong, sem kommúnistar réðu, og til Hong Kong. Og hún var líka heppin að komast til Bretlands og hitta þar 253 ættmenni sín í flóttamannabúðum sem settar voru upp í Hampshire. En nú leikur hamingjan ekki við hana lengur. Staðreyndin er sú að frú Le og flest bátafólkið frá Víetnam sem kom til Bretlands fullvisst um að draumur þeirra um betri framtíð væri að rætast, verður nú að kyngja hörðum staðreyndum kreppunnar í landinu. Þegar þau komu voru vandamálin nóg - tungumál sem þau skildu ekki og menning sem var þeim fjarlæg. Nú bætist atvinnuleysið við. 83% flóttamannanna, þar af 90% þeirra sem settust að í Skotlandi, hafa enga atvinnu fengið. Víetnamamir kvarta einnig yfir einangrun sinni í hinum nýju heimkynnum, og ofan á allt saman hlaðast persónuleg vandræði sem skapast sumpart af hinum félagslegu; hjónabönd riðlast, og hneigð til afbrota og ofbeldisverka fer vaxandi. Ástandið gæti enn versnað eftir apríl á næsta ári. Frá 1979 hefur breska ríkisstjórnin greitt rúm 14 milljón punda til að styrkja sjálfboðasamtök er aðstoða flóttafólkið. En frá og með apríl á næsta ári hyggst stjórnin hætta þessum greiðslum. Forystumenn sjálfboðasamtakanna segja að þessi ákvörðun sé meiriháttar áfall og geti haft skelfilegar afleiðingar. En sem stendur er ekki útlit fyrr að Margrét Thatcher hyggist endurskoða ákvörðun sína, og bátafólkið virðist verða að sætta sig við enn frekari eymd í hinum nýju heimkynnum. — Myib-HyTb Be/iMKO- saTbi, ho 3aTO we (pHpMal PMCyHOK C. HACblPOBOH ■ Buxumar em kannski heldur stórar, en merkið er alveg frábxrt. Teikning úr sovéska skopblaðinu Krokodil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.