Tíminn - 15.10.1982, Page 3

Tíminn - 15.10.1982, Page 3
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 fréttirl Ólga í íbúum Hjónagarða við Háskólann: NÚSALEKAN Í HJÖNAGÖRÐUM HÆKKUB UM RUMLEGA 100% ■ íbúar Hjónagarða við Suðurgötu hafa mótmælt ákvörðun stjórnar Félags- stofnunar stúdenta um húsaleigu í vetur. Stjómin ákvað að hækka leiguna um rúm 100% frá því í fyrra og skal hún samkvæmt þeirri ákvörðun verða 2.100 krónur á mánuði, en ef miðað er við árið í fyrra og hækkun vísitölu síðan hefði hún átt að vera 1.510 krónur á mánuði, eða sá er skilningur íbúa Hjónagarða. Sigurður Skagfjörð Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar sagði að skýringin á hækkuninni væri sá að verið væri að leiðrétta húsaleigugrunninn, en hann hefði áður verið óraunhæfur. Einn íbúa Hjónagarða sagði í samtali við blaðamann Tímans í gær að nú væri f fyrsta sinn verið að reikna fjármagns- kostnað inn í leiguna, þ.e. auk rekstrarkostnaðar, afskrifta og vaxta ættu núverandi íbúar Hjónagarða nú að greiða niður skuldir sem hvíldu á húsnæðinu. Skoðun íbúanna væri hins vegar sú að deila ætti þessum skuldum niður á éndingartíma húsnæðisins, í stað þess að þeir sem fá þar inni nú greiði niður húsnæðið fyrir þá sem á eftir koma. íbúar Hjónagarða hafa gert Félags- stofnun gagntilboð, sem hljóðar upp á að leigan í vetur skuli vera 1.800 krónur og skuli sú upphæð vera leigugrunnur, þ.e. næstu ár verði húsaleigan ákveðin með því að framreikna hana samkvæmt vísitölu. Þéssu hefur Félagsstofnun hafnað, en boðið í staðinn að hækkunin skuli koma til framkvæmda í tveim áföngum, verða 1.845 krónur í vetur, en næsta vetur hækki hún í 2.100 krónur að viðbættum vísitöluhækkunum. Viðmælandi blaðsins sagði að þótt 2.100 krónur véeri ekki há leiga ef miðað er við almennan markað þá væri mikil óánægja ríkjandi meðal íbúanna vegna þess að þessi hækkun skuli ákveðin án samráðs við þá. Jafnframt sagði hann að íbúunum hafi verið hótað uppsögn á húsnæðinu með sex mánaða fyrirvara ef þeir gengju ekki að hinni nýju leigu- upphæð. Hefði þetta hleypt illu blóði í fólk, en lítið væri hægt að aðhafast vegna uppsagnarhótananna. Húsaleiga á Gamla Garði hækkar um svipað hlutfall og á Hjónagörðum en íbúar þar hafa ekki haft í frammi nein mótmæli, en hluti hækkunarinnar þar er til kominn vegna nýafstaðinnar endur- nýjunar húsnæðisins. JAK Garðveisla Guðmundar: Alþjóda- dagur hvfta .ADS0KNIN ER NOKKUDGUB" ■ „Meðan sýningin er enn í áskrift er nokkuð erfitt að átta sig almennilega á aðsókninni en þó held ég að mér sé óhætt að segja að hún hafi verið nokkuð góð,“ sagði Halldór Ormsson, miða- sölustjóri Þjóðleikhússins, þegar hann var spurður um aðsóknina að Garð- veislu, hinu umdeilda leikriti Guðmund- ar Steinssonar. Halldór sagði að uppselt hefði verið á nokkrar fyrstu sýningarnar, en á tveim eða þrem síðustu hefðu hokkur sæti verið laus í húsinu. f gærkvöldi var síðasta áskriftarsýn- ingin á Garðveisiu og því mun koma í ljós á næstu dögum hvort leikritið fær sæmilega aðsókn. -Sjó.. ■ í dag er alþjóöadagur hvíta stafsins, sem er mikilvægasta hjálpartæki blindra og sjónskertra í umferðinni, jafnframt því að vera tákn þeirra, sem mikilvægt er að aUir þekki og taki tillit til. Afleiðingar erlendra skulda: Greidslubyrði verður 23% af útflutn- ingstekjum ■ Af hverjum 100 krónum sem við höfum í útflutningstekjur í ár er nú gert ráð fyrir að við þurfum að greiða 23 krónur í vexti og afborganir af erlendum lánum, samkvæmt nýjustu útreikningum hagspekinga þjóðarinnar. Er þetta nær tvöfalt hærri greiðslubyrði af erlendum lánum en t.d. árið 1979, þegar sama hlutfall var 12.80 kr. af hverjum 100 kr. Á síðasta ári var fyrrnefnt hlutfall 16.4% af útflutningstekjum og á árunum 1975 til 1980 á bilinu 14.2 ti 12.8%, sem fyrr er getið. Að sögn fjármálaráðherra eru ástæð- ur þessa fyrst og fremst þær, að útflutningstekjur hafa hlutfallslega lækk- að meðan erlend lán hafa hækkað, auk þess sem vextir á erlendum lána- mörkuðum hafi verið óvenjulega háir upp á síðkastið. Aðspurður kvað hann þetta þó ekki stafa af því að íslendingar hafi þurft að sæta óhagstæðari vaxtakjörum en al- mennt gerist, nema að síður væri. Vitnaði hann þar m.a. til könnunar er gerð hafi verið á lánakjörum er alls 80 þjóðir hafi sætt á alþjóða lánamörk- uðum og þar hafi komið í Ijós að ísland var í 15. sæti. „Ég tel því að lánstraust þjóðarinnar út á við sé býsna gott, sem kemur fram í hagstæðum lánum til okk- ar“, sagði fjármálaráðherra. -HEI Horfur á gódri rjúpnaveiði í ár — samkvæmt talningu hefur stofninn stækkað um 50% ■ „Samkvæmt talningu sem fram fór á ýmsum stöðum á landinu í vor hefur rjúpunni fjölgað mikið frá í fyrra. Fjölgunin er, samkvæmt talningunni, mest í Þingeyjarsýslum en hún er líka veruleg annars staðar á landinu, að meðaltali ríflega 50 prósent,“ sagði Arnþór Helgason, fuglafræðingur, í samtali við blaðið í gær. Sem kunnugt er hefst rjúpnaveiðitíma bilið í dag, 15. október og stendur til 20. desember. Arnþór sagði að crfitt væri að spá fyrir um veiðina en þó bjóst hann við að veiði yrði góð næstu daga ef ekki færi að snjóa að ráði. Að vísu þyrftu veiðimenn sennilega að fara hátt á fjöll til að ná henni, en þar mætti búast við að hún væri í stórum hópum a.m.k. á daginn. -Sjó. ■ Næstu daga má búast ævið að skotglaðir veiðimenn flykkist til fjalla í von um að ná í rjúpu. LANDRIS EYKST ■ „Það voru smá skjálftar á Kröflusvæðinu á þriðjudag og eitt- hvað svipað í morgun en það er svo sem ekkert sérstakt,“ sagði Eysteinn Tryggvason, jarðfræðingur í samtali við Tímann í gær. Að sögn Eysteins hefur verið hægt landris við Kröflu undanfarið sem aðeins hafi aukist s.l. tvo til þrjá daga. Hins vcgar sagði hann það í sjálfu sér ekkert athyglisvert því þarna væru í rauninni sífelldar breytingar á landinu. -Sjó. FORSETINN SÆMIR SJð RIDDARA- KROSSI ■ Forseti íslands sæmdi .í gær eftirtalda menn heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu: Adolf Björnsson, bankamann, Reykjavík, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf. Árna Sigurjónsson, f.v. bankafulltrúa, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir æskulýðsstörf. Gísla Ólafsson, f.v. yfirlögregluþjón á Akureyri riddarakrossi fyrir lög- gæslustörf. Dr. med. Guðmund Björnsson, prófessor, Reykjavík, riddarakrossi fyrir augnlækningar og vísindastörf. Jón Á. Gissurarson, f.v. skólasstjóra, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir störf að kennslu og skólamálum. Pálu Pálsdóttur, kenn- ara Hofsósi, riddarakrossi fyrir fræðslu- og félagsmálastörf. Sigríði Briem Thorsteinsson, frú, Reykja- vík, riddarakrossi fyrir fræöslu- og . félagsmálastörf. UOSASKOÐ- UN LYKUR 31. OKT. ■ Ljósaskoðun bifreiða fyrir árið 1982 á að vera lokið 31. október n.k. f skoðuninni, sem er árleg, eru öll ljós bifreiða yfirfarin, en algengt er að stilling þeirra fari úr skorðum af ýmsum orsökum. „Nú fer í hönd sá árstími sem þörf góðrar lýsingar í umferðinni er hvað brýnust. Það er mikilsvert, að allir leggist á eitt til þess að auka öryggi skamrndegisumferðarinnar. Gang- andi hafi á sér endurskinsmerki, og æir sem aka hafi öll Ijós bifreiðar sinnar í lagi og jafnframt hrein. Sama gildir reyndar um bílrúður og rurrkublöð, allt þarf þetta að vera viðbúið rysjóttri tíð,“ segir í tilkynn- ingu frá umfcrðarráði. -Sjó. FUNDUR UM FÓSRUR- EYÐINGAR ■ Kristilegt stúdentafélag gengst fyrir fundi um fóstureyðingar í Norræna húsinu í kvöld. Fundurinn hefst klukkan 19.45 með setningu, en klukkan 20 verður sýnd 45 mínútna löng kvikmynd um fóstureyðingar. Myndin er eftir þá Francis A. Schaffer, guðfræðing og heimspek- ing, og bandaríska skurðlækninn C.Everett Koop. í myndinni er fjallað um frjálsar fóstureyðingar út frá trúar- og siðferðilegu sjónarmiði. Eftirtaldir flytja crindi á fundin- um: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður, Auðólfur Gunnars- son, kvensjúkdómalæknir, Hildur Jónsdóttir, skrifstofumaður og Sig- urður Pálsson, námsstjóri. —Sjó.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.