Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 5vetrarlíf ● fréttablaðið ● Mótormax - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 www.motormax.is Vertu klár fyrir veturinn með Mótormax Hrefna Borg Brynjarsdóttir er gömul í hettunni í skauta- íþróttinni þótt hún sé ekki nema ellefu ára. „Þetta verður sjötta árið mitt,“ segir Hrefna, sem æfir listskauta af miklum móð og hefur gert frá sex ára aldri. Ekki man hún sér- staklega ástæðu þess að hún fór að æfa listskauta en telur þó líklega hafa spilað inn í áhuga hjá sér til að prófa eitthvað nýtt enda skauta- íþróttin ákaflega heillandi íþrótt. „Mér fannst strax mjög gaman,“ segir Hrefna, sem æfir með Skauta- félagi Reykjavíkur í Laugardal. Ekkert eitt stendur upp úr í íþrótt- inni að mati Hrefnu heldur finnst henni allt sem snýr að skautunum skemmtilegt. Enda er ekki vanþörf á að hafa gaman þar sem Hrefna æfir fimm daga vikunnar, alla daga nema föstudaga og laugardaga, en hver æfing er um klukkutími. Hún stendur sig vel í keppni. „Ég hef keppt fimm sinnum og verið að sýna síðan ég var sex ára,“ segir Hrefna sem hefur þrisvar lent í fyrsta sæti og tvisvar í því fjórða. Í keppni sýnir hver einstakling- ur dans með ýmiss konar miserf- iðum stökkum og sporum. Hún er beðin um að nefna nokkur stökk og telur þá fram Axel og Lutz. „Ég er að æfa þessi stökk en þau takast nú ekki alltaf,“ segir hin skelegga Hrefna sem er nýlega komin í nýjan skautahóp. Þrátt fyrir miklar annir hefur Hrefna tíma fyrir fleiri áhugamál. Hún æfir á píanó og er nýhætt að æfa fótbolta þótt það hafi aðeins verið á sumrin. „Svo er ég stund- um í golfi á sumrin,“ segir hún og finnst lítið mál að stunda skólann þrátt fyrir að mikið sé að gera í tómstundalífinu. Ekki ætlar Hrefna þó að leggja fyrir sig skautaíþróttina. Innt eftir því hvað hún ætli að verða þegar hún er orðin stór segist hún vilja verða hönnuður. „Mig langar að vinna með leir og stunda mynd- list,” segir hin fjölhæfa Hrefna, sem málar töluvert í þeim frí- stundum sem gefast frá skautum, píanónámi og skóla. - sg Æfir Axel, Lutz og fleiri listir Hrefna Borg æfir listskauta af miklum móð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Íþróttasamband fatlaðra og Vetrar- íþróttamiðstöð Íslands standa fyrir ráðstefnu og námskeiðum um úti- vist og vetraríþróttir fatlaðra í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 6. til 10. mars næstkomandi. Sér- stakur gestur ráðstefnunnar verð- ur Beth Fox frá Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Hún hefur unnið með fötluðum í útivist síðastliðin tuttugu og fimm ár en í Colorado stunda fatlaðir útivist af miklum krafti. „Þetta er annað árið í röð sem hún Beth Fox kemur hingað en hún er að hjálpa okkur að fara af stað með útivistarprógramm bæði að vetri og sumri, fyrir fatlaða. Við höfum verið í samstarfi við aðila í Bandaríkjunum, bæði í Aspen og í Winter Park, og erum að kenna bæði leiðbeinendum og fötluðum en okkur vantar fleiri leiðbeinend- ur til að þetta geti gengið betur upp,“ segir Þröstur Guðjónsson, íþróttakennari og fulltrúi vetrar- íþróttanefndar Íþróttasambands fatlaðra. Ráðstefnan og námskeiðið eru ætluð fyrir fatlaða íþróttaiðkend- ur, aðstandendur þeirra, fagfólk og fyrir þá sem starfa með fötluð- um og hafa áhuga á útivist fyrir þá. „Allur útbúnaður fyrir vetrar- prógrammið er til í Hlíðarfjalli en útbúnaðurinn er mismunandi eftir fötluninni,“ segir Þröstur áhuga- samur og heldur áfram: „Við erum í dag komin með keppanda sem er að æfa og keppa í Winter Park í Colorado og stefnir hún á Ólympíu- leikana. Þetta er íslensk stúlka frá Egilsstöðum, Erna Friðriksdóttir. Síðan eru fleiri að koma til. Annars horfum við líka til almennings og þess vegna þurfum við fleiri leið- beinendur.“ Þröstur nefnir að að- alatriðið sé að fólk komi og kynni sér hvað sé í boði. Beth Fox mun halda kynningu á útivistarstarfsemi fatlaðra 7. mars og þá munu aðstandendur einnig deila reynslu sinni, en málþing verður haldið í Hlíðarfjalli um vetraríþróttir fatlaðra 10. mars. - hs Vetraríþróttir fatlaðra Allur útbúnaður fyrir vetrarprógrammið er til í Hlíðarfjalli en hann er mismunandi eftir fötlun. Ráðstefnan og námskeiðið eru bæði ætluð fyrir fatlaða og aðra áhugasama. MYND/ÍÞRÓTTASAMBAND FATLAÐRA Skíðasvæðið í Oddsskarði hefur verið opið tíu daga frá áramót- um þrátt fyrir lítinn snjó, að sögn Dagfinns Ómarssonar umsjón- armanns. „Nú er þetta allt að koma,“ segir hann kampakátur. „Það hefur snjóað í allan morgun (í gær) og snjórinn er kominn í 50 sentimetra.“ Dagfinnur segir nýjan troðara hafa verið keyptan í fyrra og auð- velt sé að færa snjó til í fjallinu þannig að hann nýtist skíðafólki. Barnalyftan er opin og neðri lyft- an í háu brekkunni. Hún byrjar í 513 metrum og nær upp í 750. Dagfinnur segir skíðaáhuga vera að aukast fyrir austan og krakkana í Fjarðabyggð hafa verið duglega að sækja brekkurnar að undanförnu. - gun Áhuginn eflist í Oddsskarði Krakkarnir í Fjarðabyggð hafa verið dugleg að sækja skíðabrekkurnar að undanförnu. MYND WWW.ODDSSKARD.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.