Fréttablaðið - 20.01.2009, Síða 31

Fréttablaðið - 20.01.2009, Síða 31
ÞRIÐJUDAGUR 20. janúar 2009 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 20. janúar 2009 ➜ Kvikmyndir Frönsk kvikmynda- hátíð stendur yfir í Háskólabíói 16.-29. jan. Nánari upplýs- ingar á www.graen- aljosid.is og www. midi.is. ➜ Leiklist 20.00 Sýningin Laddi 6-Tugur verður sýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Hetjudáð eða hermdarverk Kjartan Ólafsson flytur erindi í fyrirlestr- arsal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41. Nánari upplýsingar á www.sagnfra- edingafelag.net. ➜ Sýningar Í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu 41, stendur yfir sýning á íslenskum munum sem hafa verið í eigu sænska safnsins. Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11-17. Nánari upplýsingar á www.natmus.is. ➜ Fundir 20.00 Opinn fundur verður hjá FÓKUS, félagi áhuga- ljósmyndara í Faxafeni 12 (efri hæð) þar sem starfsemi félagsins verður kynnt. Allt áhugafólk um ljós- myndun velkomið. ➜ Bækur 20.00 Þriðjudagsþreifingar í Hinu Húsinu við Pósthússtræti. Tim Dyk og Jeong Heon kynna bók sína Sex + Money þar sem fjallað er um málefni á borð við mansal og kynlífsþrælkun. ➜ Myndlist Herdís Björk Þórðardóttir hefur opnað sýninguna „Rok“ á Cafe Karólínu við Kaupvangsstræti á Akureyri. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Sýningin Laddi 6-tugur fagnar óvæntum tíma- mótum í kvöld en Laddi sjálfur verður þá 62 ára. Hópurinn kemur saman í síðasta sinn á laugardaginn. „Ég er 62 ára í dag svo það er afmælissýning í kvöld,“ segir Þór- hallur Sigurðsson betur þekktur sem Laddi um sýninguna Laddi 6-tugur. Sýningin hefur nú geng- ið fyrir fullu húsi síðan hún var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í febrúar 2007 í tilefni af sextugs- afmæli Ladda og uppselt hefur verið á 120 sýningar í röð. „Þetta átti nú bara að vera svona afmælissýning yfir eina helgi. Það tók því ekki að byrja fyrir minna en fjórar sýningar, en síðan þá eru komnar 116 auka- sýningar,“ segir Laddi og brosir. „Ég hlakka rosalega til í kvöld því síðasta sýning var fyrir jól svo það er orðið töluvert langt síðan,“ bætir hann við. Aðspurður segist hann nú sjá fyrir endann á uppfærslunni, tveimur árum eftir frumsýningu. „Síðasta sýningin er á laugardag- inn svo það er komið að lokum. Þetta er búið að vera heilt ævin- týri. Maður hlakkar alltaf til að sýna og enginn í hópnum er orð- inn leiður á þessu svo það er strax kominn söknuður í fólk,“ útskýr- ir Laddi sem mun þó ekki sitja auðum höndum eftir að sýningum lýkur því hann fer að vinna í plötu með Björgvini Halldórssyni. Plöt- una segir hann vera ekta Ladda- plötu, með gríni og glensi fyrir alla fjölskylduna. „Við vorum að hugsa um þetta fyrir jólin, en frestuðum því. Við erum að fara í þetta núna, ætlum að klára plötuna í febrúar og sjáum svo til hvenær hún kemur út,“ segir Laddi. - ag Laddi sextugur í tvö ár 6-TUGUR Í TVÖ ÁR Uppselt hefur verið á sextugsafmælissýningu Ladda frá því að hún var frumsýnd fyrir tveimur árum, en síðasta sýningin er næstkomandi laugardag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.