Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 12
12 20. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 86 Velta: 242 milljóni
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
329 -0,49% 913 +0,30%
MESTA HÆKKUN
BAKKAVÖR +2,59%
STRAUMUR +1,49%
ÖSSUR +0,51%
MESTA LÆKKUN
FØROYA BANKI -1,77%
MAREL -1,28%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,00 +0,00% ... Atlantic
Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 594,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,98 +2,59% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,30 +0,00% ... Føroya Banki 111,00 -1,77% ... Icelandair Group 13,25
+0,00% ... Marel Food Systems 69,70 -1,28% ... SPRON 1,90 +0,00%
... Straumur-Burðarás 1,36 +1,49% ... Össur 97,90 +0,51%
Fjármálaeftirlitið hefur enn
seinkað mati á eignum og skuld-
bindingum nýju bankanna
þriggja, og ætlar að ákveða í síð-
asta lagi um miðjan næsta mánuð
hvenær því á að ljúka.
Eftirlitið taldi sig upphaflega
þurfa 30 daga til að ljúka matinu
en síðan var fresturinn lengd-
ur í 90 daga frá hruni. Eftirlit-
ið birti í byrjun vikunnar aug-
lýsingu í Lögbirtingablaðinu þar
sem fram kemur að málið hafi
reynst viðameira en ætlað var.
„Jafnframt tók talsverðan tíma
að ljúka ráðningu óháðs matsað-
ila og hófst matsvinnan sjálf því
seinna en áformað var,“ segir í
auglýsingu eftirlitsins.
Fjármálaeftirlitið segir enn
óvíst hversu langan frest þurfi
til að ljúka mati á eignum og
skuldbindingum nýju bankanna
en hyggst taka ákvörðun um dag-
setningu í síðasta lagi 15. febrúar.
- ikh
Eignamat frestast enn
Dagskrá
21. janúar kl. 15:00 til 17:00
Opinn fundur um vísindamál
15:00-16:00 Breyttar aðstæður, nýjar áskoranir
- Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar
- Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands
- Þórarinn Guðjónsson, varaforseti Vísindafélagsins
- Einar Stefánsson, prófessor og yfi rlæknir Landspítala og frumkvöðull hjá Oxymap
- Þórdís Ingadóttir, dósent lagadeild Háskólans í Reykjavík
16:00-17:00 Pallborð og umræður
- Fundarstjóri: Leifur Hauksson
28. janúar kl. 15:00 til 17:00
Opinn fundur um tækniþróun og nýsköpun
15:00-16:00 Breyttar aðstæður, nýjar áskoranir
- Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður tækninefndar
- Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris
- Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í vöruhönnun Listaháskóla Íslands
- Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir á sviði upplýsingatækni
16:00-17:00 Pallborð og umræður
- Fundarstjóri: Leifur Hauksson
4. mars kl. 15:00 til 17:00
Kynning og umræður um drög að nýrri stefnu
Vísinda- og tækniráðs
Vísindanefnd og tækninefnd boða til opinna funda
um mótun nýrrar vísinda- og tæknistefnu í Nýja
Kaupþing banka hf, Borgartúni 19, Reykjavík
2009-2012
VÍSINDA &
TÆKNISTEFNA
Merk ráðstefna í Nígeríu
Töluvert er í lagt á 50. alþjóðaráðstefnu seðla-
banka Nígeríu 23. til 25. mars næstkomandi
og margt merkra frummælenda. Og þótt við
hér á norðurhjara könnumst kannski lítið við
Chukwuma C. Soludo, seðlabankastjóra
í Nígeríu, eða prófessor Benno Ndulu,
seðlabankastjóra Tansaníu, þá eru þarna
margir sem standa landinu nær og
einna næst er þar Þorvaldur Gylfason,
prófessor við Háskóla Íslands. Á öðrum
degi ráðstefnunnar er hann í pallborði
um myntbandalög meðal þróunar- og
nýmarkaða. Fyrir umræðunum fer
Robert Mundell, hagfræðiprófessor við
Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum, og
í pallborðinu eru með Þorvaldi, Paul
Collier, prófessor við Oxford, Jean
Claude Trichet, bankastjóri Seðla-
banka Evrópu, og Andrew Berg frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Fleiri þekkt nöfn
Annars er á ráðstefnu nígeríska seðlabankans
annar sem mjög vel þekkir til Íslands, en það
er Frederic S. Mishkin, hagfræðiprófessor frá
Kólumbíuháskóla, en hann lét nýverið af starfi
aðstoðarbankastjóra í bandaríska
seðlabankanum. Mishkin skrifaði
í árslok 2006 merka skýrslu með
Tryggva Þór Herbertssyni um íslenskt
efnahagslíf eftir mikla vantrausts-
umræðu um bankakerfið hér.
Ráðstefnuna situr líka Dominique
Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Robert
B. Zoellick, forseti Alþjóðabankans,
Alan Greenspan, fyrrum seðlabanka-
stjóri Bandaríkjanna, hagfræðipróf-
essorarnir Joseph Stiglitz og Jeffrey Sachs,
fjárfestirinn George Soros og fjöldi
annarra merkra spekinga efnahags-
og fjármálalífs heimsins.
Peningaskápurinn ...
Hlutabréf banka og fjármálastofn-
ana í Bretlandi hríðféllu á mörk-
uðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir
nýja áætlun til bjargar fjármála-
kerfinu sem Alistair Darling, fjár-
málaráðherra Breta, kynnti í gær.
Einna mest var lækkun hluta-
bréfa Royal Bank of Scotland, um
67,4 prósent, eftir að bankinn gaf út
afkomuviðvörun þar sem hann var-
aði við því að tap bankans á nýliðnu
ári kynni að nema allt að 28 millj-
örðum punda, eða yfir 5.200 millj-
örðum íslenskra króna. Slíkt tap
hefur ekki áður sést hjá fjármála-
stofnun í Bretlandi. Ríkið á þegar
58 prósenta hlut í bankanum og
áætlanir um að það auki eignar-
hlut sinn í 70 prósent.
Aukinn eignarhlutur ríkisins í
bankanum er hluti af björgunar-
áætlun sem ætlað er að koma ró
á fjármálakerfi Bretlands. Þar
eru einnig áætlanir um að bönk-
um verði gert kleift að kaupa
tryggingu gegn framtíðartapi
af áhættusömum eignasöfnum,
að því er Market Watch grein-
ir frá. Þar kemur einnig fram að
þótt fjárfestar hafi í fyrstu fagn-
að áætlunum breska ríkisins hafi
þeir svo tekið að efast. „Ég er ekki
sannfærður um að tilætluðum
árangri verði náð og útlán aukist,
því þótt ríkisstjórnin tryggi veð-
lán þá er bönkunum ekki í raun
gert að hreinsa ruslið úr eigna-
safni sínu,“ hefur Market Watch
eftir Peter Dixon, greinanda hjá
Commerzbank í Þýskalandi.
- óká
ÚTIBÚ RBS Hlutabréf Royal Bank of
Scotland, sem nú er í meirihlutaeigu
breska ríkisins, hríðféllu í gær eftir
afkomuviðvörun bankans.
Breskir bankar á fallandi fæti
Fjárfestingarsjóður kon-
ungsfjölskyldunnar í
Katar vildi fjórðungshlut
í Kaupþingi fyrir hundrað
milljarða króna. Boðið þótti
lágt. Bankinn tapaði 12,8
milljörðum í viðskiptum við
annan fjárfesti.
„Markmiðið var að styrkja Kaup-
þing og voru þeir (Qatar Invest-
ment Authority, fjárfestingafélag
konungsfjölskyldunnar í Katar) til-
búnir að kaupa allt að tuttugu pró-
sent hlutafjár í Kaupþingi,“ segir
Ólafur Ólafsson, fjárfestir og
einn af umsvifamestu hluthöfum í
gamla Kaupþingi áður en bankinn
var ríkisvæddur.
Ólafur, Sigurður Einarsson,
fyrrverandi stjórnarformaður
gamla Kaupþings, og Telma Hall-
dórsdóttir, stjórnarmaður Q Ice-
land Finance, sendu öll frá sér
yfirlýsingar í gær vegna frétta-
flutnings af kaupum Mohammeds
Sheik bin Khalifa Al-Thanis, bróð-
ur emírsins af Katar, á fimm pró-
senta hlut í Kaupþingi. Stöð 2 full-
yrti á sunnudag að Kaupþing hafi
tapað á bilinu 24 til 37,5 milljörð-
um króna vegna viðskiptanna.
Fram kemur í máli Sigurðar
að Al-Thani hafi fengið lán fyrir
helmingi kaupanna frá Kaupþingi
og rest frá félagi í eigu Ólafs sem
skráð er á Jómfrúreyjum. Kaup-
þing seldi Al-Thani eigin bréf og
engir fjármunir því farið úr bank-
anum vegna þessa, samkvæmt
Sigurði.
Greiðsla vegna lánsins til Al-
Thanis skilaði sér hins vegar
aldrei til Kaupþings, sem sat uppi
með 12,8 milljarða tap.
Í yfirlýsingu Ólafs kemur fram
að hann hafi frá vordögum í fyrra
unnið að því að styrkja bankann og
boðið QIA hlutafé í honum. Málið
var rætt í þaula fram á sumar.
Hann segir að þegar yfir lauk
hafi tilboð legið á borðinu upp á
fimmtungshlut í bankann. Það mið-
aðist við bókfært virði, að frádreg-
inni viðskiptavild, upp á 100 millj-
arða króna. Það þótt lágt þá enda
fjárhagsstaða Kaupþings sterk.
Ákveðið var því að salta málið
fram yfir föstutímabil múslima í
september.
Um svipað leyti gengu miklar
hremmingar yfir alþjóðlegan fjár-
málageira og var þrýstingur á að
fjárfestar losuðu um stöður sínar í
fjármálafyrirtækjum, þar á meðal
í Kaupþingi. Í miðri hríðinni seint í
september var fjölskyldu Al-Than-
is boðið að kaupa fimm prósenta
hlut í Kaupþingi fyrir 25 millj-
arða.
Ólafur vill að skýrsla sem
PriceWaterHouseCoopers vann
um síðasta mánuðinn sem Kaup-
þing var almennt hlutafélag verði
birt. Aðeins þá komi sannleikur-
inn í ljós.
Skýrslan er í höndum skilanefnd-
ar Kaupþings og Fjármálaeftirlits-
ins. Hún telur mörg hundruð blað-
síður auk frumgagna og annarra
pappíra um starfsemi bankans.
Flest bendir til að skýrslan verði
ekki gerð opinber í bráð.
jonab@markadurinn.is
Buðu 100 millj-
arða í Kaupþing
ÓLAFUR ÓLAFSSON Einn af stærstu
hluthöfum Kaupþings vill að skýrsla
um síðustu daga bankans verði gerð
opinber. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Samningur sem breska íþrótta-
vöruverslunin JJB Sports gerði
við lánadrottna kostar verslunina
8,3 milljónir punda (1,5 milljarða
króna) í aukakostnað, samkvæmt
Reuters-fréttastofunni.
Stjórnendur verslunarinnar
sömdu í síðasta mánuði um frestun
á greiðslu brúarláns til Kaupþings
upp á tuttugu milljónir punda gegn
því að þrír lánadrottnar skipti upp-
hæðinni á milli sín.
Exista og Chris Ronnie, for-
stjóri JJB Sports, áttu tæpan þriðj-
ungshlut í versluninni. Kaupþing
gerði hins vegar veðkall í hlutinn
í síðustu viku og tók til sín. Exista
hafði þegar afskrifað hlutinn úr
bókum sínum. - jab
Enn aukast
vandræði JJB