Fréttablaðið - 20.01.2009, Side 11

Fréttablaðið - 20.01.2009, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 20. janúar 2009 11 VIÐSKIPTI Jón Gerald Sullenberger segir að unnið sé hörðum höndum við undirbúning að stofnun nýrr- ar lágvöruverðs- verslunar. Erfitt sé að segja fyrir um tímasetningu, en nokkrir mán- uðir geti verið í að verslunin opni. „Þetta lítur ljómandi vel út, og ég finn fyrir miklum stuðn- ingi,“ segir Jón Gerald. Hann segir að nú sé unnið að því að finna húsnæði fyrir verslunina og ljúka fjármögnun. Hann segir fjármögnun vissu- lega erfiða á þessum tíma, en að í öllum erfiðleikum finnist tæki- færi. - bj Ný lágvöruverðsverslun: Opnar eftir nokkra mánuði JÓN GERALD SULLENBERGER STANGAVEIÐI Verð á veiðileyfum í Laxá í Mývatnssveit og Laxár- dal verður lækkað í sumar frá því sem áður var auglýst. Að því er kemur fram á vef Stangaveiði- félags Reykjavíkur samþykkti félagsfundur í Veiðifélagi Laxár og Krákár ósk stangaveiðifélagsins um lækkun verðtryggingar á leigu- samningi sem upphaflega hljóð- aði upp á 253 milljónir króna fyrir fimm ár. „Um hversu mikillar lækkunar er að vænta vildi fram- kvæmdastjóri SVFR ekki gefa út á þessari stundu þar sem verið er að fara yfir þessi mál í kjölfar ákvörðunar Veiðifélags Laxár og Krákár,“ segir á svfr.is. - gar Veiðifélag Laxár og Krákár: Samþykktu að lækka leiguna LAXÁ Unnendur Laxár eiga í vændum lækkun á auglýstri verðskrá. TRÚ Enn fækkar hlutfallslega safnaðarmeðlimum í Þjóðkirkj- unni, samkvæmt tölum Hagstof- unnar. Í fyrra var 79,1 prósent þjóðarinnar skráð í hana, en voru 89,4 prósent fyrir áratug. Þrátt fyrir það fjölgar skráð- um meðlimum kirkjunnar, í takt við aukinn fólksfjölda. Árið 1998 voru 246.012 í Þjóðkirkjunni en í fyrra voru þeir 319.756. Kaþólska kirkjan telst nú með afgerandi hætti næststærsti söfnuðurinn, með 2,92 prósent þjóðarinnar, en Fríkirkjan í Reykjavík kemur á eftir með 2,47 prósent. Þeir sem kjósa að standa utan trúfélaga eru nú á tíunda þúsund, eða 2,9 prósent. - kóþ Komin niður fyrir 80 prósent: Fækkar enn í Þjóðkirkjunni ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Sverrir Gíslason skrifar: „Ég vildi gjarnan segja frá fisk- búðinni Freyju sem hefur opnað á Bakkabraut 6 á Kársnesi í Kópavogi. Í Kópavogshöfn leggur Gísli KÓ upp og land- ar línufiski flesta daga. Eigandi hans, Guðmundur Geir- dal, og konan hans, Linda, opnðu núna um þarsíðustu helgi fiskbúð rétt við bryggjuna og fiskurinn þar er mikið ódýrari en annars staðar. Það eru um fjörutíu metrar frá löndunar- stað upp í búðina, svo fiskurinn getur ekki orðið ferskari. Búðin er opin frá kl. 14-18 á virkum dögum. Verðið er langt fyrir neðan allt sem sést hefur undanfarið, enda búðin öll með einföldu sniði. Ég er nágranni og á engra hags- muna að gæta. En þetta er í útlöndum kallað „fair trade“! Linda var til svara þegar ég hringdi í fiskbúðina. „Það eru sorglega margir sem hafa ekki efni á að borða fisk og markmið okkar er að veita fleirum tækifæri til þess,“ segir hún. Linda segist svo sem ekki geta fullyrt að þau séu með lægsta verðið, hún fari aldrei í aðrar fiskbúðir, og verðið hjá þeim tekur mið af markaðsverði. Sem dæmi nefnir hún að ýsuflökin eru á 670 kr./kg, karfaflök á 600 kr./kg, keilu- og lönguflök á 400 kr./kg og steinbítsflök á 780 kr./kg. Þá má fá heila ýsu á 280 kr./kg. „Mest af aflanum fer á fiskmarkað en framtíðarsýnin hjá okkur er að geta selt sem mest af honum í búðinni,“ segir Linda. Neytendur: Fersk og ódýr fiskbúð í Kópavogi Fjörutíu metrar frá bryggju í búð STEINBÍTUR Ljótur en gómsætur. BJÖRGUN Sextíu og átta var bjarg- að í 150 útköllum sem bárust Flugdeild Landhelgisgæslunnar árið 2008. Útköllum fækkaði um átján prósent milli ára. Frá árinu 2004 og fram til 2007 varð jöfn aukn- ing í fjölda útkalla eða um ell- efu prósent á ári. Mikil aukning varð svo á milli áranna 2006 og 2007, eða 28 prósent. Árið 2008 var svipað árinu 2006 hvað fjölda útkalla varðar. Af útköllunum 150 voru 54 á láglendi, 57 í óbyggðum og 39 útköll á sjó, þar af níu lengra út en 150 sjómílur. - hhs Flugdeild Landhelgisgæslu: Sextíu og átta bjargað í fyrra                         !            "  ## $   "  "      %%%! !     && '! (        #  "  ) *   + + ,    "   +   -   .  !      #   "    /0  1 0 ! "    2!     32     ! 4 "   ,   "   "        5"      "     ,   ,       "    "  !      6  5   5        ,      -   .         ## $          "  , #    "             ! 8   5   5  $ -  .          "  " "  5    ,       ! *        "    "      "  9':2 .     ! 4   , " ",        " ,   5   ,        " ,                -   .  ! ; 4   3 ; 9: <   .  && ' ; *= && '9 ; %%%!-.! ; -.)-.!                   !  "    # $  # 1 > ? . @ ( < A !B . .  9  ' /0  1 0 <  B.@ D   E  23 /0  F   .  ?  B.@  E  2& -. <  >@ G H   /0  1 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.