Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. janúar 2009 13 Finnur Sveinbjörnsson verð- ur bankastjóri Nýja Kaupþings út þetta ár hið minnsta. Stjórn bankans tilkynnti í gær að ráðn- ingarsamningur Finns hefði verið framlengdur til ársloka 2009. „Jafnframt var ákveðið að aug- lýsa starf bankastjóra laust til umsóknar undir árslok,“ segir í tilkynningu stjórnar Kaupþings, en bráðabirgðastjórn bankans réð Finn tímabundið til starfa í okt- óber síðastliðnum. „Núverandi bankastjórn leysti bráðabirgða- stjórnina af hólmi 10. nóvember 2008 og síðan hefur hún unnið markvisst með Finni að því að skipuleggja og móta starfsemi og rekstur nýs banka,“ segir í til- kynningunni. Þá er farið yfir margvísleg verk- efni sem unnið hefur verið að hjá Nýja Kaup- þingi, svo sem breytingum á stjórnenda- teymi, stefnu- mótun, ráðningu umboðsmanns viðskiptavina og skipulegu ferli við úrlausn skuldavandamála og úrvinnslu stórra slíkra mála. „Þessar aðgerðir hafa verið undirbúnar undir stjórn núver- andi bankastjóra. Hér eru miklir hagsmunir í húfi og því mikilvægt að engin óvissa skapist um stöðu bankastjórans á sama tíma,“ segir í tilkynningu bankastjórnarinnar. Jafnframt er bent á að Finnur Sveinbjörnsson hafi ekki starf- að hjá Kaupþingi áður, í „gamla bankanum“, og því marki ráðn- ing hans í sjálfu sér ákveðin skil nútíðar og fortíðar í forystu fyr- irtækisins. „Þessi skil voru síðan skerpt enn frekar með breyting- um í stjórnendateymi bankans um síðustu áramót. Stjórn Nýja Kaupþings banka telur það gagn- ast hagsmunum bankans best að framlengja ráðningarsamning- inn við Finn og lýsa yfir fullum stuðningi við hann og hið nýja stjórnendateymi í brýnum og vandasömum verkefnum sem unnið er að til að festa starfsemi bankans í sessi og skapa honum trúnað og traust í samfélaginu.“ - óká FINNUR SVEINBJÖRNSSON Kaupþing framlengir ráðningu FinnsVaxtalækkun í mars Fjórir ástralskir stórbankar eru að leita fyrir sér með útgáfu á samúr- æja-bréfum, skuldabréfum í jap- önskum jenum. Ekki liggur fyrir hvenær rennt verði í skuldabréfaútgáfu en lík- legt þykir að það verði síðar í mánuðinum, að sögn breska við- skiptablaðsins Financial Times. Markaður með bréfin hrundi í september, eða um svipað leyti og bandaríski fjárfestingarbank- inn Lehman Brothers fór í þrot. Gamla Kaupþing tók samúr- æjabréf upp á 50 milljarða jena síðla árs árið 2006 og rann gjald- dagurinn upp seint í október í fyrra. Bréfið, sem hljóðaði upp á 56 milljarða íslenskra króna að þávirði, lenti í vanskilum þar sem gamla Kaupþing var komið í þrot og íslenska ríkið búið að taka yfir íslenska hlutann. Bloomberg-fréttaveitan segir stöðugleika kominn á japanskan lánsfjármarkað og ætli stjórnvöld eystra að gangast í ábyrgð fyrir skuldabréfaútgáfunni. - jab FRÁ TÓKÍÓ Samúræjabréf Kaupþings lentu í vanskilum eftir bankahrunið í október í fyrra. Lífi blásið í samúræjabréfin Sparar þér sporin Framlengt hefur verið út þennan mánuð bann við skortsölu hluta- bréfa ákveðinna fyrirtækja sem hér eru skráð í kauphöll. Fjár- málaeftirlitið hefur tilkynnt NAS- DAQ OMX Iceland (Kauphöllinni) um þetta, en banninu var komið á í októberbyrjun eftir fall bank- anna og gilti til 16. þessa mánaðar. „Um er að ræða áframhaldandi takmörkun á skortsölu fjármála- gerninga útgefnum af tilgreind- um fyrirtækjum í samræmi við fyrri tilkynningu. Takmörkunin gildir til og með 31. janúar næst- komandi,“ segir í tilkynningu til Kauphallar. Samkvæmt banninu er óheimilt að skortselja bréf Glitnis, Kaup- þings, Landsbankans, Straums- Burðaráss, Spron og Existu, sem hér hafa verið tekin til viðskipta í kauphöll, nema seljandi hafi bréf- in í sinni vörslu þegar sölutilboð er lagt fram og tilkynni viðskiptin án tafar til Fjármálaeftirlitsins. - óká Skortsala bréfa enn bönnuð NASDAQ OMX Skortsala er þegar láns- hlutabréf eru seld, gegn því að vera skil- að síðar. Þá kemur í ljós hvort seljandi hefur hagnast eða tapað eftir verðþróun bréfanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam í lok desember um þriðj- ungi af landsframleiðslu síðasta árs, eða 429 milljörðum króna, að því er Greining Glitnis bendir á. Í ársbyrjun 2008 nam forðinn um 163 milljörðum króna. „Forðinn stækkaði hratt á síð- astliðnu ári bæði vegna gengis- breytinga, en eignirnar eru að mestu erlend verðbréf og inn- stæður í erlendum fjármálastofn- unum, en einnig vegna erlendrar lántöku sem nýtt hefur verið til að efla forðann,“ segir í umfjöll- un Glitnis, en forðinn hefur verið nýttur í að verja stöðu krónunn- ar. „Áform eru uppi um að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans frekar, bæði með auknum lántök- um frá [Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um] og lánum frá fleiri aðilum. Með styrkingu forðans er búið í haginn fyrir afnám gjaldeyr- ishaftanna sem hér hafa verið við lýði frá hruni bankanna í október,“ segir Greining Glitn- is og telur líklegt að næstu skref í afnámi haftanna verði stigin í kjölfar stöðumats Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í febrúar. „Ef það gengur vel má búast við því að í kjölfarið fylgi lækkun stýrivaxta Seðlabankans sem nú eru 18 pró- sent. Reiknum við með fyrstu vaxtalækkun ársins í mars.“ Næst tekur Seðlabanki Íslands hins vegar ákvörðun um stýri- vexti í lok næstu viku. - óká

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.