Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 8
8 20. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR FRAMKVÆMDIR Enn er óljóst hver afdrif tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn verða. Framkvæmdir við húsið voru stöðvaðar um áramótin. Í á þriðja mánuð hafa samningaviðræður átt sér stað milli Gamla og Nýja Landsbankans, Aust- urhafnar, félags ríkis og borgar, ÍAV, stærsta verktakans, og annarra sem að verkinu koma. Íslenskir aðalverktakar eiga útistand- andi átta hundruð milljónir króna vegna verksins. Vonast er til þess að úr málinu leysist á næstu dögum. - hhs Framkvæmdir við höfnina: Enn ríkir óvissa um tónlistarhúsið Í FRAMTÍÐINNI Þrátt fyrir samn- ingaviðræður í á þriðja mánuð hefur ekki fengist lausn á málum tónlistarhússins. MYND/PORTUS Fimm bíla árekstur Fimm bíla árekstur varð í Ártúns- brekkunni á milli átta og níu í gærmorgun. Rákust bílarnir hver aftan á annan. Fjarlægja þurfti einn bílanna með kranabíl og urðu nokkrar tafir í kjölfar, allt að ein klukkustund. Eng- inn slasaðist alvarlega í árekstrinum. Töluverð hálka var í brekkunni þegar áreksturinn varð. SJÁVARÚTVEGUR „Við erum að und- irbúa okkar kröfur um bætur sem við ætlum að senda sjávarútvegs- ráðherra og forsætisráðherra lík- legast í þessum mánuði,“ segir Örn Snævar Sveinsson sem fór með mál sitt fyrir mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna sem ályktaði honum og Erlingi Sveini Haraldssyni í vil gegn ríkinu 24. október 2007. Sjávarútvegsráðherra svar- aði álitinu 9. júní síðastliðinn en þeim Erni Snævari og Erlendi Sveini þykja lítið til þeirra svara koma. „Það er alveg ljóst að þeir ætla ekkert að gera svo við förum þessa leið. Við búumst við því að þeir muni taka sinn tíma til að svara kröfum okkar en hafna þeim svo. Þá munum við stefna ríkinu fyrir héraðsdóm,“ segir Örn. „Mér þykir nú nokkuð hjákát- legt þegar íslenska ríkið er að velta vöngum yfir því að fara með mál sitt gegn breska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hvað vilja þeir með það ef þeir taka nú ekki einu sinni mark á því sjálfir sem Sameinuðu þjóðirnar álykta í þessum efnum?“ Þeir Örn Snævar og Erling- ur Sveinn voru dæmdir fyrir að veiða kvótalausir. Í sumar fóru þeir fram á að mál þeirra yrði tekið upp aftur í Hæstarétti vegna ályktunarinnar en Hæsti- réttur synjaði beiðninni. - jse Undirbúa kröfur á hendur ríkinu vegna ályktunar mannréttindanefndar SÞ: Fara í mál hafni ríkið kröfum ÖRN SNÆVAR SVEINSSON Örn segir bar- áttu þeirra Erlings Sveins hvergi nærri lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR VESTMANNAEYJAR Höfnin í Vest- mannaeyjum fylltist af síld í gær- morgun í annað skiptið á tæpum mánuði. Svo mikið magn var af síld að hana mátti bæði sjá og heyra að sögn Kristjáns Eggertsson- ar hafnarvarðar. „Síldin sást vel í yfirborðinu og svo sporðaköst sem framkölluðu nokkurs konar vatnsnið.“ Í desemberlok fylltist höfnin af síld og við sýnatöku greindist sýking í helmingi tilvika að sögn Vals Bogasonar, útibússtjóra Hafrannsóknastofnunar í Vest- mannaeyjum. Bjóst hann við að tekið yrði sýni á ný. - sdg Sporðaköst ómuðu í Eyjum: Síld fyllir höfn Vestmannaeyja Brot í Hvalfjarðargöngum Brot 89 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum frá fimmtudegi til mánudags. Alls fóru 8.590 ökutæki um göngin á þeim tíma. Meðalhraði hinna brotlegu var 84 kílómetrar á klukkustund en í göngunum er 70 kílómetra hámarkshraði. LÖGREGLUFRÉTTIR PALESTÍNA, AP „Fólk er svo sann- arlega ánægt að sjá okkur,“ sagði Ahmed, einn af lögreglu- mönnum Hamas-hreyfingarinn- ar, sem nú eru komnir aftur út á götur Gasaborgar eftir þriggja vikna stanslausar árásir Ísraels- manna. Auk lögreglumanna eru borg- aralegir starfsmenn Hamas byrj- aðir að ferðast um Gasasvæðið til að meta skemmdirnar sem Ísra- elar hafa valdið. Víða á svæðinu eru íbúðarhús jafnt sem opinber- ar byggingar orðnar rústir einar. Erfitt er að komast í mat og aðrar nauðsynjar. Þriggja vikna árásir Ísraela kostuðu að minnsta kosti 1.259 Palestínumenn á Gasasvæðinu lífið, auk þess sem meira en fimm þúsund manns særðust. Palest- ínumenn, mannréttindasamtök og Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að um það bil helmingur hinna föllnu hafi verið almennir borgarar, þar af hundruð á barnsaldri. Hamashreyfingin sagði í gær að hún hefði einungis misst 48 af stríðsmönnum sínum, en að auki hafi hreyfingin misst 165 lög- reglumenn. Önnur herská samtök á Gasasvæðinu segjast hafa misst 104 af sínum mönnum. Ísraelar sögðust í gær von- ast til þess að herinn yrði farinn frá Gasasvæðinu áður en Barack Obama verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna síðdegis í dag – svo fremi sem sprengju- flaugarnar fari ekki að fljúga yfir landamærin til Ísraels á ný. - gb Eyðileggingin á Gasa metin í kjölfar árása: Ísraelar ætla frá Gasa í dag 1. Hver varð fyrir valinu leik- skáld ársins 2009 hjá Borgar- leikhúsinu? 2. Hversu gamall er nýkjörinn formaður Framsóknarflokks- ins? 3. Með hvaða farartæki kom nýkjörinn Bandaríkjaforseti til Washington á laugardaginn? SJÁ SVÖR Á SÍÐU26 Í RÚSTUM HEIMILIS SÍNS Palestínsk fjölskylda hefur misst heimili sitt og þarf nú að takast á við daglegt líf á Gasasvæðinu eftir að árásum Ísraela er lokið. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.