Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 22
 20. JANÚAR 2009 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● vetrarlíf Áhættu og kjark þarf til að stunda sumar íþróttir. Aðrar íþróttir eru hreinlega lífs- hættulegar og aðeins þeir fífldjörfustu sem hætta sér í þær. Hreyfing er heilsusamleg og margir sem stefna á það á nýju ári að stunda íþróttir í meira mæli til að minnka magaummálið. Hreyf- ing hefur einnig góð áhrif á and- lega heilsu enda er heilbrigð sál í hraustum líkama. Sumum leiðast hins vegar til- breytingalaus hlaup á hlaupa- bretti, sveittir tækjasalir eða að hreyfa sig í takt með fimmtíu öðrum í leikfimisal. Þeir leita þá frekar í skíðabrekkur, í fjallaklif- ur eða teygjustökk. Hér eru nokkr- ar myndir af fólki sem hefur farið út á ystu nöf í íþróttaiðkun. - sg Hratt, hátt og hættulegt Sumum líður hvergi betur en hangandi utan í þverhníptu bergi. Fyrir suma er ekki nógu spennandi að skíða niður brattar brekkur. Þá er sniðugt að halda sér í stóran flugdreka og fljúga niður fjallið. Ísklifurgarpur fikrar sig upp hált ísþilið. Fátt er notalegra en bolli af heitu súkkulaði á köldum vetrardegi. Þrátt fyrir að súkkulaðið eitt og sér sé ávallt gómsætt þá eru til ýmsar uppskriftir að góðum og spennandi súkkulaðidrykkjum. Sumir blanda chili, engifer eða vanillu út í drykkinn og eins er vinsælt að bæta sykurpúðum út í hann. Gera má sætt sætara og þá eru bústnir sykurpúðar kjörið hráefni. Hér á eftir er girnileg uppskrift að kakódrykk með sykurpúðum úr bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Ef lítill tími er til stefnu má síðan alltaf kaupa sér Swiss Miss þó svo heitt súkkulaði úr alvöru súkkulaðiplötum sé eiginlega toppurinn. Kakó með sykurpúðum 5 dl mjólk 8-12 sykurpúðar 1 msk. kókómalt 1 msk. kakó 2 msk. brandí eða romm Hitið mjólkina að suðu. Setjið helming- inn af sykurpúðunum í skál, hellið mjólk- inni yfir og hrærið þar til púðarnir eru bráðnaðir. Setjið kókómaltið og tvær te- skeiðar af kakóinu í aðra skál eða könnu og hellið hluta af mjólkinni yfir og hrær- ið þar til duftið leysist upp. Bætið brandí eða rommi út í og síðan afganginum af mjólkinni. Hellið í bolla, skiptið sykur- púðunum niður á bollana og sigtið svo- lítið kakó yfir. Berið fram vel heitt í falleg- um bolla og njótið vel í góðum félags- skap. - hs Sætur og ljúfur súkkulaðidrykkur Sykurpúðar eru ómótstæðilegir svaml- andi um í girnilegu súkkulaðifljóti. GETTY/NORDICPHOTOS Ef almennt fjallaklifur þykir ekki nógu spennandi, er hægt að kasta sér fram af klett- um. Það ætti að auka adrenalínflæðið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.