Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 14
14 20. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Gunnar Tómasson skrifar um efnahagsmál Upplýsingar á vefsíðu Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð þjóðarbús- ins gagnvart útlöndum frá 2004 til sept- emberloka 2008 endurspegla stórfellda aukningu vaxtatekna og vaxtagjalda á þessu tímabili. Vaxtatekjur 2004 námu 8,8 milljörðum og jafngiltu 0,9% af vergri landsframleiðslu (VLF) en kunna að hafa hækk- að í 210 milljarða og 14,8% árið 2008. Eins má ætla að vaxtagjöld hafi hækkað úr 35,5 milljörð- um 2004 (3,8% af VLF) í um 486 milljarða og jafn- gilt 34,1% af VLF 2008. Með öðrum orðum, hrein vaxtagjöld þjóðarbúsins hafa hækkað úr 2,9% af VLF 2004 í 19,3% á nýliðnu ári, og hafa liðlega þrefaldast frá 2005. Frá 2006 til 2008 jafngilti hækkunin um 11% af VLF. Ljóst er að hlutdeild Seðlabanka Íslands í aukn- um vaxtatekjum og gjöldum er lítil; gjaldeyrissjóð- ur seðlabankans var aðeins 1,1 milljarður banda- ríkjadala í lok 2004 og 2005 og hækkaði árlega um 0,3 milljarða dala 2006-2008. Aukningin endur- speglar því væntanlega viðbrögð markaðsaðila við hávaxtastefnu Seðlabankans og innlenda lánakerf- isins sem færði þeim auðfenginn gróða í mynd vaxtamunar á erlendum og innlendum lánsfjár- mörkuðum. Margt er enn á huldu um viðskipta- kerfi þessara aðila (lífeyrissjóða, sjávar- útvegs- og fjárfestingafyrirtækja) en af síðustu fréttum má ráða að umbreyting gjaldeyrismarkaðarins í nokkurs konar svikamyllu hafi verið veigamikill hluti kerfisins. Á tímabilinu 2006-2008 voru vaxtagjöld þjóðar- búsins 945 milljarðar, tekjur 422 milljarðar og nettó vaxtakostnaður 523 milljarðar – og jafn- gilti nær fjórum Kárahnjúkavirkunum (133 milljarðar). Hér er að miklu leyti um að ræða fórnarkostnað samfélagsins vegna vanhæfni yfir- stjórnar íslenzkra peningamála í mynd óhaminnar útlánaþenslu lánakerfisins, glórulausra stýrivaxta Seðlabankans og meðfylgjandi okurvaxta innlenda lánakerfisins. Í Mbl.grein höfundar 30. maí 2006 („Hvar liggur ábyrgðin?“) var fjallað um umsögn sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem heim- sótti Ísland fyrr í mánuðinum og taldi útlána- þensluna vera „hrikalega“ (e. staggering). Stjórn- völd létu reka á reiðanum enn um sinn. Lokaorð höfundar voru eftirfarandi: „Þetta er verra en grunnfærni – þetta er atlaga að almannahag.“ Höfundur er hagfræðingur. Atlaga að almannahag GUNNAR TÓMASSON Nettó vaxtagjöld þjóðarbúsins: 2004 2.9% 2005 3.9% 2006 8.0% 2007 12.0% 2008 19.3% 2000-kallinn Þing Framsóknarflokksins fór stór- átakalaust fram, þótt snurða hafi hlaupið á þráðinn þegar tilkynnt var hver hefði verið kjörinn formaður flokksins. Haukur Ingibergsson, formaður kjörnefndar, sá í kjölfarið sæng sína upp reidda og sagði af sér. Kjörnefnd Framsóknarflokksins er ekki fyrsta nefndin sem Haukur veitir formennsku; á tíunda áratugnum var hann formaður 2000-nefndar- innar, sem hafði það hlutverk að meta viðbúnað vegna yfirvofandi vanda í tölvum og vélbúnaði, sem talið var að gæti tröllriðið heiminum um aldamótin. Góðu heilli lét 2000-vandinn ekki á sér kræla. Nema 2000-nefndin hafi kynnt rangar niðurstöður á sínum tíma? Styrka hönd þeir verða að fá Haukur Ingibergsson hefur fleira sér til frægðar unnið, til dæmis var hann í hinni kunnu hljómsveit Upplyftingu á árum áður, ásamt flokksbróður sínum, Magnúsi Stefánssyni. Það hefði ekki verið allsendis óviðeigandi hefði Magnús vikið sér að Hauki á flokksþinginu á sunnudag og raulað: „Því stundum verður mönnum á/ styrka hönd þeir þurfa þá […] /traustur vinur getur gert/ kraftaverk“. Viðeigandi eða viðtekið? Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfis- ráðuneytið hafi dregið of lengi að afgreiða stjórnsýslukæru náttúru- verndarsamtaka á Norðurlandi. Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins segir að ráðuneytið hyggist bregð- ast við áliti og tilmælum umboðsmanns með „við- eigandi hætti“. Það er vel, því undanfarið hefur borið meira á því að ráðherrar og ráðuneyti bregðist við áliti umboðsmanns Alþingis með „viðteknum hætti“ og láti það sem vind um eyru þjóta. bergsteinn@frettabladid.is flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is Þegar ég var blaðamaður á Vísi á sínum tíma, ræddi ég eitt sinn við Eystein Jónsson, fyrrver- andi formann Framsóknarflokks- ins. Þegar ég hringdi til hans og spurði hvort hann væri fáanleg- ur í helgarviðtal, sagði hann eftir stutta þögn: „Vísi! Jú, verður maður ekki að tala við alla nú til dags!“ Vel fór á með okkur Eysteini og mun betur þegar hann komst að því að við værum skyld. Bæði að austan. Upp frá því var ég frænka hans. Þegar skyldmenni hans bar á góma talaði hann um þau sem frænkur mínar og frændur og þegar fyrsta spjalli okkar lauk leiddi hann mig inn í svefnher- bergi þeirra hjóna til að sýna mér litla frænku mína sem lá þar sof- andi. Ég spurði hvort við værum ekki dálítið fjarskyld, en hann gerði lítið úr því. Skaplyndi og hæfileikar lægju í ættum. Einhver sameiginleg taug. Næst þegar ég kom var hann búinn að rekja okkur saman og gaf mér upplýs- ingar um forföður okkar. Ég kunni vel að meta þessa austfirsku frændrækni, enda alin upp við hana í báðum ættum. Eysteinn var náttúruunnandi og útivistarmaður. Þegar formlegu spjalli okkar var lokið spurði hann hvaða líkamsrækt ég stundaði. Þegar ég kvaðst ekki vera í neinu slíku, hélt hann að ég hefði mis- skilið sig. Hann væri ekki með leikfimisali í huga, heldur hvað ég gerði til að halda mér í formi, ég hlyti að stunda sund, göngu- ferðir eða fara á skíði. „Ekkert af þessu,“ sagði ég. „Hvað er að þér, manneskja, ætlarðu ekkert að endast?!“ Á friðarstóli Eysteinn Jónsson var merkur maður, eins og allir vita. Heið- arlegur, glöggur og skipulagð- ur. Hann var auðvitað pólitískur og fylgdist vel með, en í samtali okkar var hann öðru fremur að líta yfir farinn veg. Við ræddum um stjórnmálamenn, lífs og liðna, og hann sagði frá samstarfi við suma þeirra og málefnum sem miklu skiptu. Eftir að formlegu spjalli lauk, ræddum við yfir kaffibolla um eitt og annað. Eysteinn rifjaði upp sögur um lítil atvik og eig- inleika forystumanna sem ekki voru á allra vitorði. Sumt var for- vitnilegt og annað spaugilegt og ég spurði hvort við gætum ekki haft þetta í viðtalinu. Eysteinn tók það ekki í mál. Þetta væri spjall milli okkar. Þó að þarna væri ekki um stórmál að ræða, gætu einhverjir tekið það nærri sér og gert það að stórmáli. Upp- hlaup yrði af minna tilefni. Sagð- ist hafa verið í stormviðri stjórn- málanna frá unga aldri og notið þess. Nú sæti hann hins vegar á friðarstóli, og hefði ekki hugsað sér að láta óvildaröldurnar flæða yfir gröfina sína! Að vita allt um alla Í dag þætti að líkindum mátt- laus blaðamennska að sækja ekki fast að fá að birta það sem myndi vekja athygli, þó að það væri ekki heimsslitamál. Óþolið gagnvart því að hver og einn eigi rétt á per- sónuhelgi fer sívaxandi. Allir eiga heimtingu á að vita allt um alla. Bloggið og Fésbókin eru happa- sending fyrir einmana og ein- angrað fólk. Einnig skemmtileg afþreying, tækifæri til að komast í samband við gamla vini, en ekki síst til að tjá skoðun sína og fá við- brögð við henni. En þarna er líka gróðurreitur spillingar. Ekki spill- ingar eins og bankar, auðmenn og stjórnmálamenn eru sakaðir um, heldur spilling á persónuleika. Gengisfelling virðingar fyrir sjálf- um sér og öðrum. Spaugið í Ára- mótaskaupinu um manninn sem les á netinu að konan hans sé að skilja við hann er ekki spaug, heldur spegilmynd. Þetta er að gerast, er mér sagt af grandvöru fólki. Góð frændsemi er dýrmæt, en vináttan er ein af bestu gjöfum tilverunnar. Framákona hrópar í vandlætingu á mótmælafundi að ráðherra hafi varað hana við að fara fram úr sér í ræðustóln- um, og uppsker þau viðbrögð sem að er stefnt. Hún gefur ekki upp hver ráðherrann er, en neitar ekki þegar nafn eins þeirra er nefnt. Annar ráðherra sýnir þá fágætu reisn að senda bréf frá sjúkra- beði erlendis, þess efnis að hún sé sú sem gaf þessi ráð og segir það gert af vinarhug og með hagsmuni ræðumanns fyrir augum. Þá kemur upp í hugann ráðlegg- ingin góða: Vinur þinn á vin, og vinur vinar þíns á vin – gættu orða þinna! Vinur þinn á vin JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | frændsemi Þ egar þessum fundi lýkur skulið þið fara strax í það að sækja um aðild að Evrópusambandinu.“ Á þessa leið voru skilaboð hagfræðiprófessorsins Willems Buiter í upphafi fyrirlestrar hans í Háskóla Íslands í gær. Hinn valmöguleikinn væri að einbeita sér að landbúnaði og sjávarútvegi og einangrast á sviði alþjóðlegra viðskipta, sem sé í raun ekki valmöguleiki. Á svipuðum tíma sagði nýr formaður Framsóknarflokksins að aðildarumsókn í Evrópusambandið væri ekki forgangsverkefni. Það væri á bráðavanda heimilanna í landinu sem ætti að ein- blína. Það er ekki nýtt hjá formanninum að stilla þessu tvennu upp sem andstæðum. Margir andstæðingar Evrópusambandsins hafa sagt það áður. Annaðhvort þurfi að leggja áherslu á aðildarviðræður, eða bjarga heimilunum og fyrirtækjunum frá gjaldþroti. En er það virkilega svo að ekki sé hægt að vinna að báðum verkefnum í einu, eða jafnvel að umsóknin styrki stöðu heimilanna og fyrir- tækjanna? Vandamálin sem Ísland stendur frammi fyrir eru há verðbólga og háir stýrivextir, ótrúverðugur gjaldmiðill, gjaldmiðilshöft, atvinnuleysi, verulegur niðurskurður á fjárlögum, veruleg skulda- byrði ríkis, heimila og fyrirtækja og gífurlegt vantraust á þeim sem eiga að leiða þjóðina upp úr kreppunni, bæði stjórnmálamönn- um og embættismönnum. Lengur mætti upp telja. Ekkert af þessu verður leyst með töfralausnum, þótt eflaust sé ýmislegt hægt að gera til að reyna að mýkja áhrif kreppunnar á fyrirtæki og fjölskyldur. Umsókn í Evrópusambandið er heldur engin töfralausn. En hún er hluti af lausninni, til framtíðar séð. Ef huga á að vandamálum heimilanna verður að huga að gjald- eyrissveiflum annars vegar og verðbólgunni hins vegar. Með styrkari krónu og lægri verðbólgu lækka útgjöldin. Þetta tvennt er hins vegar tengt, þar sem verðbólgan sem mælist nú kemur fyrst og fremst til vegna gengishrunsins. Því þarf það að vera forgangsverkefni að leysa gjaldeyriskrísuna til handa heimilum og atvinnurekendum. Það er ekkert erlent traust á krónunni, og það sem meira er, það er lítið traust erlendis á að peningamálastjórnunin sé slík að örmyntin okkar verðskuldi nokkurt traust. Í aðildarumsókn, auk yfirlýsingar um að við stefndum á upptöku evru eins hratt og auðið yrði, væri sterkt merki gefið um verulegar áherslubreytingar í peningamálastjórnun sem gæti leitt til aukins trúverðugleika. Í slíku ferli kæmust íslensk stjórnvöld ekki upp með álíka peninga- málastjórn og hefur verið hér ríkjandi frá 2001 og hagstjórn eins og hún hefur verið stunduð frá því að Íslendingar tóku yfir stjórn á eigin fjármálum. Á meðan hér ríkja gjaldeyrishöft og ekkert traust er á krónunni eða hagstjórninni er heldur lítil von til þess að erlendir fjárfestar fáist til að líta hingað hýru auga eða erlendir bankar hafi áhuga á að lána Íslendingum. Áhuginn verður einungis að draga sig út frá krónusvæðinu sem veikir hana enn meir. Þeir sem ekki telja aðildarumsókn vera forgangsmál verða að útskýra hvernig á að hefja það starf að leysa gjaldeyriskrísuna. ESB eða Ísland. Sitt hvort verkefnið? Þegar eitt útilokar ekki annað SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.