Tíminn - 09.10.1982, Blaðsíða 16
Opið virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
HEÐД
Skemmuvegi 20 • Kopavogi
Simar (91)7 75-51 & 7-80 30
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um landjillt
Ábyrgö á.öllu
Kaupum nýiega
bíla til niðurrifs
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
labnel
HÖGGDEYFAR
GJvarahlutir sZ
Armiila 24
36510
„EG ER EINS OG GYÐ-
INGURINN GANGANDI’
— segir María Jósefsdóttir, sem opnar listasýningu
í Gallerí Lækjartorg í dag
■ - Það má segja að ég sé eins og
Gyðingurinn gangandi. Eg bý alls staðar
og hvergi og er sjaldan lengi á sama stað,
sagði Ustakonan María Jósefsdóttir
(Myrím Bat-JoseO sem í dag opnar
listsýningu í Gallerí Lækjartorg í
Reykjavík.
María Jósefsdóttir er íslenskur
ríkisborgari, en hún er fædd í Berlín og
ólst að mestu leyti upp í ísrael. Hún
lagði stund á listkennaranám og að því
námi loknu fékk hún styrk til listnáms í
París, en þar er hún cinmitt búsett um
þessar mundir.
-Ég get sjaldan verið lengi á sama stað
og mér er það nauðsyn að ferðast, sagði
listakonan í samtali við Tímann.
María Jósefsdóttir, eða Myriam eins
og hún hét þá kom fyrst til íslands árið
1957 og vann þá meðal annars um tíma
í súkkulaðigerðinni Freyju. María var
gift listamanninum ERRO, en með
honum á hún eina dóttur sem fædd er
1960.
-Það er algjör tilviljun að við ERRÓ
höldum bæði sýningu hér á sama árinu
og með svo skömmu millibili. Reyndar
er það líka tilviljun að það skuli vera
haldin sýning á verkum Dieter Roth hér
um þessar mundir, en við vorum nánast
óaðskiljanleg á tímabili, ég,' ERRO,
Dieter og Sigríður Björnsdóttir.
Björtu litirnir sem ég nota
koma frá íslandi
Þó að María hafi ekki búið á íslandi
í fjölda ára, segist hún unna landinu og
segir að ekkert annað land jafnist á við
það.
-ísland er tákn friðarins í mínum
augum og það verður mér aldrei ljósara
en þegar ég er nýkomin frá ísrael, þar
sem alltaf er stríðsástand. Á íslandi eru
einnig þeir fallegustu litir sem ég hef á
ævi minni séð og allir þeir björtu litir
sem ég nota koma til fyrir áhrif frá
Islandi.
Litir gegna mjög veigamiklu hlutverki
í list Maríu Jósefsdóttir og ekki síst í
„gjörningum" (performances)hennar.
Á sýningnnni í Gailerí Lækjartorg
verður María að vísu ekki með neinn
gjörning, en þess í stað sýnir hún
■ Björtu
litimir sem
ég nota
koma alir
frá íslandi
Tímamynd
Ella
gjöming á myndbandi.. Nefnist hann
„Lady time“ eða konutími og hefur hún
þar endaskipti á hinum hefðbundnu
hlutverkaskiptum karls og konu. Fer
gjörningurinn þannig fram að listakonan
málar hálfnakinn karlmann í öllum
regnbogans litum og gilda þar engar
reglur aðrar en að önnur hliðin er máluð
í ljósum lit, en hin í dökkum. Síðan
málar listakonan sig á svipaðan hátt.
Baráttan milli karls og
konu...
-Þetta er það sem kallað er á Tao, yin
og yang. Yin táknar kvenkynið, vatn og
jörð og allt frá mitti mannslíkamans og
niður, en yang táknar karlkynið, skýin
og loftið og allt fyrir ofan mitti, segir
María og tekur fram að með þessum
gjörning sé hún að túlka þessar
andstæður. Um málun sjálfrar sín segir
listakonan á myndbandinu, að með
þessu móti nái hún mikiu betri tengslum
við list sína.
-Ég vil verða verk mín og tekst það
með þessu móti. Ég tel að konur nái
miklu betri tengslum við verk sín en
karlmennimir og etv. er þetta bara eins
og sambandið á milli móður og bams.
Um eitt hundrað verk em á
sýningunni í Gallerí Lækjartorg og eru
þar af mörg svonefndir notahlutir.
Koddaver í öllum regnbogans litum og
slæður sem einnig má hengja uppp í
stássstofur. Á sýningunni gefur einnig
að líta málverk og málaðar litógrafíur,
en fyrirmyndin á þeim er einmitt sótt í
gjörninginn á myndbandinu góða.
- ESE
Engir samningar
■ Ekkert hafði þokast í
samkomulagsátt í deilu
mjólkurfræðinga og við-
semjenda þeirra er Tíminn
hafði samband við ríkis-
sáttasemjara í gær.
Mjólkurfræðingar
mættu til fundar ásamt.
vinnuveitendum á fund
hjá sáttasemjara á fimmtu-
dag og svo aftur í gær og
sagði Guðlaugur Þorvalds-
son, ríkissáttasemjari að
hann sæi enga lausn á
þessu máli á næsta leyti.
- ESE
Skaut
ölvaður
á bifreið
■ Maður sá sem Reykja-
víkurlögreglan handtók í
fyrradag, grunaðan' um
að hafa skotið á bíl á
Kirkjusandi játaði við
yfirheyrslur að vera valdur
að verknaðinum.
„Þetta mál er að fullu'
upplýst, manninum var
haldið fyrst vegna þess að
hann var ölvaður og var
hann látinn sofa úr sér
vímuna í fyrrinótt en við
yfirheyrslur játaði hann að
hafa verið að skjóta þarna
inni í porti“ sagði Guð-
mundur Hermannsson
hjá Rannsóknardeild
Reykjavíkurlögreglunnar
í samtali við Tímann en
lögreglunni barst tilkynn-
ing um atburðinn kl.14 í
fyrradag. Þá var henni
tilkynnt að hjólbarðar á
bíl nokkrum á Kirkjusandi
hefðu verið skotnir sundur
með riffilskotum. Eigand-
inn mun fyrst hafa talið að
hjólbarðamir hefðu verið
skornir f sundur en er
hann fór með þá á
dekkjaverkstæði kom hið
sanna í Ijós.
Guðmundur sagði að
maðurinn hefði að sögn
ekki gert sér grein fyrir
því að hann hefði skemmt
bílinn en þrætti ekki fyrir
það. Engar mannaferðir
voru þama í nágrenninu
er atburðurinn átti sér stað
og varð enginn var við að
hann væri að skjóta þarna
í portinu. - FRI
dropar
Neðri deild
lögð niður
■ Nú bendir flest til að
stjórnarskrárnefnd leggi til að
Alþingi starfi í einni deild, en
ekki í tveimur eins og nú er.
Efri deildar þingmönnum mun
þykja nokkuð að sér vegið
með þessari skipulagsbreyt-
ingu og túlka hana sem nú eigi
að leggja þeirra deild niður.
Til að hafa þá rólega eru uppi
hugmyndir um að skýrt verði
tekið fram í frumvarpinu til
breytinga á stjórnlögunum að
það verði neðri deild sem lögð
verði niður.
Áttu eld ?
■ Og hér er einn af léttara
taginu. Maður nokkur kom til
sálsýkislxknis. Eftir að læknir-
inn hafði látið hann setjast
byrjaði gesturinn á því að taka
upp sígarettu, rifa hana )
sundur og troða tóbakinu upp
í nasimar.
Lxknirinn virti þessar
aðfarir fyrir sér og sagði svo:
„Já, það leynir sér ekki, að þú
þarft á aðstoð að halda.“
„Já, alveg rétt“, sagði
sjúklingurinn. „Áttu eld.“?
Borgarlög-
maður
„hinn minni“
■ Borgarstjórn afgreiddi frá
sér á fimmtudagskvöld tillögu
borgarstjóra um tilfxrslur í
embættismannakerfinu, sem
greint hefur verið frá í blaðinu.
Það vakti athygli að Albert
Guðmundsson sat einn hjá af
þeim sjálfstæðismönnum þeg-
ar greidd vora atkvæði. Getur
hafa verið leiddar að því að
hjásetuna megi rekja til
andúðar Alberts á væntanleg-
. !-
um borgarlögmanni, Magnúsi
Óskarssyni, en hann var cinn
af kosningstjórum Davíðs
Oddsson í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna fyrir síðustu borgar-
stjórnarkosningar. Þá elduðu
Davíð og Albert grátt silfur
saman, en Davið varð ofaná í
baráttunni.
Annars verður lítið eftir af
upphaflegum verkefnum borg-
arlögmanns þegar Magnús sest
í þann stól, nema sjálf
málflutningsstörfin, þar sem
önnur verkefni hafa verið fxrð
frá honum. Talaði einn
borgarfulltrúa um borgarlög-
mannsembxttið „hið minna“,
og taldi litlar líkur á að það
væri fullt starf eftir breyting-
una, nema leggja ætti sérstaka
áherslu á valdboð af ýmsu tagi
við stjóra borgarinnar sem
útheimti fullt starf málfæslu-
manns við að verja, fyrir
dómstólunum.
Krummi ...
... leggur tU nýy rðið símaskúrur
sem beygist eins og símasnúr-
ur.